Tíminn - 01.11.1973, Qupperneq 17

Tíminn - 01.11.1973, Qupperneq 17
Fimmtudagur 1. nóvember 1971!. TÍMINN 17 §iUmsjón: Alfreö Þorsteinsson SIGURBERGUR SIGSTEINSSON AGÚST SVAVARSSON OLAFUR BENEDIKTSSON GEIR HALUSTEINSSON Getum við verið án þeirra? ER EKKI KOAAINN TÍMI TIL AÐ SENDA OKKAR STERKASTA LIÐ FRAM Á VÍGVÖLLINN? Það er heitasti draumur islenzkra handknattleiks- manna að komast i lokakeppni HM i handknattleik, sem fer fram i Austur-Þýzkalandi um mánaða- mótin febrúar — marz 1974. Ef þessi draumur á að rætast, verðum við að vakna af dvalanum, rífa okkur upp — kasta striðsexinni og gera stórátak á sunnudaginn i Laugardalshöllinni, þegar við mæt- um Frökkum i siðari leiknum i undankeppni HM. Það verður stórt áfall fyrir islenzkan handknattleik, ef við vinnum ekki leikinn gegn Frökkum með 6-7 marka mun á heimavelli. Við vitum, að við eigum sterkari handknattleiksmenn en Frakkar, og þvi verðum við að velja okkar beztu leikmenn i lands- liðið, sem leikur á sunnudaginn. Sterkir leikmenn hafa þvi miður staðið fyrir utan landsliðið, sem hef- ur leikið landsleiki okkar á keppnistimabilinu. Það er óskynsamlegt að stilla En það má ekki leggja strax upp sama liði og lék gegn Frökkum i Paris i sl. viku. Þaö á tvimælalaut að gera breytingar á liðinu þvi þá eiga Frakkarnir erfiðara með að átta sig á hinum nýju leikmönnum. Þar með er is- lenzka liðið búið að ná nokkru for- skoti, þegar tillit er tekið til þess, að hér verður um heimaleik að ræða. Það hlýtur að vera erfitt fyrir landsliðsnefndina að velja suma leikmenn landsliðsins aftur í landsliðið, sérstaklega eftir landsleikinn gegn Frökkum i Paris. Landsliðsnefndin valdi nokkra unga leikmenn i landliðiö fyrir yfirstandandi keppnistima- bil. Leikmenn, sem eru óreyndir og ekki sterkustu leikmenn okkar nú — leikmenn, sem verða eflaust góðir eftir svona 2-3 ár. traust á leikmenn, sem eru aðeins „efnilegir”, i handknattleik. Þá valdi landsliðsnefndin einnig nokkra leikmenn, sem eru óút- reiknanlegir. Leikmenn, sem eiga kannski einn toppleik i dag og leggjast siðan i dvala næstu tiu landsleiki. Það er ekki hægt að byggja upp á þannig leik- mönnum, við eigum nóg af jafn- sterkum leikmönnum, sem styrkjast með hverri raun. Þá hefur gengið heldur treglega að fá suma góða handknattleiks- menn til að mæta á æfingar. Það er reyndar gömul saga — hags- munir félaganna og landsliðsins hafa oft og mörgum sinnum rekizt á. Einnig hefur verið erfitt að fá leikmenn, sem hafa staðið i ströngu við vinnu og annað. Landsliðsnefndin á við marg- vislega erfiðleika að etja, þegar hún velur i landslið. Hún fær oftar gagnrýni en þakkir. En eitt vitum við, sem fylgjumst með handknattleik, að þeir Jón Erlendsson, Karl Benediktsson, og Páll Jónsson hafa allir mikinn áhuga á að glima við erfið verk- efni og hvetja islenzka hand- knattleiksmenn til meiri afreka. Þeir fylgja islenzka landsliöinu gegnum sætt og súrt og hafa ekki áhuga á að kasta mikilli vinnu á glæ. En snúum okkur að lands- leiknum gegn Frökkum á sunnu- daginn. Stóra spurningin er þá: Hvernig verður islenzka lands- liðið skipað? Verður liðið óbreytt... eða verða reyndir leik- menn teknir inn i það? Þvi er fljótsvarað. Að sjálfsögðu flöggum við okkar sterkasta liði i dag, skipuðu reyndum leik- mönnum. Þvi er ekki ósennilegt, að liðið verði skipað eftirtöldum leikmönnum: Ölafur Benediktsson, Val Gunnar Einarsson, Haukum Gunnsteinn Skúlason, Val Björgvin Björgvinsson, Fram Auðunn Óskarsson, FH Sigurbergur Sigsteinsson, Fram Ólafur Jónsson, Val Geir Hallsteinsson, Göppingen Ágúst Svavarsson, ÍR Axel Axelsson, Fram Hörður Sigmarsson, Haukum Viðar Simonarson, FH Af hverju þessir leikmenn?.... Þvi er sljótsvarað: Við vitum, að þessir leikmenn hafa mikla leikreynslu. Ólafur Benediktsson er tvimælalaust tSLENZKIR ÁHORFENDUR... koma til meö aö styöja viö bakiö á islenzka landsliöinu í Laugardals- höllinni á sunnudaginn. okkar sterkasti markvörður, þótt hann sé nokkuð erfiður i um- gengni. Hann hefur reynsluna, sem hinir ungu markverðir okkar hafa af skornum skammti. Gunnar Einarsson er sá mark- vörður sem hefur komizt bezt frá siðustu landsleikjum okkar. Linu- mennirnir Gunnsteinn, Björgvin; Auðunn og Sigurbergur, eru allir margreyndir landsliösmenn, sem leika mjög sterkan varnarleik. Sigurbergur hefur ekki getað æft sem skyldi að undanförnu, en nú er hann i mjög góöri æfingu. Hann er tvimælalaust okkar sterkasti m iðfra m her ji, kröftugur „tekniskur” leikmaður, sem er frábær i að skora úr láréttri stöðu eftir innhlaup úr hornum. Þá er hann einn af fáum handknatt- leiksmönnum okkar, sem láta knöttinn ganga á milli kantanna. Auðunn er einn okkar sterkasti varnarleikmaður, og hann skorar yfirleitt úr þeim marktæki- færum,sem hann fær. Gunnsteinn er dæmigerður stjórnandi og fæddur fyrirliði, en slikir leik- menn eru ekki á hverju strái. Björgvin er einn af þeim leik- mönnum, sem kalla ekki allt ömmu sina. Hann gefst aldrei upp i sókn eða vörn. Um Geir Hallsteinsson þarf ekki að ræða. Geir er reyndur leikmaður, sem hefur verið driffjöður fslenzka landsliðsins undanfarin ár. ólafur Jónsson er hinn hvetjandi leikmaður, sem gefst aldrei upp og verkar sem vitaminsprauta á meðspilara sina. Axel er stórhættuleg lang- skytta, sem þarf sitt pláss, og það verðuraðspila hann upp, ef hann á að sýna sitt rétta andlit. Það verður verðugt verkefni fyrir Geir á sunnudaginn, og þá lætur Axel örugglega ekki standa á sér, með sin stórhættulegu skot og frábæru linusendingar. Agúst örvhenta stórskyttan er leik- maður sem getur skotiö, og ekki nóg með það hann dregur einn- ig varnarmenn aö sér. Það hljóta allir varnarleikmenn sem hafa eitthvert vit i kollinum, að hræðast stóra vinstrihandar-’ skyttu. Hörður, annar vinstri- handarleikmaður, vex með hverri raun. Leikmaður, sem er að fá sjálfstraust og er strax farinn að sýna það að hann hefur verið úti i kuldanum i FH sl. ár. Hann getur skotið, brotizt i gegn og er góður aö fara inn úr hornum. Viðar er leikmaður, sem ekki ber mikið á, en er ómetanlegur á örlagarikum stundum. Hann getur skotiö^hefur næmt auga fyrir linu — kannski stundum of eigingjarn. Hverjir vilja ekki sjá þessa leikmenn leika saman i islenzka landsliðinu? Þetta eru leik- mennirnir, sem geta komið islenzka landsliðinu i úrslita- keppnina i A-Þýzkalandi 1974. SOS Það er komin tími til að kasta stríðsex- inni og gera stórátak Landsliðs- nefndin í hand- knattleik má ekki kasta mikilli vinnu í rusla- tunnuna Við verðum að fá HM far- seðilinn til Austur- Þýzka- lands á sunnu- daginn

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.