Tíminn - 01.11.1973, Síða 20
f ™ lI G Ðl
MERKIÐ.SEM GLEOUR Híttumst t haupféíaginu fyrir yóóan mai ^ kjötionaðarstöo sambandsins
Munch-málverki
rænt i Osló
NTB-Osló — Uppkasti af hinu
fræga málverki Edward Munch
„Sagan” var stoliö úr veitinga-
stofunni i Stúdentabænum Sogni.
Málverkiö, sem metiö er á mörg
hundruð þúsund norskar krónur,
hvarf á miövikudagsnóttina. Það
var skoriö úr rammanum, þannig
að hluti af einu horninu varö eftir.
Málverkiö, eöa uppkast þetta,
er 200x90 sm og er af stórri eik,
er breiöir greinir sinar út yfir
landslagiö. Undir henni sitja
gamall maður og drengur. Hiö
endanlega málverk Munchs.
hangir i háskólanum i Osló.
Ekki er neitt þjófavarnarkerfi i
veitingastofunni og fyrir
skömmu rændi norskur blaöa-
maöur þaöan öðru málverki eftir
Munch, svona rétt til að sýna, aö
þetta væri enginn vandi.
Olíumálin alvar-
leg í Hollandi
— en reiðhjólaframleiðendur græða
Asgeir Magnússon yfirvélstjóri og Gullfoss. Myndin er tekin I gær, skömmu áöur en þeir logöu upp I sfna
siöustu ferö saman. (Timamynd Eóbert)
Gullfoss er farinn
NTB-Haag — Holland hefur fariö
þc ss á leit viö framkvæmdaráö
EBE, aö þaö tryggi, aö oliu þeirri
sem aö berst, veröi dreift jafnt
yfir allt EBE-svæöiö. Ilefur hol-
lcnska stjórnin beöiö um aö ollu-
vandamáliö veröi sett á dagskrá
ráðherraráösfundarins I næstu
viku.
Mörg Arabalönd hafa nú
stöövaö alla oliusölu til Hollands,
vegna þess aö Holland hafi staöiö
með tsrael i striöinu. Til að bæta
úr ástandinu, hefur stjórnin
bannað allan bifreiöaakstur á
A miðvikudag, kom hingaö
hljómsveitin John Miles Band
Set, og mun leika á hljómleikum i
Austurbæjarbiói i kvöld. Auk
John Miles Band Set, koma fram
á hljómleikunum hljómsveitir-
nar Capricorn og Júdas.
John Miles er viðurkenndur
sunnudögum milli kl. 03,00 til
miðnættis .
Borgarstjórnarfulltrúi i Rotter-
dam sagði i gær, aö 20 þúsund
manns þar i bæ ættu á hættu aö
vera sagt upp störfum eða gefið
fri vegna oliuskortsins. Einnig
myndi borgin tapa geysilegu fé i
hafnargjöldum, ef ástand þetta
stendur lengi. Þeir einu, sem lik-
lega myndu græöa á oliuleysinu,
eru reiöhjólaframleiðendur.
Þegar hafa nokrir reiðhjólasalar
tekið til við að leigja reiðhjól til
sunnudagsins.
listamaöur i heimalandi sinu,
Englandi og leikur jöfnum
höndum á pianó og gitar. Hljóm-
sveitin flytur frjjmsamið efni. Út
hafa komið nokkuð margar litlar
plötur meö John Miles og fer
vegur hans stööugt vaxandi. Er
óhætt aö fullyröa, aö hér er á
ferðinni athyglisverð hljómsveit.
GULLFOSS, flaggskip islenzka
kaupskipaflotans, lagöi i gær-
kvöldi upp i sina siöustu ferö frá
landinu, en sem kunnugt er, hcfur
skipiö veriö selt til Beirút i
IJbanon. Ekki þarf aö efast um,
aö mörgum veröur eftirsjá aö
Gullfossi og margir eiga þaöan
góöar ininningar.
Gullfoss hefur alls fariö 456
ferðir og flutt nálægt 156 þúsund
manns milli landa, þau 23 ár,sem
hann hefur veriö i eigu Eimskipa-
félagsins. Hingað kom skipið upp-
haflega 20. mai 1950.
Verið var að lesta Gullfoss i
gær, en hann fer fullhlaðinn
skreiö til Hamborgar, þar sem
hann verður afhentur hinum nýju
eigendum. Blaðamaður Timans
leit um borö og var það heldur
dauft yfir og fáir á ferli, utan
nokkrar þernur aö þvo og pússa.
Stórt málverk af Gullfossi i Hvitá,
sem þar var á gangvegg, hefur
verið fjarlægt og svart/hvit ljós-
mynd af þvi sett i staöinn. Niöri i
vélarrúmi hittum viö Asgeir
Magnússon, yfirvélstjóra, en
hann er eini maðurinn, sem verið
hefur á Gullfossi frá þvi hann var
afhentur i Kaupmannahöfn fyrir
23 árum og hann er einnig með i
siðustu ferðinni.
— Við erum reyndar fjórir, sem
höfum verið á skipinu allan
timann, segir Asgeir, — en hinir
þrir fara ekki með i kvöld.
— Heldurðu, að það muni ekki
margir sakna Gullfoss?
— Jú, þaö er vafalaust og Fær-
eyingar ekki minnst. Þeir vildu
gjarnan hafa haft efni á að kaupa
skipið, sem hefur veitt þeim góða
þjónusta gegnum árin.
Ekki sagðist Asgeir geta sagt
frá neinu sérstöku, sem á dagana
heföi drifið þessi ár um borð, en
minntist þó á fyrsta veturinn. Þá
sigldi Gullfoss i leigu hjá
Frökkum, með farþega og vörur
milii Bordeaux og Casablanca. —
Það var gott að sigla hjá
Frökkum.
— Þið farið til Hamborgar
núna?
— Já, við verðum komnir
þangaö á sunnudag. Það er ekki
ákveðið enn, hvenær eigendurnir
i Beirut koma og taka við skipinu,
það getur dregizt fram yfir
miöjan nóvember. Við véla-
mennirnir verðum úti væntanlega
nokkra daga eftir það til að sýna
þeim eitt og annað i vélinni og svo
komum veið heim, annaðhvort
fljúgandi, eöa með einhverju
skipi félagsins.
— Hvað tekur svo við?
—-Ég veitþaðekki. Ég er fastur
maður hjá Eimskipafélaginu og
veit ekkert, hvar ég lendi.
Að lokum óskum við Gullfossi
góðrar ferðar og vonum að hann
eigi góða daga i nýja heima-
landinu. —sb
SADAT HOTAR, EF ISRA-
ELSMENN FÆRI SIG EKKI
Hljómsveit John Miles
Band Set- ie ikur í Austurbæjarbíói
NTB-Kairó — Sadat, forseti
Egyptalands, lýsti þvl yfir I gær,
aö Egyptaland vildi þvl aöeins
taka þátt I samningaviöræöum
um friö, aö tsrael kallaöi her-
menn sina til baka þangaö, sem
þeir voru þegar fyrra vopnahléö
gekk I gildi 22. október. Geri
tsrael þaö ekki, mun Sadat láta
heri slna leysa málin á sinn hátt,
eins og hann oröaöi þaö.
Jafnframt þessari aövörun
Sadats, eru ýmsir aðilar að ræða
friðarhorfurnar og reyna aö leysa
málin. Golda Meir fór til
Washington i gær til að ræða viö
Nixon og Kissinger, utanrikisráö-
herra Bandarikjanna kemur til
Kairó i næstu viku. Tilkynningin
um ferð hans hefur ekki verið
staðfest i Washington, en óstað-
festar fregnir þaðan herma, að
hann muni einnig heimsækja
önnur lönd i Mið-Austurlöndum.
Sadat lagði áherzlu á þaö við
blaðamennina, sem voru 350
talsins, viöa að úr heiminum, að
Egyptar myndu ekki láta það
viðgangast, að Israelsmenn legðu
undir sig vesturbakka Súez--
skurðarins. Nixon Bandarikja-
forseta, svo og Brézjnéf flokks-
ritara hefði verið gert þetta ljóst.
AAiklar breytingar
á sænsku stjórninni
— rdðherrum fiölgað, ráðuneytum skipt
NTB-Stokkhólmi. — Olof Palme,
forsætisráðherra Svlþjóöar til-
kynnti I gær um meiri háttar
breytingar i rikisstjórn sinni.
Innanrikisráðuneytinu veröur
skipt i húsnæöisráðuneyti og
vinnumarkaðsráöuneyti. Jafn-
framt bætast fjórir nýir ráö-
herrar viö.
Þingmaðurinn Bertil Zachris-
son verður kennslumálaráðherra,
þingmaðurinn Gertrud Sigurds-
son verður þróunarhjálparráð-
herra, Hans Gustafsson, verður
sveitastjórnaráðherra. og Anna
Greta Lejon verður aðstoðar-
vinnumarkaðsmálaráðherra.
Sven Anderson, varnarmála-
ráðherra verður utanrikisráð-
herra i stað Krister Wickmans,
sem verður að likindum banka-
stjóri, kennslumálaráðherrann
Ingvar Karlsson verður
húsnæðismálaráðherra, land-
búnaðarráðherrann Ingemund
Bengtson verður atvinnumála-
ráöherra, innanrikisráðherrann
Eric Holmkvist verður varnar-
málaráðherra og sveitarstjórnar-
ráðherrann Svante Lundkvist
verður landbúnaðarráðherra.
Ráðherra án ráöuneytis, Camilla
Odhnoff gengur úr stjórninni.
Breytingar þessar eru hinar
umfangsmestu á sænsku rikis-
stjórninni i þau 41 ár, sem
jafnaðarmenn hafa setið við völd.
Að visu hafa orðið miklar
breytingar áður, en þá hafa fleiri
flokkar dregizt inn i þær.
Flosmjúkar andlitsþurrkur meö friskandi
ilm og miklum þurrkeiginleikum.