Tíminn - 16.11.1973, Page 4
Sniðugur fangi
Fangelsisveröir i Bandarikjun-
um óttast allir hinn unga Willy
Boyd, en honum hefur 32 sinn-
um tekizt að brjótast út úr
fangelsi, þrátt fyrir gott eftirlit
allra, og þaðan sem engum hef-
ur áður tekizt að losna . Wiily
Boyd getur nokkuð sem enginn
annar getur. Hann getur troðið
sér út á milli þröngra rimla, og
þaö gerir hann,hvenær sem hon-
um dettur I hug. Aður fyrr
ferðaðist Willy Boyd um
Bandarikin með sirkus, og siöar
tók hann upp á þvi að notfæra
sér hæfileika sina og lipurð til
þess að vinna sér álit sem
klifurþjófur, ef nota má það orð.
Hann lagöi aöallega leiö sina á
hótel. — betta er heldur slæmt
með Boyd, segir dómsmálaráð-
herra Bandarikjanna. — Það er
ekki hægt að skipta um alla
rimla I fangelsum vegna þess
eins, að Boyd kemst út á milli
þeirra. Það er bannað að loka
Boyd inni I gluggalausum klef-
um, og þess vegna tekst honum
aftur og aftur að komast út, og
það gerir hann lika, þegar hann
sjálfan langar til. t hvert sinn
verður hann þess valdandi, að
dómurinn þyngist yfir honum,
en honum er sama um það. Eftir
að hann brauzt siðast út úr
fangelsi, náðist hann aftur, þar
sem hann var uppi á þaki hótels
nokkurs, og var i þann veginn að
brjótast þar inn og stela. —
Þetta er allt i lagi, sagði hann
viö lögregluþjóninn, sem náði
honum, — ég kemst fljótlega út
aftur.
Átti hertoginn
af Windsor
dóttur?
í erfðaskrá hertogans af
Windsor er óþekktri konu ánöfn-
uð stór peningaupphæð. Reynd-
ar fengu allir fyrrverandi
starfsmenn hertogans sinn
skerf, og það hefur enginn fett
fingur út i. Hins vegar þótti her-
togaynjunni af Windsor merki-
legt að heyra um þessa óþekktu
konu, sem maður hennar eftir-
lét peningaupphæö. Hún fór þvi
til London til þess að reyna að fá
þar frekari upplýsingar hjá lög-
fræðingi hertogans. i ljós kom
þá, að lögfræðingurinn þekkti
vel nafn konunnar, þvi á hverju
ári hafði hann sent henni
peninga frá hertoganum. A hinn
bóginn hafði hann aldrei séð
þessa konu sjálfur. Lögfræðing-
urinn telur, að hér sé um að
ræða dóttur hertogans, sem
hann hafi átt utan hjónabands.
Lögfræðingurinn sagði við her-
togaynjuna, að ekki væri ólik-
legt, að hertoginn hafi þekkt
einhverjar konur, áður en hún
kom i spilið, og ollu þessi orð
frúnni miklu áfalli. Konan, sem
peningana hefur fengið,er 40 til
42 ára gömul, og passar það vel
viö tilgátuna um, að hertoginn
hafi verið i tygjum við einhverja
aðra konu,áður en hann gifti sig.
Þvi miður komst hertogaynjan
ekki að þvi, hvaða manneskja
þetta var, þar sem hún býr ekki
lengur i Englandi, heldur ein-
hvers staðar annars staðar i
heiminum. Hún hefur heldur
ekki gefið upp heimilisfang sitt,
en nær bara i peningasending-
una ,,post restante” á pósthús.
Það er að segja póstendingar til
hennar biða á ákveðnu pósthúsi
þar til hún kemur og sækir þær.
Saga þessi hefur vakið mikla at-
hygli meðal vina hins látna her-
toga. Sumir þeirra hafa getið
sér þess til, að hér sé um að
ræða dóttur konu nokkurrar,
sem Sarah heitir, en Sarah
þessi var gift skógarverði I
skógum konungsins, og mun
hertoginn hafa hitt hana alloft
áöur fyrr, á meðan hann enn var
ungur.
<2> Fallega gert af Frank
Hedy Lamarr, kvikmynda-
stjarnan fræga, sem við sáum
nú fyrir skömmu i laugardags-
kvikmynd i sjónvarpinu, er
komin á sjúkrahús. Astæðan er
sú, að fegurð hennar fer minnk-
andi með degi hverjum vegna
þess að árin færast nú yfir hana
eins og flesta aðra. Hún mun nú
gangast undir allmarga upp-
skurði, sem eigi að verða til
þess að hún fái eitthvað af sinni
fyrri fegurð aftur. A sjúkrahús-
inu fékk hún blóm, og með þeim
fylgdi kort frá Frank Sinatra.
Hedy hefði grátið, ef hún hefði
ekki óttazt, að eyðileggja þar
með árangur uppskurðanna.
Hún sýndi öllum kortið og benti
á blómin og talaði mikið um
þaö, hversu fallegt það væri af
Frank að muna eftir sér, og
vera svona hugulsamur. —
Hann er sannkallaður heiðurs-
maður, sem man eftir vinum
sinum. En svo gerðist dálitið,
nokkrum dögum siðar, sem
hafði næstum orðið til þess að
skurðaðgerðirnar færu algjör-
lega i vaskinn. Maður nokkur
birtist á sjúkrastofunni,. þar
sem Hedy lá. Hann kynnti sig,
og spurði hvort hún væri búin að
fá blómin frá sér. Nafn manns-
ins var Frank Sinatra, en þvi
miður var þetta ekki leikarinn
Frank og þekkti hann meira að
segja'alls ekki. Þetta var bara
einhver venjulegur maður, sem
hafði alla tið dáðst að Hedy og
vildi nú sýna henni það i verki,
þegar illa stóð á fyrir henni.
Myndin er af Hedy, þegar hún
var upp á sitt bezta.
Snekkja siglir
um frumskóginn
Nýlega fór fram kappsigling
umhverfis hnöttinn. Meðal
annars tók þátt i henni itölsk
snekkja. Er nokkuð var liðið á
keppni, gaf hún upp eilitið
undarlega staðsetningu. For-
ráðamenn keppninnar upplýstu
að þessi siðasta staða snekkj-
unnar væri staður einn langt inn
i frumskógi Afriku, — mörg
hundruð kilómetra frá strönd-
inni. — Við höldum þvi fram,
sögðu forráðamennirnir, — að
hér hljóti að vera um skekkju i
staðarútreikningum að ræða.
Eða hvað haldið þið, lesendur
góðir!
TÍMINN
Föstudagur 16. nóvember 1973.
DENNI
DÆMALAUSI
Fimm dagar án baðs. Þetta er
þó gott. Ef ég kynni að bölva,
myndi ég gera það.