Tíminn - 16.11.1973, Side 7
Föstudagur 16. nóvember 1973.
Um 3. gr.
1 þessari grein er ákvæði um
það, hvar veita skuli ráðgjafar-
þjónustuna. Þykir heppilegast að
hafa hana til húsa á heilsugæzlu-
stöðvum og sjúkrahúsum, og get-
ur hún verið i starfstengslum við
mæðravernd, kvensjúkdóma-
deildir, geðvernd, fjölskylduráð-
gjöf og félagsráðgjafaþjónustu.
Ekki er þetta tæmandi upptaln-
ing, heldur getur heilbrigðisráðu-
neytið kveðið nánar á um þetta i
reglugerð.
Um 4. gr.
Þessi grein fjallar um það,
hverjir starfa skuli að ráðgjafar-
þjónustunni. Með henni er af-
numið það ákvæði i 1. gr. laga nr.
38/1935, sem bannar öðrum en
læknum að láta i té leiðbeiningar
um takmörkun barneigna.
Nefndin álitur nauðsynlegt að
ná með fræðslu og ráðgjöf til sem
allra flesta, og það verður gert
með þvi að láta einnig aðra
starfshópa ■ en lækna taka þátt i
leiðbeiningarstarf inu. Þeir
starfshópar, sem undir þetta
falla, eru auk lækna, t.d. hjúkrun-
arfólk, ljósmæður, félagsráðgjaf-
ar og kennarar.
Um 5. gr.
Hjá ráðgjafarþjónustunni skulu
vera á boðstólum allar viður-
kenndar getnaðarvarnir gegn
hæfilegu gjaldi. Nefndin telur, að
þungamiðjan i löggjöf þessari sé
fyrirbyggjandi starf um ráðgjöf
og fræðslu um getnaðarvarnir, og
beri þvi að gera öllum kleift að
nota getnaðarvarnir og eigi efna-
hagur fólks engu að skipta þar
um.
Um 6. gr.
Greinin útskýrir nánar i hverju
ráðgjöf fyrir fólk, sem ihugar
fóstureyðingu eða ófrjósemisað-
gerð, sé fólgin.
Megináherzlu skal leggja á ráð-
gjafar- og stuðningsviötöl.
Nefndin álitur, að fóstureyðing
hljóti alltaf að vera neyðarúrræði
fyrir hverja konu. Beri þvi að at-
huga gaumgæfilega möguleikana
á þvi, að konan ali barn það, sem
hún gengur með. Sérstaklega er
nauðsynlegt að aftra þvi, að kon-
an leiðist út i fóstureyðingu vegna
fjárhagsástæðna eða utanaðkom-
andi þvingunar. Ber þvi að veita
konunni alla þá félagslegu aðstoð,
sem i boði er, til að hjálpa henni
til að fæða barnið og annast það.
Um 7. gr.
Nefndin álitur nauðsynlegt að
koma á fræðslu um kynlif i skól-
um landsins i samráði við
fræðsluyfirvöld. Eins og málum
er háttað i dag er nánast engin
fræðsla um kynlif veitt á skyldu-
námsstiginu. Fræðslu þessa má
tengja annarri fræðslu sam-
félagslegs eðlis, svo sem for-
eldrafræðslu.
Um 8. gr.
Þarfnast ekki skýringar.
Um 9. gr.
í þessari grein felast miklar
breytingar á gildandi löggjöf um
fóstureyðingar.
Nefndin leggur til, að fóstur-
eyðingar skuli heimilar af félags-
legum ástæðum einum saman,
svo og að tekið verði tillit til mats
viðkomandiá aðstæðunum.
11. tl. greinarinnar er ákveðið á
um það, að konu sé heimil fóstur-
eyðing að eigin ósk, ef aðgerð er
framkvæmd fyrir lok 12. viku
meðgöngu, og ef engar læknis-
fræðilegar ástæður mæla gegn
aðgerð. Auk þess er það skilyrði
sett, að konan hafi hlotið fræðslu
um áhættu þá, sem samfara er
aðgerð svo og hvaða félagsleg
aðstoð henni stendur til boða.
Konan verður aö vera búsett hér
á landi, eða hafa einhver þau
tengsl við landið, sem réttlæti
það, að aðgerð sé framkvæmd
hér, svo sem islenzkan rikisborg-
ararétt.
1 2. tl. eru taldar upp i 6 liðum
þær ástæður, sem heimila konu
fóstureyðingu að læknisráði og að
undangenginni félagslegri ráð-
gjöf, þar sem henni verður við
komið. Þær ástæður, sem heimila
fóstureyðingu samkvæmt þessum
tölulið, eru þær sömu sem taldar
eru upp i gildandi lögum (medi-
cinsk, eugenisk, etisk, medicinsk-
social), en auk þess er þar bætt
við hreinni félagslegri ástæðu d
og e.
TÍMINN 7
Um 10. gr.
Nefndin telur sjálfsagt að hafa
timatakmörkun i löggjöfinni. Það,
er almennt viðurkennt, að með
tilliti til heilsu móður, andlegrar
og likamlegrar, sé æskilegt, að
fóstureyðing sé framkvæmd áður
en 12 vikur meðgöngutima eru
liðnar.
Þegar fóstureyðing er heimiluð
samkvæmt 1. tl. 9. gr., skal alltaf
framkvæma hana fyrir lok 12.
viku meðgöngu.
Þannig ástæður geta verið fyrir
hendi, að þungun, sem ekki er
æskileg að haldi áfram, sbr. 2. tl.
9. gr., uppgötvist ekki fyrr en eftir
þann tima, og er þá heimilað að
framkalla fósturlát fram til 16.
viku meðgöngu.
Ef um þvi meiri hættu er að
ræða fyrir móður eða fóstur, ef
meðganga heldur áfram, er
fóstureyðing heimil eftir þann
tima.
Um 11. gr.
Þessi grein fjallar um umsókn
um fóstureyðingu og vottorð hana
varðandi, Hún þarfnast i sjálfu
sér ekki skýringar, en benda skal
á það, að umsókn og vottorð skulu
rituð á þar til gerð eyðublöð, sem
útbúin verða sérstaklega i þvi
skyni.
Um 12. gr.
1. Hér kemur fram sú aðalregla,
eins og er i gildandi löggjöf, að
konan sjálf standi fyrir umsókn
sinni um fóstureyðingu.
2. Ef konan er ófær um að gera
sér grein fyrir nauðsyn aðgerðar-
innar, er heimilt að veita leyfi til
hennar samkvæmt umsókn lög-
ráðamanns. Efekki er fyrirhendi
skipaður lögráðamaður, er skylt
að skipa sérstakan lögráðamann
til að standa að umsókninni. Til-
mæli um skipun sliks lög-
ráðamanns geta sett fram yfir-
menn stofnunar, þar sem konan
er vistuð, eða stofunar, sem veitt
hefur henni aðstoð, svo og nán-
ustu aðstandendur.
3. Handhafi foreldravalds skal
taka þátt i umsókn með konu, ef
hún er yngri en 16 ára, nema sér-
stakar ástæður mæli þvi i gegn.
Lögráðamaður konu, sem svipt er
sjálfræði, skal á sama hátt taka
þátt i umsókn með konu, nema
sérstakar ástæður mæli þvi i
gegn. Þau tilfelli gætu komið
fyrir, þar sem eðlilegt er að leita
ekki samþykkis foreldra eða lög-
ráðamanns, og er það háð mati á
aðstæðum hverju sinni, hvort
sliks samþykkis sé leitað eða
ekki.
4. Að þvi er varðar samþykki
barnsföður, þá er það sömuleiðis
háð mati hverju sinni, hvort
samþykkis verði leitað.
13. gr.
Það er skylt að skýra konu frá
þvi i hverju aðgerð sé fólgin svo
og hugsanlegum afleiðingum
hennar, áður en fóstureyðing er
heimiluð. Afar mikilvægt er, að
gengið sé úr skugga um það, að
konan sé ekki þvinguð af utanað-
komandi ástæðum, og er skylt að
fræða konuna um þá félagslegu
aðstoð, sem henni standi til boða,
ef hún elur barnið.
Um 14. gr.
Fóstureyðingu má einungis
framkvæma á sjúkrahúsum, sem
heilbrigðisyfirvöld hafa viður-
kennt i þvi skyni, og skal hún
einungis framkvæmd af læknum.
Um 15. gr.
Þarfnast ekki skýringar.
Um 16. gr.
Þarfnast ekki skýringar.
Um 17. gr.
Nefndin leggur til, að ákvæðin
um ófrjósemisaðgerðir (nefnt
vönun i gildandi löggjöf) verði
rýmkuð. ófrjósemisaðgerð verði
heimiluð, þegar viðkomandi
óskar eftir þvi að vel ihuguðu
máli af þeim ástæðum, að hann
eða hún óskar ekki eftir þvi að
auka kyn sitt. Ef um hjón er að
ræða, er sjálfsagt að taka til at-
hugunar, hvorn maka sé æski-
legra að gera ófrjóan.
Um 18. gr.
Þessi grein fjallar um umsókn
um ófrjósemisaðgerö. Hún þarfn-
ast i sjálfu sér ekki skýringar, en
benda skal á það, aö umsókn og
vottorð skulu rituð á þar til gerð
eyðublöð, sem útbúin verða sér-
staklega i þvi skyni.
Um 19. gr.
Samkvæmt þessari grein er
skylt að skýra viðkomanda frá
þvi i hverju aðgerðin sé fólgin, og
að hún komi varanlega i veg
fyrir, að hann/hún geti aukið kyn
sitt.
Mikilvægt er, að gengið sé úr
skugga um, að viðkomandi sé
ekki þvingaður til að gangast
undir aðgerðina.
Um 20. gr.
Þarfnast ekki skýringar.
Um 21. gr.
Þessi grein er svipaðs efnis og
2. tl. 12. gr. um fóstureyðingar.
Samkvæmt þessari grein er
heimilt að veita leyfi til aðgerðar
samkvæmt umsókn lög-
ráðamanns, ef viðkomandi getur
ekki gert sér grein fýrir nauðsyn
aðgerðarinnar. Ef ekki er fyrir
hendi skipaður lögráðamaður, er
skylt að skipa sérstakan lög-
ráðamann til að standa að um-
sókninni.
Nýmæli er i seinni málsgrein
greinarinnar, þar sem sett er
bann við ófrjósemisaðgerðum á
yngra fólki en 18 ára, nema gild
rök hnigi að þvi, og er þá átt við,
að um mikinn greindarskort sé að
ræða samkvæmt áreiðanlegum
greindarmælingum.
Um 22. gr.
Þarfnast ekki skýringar.
Um 23. gr.
Samkvæmt þessari grein hvilir
sú skylda á þeim, sem fram-
kvæma aðgerðir skv. lögum þess-
um að senda heilbrigðisyfir-
völdum skýrslu um aðgerðina
strax að henni lokinni. Sú skýrsla
skal vera á eyðublöðum útbúnum
sérstaklega i þvi skyni.
Um 24. gr.
Skylt er einnig að tilkynna heil-
brigðisyfirvöldum synjanir um-
sókna um fóstureyðingu og ófrjó-
semisaðgerð, og ber að geta þess
á hvaða forsendum umsókn hafi
verið synjað.
Um 25. gr.
Samkvæmt þessari grein ber
heilbrigðisyfirvöldum að hafa
eftirlit með framkvæmd laganna
og stuðla að samræmi i fram-
kvæmd þeirra.
Fram til þessa hefur öðrum en
læknum verið bannað að láta i té
leiðbeiningar um þungunar-
varnir, en með þessum lögum er
öðrum starfshópum, svo sem
ljósmæðrum, hjúkrunarfólki,
félagsráðgjöfum og kennurum,
heimilað að taka þátt i ráðgjafar-
þjónustunni.
Nauðsynlegt er að veita þeim,
sem starfa að framkvæmd lag-
anna, fræðslu og leiðbeiningar,
þvi að nokkuð kann að skorta á
menntun þeirra til þessa starfs.
Um 26. gr.
Allir, sem vinna að framkvæmd
þessara laga, eru bundnir þagnar
skyldu, og er ákaflega þýðingar-
mikið i svo litlu þjóðfélagi, sem
hér er, að þagnarskyldan sé
haldin.
Um 27. gr.
Heilbrigðismálaráðherra skal
skipa nefnd 3ja manna til 4 ára i
senn', þar af einn lækni og einn
lögfræðing, til að hafa eftirlit með
framkvæmd laga þessara, og úr-
skurðar hún um ágreining, sem
risa kann út af þvi, hvort fram-
kvæma skuli fóstureyðingu 'eða
ófrjósemisaðgerð. Mikilvægt er,
að nefndin hraði störfum sinum
sem mest, og skal hún úrskurða
mál innan viku frá þvi henni berst
það i hendur.
Um 28. gr.
Nefndin leggur til, að öll útgjöld
i sambandi við fóstureyðingu
og ófrjósemisaðgerð verði greidd
af sjúkratryggingum, þannig að
það sé ekki háð efnahag hvers
einstaklings, hvort hann geti látið
framkvæma aðgerðina.
Einnig leggur nefndin til, að
allur kostnaður vegna ráðgjafar
og fræðslu skv. lögunum, verði
greiddur af opinberu fé.
Um 29. gr.
Þarfnast ekki skýringar.
Um 30. gr.
1. Hér er mælt fyrir um refsingu
til handa lækni, sem framkvæmir
aðgerð samkvæmt lögunum, án
þess að fullnægt sé mikilvægum
skilyrðum 9., 10. og 17. gr. lag-
anna. Ekki þykir nægilegt tilefni
til að hafa hærri refsiramma,
þegar um mikla sök er að ræða,
sbr. 2. mgr. 216. gr. alm. hgl., svo
sem ef verknaðurinn er framinn i
ávinningsskyni eða hefur haft i
för með sér dauöa eða stórfellt
heilsutjón móður. Þetta útilokar
ekki, að unnt er að dæma i hærri
refsingu, ef til þess er heimild i
alm. hgl., t.d. 215. eða 219. gr.
þeirra.
Ef aðgerðin hefur vcrið Iram-
kvæmd, án samþykkis móðurinn-
ar, eða samþykki hennar er
þýðingarlaust þá er mælt með
þyngri refsingu.
2. Mælter með lægri refsiramma,
ef læknir framkvæmir aðgerð, án
þessað skilyrðum 11., 12., 13., 18.
eða 19. gr. sé fullnægt. Hérna er
átt við það, að læknir hafi lram-
kvæmt aðgerð, án þess að form-
skilyrðum ofangreindra greina
hafi verið fullnægt, en ætla má, að
skilyrði til aögerðarinnar skv. 9.,
10. eða 17. gr. hafi verið fyrir
hendi.
3. Læknir skal sæta sektum, ef
han framkvæmir aðgerð skv.
lögum þessum, án þess að fara
eftir fyrirmælum 14. eða 22. gr.
laganna.
4. Hér er mælt með allt að 4 ára
íangelsi, ef aðrir en læknar fram-
kvæma aðgerðir samkvæmt
lögum þessum. Mælt er með
hærri refsiramma, ef verkið er
framið, án samþykkis móður.
Unnteraðdæma i hærri refsingu
en 4 ára fangelsi skv. þessari
grein, ef til þess er heimild i alm.
hgl., t.d. 215. gr. þeirra.
Nefndin leggur til, að 216. gr. 1.
mgr. alm. hgl. (refsing fyrir kon-
una) verði felld niður, þannig, að
konan sé refsilaus, hvort sem hún
sjálf framkvæmir fóstureyðing-
una eða lætur annan gera það. Sjá
nánar greinargerð með frum-
varpinu (bls. 9).
Um 31. gr.
Heilbrigöismálaráðherra skal
gefa út reglugerð um alla nánari
framkvæmd laganna.
Um 32. gr.
Þarfnast ekki skýringar.
FYLGISKJAL.
Núgildandi islenzk löggjöf um
fósturcyðingar, afkynjanir, og
vananir.
Lög nr. 38/1935 um leiðbeining-
ar fyrir konur um varnir gegn þvi
að verða barnshafandi og um
fóstureyðingar og lög nr. 16/1938
um að heimila i viðeigandi tilfell-
um aðgerðir á fólki, er koma i veg
fyrir, að það auki kyn sitt.
Aðdragandi setningar laga nr.
38/1935.
Fyrir setningu laga 38/1935
voru ekki til nein lagaákvæði,
sem heimiluðu læknum fóstur-
eyðingar, jafnvel þótt lifi eða
heilsu konunnar væri hætta búin
af barnsburði. Samkvæmt
ákvæðum hegningarlaganna frá
1869 varðaði það móðurina og
hlutdeildarmenn hennar allt að 8
ára hegningarvinnu að eyða
burði. Þótt engin sérákvæði væri
að finna i lögum, var það samt
sem áður almennt viðurkennt, aö
læknum væri heimilt og skylt að
framkvæma þessa aðgerð i lifs-
nauðsyn mæðranna. Var þar
stuðst við kenninguna um svo-
kallaðan .neyðarrétt” i almennum
hegningarlögum, þ.e. að verkið
skyldi vitalaust, ef ekki væri
annað úrræði til bjargar.
Samkvæmt heilbrigðisskýrsl-
um fjölgaði fóstureyðingum á ár-
unum kringum 1930. Gamli laga-
bókstafurinn var talinn ófull-
nægjandi og margir læknar töldu
sig óbundna af lögum um þessar
aðger.ðir. Það var þvi tilgangur
nýrrar lagasetningar að greiða úr
þessum vanda.
I. Efni laga nr. 38/1935:
1) Varnir gegn því að vcrða
barnshafa ndi.
Ef hættulegt er fyrir konu
vegna sjúkdóms að verða barns-
hafandi og ala barn, er lækni
skylt að aðvara hana og láta
henni i té leiðbeiningar, til þess að
koma i veg fyrir, að hún verði
barnshafandi. öðrum en læknum
erbannað að hafa leiðbeiningar
með höndum.
2) Vananir.
Lækni er heimilt, ef heilbrigðis-
nauðsyn krefur að gera konu
ófrjóa. ef hún óskar þess. Við mat
á heilbrigðisnauðsyn að gera
kónu ófrjóa má taka tillit til
félagslegra ástæðna.
3) Fósturcyðing er heimil, ef
ausljóst þykir, að konu er mikil
hætta búin, ef hún á að ganga svo
lengi með, að barn geti fæðst og
haldiö lifi. Ef kona hefur gengið
lengur með en 8 vikur, skal læknir
þóckki eyða fóstri, nema um þvi
meiri hættu sé að ræöa. Við matá
þvi, hvert tjón er búið heilsu
þungaðrar konu má meðal annars
taka tillit til þess, ef konan hefur
þegar alið mörg börn með stuttu
millibili, og ef skammt er liðið
frá siðasta barnsburði, svo og til
þess, ef konan á.að búa mjög bág-
ar heimilisástæður vegna ómegð-
ar, fátæktar eða alvarlegs heilsu-
leysis annarra á heimilinu.
Félagslegar ástæður einar út af
fyrir sig heimila aldrei fóstur-
eyðingu samkvæmt þessum
lögum. Heilbrigðisástæður verða
ævinlega að vera fyrir hendi. En
ófullnægjandi heilbrigðisástæður
geta orðið fulinægjandi til að
heimila aðgerðina að viðbættum
félagslegum ástæðum.
lleglur um framkvæmd.
Fóstureyðingar mega ekki fara
fram nema á viðurkenndum
sjúkrahúsum i þvi skyni, og
skrifleg, rökstudd greinargerð
tveggja lækna um nauðsyn að-
gerðarinnar verður að liggja
fyrir, og sé annar þeirra yfir-
læknir sjúkrahússins, þar sem
aðgerðin er fyrirhuguð, en hinn
að jafnaði sá, sem ráðlegt hefur
konunni aðleita sjúkrahússins.
Greinargerð um aðgerðina skal
tvirita og annað sendast land-
lækni, en hitt leggja i sjúkraskrá
sjúklingsins.
II. Efni laga nr. 16/1938.
1) Afkynjanir. Kynkirtlar eru
numdir iburtu i þeim tilgangi að
svipta viðkomanda óeðlilegum
kynhvötum, sem taldar eru valda
glæpum .Aðgerðum þessum erbeitt
sem nauðsynlegum læknisað-
gerðum. Aðeins má heimila þess-
ar aðgerðir, ef viðkomandi óskar
aðgerðarinnar sjálfur, ef hann er
sér meðvitandi um sjúklegar til-
hneigingar sinar, eða ef lögreglu-
stjóri fer fram á aðgerð og hafi þá
dómsúrskurður gengið á undan.
2) Vananir. Aðgerðir þessar eru
leyfðar til þess að gera viðkom-
anda ófrjóan, en breyta i engu um
eðli hans/ hennar. Vönun má
heimila vegna afkomendanna eða
vegna viðkomanda sjálfs.
Tilgangur laganna er tvenns-
konar:
Framhald á bls. 23