Tíminn - 16.11.1973, Qupperneq 13

Tíminn - 16.11.1973, Qupperneq 13
12 TÍMINN Föstudagur 16. nóvember 1973. Föstudagur 16. nóvember 1973. TÍMINN 13 VIÐAR ER MÝ EN VIÐ MÝVATN Þegar talað er um mý- varg og mýbit, dettur lík- lega flestum Mývatn og Mývatnssveit i hug, enda er það rétt að vonum. Sveitin og vatnið eru kennd við mý, og orðaleikir á borð við ,,hvað er mikið mýið við Mývatn?” hafa f logiðá vængjum vindanna um land allt. En það er viðar guð en i Görðum. Þótt mý sé ærið i Mývatnssvei^þá er þó að minnsta kosti einn staöur á tslandi, þar sem meira ber á þvi ágæta skor- dýri. Það er Grafningurinn. Þar hafa löngum verið slik býsn af mýflugu, aö til eindæma má telja. Vargurinn kvaldi menn og skepnur Guðmundur Jóhannesson er maður nefndur. Hann bjó lengi á Króki i Grafningi og er þvi mæta- vel kunnugur aðstæðum á þessum slóðum. Guðmundur var sóttur heim ekki alls fyrir löngu og beðinn að svara nokkrum spurningum. Það var að sjálf- sögðu byrjað á þvi að tala um flugu, og samtalið hófst eitthvað á þessa leið: — Var mýflugan ykkur til óþæginda, þegar mest var af henni á sumrin? — Já , það var nú ekkert hálf- verk á þvi. Þegar lognmoila var og hlýtt i veðri, gat flugan orðiö svo mikil, að hún hlóðst á ljáinn, huldi hann eins og ábreiða, þegar maður stanzaði til þess að brýna. Þegar svo brýnið var tekiö upp, hlóðst hún strax á það en ætlaði maður aö strjúka af ljánum og brýninu, varð allt að sVartri drullu, svo nærri ógerningur var að brýna. Þetta var sérlega óþægilegt, þvi alltaf bættist nýtt og nýtt við, þótt reynt væri að þurrka og hreinsa mýiö burt. Þegar unnið var úti, þurfti að binda um úlnliði og hálsmál, svo flugan kæmist ekki inn á mann þar, og sömuleiðis þurfti alltaf að binda fyrir eyrun, þvi fæstir þoldu að fá þetta inn i hlustirnar. — Voru ekki skepnur alveg viö- þolslausar, þegar mest bar á flugunni? — Jú mikil ósköp. Þaö þurfi oft að sækja hrossin suður undir ölfus, og stundum sáust þau standa uppi á hæöum eða hólum og snúa sér beint i vindinn, ef ein- hver var. Þegar verið var aö flytja heim hey, hálf-hlupu klárarnir ofan á mann, nudduðu sér hver utan i annan, hóstuðu og hnerruöu, þvi þeir önduðu flug- unni að sér, og hafa trúlega stundum fengið hana niður i lungu. En það var eins og flugur- nar þyrftu alltaf að vera rétt á undan lestinni, þær voru eins og ský, rétt fyrir framan mann, og svo skullu þær á manninum og hestunum eins og él ef vindhviða kom og bar þær að manni. Hestar gátu sýnzt svartir, þótt þeir væru hvitir, sérstaklega þó við Úlf- ljótsvatn og Kaldárhöfða, enda var flugan langsamlega mest þar. Sumir reyndu að hafa slör fyrirandlitinu, en á þeim stöðum, sem ég nefndi núna, var það iöu- lega ekki hægt, þvi flugan settist svo I slörið, að menn sáu bókstaf- lega ekki nokkurn skapaðan hlut — slöriö varö að svartri skán á ör- skammri stund. — Þetta hefur verið siður en svo þægilegt. — Já, ég býst við að sumum nú á dögum myndi þykja þetta heldur óþægilegur fylgifiskur við dagleg útiverk. Það var einhverju sinni, að Magnús heitinn á Villingavatni ferjaði konu yfir Úlfljótsvatn. Flugan fylgdi þeim heldur betur á leiðinni, en vesalings konunni varö svo mikið um, að hún fór að gráta og sagðist ekki borga neinn ferjutoll fyrir aðra eins meðferð. Flugan varði engjarnar — Tók ekki flugan þátt i þvi að verja engjarnar hjá ykkur? — Jú, það gerði hún sannarlega. Það tolldi ekki nokkur skepna i heimahögum, samanber það sem ég var að segja um hestana áðan. Það var meira að segja hægt að sjá það á skepnum,hvort flugan var á leiðinni eða ekki. Þegar flugan var að koma, streymdi féð til hæðanna, en þegar hún fór, héldu skepnur aftur niður á lág- lendiö. — Gekk það i bylgjum, hvort flugan kom eöa fór? — Fróðir menn, sem lengi höfðu aliö aldur sinn i Grafningi, sögðu að það væru jafnan þrjár göngur af flugu á hverju sumri. Seinasta gangan var skömmu fyrir réttir, og hún var oftast litil. — Likaði mönnum ekki illa nábýlið við mývarginn? — Það læt ég vera. Jón i Hlið var merkur bóndi og sjálfum sér nóg- ur á flestum sviðum. Hann sagði, að enginn hefði farið úr Grafningnum vegna flugunnar, og hann bætti þvi við, að það ýrði ekki gott að búa þar, eftir að flugan væri farin. — Lifði ekki silungurinn lika á henni? — Jú, ég hugsa að segja megi, að silunginn i Úlfljótsvatni hafi lifað á henni að mjög miklu leyti, en það hygg ég að hafi verið minna i Þingvallavatninu. Þar held ég, að bleikjan hafi aðallega lifað á botnkuðungi. Eitrað fyrir flugu — Voru ekki einhvern tima gerð- ar heilmiklar ráðstafanir til þess að ráða niðurlögum flugunnar við Úlfljótsvatn? — Jú, það var dreift eitri, D.D.T. mun það heita, og tilgangurinn var að hafa með þvi hemil á flug- unni. Ég veit ekki, hversu mikið þetta var, en heyrt hef ég, að það hafi verið talsvert mikið. Ég varð sjálfur svo frægur að vinna meö öörum að þessu i einn dag, en þá fékk ég svo mikla óbeitá þessum verknaði, að ég gat ekki fengið mig til þess aö halda áfram og hætti. Og þaö var ekki einungis að mér þætti ómannuölegt að drepa margar milljónir flugna á eitri, heldur var ég þess lika fullviss, að þetta myndi hafa vond áhrif á vöxt og viðgang flugnastofnsins, og þar með á silungsveiðina i vatninu. — Ég leit sem sagt á þetta sem náttúrspjöll. — En hver varö reyndin á þvi? — Reyndin varð sú, að veiöin hvarf gersamlega úr Úlfljóts- vatninu lengi á eftir. — Heldur þú að það hafi verið vegna þess, aö flugan var drepin? — Já, i og meö,ei> þar kom einnig fleira til. Sjálfsagt hefur veiði- leysið að miklu leyti veriö eitrun- inni að kenna, en hitt haföi lika mikið aö segja, þegar stiflan bilaði. Um veiðileysið geta marg- ir boriö, enda hef ég þær upp- lýsingar beint frá mönnum, sem áttu veiði i vatninu. Þeir hafa lika sagt mér, að það hafi verið fyrst núna i sumar, sem hægt var aö segja,aðsæmileg veiði hafi veriö i vatninu. — Hvað er langt.siðan verið var að moka eitrinu á jöröina þarna? — Ég skal ekki ábyrgjast ártaliö, en mig minnir sterklegaþað vera annað hvort 1957 eða 1958. — En hvað gerðist, þegar stifian bilaði? Hvernig drap það silung- inn? — Þegar stiflan bilaði, kom geysilegt vatnsflóð. Vatnsborð Þingvallavatns lækkaði um eina tvo metra, ef ég man rétt. Þetta var svo gifurlegt vatnsflug, aö það reif upp botninn og drap allan gróðursem þar var. Sums staðar gröf veðrið upp botninn, reif upp mikið af sandi og bar hann út um allt vatn. Þetta eyðilagði botn- gróðurinn, i svipinn að minnsta kosti. Lifsskilyröi kuðungsins — En það var þetta með bleikjuna i Þingvallavatni, þú sagöir að hún lifði á botnkuöungi. — Þettahefur mér reynzt. Þegar bleikjan kemur upp úr djúpinu á vorin, er kuðungur uppi undir landinu. Þennan kuðung étur bleikjan svo stift, að hún er bók- staflega út þanin af honum. Þegar maður fer höndum um ný- veidda bleikju um þetta leyti vors, þá rennur kuðungurinn aftur úr henni. En svo fór að koma að þvi,að það varð ekki vart við neinn kuðung i bleikjunni er veiddist. Við fórum meira að segja aö standa hana að þviaðéta sili, en það höfðum við aldrei séð áöur. — Hvaðkom til? Hafði kuöungur- inn drepizt? — Ég held aö miklar sveiflur á vatnsborðinu hafi drepiö kuðung- inn. Þegar hækkar og lækkar á vixl i vatninu, getur það verið stórhættulegt, einkum þó aö vetrinum. Vatnsborðinu er að sjálfsögðu stjórnað af mönnum. Þegar frost eru mikil , vatns- rennsli litiö og þar af leiðandi hætta á rafmagnsleysi, er aö sjálfsögðu gripið til þess ráðs að sækja vatn i varasjóðinn. Viö það lækkar vatnsboröið undir isnum, isinn leggst niður, þvi hann fylgir vatnsborðinu, — og nú hljóta allir að skilja, hvað á spýtunni hangir. Þar sem grunnt er (einmitt þar sem kuðungurinn heldur sig mest)y lendir isinn alveg niöur undir botn. Það þolir kuðungurinn ekki og hreinlega drepst. Það var einu sinni, svo ég vissi til, mældur hitinn i Þingvalía vatni á tiu metra dýpi, rétt þar fyrir ofan sem Sogið fellur úr vatninu. Hitinn reyndist vera 0 stig. Hugsiö þiö ykkur! Hitinn stendur á núlli á tiu metra dýpi. Það er litill hiti, og á hvorki vel við gróður né klak. En það eru ekki aöeins vetrar- frostin, sem hafa áhrif á klakið og önnur lifsskilyri i vatnsbotninum. Stórviðri á öðrum timum árs hafa lika mikið aö segja. Vindaldan er sterk, og hún getur náð djþt. Ég hef séö botngrjótið snúast alger- Guðmundur Jóhannesson lega við, þannig að sá hluti steinsins,semáðursnéri upp, snýr nú niöur. Nærri má geta, hvernig þetta fer með þann gróður, sem á steinana hefur safnazt. Beitarhúsasmali í Grafningi. — Hvað bjóst þú fengi i Grafningnum? — Ég bjó i Króki i rösk þrjátiu ár, svo ég á að þekkja dálitiö til þarna. — Varstu sauðfjárbóndi, eða framleiddir þú mjólk? — Framan af árum var ég nær eingngu með sauðfé. En svo kom mjólkursalan, og þar næst mæði- veikin, og þá fór ég að fjölga kún- um. Aldrei urðu þær þó fleiri en þetta átta og niu, þegar flest var. — En sauðféö? — Það komst hæsti hálft sjötta hundraö. Þá þurfti ég aö setja ó hundrað og fimmtiu gimbrar á haustin til þess aðhalda stofnin- um við.þvi aö mæðiveikin var skæð og hjó geigvænleg skörð i hópinn. — Hvað hefðir þú sett á að öörum kosti? — Ef allt hefði verið með eðlileg- um hætti, hefði ég látiö nægja svona fimmtiu til sextiu lömb. Það munar sem sagt þvi, að annars heföi ég getað lagt inn allt að þvi hundrað lömbum fleira en ég geröi. Það var svo sem ekki von.að maður yrði rikur á þessu háttalagi, enda fór þvi fjarri. — Vdr aldrei skorið niður hjá ykkur? — Jú, það var gert einu sinni, og þá voru menn fjárlausir i eitt ár. — Beit.tir þú fénu mikið á vetrum? — Já. Þegar ég bjó i Króki, beitti ég alltaf mikiö, enda hefði ég aldrei getaö átt allt þetta fé án þess. Ég átti þrenn beitarhús, og gerði það til þess að jörðin yrði ekki alls staðar eins og flag. Með þvi að dreifa fénu svona.entist beitin beturog jöröin skemmdist minna. Ég fór aldrei til kindanna nema einu- sinni á dag, gaf einu sinni, og þurfti ekki annað en kalla i kindurnar, þá komu þær, en ég lét yfirleitt alltaf liggja við opið. — Þótti þér ekki erfitt að passa fé á þrennum beitarhúsum? — Sumir héldu, að þetta væri óskaplega erfitt, en ég var alveg sæmilega léttur á mér, og fór ýmist riðandi, gangandi, eða á skiðum á milli. Þegar skiðafæri var bezt, þurfti ég ekki annaö en að fara upp á háan hól, sem er hjá einu beitarhúsinu og rann ég þá fyrirhafnarlaust alla leiö heim aö bæ, en það er fullur tuttugu minútna gangur á auöri jörö. Varð rólegur og hamingju- samur Þegar ég var kominn meö þetta margt fé, átta kýr og átta til tiu hross, þá var orðið alveg full- komið dagsverk að sinna þvi öllu. Auk þess þurfti ég að fara meö mjólk austur að Irafossi, og það erfimm til sjö kilómetra leið. Það fóp ég oft á dráttarvél. Þetta slarkaðist allt-af, en engu að siöur þótti mér þetta helzt til mikið. — Ahyggjurnar og streitan hafa gert vart við sig? — Nei, hreihnt ekki. Þótt vinnan væri mikil, var ég sjálfur alltaf rólegur og laus viö þessa marg- umtöluöu spennu, sen>alla menn er að drepa nú á dögum. Ég las mikið bækur um yoga, og það haföi mjög góð áhrif á mig. Ég las um yoga, sem talinn var einhver mesti spekingur á Indlandi á sinni tið. Hann hafði verið á likum aldri og ég, en var nú látinn. Ég hef ekki hugmynd um,hernig það hef- ur verið, en þaö var eins og hann heföi einhver áhrif á mig.Ég fór að verða allt öðru visi en ég átti mér að vera. Ég var alltaf róleg- ur og hamingjusamur, hvernig svo sem útlitið var eins og all ir vita er lifiö ekki alltaf eins og menn helzt vilja hafa þaö. Þessi breyting á mér lýsti sér meðal annars i þvi, að nú blótaði ég miklu minna en ég átti vanda til, alveg óafvitandi. Ég er ekki aö segja, að blótsyröi séu nein synd frá trúrænu sjónarmiði, en auövitað er ósiður að hafa þau mikið um hönd, og óþörf eru þau. — Hvað tókst þú þér fyrir hendur, þegar þú hættir búskap i Króki? — Fyrst vann ég eitt sumar við Efrafjall, en um haustið fór ég til Krýsuvikur, var þar nokkurs konar ráðsmaður hjá Hafnar- fjarðarbæ og hirti sex hundruö fjár. Þaö þóttimér létt verk, þvi féð var allt undir einu þaki, aldrei beitt neitt, þvi nóg var til af ágætu heyi og vatnið streymdi i brynningardallana úr góðri vatnsleiðslu. — Ég hóf gegningar kiukkan átta á morgnana og var oftast búinn um hádegi. Svo átti ég fri, það sem eftir var dagsins. Þetta var mér öldungis nýtt, enda yngdist ég upp, og ég er að vona, að ég verði heldur langlifari en ella vegna þeirra góðu daga, sem ég átti i Krýsu- vik. — Saknar þú ekki sveitalifsins, siðan þú komst hingað til Reykja- vikur alkominn? — Jú, vist sakna ég þess að mörgu leyti, en það lif sem maður lifir hér, er auðvitað léttara fyrir likamann. — En svo við vikjum aftur að þvi efni, sem við ræddum i upphafi: Saknar þú mývargsins i Grafningnum? — Flugan..já, þú segir nokkuð. Nei, ekki get ég nú sagt það. Ég viðurkenni fullkomlega hlutverk þessa ágæta skordýrs i náttúr- unnar riki, en sjálfs min vegna sakan ég hennar ekki. Hún beit mig alltaf, skömmin, og var mér á ýmsan hátt til leiöinda. Per- sónulega er ég ósköp feginn að vera laus við hana. -VS. „Yfirlitssýning d verkum Ásmundar Sveinssonar í Listasafni ríkisins" I umsögn i Stefni um list As- mundar fyrir hálfum öðrum áratug minnir mig, aö ég hafi ýjað að þvi, að eðli höggmynda- listar væri oft áþekkt þeirri samlikingu Lao Tse, að þótt þrjátiu pilárar mætist i einni nöf, sé notagildi vagnhjólsins samt komið undir öxulgatinu, þ.e. rúminu eöa tóminu. Eitt- hvað svipað virðist Ásmundi aö minnsta kosti ofarlega i huga, ef marka má þafysem komiö hefur fram i viötölum viö hann i fjölmiðlum upp á siðkastiö. Asmundur hefur lika dregiö dár að glimu við „kvenmanns- rassa”, sem hann telur heyra fortiðinni til. Eldmóður þassa aldna og reynda snillings kemur manni i svolitinn bobba, þvi Asmundur hefur sjálfur gert figuratifar myndir, meðal ann- ars af bosmamiklum konum, myndir, sem tapa i engu, þótt árin liði. Verkamaðurinn i Asmundi hefur sem betur fer forðað abstrakt myndum hans frá þvi hlutskipti að veröa að massatærðri teikningu mitt i sjálfum fivagbrö&unum við rúmið. I slikum tilvikum verður litið úr eiginlegum skúlptúr, enda er okkur væntanlega i fersku minni áminning hans um þýöingu massans. Einmitt þessi tilfinning fyrir massanum gengur eins og rauður þráður gegnum abstraktverk Asmund- ar, þótt hann á hinn bóginn sé auösæilega upptekinn af rúm- inu, brasa saman rúm og massa. Ég hef oft furöað mig á þvi, hve Asmundur er persónu- legur listamaður, allt að þvi svo persónulegur, að stundum hrekkur ósjálfrátt fram á varir manns: má þetta. Og þó er list hans aldrei forpokuð. Að leysa þau vandamál, sem Asmundur kýs sér að fást viðy er æriö vandaverk. Honum er mikið i mun að vera alislenzkur (og honam tekst það) og þó hefur frækorni þeirrar listar, sem hann glimir viö, upphaflega verið sáð i mold annarrar heimsálfu, umhverfis, sem þveröfugt við fósturjörð hans býr að langri, margbreytilegri og viðamikilli hefð á þessi sviði. Þótt engin þörf sé á aö hafa þetta til hliðsjónar, væri samt ósanngjarnt að gera það ekki, fyrir utan það, að slikt eykur og dýpkar skilning okkar sjálfra á list hans. t fimmtudagsþætti Gylfa Gislasonar i útvarpinu 8. þ.m. drap Asmundur á dreif merkingu óhlutbundinna verka sinna. Þetta ber vist varla aö taka allt of alvarlega. Það á til að vera misveðrasamt i hugar- heimi listamanna. Nöfn mynd- anna koma einatt heim og saman við útfærslu þeirra og það oft svo, að hlýtur að vekja aðdáun. Og vanþað ekki einmitt „kjaftæði”, kennara okkar og leiðbeinenda, sem við veltum sleitulaust fyrir okkur eins og viö ættum lifið að leysa, unz við eygðum þar sjálft vizkunnar ljós i umkomuleysi og þrældómsmyrkri námsáranna. Hverju breyta árin I þessi til- liti, þar sem listin er endalaus Hvernig svo sem þvi vikur við, þá átti ég ekki von á þvi, að sýning Ásmundar yrði jafnmikil upplyfting og raun varð á. Kannski má rekja rætur slikrar svartsýni til heildaryfirbragðs höggmyndalistarinnar i dag og þá eiiikum poppskúlptúrs á næstliðnum árum. Maöur skynjar likt og i leiftursýn, að maður er gegn vilja sinum orð- inn að spreki, sem velkist i kol- gráu straumfalli eintómra af- skræminga. Þótt árin liði, dregur hvorki sundur né saman meö lista- mönnunum og upphaflegum hugsýnum þeirra, unz tómleika- kennd og doði fer að sytra inn i sjálfann kjarnann, áhugann fyrir endurnýjungunni. List Ásmundar er efnismeiri, ekki þó i bókmenntalegum skilningi. Én þegar gengið er um sali safnsins, þá fer ekki milli mála, Þórsteinn Þórsteinsson aö hver mynd fyrir sig er eitt- hvað allt annað en maður var aö enda við aö slita sig frá. t myndum eins og „Eva yfir- gefur paradis” (no. 22) eða „Höfuðlausn” (no. 20) er að minu viti ekki hægt að tala um figúratif verk. „Lifsblossinn” (no. 26) eða „öldugjálfur” (no ’. 32) gætu þá rétt eins kallast figuratif verk, sem raunar er fráleitt. Einhverjir á gagn- stæöri skoöun kynnu samt að bera við ákveönum blæbrigöa- mun. Staöreindin er einfaldlega sú, aö þaö er gerlegt að túlka sig i óhlutbundinni list og ná fullkomlega hlutdrægri útkomu. Fæstum fer þetta þó liklega vel úr hendi nema þvi aðeins, að þeirstandi báöum fótum á jörð- inni og það gerir Asmundur. Þetta er ekki skjall heldur hrós, sem hann er auk þess vel að kominn. Ekki verður heldur sagt að yngsta mynd sýningar- innar „Vængbrotinn fugl” (no. 63, 1971) sé á nokkurn máta gamaldags verk. Til þess að álykta sannfærandi i þeim dúr ýrði maður að velja sjónarhorn- ið i smiöju happa- og glappa- listamanna samtiðarinnar og myndi þó varla hrökkva til, þvi verkið er ekki aöeins hreint af- bragð, heldur er formið svo knappt, að inntakið virðist bókstaflega hanga i bláþræði. Ályktanir Fiskiþings Fiskiþinginu lauk á laugardaginn, 10. nóvem- ber. Þingiðgerði fjölmarg- ar ályktanir varöandi sjávarútveg og fiskvinnslu og voru helztar ályktanir um lánamál, vélvæðingu fiskiðnaðarins, tekjuhalla af latryggingasjóðs, vita- mál, hagnýtingu fiskveiði- landhelginnar, verðbólg- una og sjávarútveginn, fiskmatið, hafnarmál, skattamál verkafólks og sjómanna, síldarrannsókn- ir, verðjöfnunarsjóð fisk- iðnaðarins, fræðslu- og tæknimál, f iskræktarmál o.fl. Á þinginu fór ennfremur fram kosning fiskimálastjóra og stjórnar Fiskifélagsins og var Már Elisson endurkjörinn fiski- málastjóri, vara fiskimálastjóri var kjörinn Þorsteinn Gislason. Almenna stjórn skipa Marias Guðmundsson, Isafirði, Margeir Jónsson, Keflavik, Hilmar Bjarnason, Eskifiröi, Angantýr Jóhannsson, Eyjafirði, Ingólfur Arnarson, Vestmannaeyjum, Andrés Finnbogason, Reykjavik, Eyjólfur tsfeld, Reykjavik, Jón Karlsson, Garðahreppi og Ingólf- ur Stefánsson, Reykjavik. Hér fara á eftir helztu ályktanir fiskiþingsins: Lánamál. Fiskiþing mótmælir þvi að lán úr Fiskveiðisjóði fylgi visitölu byggingarkostnaöar, meö þeim afleiðingum, sem dæmi eru til, aö lán hækki um þriðjung á einu ári. Miðað við, hvað bátar ganga fljótt úr sér, er það óeðlilegt.að lán út á þá séu visitölubundin með þess- um hætti. Vélvæöing fiskiönaðarins. Fiskiþing taldi, af ef um veru- lega aukna vélvæðingu i fisk- iðnaðinum ætti að vera að ræða, þyrfti að auka til muna lán til þeirra hluta. Einnig væri nauð- synlegt, að um yrði að ræða ein- hvern hlutlausan aðila, sem próf- aði tæki og vélar, sem væru á al mennum markaði og væri mönn- um til ráðuneytis i kaupunum. Tekjuhalli aflatryggingarsjóös Fiskiþing telur, að færa beri framlag rikissjóðs til Afla- tryggingarsjóðs sjávarútvegsins i sama hlutfall og það var til ársins 1963, þ.e., að framlag rikisins verði jafnhátt framlagi sjávarút- vegsins i sjóðinn, sem innheimt er með útflutningsgjöldum. Ariö 1972 voru greiðslur úr sjóðnum 74 milljónir umfram tekjur, enda hafði þá framlag rikissjóðs verið lækkaö niöur i fjórðung þess, sem áður var. Vitamál Þingið skoraði á samgöngu- málaráðherra að sjá til þess að fjármagn fengist, og vitamála- stjóra aö hraða framkvæmdum — til byggingar stefnuvita fyrir leið- ina á milli Bjarnareyjar og nýja hraunsins i Vestmannaeyjum og vita á norðausturenda nýja hraunsins og siöan leiðarmerki fyrir innsiglinguna i Vestmanna- eyjum. Ennfremur taldi þingið nauðsynlegt að fjölga radarsvör um á hinni lágu suðurströnd landsins. A ýmsum öðrum stöð- um lagði þingið til, aö komið væri upp ýmist ljós-hljóð eöa radióvit- um og einnig aö ljósmagn nokk- urra vita væri aukið. Hagnýting fiskveiöilandhelginnar I þessu efni geröi Fiskiþing itarlega ályktun i 9 liðum og var meginefni þeirra sem hér segir: Fiskiþing leggur áherzlu á, að lagasetning um nýtingu fiskveiöi- landhelginnar verði frjálsleg og samræmd hagræn-liffræðileg og félagsleg markmiö i fiskveiöum og sjávarútvegi landsmanna. Þingið taldi óeðlilegt að veiði- heimildir væru fastbundnar með lagasetningu vegna stöðugra breytinga á fiskgöngum, út- gerðarháttum, stærð og búnaði veiðiskipa og veiðarfæra. Þingið taldi.að það ætti að lög- festa þaö hlutverk Haf- rannsóknarstofnunarinnar að láta i ljósi álit,stutt visindalegum rökum, um heildarstefnu i veiði til friðunar og verndar fiskistofn- unum, hins vegar yrði fram- kvæmd laga og reglugerða i höndum landhelgiszælunnar og lögregluyfirvalda i viðkomandi byggðarlögum. Þingið taldi ekki hyggilegt aö miöa veiðiheimildir eingöngu við rúmlestatölu skipa, heldur frem- ur viö tegund veiöarfæris, lengd skips og hestaflatölu. Þingiö vildi og benda á, aö lok- um stórra veiöisvæða, eins og gert er ráö fyrir i frumvarpi land- helgisnefndar, hefði óhjákvæmi- lega i för með sér tilfærslu á sókn, sem gæti þá orðiö öörum lands- hlutum óhagstæö. Ennfremur ályktaði þingiö, aö engar togveiðar skyldu heimilaö- ar innan 4ra sjómilna frá strönd landsins, nema fyrir suöurströnd- inni,þar bæri aö miöa við 3 sjóm. Þingið vildi, að heimilt væri að alfriða hryngingarstöövar þeirra fisktegunda, sem hrygna á botn- inn, og einnig takmörkuö svæði hrygingar- og uppeldisstööva annarra nytjafiska. Loks taldi þingið, aö þegar um væri aö ræöa leyfisveitingar á af- mörkuöum svæöum meö ákveö- inni tegund veiðarfæris eða ákvöröun hámarksafla, þá væri nauðsynlegt, aö útgeröaraöilum væri gert slikt kunnugt meö nægi- legum fyrirvara. Við breyttar lif- fræðilegar aðstæður skal þó heimilt að afturkalla áður veitt leyfi. Veröbólgan og sjávarútvegurinn Þetta mál var eitt af megin- málum Fiskiþings og var gerö um þaö itarleg tillaga og samþykkt með samhjóða atkvæöum. Meginefni tillögunnar var, að verðbólga hefði magnazt svo hér- lendis,að nú horfði til algers öng- þveitis höfuöútflutningsatvinnu- vega þjóðarinnar, sjávarútvegs- og iðnaðar, á næstu mánuðum. Þrátt fyrir mikla verðhækkun sjávarafuröaá erlendum mörkuð- um.hefði orðiö mikill hallarekstur hjá togaraflotanum siðastliðið ár og fyrirsjáanlegt, að svo yrði einnig á þessu ári. óöaveröbólgan leiddi einnig af sér, að bæði einstaklingar og félög reyndu að Ijárfesta sem mest i stað þess að geyma reiðufé, sem yrði verð- laust i höndum manna. Þetta hefði i för með sér auknar fram- kvæmdir og þá samkeppni viö sjávarútveginn um vinnuafl, og þegar svo við þetta bættist,að hið opinbera yki stöðugt sinar fram- kvæmdir og fjármagnaði þær meö erlendu lánsfé, þá hlyti þetta að leiöa til fólkseklu i sjávarút- vegi og fiskvinnslu. Sjávarútveg urinn hefur þá sérstööu meðal at- vinnuvega þjóðarinnar að hann verður að sæta verðlagi á erlend- um mörkuöum hverju sinni og getur þvi ekki velt verðbólgu- þunganum af sér. Fiskiþing skor- ar þvi á Alþingi og rikisstjórn að taka verðbólguöngþveitið, þetta mesta vandamál útvegsins, til rækiregrar athugunar. Fiskmat. Fiskiþingiö samþykkti tiilögu um, aö tekið væri upp skyldumat á ferskum sjávarafla og haldið væri áfram að samræma fersk- fiskmatiö á hinum ýmsu stööum. Hafnarmál. Fiskiþingið lagði áherzlu á að auknar væru fjárveitingar til hafna viðsvegar og i greinargerö segir svo: ...mikiö vantar á, að aðstaða i höfnum sé i samræmi við ört vaxandi og stækkandi fiskiskipaflota, svo telja megi Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.