Tíminn - 16.11.1973, Page 16

Tíminn - 16.11.1973, Page 16
16 TÍMINN Föstudagur 16. nóvember 1973. ELLEN DUURLOO: Geymt en ekki gleymt _______________26_ aö áhrifamikil hefnd tæki sinn tima. Tiu ár voru liöin frá þessum morgni, og nú virtist henni, sem hún væri aö ná takmarki sinu, Bella dró hýöið utan af ferskju. Hún var feginjað hún hafði beöiö Goldmann að láta sig i friði. Hana langaði til þess aö fara yfir áætlanir sinar enn einu sinni i ró og næöi. Þetta dásamlega tækifæri, sem hafði boðizt henni fyrir tæpum þrem vikum og sem hún ætlaöi ekki að láta renna úr greipum sér. Það skrýtna var þó það, að i kvöld, einmitt þegar þessi mikilvæga ákvörðun skyldi tekin, þá átti hún erfitt með að festa hugann við framtiðina. Si og æ skaut upp i huga hennar at- vikum, sem höföu gerzt fyrir löngu og þau skyggðu á allt annað. London. Hún kom til London. Auðvitað hafði hún skrökvað, áður en hún fór þangað. Engan á plantekrunni mátti gruna, að Jean Pierre hel'ði svikið hana. Vitaskuld vissi hún, að flestum var ljóst, að hann hafði gert það, en hún vissi lika að enginn mundi þora að láta hana verða vara við það, ef hún missti ekki stjórn á sér. Hún efaðist ekki um að hún gæti haft stjórn á sér. Henni var vel ljóst,að vilji hennar var sterkari en skapofsi hennar. Hún varð einungis að gæta sin. Hún sat kyrr i um það bil tuttugu minútur og hringdi siðan eftir Söru. Sara birtist i dyrunum forvitin á svip. Hún var með bréf i hendinni. — Þakka þér kærlega fyrir, ég gleymdi að taka við þessu i gær- kvöldi. Þegar hún tók bréfið,fann hún,að það var fullt af peninga- seðlum. Hún lagöi það óopnað frá sér á borðið. — Viltu láta renna i baöið fyrir mig, ég fer ekki af stað fyrr en eftir nokkra daga, þegar skipið til Sct. Thomas kemur. Segðu negrunum, að farangurinn geti beðið i geymsluskúrnum, ég þarf ekki á honum að halda þennan stutta tima... Sara gapti af undrun, en stillti sig. Þegar hún fór inn i baðher- bergið, opnaði Bella bréfið með titrandi hendi. Hún renndi laus- lega augunum yfir það,sem Jean Pierrehafði skrifað i heigulshætti sinum, það voru peningarnir, sem hún hafði áhuga á. Það var ^litleg ■peningaupphæð. Hún reif bréfið i tætlur og ætlaði að brenna það við fyrsta tækifæri. Hún taldi peningana, þegar hún hafði lokið við morgun- snyrtinguna. Þetta var meira en hún hafði búizt við, hún myndi alls ekki þurfa að selja hvorki föt né skartgripi, það var þó alltaf bót i máli. Bella varpaði öndinni þunglega, þar sem hún sat þarna i hótelher- berginu i Amsterdam. t Londin hafði hún hitt manninn, sem átti aö vera sem verkfæri i höndum hennar til þess að ná settu marki. Þessi maður var danskur aðalsmaður og rikur. Hann var ákaflega ástfanginn af henni, ef til vill dálitið heimskur, en það var bara betra. Henni var nákvæmlega sama um hann. Enn reikaði hugur hennar aftur i timann. Hún hvorki vildi né þorði að kannast við fortið sina, hún varð að að reyna að má hana úr huga sér. Undarlegt að hún virtist ekki geta slitið hugann frá þvi, sem á undan var gengið, og það einmitt i kvöld. 1 fyrstu hafði allt gengið eins og i sögu. Hún birtist ibúum hússins bros- andi og frtskleg. Hún hafði sagt kæruleyislega við Harry, að hún myndi ekki fara fyrr en aö nokkr- um dögum liðun, og með skipinu frá Sct. Thomas, og gaf enga frekari 'skýringu á þessari breyttu áætlun. Eftir að hafa neytt rikulegs morgunverðar án sýnilegs taugaóstyrks, fór hún yfir i eldhúsbygginguna. þar sem mammý beið hennar með gleði- tár i augunum. —r Þú ferð ekki barnið mitt, ó hvað ég er glöð. — Vist fer ég, mammý, það er bara það, að okkur Jean Pierre kom saman um það i gærkvöldi, að það væri bezt,að ég færi með öðru skipi en hann. Ég játa,að það var á siðustu stundu sem viö komum okkur saman um þetta. EFtir nokkra daga fer ensk skonnorta frá Sct. Thomas og ég fer með henni. Við byrjuðum að tala um Danmörku og þá sérstak- lega Kaupmannahöfn og borgarastéttina þar. Jean Pierre sagði að það væri ákaflega siðavant fólk, þú þekkir hann mammý.hann er jú ekki annaö en stórt barn, hann bcinlinis iðaði i skinninu eftir að hneyksla þetta fólk, þegar hann kæmi með unnustu sina þangað eftir langa sjóferð á sama skipi, sjáðu til i augum þessa fólks er slikt óhugsandi. — Já, en Bella ætluðið þið ekki.... — Mammý, mammý, þekkirþú ekki dóttur þina betur en svo,að þú haldir, að ég myndi sætta mig við slikt brúðkaup. Ég hef i raun- inni undanfariö látið mig dreyma um stórt brúðkaup i einni af stærstu kirkjum Kaupmanna- hafnar, sem Jean Pierre hefur sagt mér frá. Ég talaði við Jean Pierre um það. t fyrstu virtist hann fastákveðinn að halda fast við skipsbrúðkaupið, en smám saman gat ég talið honum trú um, að það væri mikið skemmtilegra og hátiðlegra með stórt brúðkaup i Kaupmannahöfn. Það var þá, sem hann byrjaði að tala um, hve gaman það væri að hneyksla ærlega þessa teprulegu smá- borgara. En þá sagði ég honum mina skoðun. — Sérðu ekki, hvað þetta er heimskulegt, Jean Pierre, sagði ég. Okkur langar að komast i kunningsskap við fólk af hærri stigum ogvera tekin i þeirra hóp, það væri þá kjánalegt að byrja á þvi að hneyksla það. Þar að auki er betra, að þú farir til Kaup- mannahafnar á undan og undir- búir brúðkaupið, og siðan kem ég mánuði seinna. Jean Pierre var auövitað i fyrstu ákaflega mót- fallinn þessari tillögu minni, en ég gaf ekki eftir, og að lokum féllst hann á þetta. Við komum okkur saman um,að bezt væri, að skonnortan létti akkerum að nóttu til, svo að við slyppum við að kveðjast i allra augsýn. Ég fer með skipti til Sct. Thomas eftir þrjá daga. Þaö fór ekki framhjá Bellu ao, mammý horfði á hana efins á svip. En hún mætti augnaráði hennar brosandi og söng og trallaði, eins og ekkert hefði i skorizt. Hún lék við hvern sinn fingur næstu þrjá daga og það virtist sem henni hefði tekizt að koma i veg fyrir slúðursögur meðal þjónustufólksins. Enginn dirfðist að minnsta kosti að spyrja hana neins, ekki einu sinni Harry. A tilsettum tima var farangur hennar borinn um borð i skipið og hún steig sjálf um borð. Þegar hún kom til Sct. Thomas tókst henni að verða sér úti um skipsibúð. Til allrar hamingju var hún eini farþeginn og að mánuði liðnum lagði skipið að bryggju i London. Það sem siðan átti sér stað! Bella beit i ferskjuna. Hún kærði sig ekki um að rifja það upp. Hún hafði átt erfitt. Áður en hún kom til Loridon, var henni ljóst,að hún átti von á barni, og það gerði óneitanlega strik i reikinginn. Hún varð að breyta áætlunum sinum samkvæmt þvi. En erfiðleikarnir eru til þess að sigrast á þeim, og Bella ákvað að láta ekkert hindra sig i að ná settu marki. Henni var það ljóst að hún varö að spara og ganga siðan i gegnum þetta. Hún hafði tekið herbergi á leigu i frekar ódýrum matsölustað fyrir einhleypt kvenfólk. Smám saman lét hún dapurlega sögu sina berast út. Hún var i stórum dráttum þessi: Hún var ung ekkja og átti von á barni. Hún keypti sorgarklæði, svarta dragt, sem einnig var heppileg fyrir ástand hennar. Hún fór að mestu einförum og hélt sig mest inni, en fór þó i dag legar gönguferðir. A þessum gönguferðum komst hún i nauð- synleg sambönd og varð sér út um skjöl þau, er hana vanhagaði um. Bellu hafði þótt ákaflega erfitt að halda að sér höndum i þessa sjó-átta mánuði, og drengurinn var ekki fyrr fæddur og komið i fóstur hjá barnlausri og barn- góðri ekkju en Bella tók að svipast um eftir atvinnu. Það hafði gengið töluvert á sjóð Kt>5S 1554 Lárétt 1) Borg,- 6) Hláka,- 10) Mjöður.- 11) Trall.- 12) Berrar,-15) Ræna.- Lárétt 2) Vond.- 3) Kona.- 4) Login,- 5) Strax.- 7) Strák,- 8) Far,- 9) Fiska,- 13) Matur,- 14) Fótavist,- Ráðning á gátu nr. 1553 Lárétt I) Hanga.- 6) Vitlaus.- 10) Æð.- II) MM.- 12) Rangala.- 15) Ættar.- Lóðrétt 2) Allt.- 3) Góa.- 4) Óværa,- 5) Ismar,- 7) Iða,- 8) Lag,- 9) Uml,- 13) Nit,- 14) Ata,- pgffBW IV \u H o /y ...til að verða Svefnörvarnar.)| samferða i grafhýsið. Notaðu þær Leyndarmálið * — verður grafið hér að eilifu. li II ls íil í Föstudagur 16. nóvember 7.00 Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimikl. 7.20. Fréttir kl. 7,30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Olga Guðrún Árna- dóttir heldur áfram lestri sögunnar: „Börnin taka til sinna ráða” eftir dr. Gormander (2). Morgunleikfimikl. kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Spjallað við bændur kl. 10.05. Létt lög á milli liða. Morgunpopp kl. 10.25: Close to you, Carpenters syngja og leika. Morguntonleikar kl. 11.00: Filharminiusveitin i Vin leikur Sinfóniu nr. 9 i d-moll eftir Anton Bruckner: Carl Schuricht stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Með sinu lagi Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Siðdegissagan: „Saga E ldey ja r-H jalta ” eftir Guömund G. Hagalin Höfundur les (8). 15.00 Miödegistónleikar: KammertónlistTriest-trióið leikur 15.45 Lesin dagskrá næstu viku ’ 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphornið 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Mamma skilur allt” eftir Stefán Jónsson Gisli Halldórsson les (9). 17.30 Framburöarkennsla í dönsku 17.40 Tónleikar. Til- kynningar. 18.30 Fréttir. 18.45. Veður- fregnir. 18.55. Tilkynningar. 19.00 Veðurspá Fréttaspegill. 19.20 Þingsjá Davið Oddsson sér um þáttin. 19.45 Heilnæmir lífshættir. Björn L. Jónsson læknir talar um nýstárlegar mann- eldisaðferðir. 20.00 Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar tslands i Háskólabiói kvöldið áður. Hljómsveitarstjóri: Karsten Andersen Einsöngvari: Jennifer Vyvyan frá Bretiandi 21.30 Útvarpssagan: „Dvergurinn" eftir Pár Lagerkvist i þýðingu Mál- friðar Einarsdóttur. Hjörtur Pálsson les (9). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill 22.40 Draumvisur Sveinn Magnússon og Sveinn Árna- son sjá um þáttinn. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Oscar Peterson.Upptaka frá tónleikum i Björgvin. Jazz-pianistinn Oscar Pet- erson leikur. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 21.05 Landshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur um innlend mál- efni. U msjónarmaður Gunnar Eyþórsson. 21.40 Mannaveiðar. Brezk framhaldsmynd. 16. þáttur. Peð i hróksvaldi II. Þýð- andi Kristmánn Eiðsson. Efni 15. þáttar: Gratz tekur brezkan njósnara til fanga, en gengur erfiðlega að koma honum til að segja frá leyndarmálum sinum. Gratz dettur þá i hug að not- færa sér hrifningu fangans af Ninu. Hann leyfir Bret- anum að sleppa, gegn þvi, að hann fari til fundar við Ninu og segi henni allt, sem hann veit. Sjálfur liggur hann i leyni og fylgist með fundi þeirra. 22.35 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.