Tíminn - 16.11.1973, Síða 21
Föstudagur 16. nóvember 1973.
TÍMINN
21
„Ferlega eru
þeir vitlausir
Dómarar skemmdu leik Vals og ÍR
I
„FERLEGA eru þeir
vitlausir"....sagði
ólafur Jónsson, lands-
liðsmaður úr Val, þeg-
ar hann hljóp fram hjá
varamannabekk Vals-
liðsins i leiknum gegn
iR. Hann átti þar við
dómara leiksins, en
þeir dæmdu vitakast á
ÍR-Iiðið, þegar ólafur
skaut framhjá i R-
markinu af linu. Hann
var einn og óvaldaður
á línunni og enginn
kom við hann. En samt
dæmdu dómarar leiks-
ins, þeir óli ólsen og
Björn Kristjánsson,
tafarlaust vitakast.
Ekki það eina, sem
þeir hreinlega gáfu
Valsmönnum í leikn-
um.
Dómgæzlan i leik Vals og
tR var fyrir neðan ailar hell-
ur, dómararnir hreinlega
skemmdu leikinn, með alls
konar dómum, sem bæði
leikmenn Vals og 1R urðu
undrandi yfir. Kórónan á lé-
legri dómgæzlu varð þó þeg-
ar leiknum var lokið, þá sló
Björn Kristjánsson til Geirs
Thorsteinssonar, markvarð-
ar IR, þegar hann sagði:
„Þetta var ekki nógu gott
hjá þér, Bjössi minn” og
Björn yfirgaf salinn, um leið
og hann reyndi að kasta
knetti i einn blaðamann.
Frekar léleg framkoma það.
— SOS.
Gísli Blöndal að
komast í sitt
gamla form
GÍSLI Blöndal er aö kom-
ast í sitt gamla form, það
sást greinilega i leik is-
landsmeistara Vals gegn
iR á miðvikudagskvöldið.
Hann er nú orðinn hreyf-
anlegur og ógnandi leik-
maður, sem gerði mikinn
usla í iR-vörninni og hann
var aðalmaðurinn á bak
við góðan sigur íslands-
meistaranna 22:17. Þótt
Gisli hafi átt góðan leik, þá
var leikurinn ekki
skemmtilegur á að horfa
og áttu dómararnir sinn
þátt í þvi að gera hann
leiðinlegan. Þeir dæmdu
hann stundum mjög furðu-
lega og það var eins og þeir
gerðu í því að svekkja leik-
mennina.
Leikurinn var mjög jafn til að
byrja með og skiptust þá liðin á
að skora. Mesta athygli i byrjun,
vakti ÍR-risinn Agúst Svavars-
son, en halin skoraði fimm fyrstu
mörk IR-liðsins, sum mjög glæsi-
leg. Staðan var 13:11 fyrir Val i
hálfleik.
I siðari hálfleik var leikurinn
nokkuð jafn til að byrja með, en
þegar á hann leið fóru leikmenn
IRTiðsins að láta lélega dómara
hafa áhrif á sig og fór þá allt að
ganga á afturfótunum hjá IR.
Þegar staðan var 16:14 tók Gisli
Blöndal sig til og skoraði þrjú
mörk i röð og lagaði stöðu Vals i
19:14. Stuttu siðar bætti hann við
öðru marki (þriðja mark hans i
röð úr vitaköstum) og var staðan
þá orðin 20:15 og öruggur sigur
Valsliðsins var þá kominn i höfn.
Leiknum lauk 22:17 fyrir Val.
Gisli Blöndal skoraði flest mörk
Vals i leiknum, eða 8 (3 viti),
Ólafur 4. Hermann 3 (3 viti),
Bergur og Agúst tvö hvor, Stefán,
Jón K. og Gunnsteinn, eitt hver.
Agúst Svavarsson skoraði átta
mörk fyrir IR i leiknum, sjö með
langskotum og eitt með gegnum-
broti. Aðrir sem skoruðu, voru:
Gunnlaugur, Guðjón og Ásgeir,
tvö hver, Ólafur, Hörður H. og
Vilhjálmur, eitt hver. — SOS.
Ólafur frá
í 2-3 vikur
AAeiddist illa í leiknum gegn ÍR
ÓLAFUR Jónsson, landsliðsmaðurinn snjalli
úr Val, meiddist illa á fæti i leiknum gegn ÍR.
Hann meiddist strax i byrjun leiksins, og er
talið að hann hafi slitið vöðva, eða að það hafi
blætt inn á vöðva i leggnum á vinstra fæti.
Ólafur verður að öllum likindum frá hand-
knattleik í 2-3 vikur. Hann mun þvi ekki leika
með islenzka liðinu gegn Svium siðar i þess-
um mánuði.
Það var nokkurt kæruleysi hjá þjálfurum Vals að láta Ólaf
fara aftur inn á i leiknum, þvi að honum versnaöi mikið þegar
fór að liða á leikinn, og undir lokin gafst hann upp og haltraði
út af leikvelli.
1
|
1
1
Hann gerði
mikinn usla
í ÍR-vörninni,
þegar Valsmenn
unnu ÍR með
fimm marka
mun 22:17
AGOST SVAVAUSSON.....sést hér stökkva upp og skora I leiknum gegn
Val. Ilann skoraði átla mörk I leiknum, sjö með langskotum og eitt með
gegnumbroti. (Tlinamynd Róbert)
„Billiard"
Tekst Finnboga
að verja íslands-
meistaratitilinn?
i
ÍSLANDSMEISTARA-
MÓTIÐ í knattborðs-
leik „Billiard" fer
fram n.k. sunnudag i
knattborðsstofunni að
Klapparstig 26. Keppt
verður í meistara-
flokki og keppa allir
sterkustu „Billiard"-
leikarar landsins í
„snóker". Það má bú-
ast við að keppnin
verði hörð eins og und-
anfarin ár, og einnig
má búast við óvæntum
úrslitum. Núverandi
íslandsmeistari í
„snóker" Finnbogi
Guðmannsson, er tal-
inn líklegur sigurveg-
ari.
Þó má búast við að nokkrir
keppendur veiti honum
harða keppni og má nefna
nokkur nöfn i þvi sambandi.
Þar er efstur á blaði lslands-
meistarinn i „krambúl”
Svavar Jóhannesson, aðrir
liklegir eru: Agúst Agústs-
son, Óskar Friðþjófsson,
Gunnar Hjartarson og Jó-
hannes Magnússon. Allir
þessir spilarar, eru fyrrver-
andi Islandsmeistarar —
SOS.
FINNBOGI GUDMANNSSON...........sést hér munda „kjuðann” I tslandsmótinu i fyrra.