Tíminn - 17.11.1973, Blaðsíða 1
fóðurvörur
ÞEKKTAR^ ^
UM
LAND
ALLT
4r
VEITINGABÚÐ
Hótels Loflleiða er nýjung f hótelrekstri
hérlendis, sem hefur náð skjótum vin-
sældum. Góðar veitingar, lipur þjónusta,
lágt verð — og opið frá kL 05 til kl. 20.
BVÐUR nokkur betur?
-
smíði þjóðarbók-
ó næsta óri?
'ta) p. v'
i Iji W
- ; 'T| f íi'.í.i
.....!■' - :■ i U"rn nxr:. n ,....... • \ n
T-r:-n í j I 1 r-j pr' T"T T’; i V T
Likan af ÞjóbarbókhlöOunni. „Svona verkefni fær maður ekki nema einu sinni á ævinni”, segir Manfreö
Vilhjálmsson arkitekt. Ljósm: Myndiön.
Símakerfið milli Akureyrar
og Reykjavíkur aukið
Kemur einnig tii með að hafa óhrif
d sjónvarpsmóttöku ó Norðurlandi
Hefst
hlöðu
Þjóðarbókhlaða
og hringvegur
beztu þjóðhótíð
argjafirnar
— ÞEGAR rætt hefur verið um
það á undanförnum árum, hvað
helzt skyldi gera til þess að minn-
ast ellefu alda tslandsbyggðar,
hefur tvennt borið hæst, smíði
þjóöarbókhlöðu og vegagerð yfir
Skeiðarársand. Mætti segja, að
annað verkefnið sneri að þjóðinni,
en hitt að landinu og bæði séu
verkefnin hin verðugustu. Vist er
nú talið að iokið verði við veginn
þjóðhátiðarárið, og góðar horfur
á.að smiði bókhlöðunnar geti haf-
izt siðla sama ár.
Eitthvað á þessa leið fórust
Finnboga Guðmundssyni, lands-
bókaverði og formanni bygging-
arnefndar Þjóðarbókhlööunnar,
orð, þegar Timinn ræddi við
hann.
Eins og fram kemur i orðum
hans er að þvi stefnt að fram-
kvæmdir við Þjóðarbókhlöðu
hefjist á þjóðhátiðarárinu 1974. 1
áætlun, sem lögð hefur verið fyrir
menntamálaráðuneytið, er svo
ráð fyrir gert, að undirstöður og
kjallari verði steypt á siðasta
fjórðungi þess árs.
Bókhlöðunni er ætlaður staður
á lóð þeirri milli Birkimels og
Suðurgötu, sem Reykjavikurborg
gaf fyrirheit um þegar sumarið
1968.
Húsið mun ganga nokkuð inn
fyrir girðinguna umhverfis Mela-
völlinn, en þó ekki svo, að skerði
not af sjálfum knattspyrnuvellin-
Framhald á bls. 15.
Klp—Reykjavfk — Að undanförnu
hafa menn frá Landsimanum
unnið að undirbúningi að aukn-
ingu á simakerfinu miili Reykja-
vikur og Akureyrar. Þegar þess-
ari stökkun verður lokið fjölgar
rásum á milli þessara staöa um
60, auk þess sem þessi stækkun
mun hafa viðtæk áhrif fyrir mót-
töku sjónvarpsmynda frá Skála-
felli i Skagafirði og Eyjafirði og á
svæði þar fyrir austan.
Gústaf Arnar deildarverk-
fræðingur hjá Landssimanum
sagði i viötali við Timann i gær að
þetta væri fyrsti hluti örbylgju-
kerfis, sem þarna væri verið að
setja upp.
Þetta kerfi var notað hér fyrir
sunnan, m.a. á milli Reykjavikur
og Keflavikur og einnig til að
Framhald á bls. 15.
/ .........
Læknamiðstöð
í Borgarnesi
tekin í notkun
að vori
LÆKNAMIÐSTÖÐ fyrir
Borgarness- og Kleppjárns-
reykjalæknishéruð, scm
verið er að reisa I Borgar-
nesi, verður sennilega tekin i
notkun næsta vor.
Upphaflega átti hún að
verða tilbúin um n.k. ára-
mót, en nokkur seinkun varð
á framkvæmdum.
Bygging læknamið-
stöðvarinnar hófst á s.l. ári
Læknamiðstöðin er 3200 fm.
og verður þar aðstaða fyrir
þrjá lækna og starfsliö
þeirra.
________________/
Norrænt
samstarf
um
fræðslu
fullorðinna
FULLORDINSFRÆÐSLA er að-
kallandi og mikilvægt verkefni.
Nú cr hér á landi verið að undir-
búa lög, sem niunu opna æ fieiri
nýjar leiðir til viðbótarnáms,
hvort hcldur cr I einni starfsgrcin
eða öðrum áhugasviöum.
Norræna húsið vill gera sitt til
að stuðla að auknu norrænu sam-
starfi á þessu sviði. A hinum
Norðurlöndunum er i þessum
efnum á langri hefð að byggja og
þá fyrst og fremst á sviði
frjálsrar alþýðumenntunar. Af
þessari reynslu verður reynt að
miðla.
Framhald á bls. 15.
Vj
Náttúru-
minjar
fundnar
s-asiaH
|H
í AAývatni
Fjólublátt járnfosfat
í kúluformi í gúrnum
Efnið vivianít-járnfosfat hefur einu sinni fundizt hér áður, þá við uppgröft í Aðalstræti
SÉRKENNILEGAR og falleg-
ar kúlur hafa i haust borizt á
land með leðjunni, sem dælt er
af botni Mývatns. Leðjan er
sigtuö í landi, og hafa kúlurn-
ar komiö fram i úrgajiginum.
Aö sögn fréttaritara lílaðsins i
Mývatnssveit eru þetta blá-
leitar kúlur á stærö við stór
bláber, kristallaðar að innan
með geislum út frá miðju
Efnagreining hér syðra hefur
nú leitt i ljós, að efnið í kú 1 un-
um er svokallað vivianit-járn-
fosfat.
Ekkert er vitað, af hvaða
dýpi kúlurnar hafa komið, en
staðinn er nokkurn veginn
hægt að ákvarða. Til skýring-
ar má geta þess, að dælingu
kisilgúrsins af botni Mývatns
er þannig háttað, að notaður
er sérstakur dæluprammi með
löngum rana, sem grefur sig
niður i botn vatnsins eða allt
niður á 6-10 m dýpi. Sjálft er
Mývatn mjög grunnt viðast
hvar, sums staðar ekki nema
0,3-0,6m. Gúrlagið, sem sogað
er uþp og dælt um leiðslur i
tank i landi, er þvi allt upp i 8-9
m eða meira að þykkt, en þó
oft mun þynnra.
Þorleifur Einarsson jarð-
fræðingur, sem unnið hefur
mikið að könnun jarðlaga á Is-
landi, sagði i viðtali við blaðið
I gær, að eftir þvi sem hann
bezt vissi, hefði vivianit-járn-
fosfataðeins fundizt einu sinni
áður hér á landi, þ.e. við
uppgröftinn i Aðalstræti. Alla
vega hefði magn þess veriö
svo litið anni rs staðar.að ekki
hefði verið hægt að greina það
með vissu. Við uppgröftinn i
Aðalstræti fannst þó nokkuð af
Framhald á bls. 15.
Svona eru kúiurnar, sem fundust i Mývatni. Vivianit-járnfosfat er oröiö til af fosfati úr dýraieif-
um og járni og þaö, sem fannst i Aðalstræti.var I flikrum I jaröveginum.—Ljósmynd: S.Þ.