Tíminn - 17.11.1973, Page 8

Tíminn - 17.11.1973, Page 8
8 TÍMINN Laugardagur 17. nóvember 1973. Þjóðhátíðarveggskildir Einars Hdkonarsonar: verkið, og hefst sýningin kl. 15. Leikur þessi var sýndur 14 sinnum i nágrenni Reykjavikur á liðnum vetri og hlaut mjög góða dóma hjá öllum, er sáu þessa sýningu. Letta er hópvinnuverk, sem ætlað er fyrir börn og að- standendur þeirra og fjallar um sköpun heimsins. Leikstjóri er Fyrir skömmu sendi Þjóð- hátfðarnefnd 1974 frá sér fyrsta minjagripinn i tilefni 1100 ára afmælis íslandsbyggðar, en það eru 3 plattar eftir Einar Hákonarson listmáiara, scm vakið hafa verulega athygli. Plattarnir, sem fengu sérstaka viðurkenningu i samkeppni Þjóðhátiðarnefndar 1974, eru framleiddir hjá fyrirtækinu Gler og postulín h.f. í Kópavogi. Við litum við þar á dögunum og hittum Braga Hinriksson, eig- anda og framkvæmdastjóra. Þegar við komum i Gler og postulin h.f., var mikið um að vera, cnda styttist i jólin, og margir þeir munir, sem fram- leiddir eru hjá fyrirtækinu, eru eftirsóttir gjafahlutir. — Þið framleidduð veggskild- ina eftir Einar Hákonars., Bragi. Var serian framleidd I einum áfanga, eða verður að vinna svona verk i mörgum áföngum? — Við verðum að vinna svona verk I tveimur eða þremur áföng- um. Við tökum ákveöinn fjölda af hverri mynd eða mótivi til þess að ná sama árangri eða gæða- stigi. — Fvlgdist listamaðurinn með íramleiðslunni? — Já og nei. Listamaðurinn fylgir verkinu úr hlaði, þ.e.a.s. gæðalega séð, en eftir fyrsta skiptið tökum við alveg við verk- inu og ljúkum þvi. Það er illfram- kvæmanlegt að framleiða svona listmuni nema með góðri sam- vinnu við listamanninn sjálfan. — Einar Hákonarson sækir fyrirmyndir sinar i fslendinga- sögurnar. Getur þú lýst fyrir- myndunum fyrir okkur? — Já, það stendur aftan á umbúðunum, sem innihalda plattana þrjá, sem eru ferhyrndir og gerðir úr mjög góðu þýzku postulini, hvað hver mynd tákn- ar. Aletrunin er bæöi á ensku og Islenzku, og svo er saga hvers platta prentuð aftan á hvern Leiksýningar þeirra fyrir sig. Fyrsta myndin sýnir Hrafna-Flóka á leið sinni til tslands, er hann sendir þriðja og siðasta hrafninn á loft, sem visaði honum leiðina til landsins. Onnur myndin er af Hrafna-Flóka, er hann gekk upp á fjall fyrir vestan og sér þar fullan fjörð af hafis, en bá kallaði hann landið Island. Þriðji skjöldurinn sýnir landnámsmenn, er þeir helguðu sér land með eldi. Við pökkuðum seriunni inn i mjög góðar pappa umhúðir, eins og ég sagði, til þess að fólk gæti m.a. sent hana til vina sinna erlendis i tilefni afmælisins. — Eru þetta fyrstu listmunirn- ir, sem þið framleiðið eftir Einar Hákonarson? — Nei, við gerðum fjóra platta árið 1972, fyrir Skálholtsfélagið, með myndum af fjórum kirkjum Skálholts, en Einar teiknaði fyrir- myndirnar. það er mjög skemmtileg seria. — Hafið þið framleitt platta eftir fleiri islenzka listamenn? — Aðeins fyrir Alfreð Flóka. Það voru seriur, sem komu út 1971 og ’72. — Er það ekki óvanalegt, að innlendur aðili framleiði minja- gripi i tilefni stórhátiðar, eins og veggskildi Einar Hákonarsonar? — Ég held mér sé óhætt að segja, að þetta sé i fyrsta skipti, sem innlendur aðili framleiðir, slikt i tilefni stóratburðar i sögu þjóðarinnar. Fram til þessa hefur allt slikt verið framleitt erlendis. Indriði G. Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Þjóðhátiðarnefnd- ar 1974, sagði sjálfur, að það væri ánægjulegt, að islenzkt fyrirtæki hefði fengið að spreyta sig á þess- ari hlið undirbúningsins, og hef ég sjálfur haft gaman af þessu. — Svo að við snúum okkur að sjálfri framleiðslunni hér i Gler og postulin h.f., hvað ert þú búinn að starfrækja fyrirtækið lengi? — Ég man ekki nákvæmlega, hvenær ég byrjaði fyrstu tilraun- Reykjavíkurborg veitir aukna bókasafnsþjónustu BÓKASAFNSÞJÓNUSTA FYR- IR ALDRAÐA OG BLINDA Kr. 500.000 varið til hljómplötukaupa A fundi borgarstjórnar Reykja- vfkur siðastliðinn fimmtudag var samþykkt tillaga með öllum greiddum atkvæðum þess efnis, að bókasafnsþjónustu verði komið upp i þeim húsum og stofn unum, þar sem gamalt fólk og öryrkjar búa, t.d. húsum Öyrkjabandalagsins við Hátún og víðar. Ennfremur þjónusta við blinda og þá, sem af heilsu- farsástæðum eiga þess ekki kost. að koma á bókasöfn til að fá lánaðar bækur. Komið verði upp auknu segul- bandasafni til afnota fyrir sjón- dapra og blinda og blindra- heimilin sótt heim reglulega. Það var borgarstjórinn, sem þessa tillögu flutti, og til máls tóku, auk hans, Kristján Bene- diktsson (F) og Steinunn Finnbogadóttir (SFV). Bókabill og tveir starfs- menn Þá kom fram i greinargerð.að verja á 1.5 milljónum króna til þessa starfs á næsta fjárhagsári, en kr. 750.000 verða til að launa 1 og 2/3 starfsmenn og kr. 750.000 mun verða varið tii að kaupa hentuga sendiferðabifreið og búa hana til bókaflutninga. Það kom fram i ræðu Kristjáns Benediktssonar, sem var mjög fylgjandi þessari tillögu, að Borgarbókasafnið á nú um 208.000 bindi, og árleg aukning væri á bókakostinum , þrátt fyrir að um 5% bókanna eyðilegðust og / eða töpuðust árlega. Þá ræddi Kristján Benedikts- son nokkuð um þörf á þvi að at- hugað væri með bækur fyrir blinda. Benti hann i þvi samb. á nýja tækni i lestri fyrir blinda, er þá gætu með nýjum tækjum lesið bækur með venju- legu letri. Athuga þyrfti, hvort ekki væri mögulegt að koma slik- um tækjum við i lesstofu Borgar- bókasafnsins. Þá kom það einnig fram i ræðu Kristjáns, að fyrirhugað mun að veita ákveðna fjárupphæð til þess að stækka hljómplötudeild, sem starfar i Bústaðahverfi. Taldi Kristján mikinn feng i þeirri starfsemi. -JG. Hér sjást allir fjórir leikararnir i Furðurverkínu. í Þjóðleikhúskjallaranum Kristin Magnús Guðbjartsdóttir og leikur hún jafnframt með i sýningunni, en leikendur auk hennar eru: Herdis Þorvalds- dóttir, Sigmundur örn Arngrims- son og Halla Guðmundsdóttir. Leikmyndir eru eftir Birgi Engil- berts, en Arni Elfar annast undir- leik, en tónlistin er eftir hann og Hrafn Pálsson. Segja má, að allir leikendur ásamt leikstjóra séu höfundar verksins. Snemma á næsta ári hefjast svo sýningar i Þjóðleikhúskjallaran- um á leikritinu Old Time, eftir einn þekktasta núlifandi leikrita- höfund Breta, Harold Pinter. Leikstjóri er Stefán Baldursson. Leikrit þetta hefur farið sigurför um allan heim á undanförnum árum. Margir leikhúsgestir munu ef- laust minnast þess, að eitt leikrit hefur áður verið sýnt i Þjöðleik- húsinu eftir Pinter, en það var Húsvörðurinn og hlaut það frábæra dóma. Siöar i vetur verða sýnd fleiri verkefni á litla sviðinu i Þjóðleik- h ú s k j a 11 a r a n u m , sem ástæðulaust er að tilgreina nánar að sinni. En þær sýningar verða eflaust i léttum stil. Ennfremur hefur verið rætt um það,að ýmsir þekktir leikarar skemmti viss kvöld vikunnar þegar veitinga- staðurinn er opinn fyrir gesti. Eins og að ofan er sagt þá eru fyrirhugaðar ýmsar breytingar á rekstri Leikhúskjallarans. Þar er nú m.a. annars starfrækt mötu- neyti fyrir starfsfólk Þjóðleik- hússins, og er sá veitingastaður opinn allan daginn. Þjónusta við leikhúsgesti er sú sama og verið hefurMatur er á boðstólum fyrir sýningu og kaffiveitingar i leik- hléum. Framkvæmdastjóri Leikhús- kjallarans er Svanur Agústsson og rekur hann veitingastaðinn fyrir hönd Þjóðleikhússins. irnar, en fyrirtækið tók til starfa með fullum krafti, eftir langan undirbúning, um áramótin 1970- ’71. — Er þetta vandasöm fram- leiðsla? — Já, það er hún. Allt.sem við búum til, er seinunnið, enda er þetta allt handavinna, og engum vélumhægtað koma við. Við not- um, eins og ég sagði áðan, aðeins fyrsta flokks þýzkt postulin og fylgjum mjög ströngum gæða- kröfum. Hvert stykki, sem fram- leitt er, er vandlega skoðað,áður en það er sent á markað, og það, sem ekki stenzt prófið,er eyðilagt. — Hvað framleiðið þið helzt? — Við kappkostum að vinna hér allt með Islenzkum mótivum, og raunar er framleiðslan eins is- lenzk og hægt er að hafa hana. Við drögum fram i dagsljósið gamlar og oft gleymdar myndir úr þjóð- lifinu. Nú erum við t.d. að búa til öll sýslumerki landsins, sem teiknuö voru i tilefni Alþingishátiðarinnar árið 1930. Það er ætlunin að halda áfram á þessari braut, sem byrjaði með útgáfu íslenzkra þjóðlifsmynda. Það er raunar okkar stefna, og einnig ánægja að draga þessar myndir fram að nýju og koma þeim á framfæri. — Þið hafið flutt út platta? — Ekki mikið, en við höfum t.d. flutt út til Sviþjóðar platta og nú siðast, fyrir nokkrum dögum, sendum við sendingu af jólaplött- Bragi Hinriksson og Einar Hákonarson virða fyrir sér veggskildi Einars, eins og þeir eru framleiddir. um, sem sérstaklega voru gerðir fyrir Göteborg Posten, en blaðið gefur starfsfólki sinu þá i jóla- gjöf. Þetta er annað árið i röð, sem það lætur okkur vinna verk- ið, og eru þetta listaverk, eftir kunna sænska listamenn. Færeyingar hafa t.d. einnig verzlað við okkur. — JG. SV nýbreytni veröur tekin upp I Þjóðlcikhúsinu á þessu leikári, að hafa leikstarfsemi I kjallara leik- hússins, sem fram til þessa hefur aðcins verið rekinn sem veitinga- staður. Næstkomandi sunnudag þann 18. nóvember hefjast þar sýningar á leikritinu Furðu- Krefjast bóta af Reykjavíkurborg Á fundi i borgarráði Reykjavikur 13. þessa mánaðar var lagt fram bréf Arnar Clausen hrl. dags. 7. þ.m. um bætur fyrir tjón.sem húsfélagið Laugavegur 105 telur sig hafa orðið fyrir vegna breytingar á skipulagi um- ferðar. Var máli þessu visað til borgarlögmanns til umsagnar. Það mun tilefni þessa bréfs, að eigendur hússins telja sig hafa orðið fyrir leigutjóni vegna strætisvagna, sem nema staðar fyrir framan húsið, þétt við það, og sé neðsta hæðin (sú sem meðal annars hýsir Utvegsbankann að sunnanverðu) af þeim sökum ónýtanleg til arðbærs verzlunarrekstrar. Talið er, að hér sé um dómstólaverkefni að ræða, en bótakröfur eru ekki settar fram sem ákveðin upphæð i peningum. - JG. JEPPA- eigendur! Vil kaupa Willys jeppa með húsi, árgerð 1964-66. STADGREITT. Upplýsingar i síma 1-31-14 næstu daga. Framleiðslan eins íslenzk og hægt er að hafa hana — segir Bragi Hinriksson framkvæmdastjóri

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.