Tíminn - 17.11.1973, Qupperneq 17

Tíminn - 17.11.1973, Qupperneq 17
Laugardagur 17. nóvember 1973. TÍMIIVN 17 Skdnar varnar- leikurinn?... Fjórar breytingar gerðar á íslenzka landsliðinu í handknattleik SIGURBERGUE SIGSTEINSSON.....sést hér brjótast i gegnum varnarvegg og skora. 1 GÆRDAG tilkynnti nýja lands- liösnefndin i handknattleik, is- len/.ka landsliöiö, sem leikur gegn Svium i Laugardalshöllinni n.k. þriöjudagskvöld. Fjórar breyt- ingar voru geröar á islenzka liðinu frá leiknum gegn Frökkum á dögunum. ólafur Benediktsson, markvöröur Vals, kemur inn i lið- ið i staðinn fyrir lljalta Einars- son, Sigurbergur Sigsteinsson, kemur inn fyrir ólaf Jónsson, sem meiddist i leik Vals og ÍR sl. miövikudag, Stefán Gunnarsson, kemur inn i staöinn fyrir Geir Hallsteinsson og Guðjón Magnús- son, kemur inn fyrir Einar Magnússon. oo o Landsliðið, sem leikur gegn Svium, er þvi skipað þessum leik- mönnum: Gunnar Einarsson, Haukum Ólafur Benediktsson, Val Gunnsteinn Skúlason, Val „Kanarífuglarnir eru miklu betri en Hvítu Ijónin"... — segir Mile um Dynamo Pancevo, júgóslavneska handknattleiksliðið, sem kemur hingað í boði Ármanns i NÆSTU viku er vænt- anlegt hingað til lands júgóslavneska hand- knattleiksliðíð Dynamo Pancevo, eitt af sterk- ustu liðum handknatt- leiksþjóðarinnar Júgó- slavíu. Liðiðer frá einni af útborg höfuðborgar- innar Belgrad, Pancevo, og þaðan er einnig Stanojev Krsta, eða Mile einsog hann er kallaður. Mile hefur undanfarin 6 ár starfað á íslandi og síðastliðið sumar þjálf- aði hann lið Breiðabliks i knattspyrnu. Mile er kvæntur islenzkri konu og er við ræddum við Mile fyrir nokkru síðan var þriðja barn þeirra hjóna nýkomið i heim- inn. Þó Mile sé bezt kunnur hér á landi fyrir þjálfunarstörf sín með Blikunum, hefur hann einnig þjálfað á Siglu- firði og Seyðisfirði og eins og Mile segir sjálfur, þá er einn strák- urinn hans Seyðfirðing- ur. Mile ólst upp i Pancevo, en flutti þaðan 22 ára gamall og kom til tslands ári siðar. Hér ætlar hann að dvelja að minnsta kosti næstu árin, honum likar vel hérna og Is- land er orðið honum sem annað föðurland. Það var þó ekki meiningin að skrifa langa tölu um Mile og tsland, heldur stutt spjall við Mile um liðið Dynamo Pancevo, sem kemur hingað i næstu viku. — Já ég þekki alla strákana i liðinu, segir Mile, ég lék mér með þeim þegar ég var strákur. Fyrirliðinn t.d., hann Kristic, var góður vinur minn og við vorum saman i skóla, einu sinni var hann ekkert betri i handbolta en ég. Svo hætti ég að nenna að æfa hand- bolta og æfði bara fótbolta en hann hélt áfram að æfa og er i landsliðinu. 1 Júgóslaviu eru allir efnilegir iþróttamenn þrekmældir, og eftir þvi er hann mesti iþróttamaður i Júgóslaviu. Eg þekki lika hina strákana, — ég er i félaginu. Bezti maðurinn i liðinu, Pokrajak, er próíessor og kennir i Bel- grad, allir hinir vinna heima i Pancevo. — Dynamo Pancevo er miklu betra lið heldur en Zagreb, sem keppti hér i fyrra, enda er Dynamo fyrir ofan Zagreb i 1. deildinni núna og var langt fyrir ofan „Ljónin” i fyrra. Heima i Júgóslaviu eru öll lið kölluð gælunöfnum „Hvitu ljónin” eru Zagreb og Dynamo Pancevo er kallað „Kanari- fuglarnir” af þvi að þeir leika i gulum búningum. Ég er „kanarifugl”. — Ég var heima i Júgóslaviu i sumar og sá þá úrslitaleikinn i bikarkeppninni i handbolta á milli Dynamo Pancevo og Borac Banja Luka, en það lið er Júgó- slaviumeistari núna. Dynamo var einu marki yfir þegar 10 sekúndur voru eftir og með boltann, en dómarinn dæmdi einhverja vitleysu og hinir skoruðu. f framlengingunni var svo jafnt þegar leiktiminn var búinn, en Borac Banja Luka átti eftir að taka vita- kast, sem fór i slá og yfir. I vitakastkeppninni vann svo Borac Banja Luka. — Ég hugsa að Dynamo Pancevo vinni islenzku liðin, en þó veit maður aldrei, ég vona að minnsta kosti að þeir geri það! Liðið leikur mjög „tekniskan” handbolta og skorar mikið af mörkum. Þeir eru ekki mikið fyrir að leika bara með vövðunum. Fólkið i Júgóslaviu vi 11 sjá mikið af mörkum og fær það sem það vill, t.d. spiluðu Partizan Bjelovar og Borak Bajna Luka i sumar og Borac vann 36:28. Björgvin Björgvinsson, Fram Axel Axelsson, Fram Hörður Sigmarsson, Haukum Viðar Simonarson, FH Auðunn Óskarsson, FH Ágúst ögmundsson, Val Sigurbergur Sigsteinss. Fram Guðjón Magnússon, Viking. Stefán Gunnarsson, Val. Það er alltaf hægt að gagnrýna landsliðsnefnd fyrir val á lands- liði, enda er oftast hægt að deila um einstaka leikmenn, sem valdir hafa verið i liðið. Við látum hjá liða að gagnrýnalandsliðið nú, enda þótt ástæða væri ef til vill til þess. — SOS. Tottenham vill selja Chivers á 300 þús. pund LUNDuNALIDIÐ fræga, Tottenham, vill fá 300 þús. pund fyrir miðherjann Martin Chivers. Bill Nicholdson mun ekki selja Chivers, nema að hann fái góðan miðherja i staðinn. Tott- enham hefur átt i mikl- um erfiðleikum á þessu keppnistímabili. Liðið hefur ekki staðið sig vel i 1. deildarkeppninni, er nú i þrettánda sæti, með aðeins 14 stig. Það er greinilegt, að Totten- ham vantar góða leik- menn, og hefur Bill Nic- holdson framkvæmda- stjóri félagsins, mikinn hug á að kaupa nýja leikmenn. Hann hefur þó ekki keypt neinn leik- mann á keppnistíma- bilinu. Ástæðan fyrir þvi er sú, að hann fær ekki þá leikmenn, sem hann hefur óhuga á. Nicholdson hefur mikinn áhuga á að kaupa hinn snjalla skozka miðvallarspilara, David Hay, frá Celtic. Hann hefur boðið 175 þús. pund i þennan fræga landsliðsmann. Tottenham er ekki eina félagið, sem hefur áhuga á Hay, þvi aö Manchester Unit- ed hefur einnig áhuga á honum. Jock Stein, framkvæmdastjóri CeltiC, vill ekki láta Hay, nema að hann fái góðan leikmann í staðinn. íslandsmótið í handknattleik ÍSLANDSMÓTIÐ i handknattleik heldur áfram nú um helgina, þá verða leiknir þrir leikir i 1. deildarkeppninni og fjórir leikir i 2. deild. í dag fer fram einn leikur i iþróttaskem munni á Akur- eyri.þá leika Þórsarar gegn Ár- menningum kl. 17.30. Tveir leikir verða leiknir i 2. deild i Laugar- dalshöllinni. Fylkir leikur gegn KA kl. 19.30 og strax á eftir mæt- ast Þróttur og Völsungar. Á morgun verða tveir leikir leiknir i 2. deild i iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Breiðablik og KA leika kl. 14.00 og strax á eftir mætast Grótta og Völsungar. KR- iiðið leikur gegn Keflavik i 2. deild i Laugardalshöllinni kl. • 19.00 og eftir þann leik, fara fram tveir leikir i 1. deild. 1R og Fram, og Vikingur mætir Haukum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.