Tíminn - 17.11.1973, Síða 19
Laugardagur 17. nóvember 1973.
TÍMINN
19
Varanleg gatnagero
í þéttbýli kostar
Fró Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi:
450 milljónir
A Ð A L F U N I) U R S a m t a k a
sveitarfélaga í Vesturlandskjör-
dæmi var haldinn i Borgarnesi i
lok siðustu viku. Fluttu Björn
Jónsson félagsmálaráðlierra og
Páll Lindal, formaður Sambands
islenzkra sveitarfélaga, ræður,
en að þvi loknu gerði for
maður samtakanna á Vestur-
landi, Alcxander Stefánsson i
Ólafsvík, grein fyrir störfum
stjórnarinnag og Gylfi ísaksson
gjaldkeri las reikninga þeirra.
Guðjón Ingvi Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri samtakanna, gerði
grein fyrir kostnaðaráætlun við
að ljúka varanlegri gatnagerð i
þéttbýli á Vesturlandi.
Meðal þess, sem var til um-
ræðu, var landnýting.og flutti Ás-
geir Bjarnason framsöguræðu
um nýtt frumvarp til jarðalaga,
Stefán H. Sigfússon búfræði-
kandidat um landnýtingu og
gróðurvernd og Arni Reynisson
framkvæmdastjóri um náttúru-
vernd. Um skólaskipan á Vestur-
landi talaði Indriði Þorláksson,
fulltrúi i menntamálaráðuneyt-
inu, en um störf byggðarnefndar
talaði Steingrimur Hermannsson
alþingismaður.
Nú er talið, að varanleg gatna-
gerð i þéttbýli á Vesturlandi muni
kosta um 450 milljónir króna.
Skiptist sá kostnaður þannig:
Neshreppur utan Ennis fimmtiu
milljónir, Ólafsvik 61,3 milljónir,
Grundarfjörður 64,9 milljónir.
Stykkishólmur 78 milljónir,
Búðardalur fjörutiu milljónir,
Borgarnes 37 milljónir og Akra-
nes 120 milljónir. Nú þegar hafa
Akurnesingar gengið frá 45% af
sinu gatnakerfi með slitlagi, en
Borgnesingar tæplega 40%.
Margar samþykktir voru gerð-
ar á fundinum. Stjórn samtak-
anna var heimilað að fá sér-
fræðinga til þess að flýta alhliða
áætlanagerð fyrir Vesturland i
samráði við áætlanadeild fram-
kvæmdastofnunar rikisins, fagn-
að löggjöf um byggingu leiguhús-
næðis á vegum sveitarfélaga og
lögð áherzla á að útvega yrði nóg
fé til þess að ná takmarkinu með
lögunum, óskað aukinna lán-
veitinga til ibúðarhúsabygginga á
Vesturlandi og þun áherzla lögð á
þýðingu aukinna möguleika til
framhaldsmenntunar i heima-
héraði, og þóttu hugmyndir um
samræmt framhaldsnám þar
álitleg lausn á þörfum
dreifbýlisins.
Fundurinn taldi ástand i póst-
málum á Vesturlandi ótækt og
fór fram á, að flokkun pósts færi
fram á einum eða fleiri stöðum á
svæðinu og komið yrði upp póst-
bílaþjónustu með svipuðum hætti
og nú er veitt á Suðurlandi. Þá
var farið fram á, að Landsiminn
fjölgaði talrásum milli Reykja-
vikur og Vesturlands, munur á
simgjöldum eftir fjarlægð afnum-
inn og hraðað framkvæmdum við
sjálfvirkan sima um allt Vestur-
land
t ályktunum um samgöngumál
var áherzla lögð á, að epgar tafir
yrðu á brúargerð yfir Borgar-
fjörð, þjóðvegurinn milli þorp-
anna á Snæfellsnesi yrði endur-
gerður með varanlegu slitlagi,
vegatengsl við Akranes bætt með
brú yfir Grunnafjörð við Súlunes,
hraðað brúargerð vfir Alftafjörð,
viðhald vega stóraukið og ailur
snjómokstur greiddur af Vega-
gerð rikisins. Við'skiptingu þétt-
býlisvegafjár var talið, að sú
meginregla yrði að gilda, að þétt-
býlissveitarfélögum yrði gert
kleift að fullgera gatnakerfi sitt,
og úthlutun miðuð við lengd ófull-
gerðra gatna 1. janúar 1974, en
ekki ibúafjölda, og lögum breytt i
samræmi við þetta.
Loks var lagt til, að sveitar-
félög yrðu aðstoðuð við að koma á
bættri aðstöðu handa ferðafólki á
áningarstöðum og komið i veg
fyrir, að skemmdir verði unnar á
stöðum, sem sérstakt gildi hafa
frá sjónarmiði náttúruverndar,
svo sem Búðahrauni og Berudal á
Snæfellsnesi.
Asgeir Bjarnason, alþingismaöur i AsgarOi, I ræöustóli. Hjá honum
situr Alexander Stefánsson, formaöur Samtaka sveitarfélaga á Vestur-
landi.
o Nokkur orð
aldrei getað notað landið vestan
fjalla og geta það ekki enn, nema
með þyrlum og öðrum nútima
fyrirgangi.
Þá segir Angantýr: ,,Það er
tæpast hægt að búast við þvi, að
Eyfirðingar afhentu Skagfirðing-
um þetta stóra landsvæði um-
yrðalaust, þegar þeir voru búnir
að nýta það i meira en 100 ár, þótt
Skagfirðingar hömpuðu gömlu
afsali frá Nýjabæjarbónda”.
Angantýr virðist álita, að
Eyfirðingar hafi eignazt land-
svæðið með þvi að sækja fé sitt
þangað. Hliðstætt dæmier það, ef
bóndi nokkur segði við nágranna
sinn: „Heyrðu góði! Nú er ég bú-
inn að sækja minar skepnur i þitt
land i 30 ár, og nú á ég landið”.
Svo auðvelt er það ekki, að eign-
ast land.
t forsendum fyrir landa-
merkjadómi segir svo: „Þykir
þvi verða að byggja á þvi við úr-
lausn máls þessa, að afréttarlönd
jarðanna Hóla og Möðruvalla nái
ekki suður fyrir Eyjafjarðardal,
enda verður ekki talið, að fjárleit-
ir Eyfirðinga eða framkvæmdir á
svæðinu suöur og vestur af Eyja-
fjarðardölum hafi skapað Hólum
og Möðruvöllum umráðarétt yfir
þvi svæði, sem Upprekstrarfélag
Saurbæjarhrepps gerir nú tilkall
til”.
Þar með er Angantýr búinn að
,,missa glæpinn”, og ég vil benda
honum á, að Hæstiréttur hefur
ekki breytt þessum úrskurði.
Um nýtingu Eyfirðinga á
margumræddu landsvæði vil ég
benda á eftirfarandi: Á seinni
hluta 19. aldar var ekki rekið fé á
Nýjabæjarafrétt súnnan Fossár,
hvorki úr Eyjafirði né Skagafirði,
en lömb og geldfé úr ýmsum átt-
um settist þar að um sumur. Þess
konar nýting var óviðráðanleg,
eins og ósjálfráð skrift. Eyfirð-
ingar og Þingeyingar gerðu
fyrstu göngur, en svo tóku eftir-
leitir Austdælinga við, tvær og
stundum þrjár, eins og Hjálmar
Þorláksson segir i „Göngur og
réttir”.
1 nóvember 1912 fundu
Arbæjarbændur 27 kindur i eftir-
leit, og var ekkert af þvi fé úr
Skagafirði. Fyrstu göngur
Eyfirðinga hafa verið mislukkað-
ar haustið það.
Um það, hvar Nýjabæjarafrétt
sé austan Jökulsár eystri, segir
Angantýr svart, þar sem ég segi
hvitt, og verður við það að sitja.
Og hann segir svart, af þvi að
hans málstaður er rangur.
25. okt. ’73.
ÍOPIÐ: 1
Virka daga kl. fi-lOe.h.
Laugardaga kl. MMe.h. I
BILLINN BÍLASALA
HVERFISGÖTU 18-nmi 14411
pœMMmam
l§
k
,:.1
V.-Us
&>.
N!,
g
$
I
Aðstoðarlæknar
2 stöður aðstoðarlækna við Lyflækn-
ingadeild Borgarspitalans eru lausar til
umsóknar.
Stöðurnar veitast frá 1. febrúar 1974, til 6 eða 12
mánaða, eða eftir samkomulagi.
Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavikur,
við Reykjavikurborg.
Umsóknir,er greini nám og fyrri störf, skulu stflaðar á
Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar og sendar
yfirlækni lyflækningadeildar fyrir 20. desember 1973.
Frekari upplýsingar um stöðurnar veitir yfirlæknirinn
<tZr
Ú'
i
I
y -
v>i
Reykjavik 16. nóvember 1973.
Ileilbrigðismálaráð
Reykjavikurborgar.
r ;---------------------------n
Félag framsóknarkvenna
í Reykjavík
Hinn árlegi bazar félagsins verður laugardaginn 24. nóvember
næst komandi að Hallveigarstöðum og hefst hann kl. 14. Félags-
konur og velunnarar félagsins eru hvattir til þess aö gefa muni á
bazarinn. KöKUR eru sérstaklega vel þegnar.
Tekið verður á móti gjöfum að Hringbraut 30, næst komandi
miðvikudag, 21. þessa mánaðar, kl. 13 til 17, og á móti kökum
laugardagsmorgun 24. nóv. að Hallveigarstöðum.
Einnig taka eftirtaldar konur á móti munum: Dóra Guðbjarts-
dóttir, Aragötu 13, simi 16701, Elin Gisladóttir Sundlaugaveg 28,
simi 32768, Ingibjörg Helgadóttir, Bergþórugötu 8, simi 21727.
- x
Akranes
Framsóknarfélag Akranes heldur fram-
sóknarvist i félagsheimili sinu, að Sunnubraut
21, sunnudaginn 18. nóvember kl. 16. öllum
heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir.
r ^
Félagsmólaskóli
Framsóknarflokksins
Fundir i félagsmálaskóla Framsóknarflokksins, haustnám-
skeiði, eru haldnir tvisvar i viku, á laugardögum kl. 15 og á
fimmtudögum kl. 21. Laugardagsfundirnir verða fyrir mælsku-
æfingarog leiðsögn i fundarstörfum, en á fimmtudagsfundunum
verða flutt 45 minútna fræðsluerindi um Framsóknarflokkinn og
islenzk stjórnmál.
Lestrarefni: Lýðræðisleg félagsstörf, Sókn og sigrar. Málefna-
samningur rikisstjórnarinnar og Tiðindi frá Flokksþingum.
Leiðbeinendur á málfundaæfingum verða: Björn Björnsson Jón
Sigurðsson og Kristinn Snæland. Fundir verða haldnir á Hótel
Esju.
7 Fundur Laugardag !7. nóvember kl. 3 e.h.
Fjórða málfundaraif'ng, sk v. 5. i adingu, bls 302, Lýðræðisleg
félagsstörf. ___________________________J
Freyja, félag
f ramsóknarkvenna
Kópavogi
heldur aðalfund sinn i Félagsheimili Kópavogs neöri sal þriöju-
daginn 20. nóvember kl. 20:30. Venjuleg aöalfundarstörf. Kosnir
fulltrúar á kjördæmisþing. Halldór E. Sigurðsson fjármálaráö-
herra mætir á fundinum og ræðir skattamál, og svarar fyrir-
spurnum.
Stiórnin.
Reykjaneskjördæmi
Kjördæmisþing framsóknarmanna i Reykjaneskjördæmi veröur
haldiö i Skiphóli i Hafnarfiröi sunnudaginn 25. nóvember og hefst
kl. 9:30 árdegis. Stjórn kjördæmissambandsins.
Framsóknarvist að Hótel Sögu
Framsóknarvist að Hótel Sögu. Fyrsta vistin á þessum vetri
veröur að Hótel Sögu fimmtudaginn 22. nóv. Góö verðlaun aö
venju. Nánar auglýst siðar. Stjórnin
c ^
Framsóknarfélögin
ó Snæfellsnesi
Framsóknarfélögin á Snæfellsnesi hala aðalfundi sina á Breiða-
bliki sunnudaginn 25. nóvember kl. 15. Venjuleg aðalfundarstörf.
Asgeir Bjarnason alþingismaður mætir á fundinum.
's_______________________________________J