Tíminn - 01.12.1973, Síða 1

Tíminn - 01.12.1973, Síða 1
A blaðatnannafundinum, þar sem skýrslan um tekjuöflun rlkisins var kynnt. — Tiniainyiid: (iunnar. UM LAND ALLT 280. tölublað — Laugardagur 1. desember — 57. árgangur Skýrsla um tekjuöflun ríkisins: Færri skatta — færri undan þágur — minni skattsvik — ÞESSI skýrsla er i sjálfu sér ekki stefnumótun. heldur á hún að gera alla stefnumótun i skatta- málum miklu auðveldari, sagði Halldór E. Sigurðsson, fjármála- ráðherra, á blaðamannafundi i gær, en þar var kynnt skýrsla um tekjuöflun rikisins til fjármála- ráðhcrra. Að skýrslu þessar vann nefnd, sem skiuð var af fjármála- ráðherra árið 1971. Heildar- stefnan, sem fram kemur i þessari skýrslu er lækkun tekju- skatts, en I þess stað kemur Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra vill að stefnumörkun verði sú, að tekju- skattur verði lækk- aður, óbeinir skattar hækkaðir, virðisauka- skattur tekinn upp, sköttum fækkað, eftirlit og viðurlög við skattsvikum verði aukin og skattsvik verði metin til þjófn- aðar. hækkun á söluskatti, sem væntan- lega yrði i formi virðisauka- skatts, en þar er um að ræða endurgreiðslukerfi. Þeir, sem ekki gcta sannað greiðslu virðis- aukaskattsins, munu þvi ekki fá neina endurgreiðslu, og verður þetta væntanlega til þess, að minna verður um misferli og skattsvik i þessum efnum. Einnig stefnir þessi skýrsla að fækkun skatta, sem þýðir færri undan- þágur, en það eru einmitt þær, sem gefa tilefni til skattsvika, þannig að skattsvik ættu að minnka. Fjármálaráðherra sagði, að skýrslan væri einskonar úttekt á aðferðum rikis og sveitarfélaga til tekjuöflunar og fæli auk þess i sér hugmyndir og i sumum til- fellum beina tillögugerð um framtiðarfyrirkomulag. Skýrsl- unni er þannig ætlað að gefa heildarmynd af þessu sviði og auðvelda stjórnmálamönnum ákvarðanir um framtiðarstefnu á þessu sviði. Þeir, sem eiga sæti i nefndinni um tekjuöflun, voru einnig mættir á fundinum, nema Jón Sigurðs- son, hagrannsóknastjóri, sem er erlendis, en hinir eru Jón Sigurðs- son, ráðuneytisstjóri, formaður nefndarinnar, Halldór S. Magnússon, viðskiptafræðingur, Framhald á bls. 13 Halldór E. Sigurðsson, með skýrsluna um tekjuöflun rlkisins Wörtl LOFTLæ/fíl SUNDLAUGIN ereitt af mörgu, sem ,,Hótel Loftleiðir" hefur til síns ágætis og umfram önnur hótel hérlendis. En það býður llka afnot af gufubaðstofu auk snyrti-, hárgreiðslu- og rakarastofu. VISIÐ VINUM A HOTEt- LOFTLEIÐIR. Bráðabirgða- tenging: Akfært yfir Skeiðará í I)AG, 1. desember, verður sá hluti brúarinnar á Skeiðará, er lokið er við, tengdur til bráðabirgða og brúin þannig tekin I notkun. Hefur ánni verið veitt undir þennan brúarliluta, og verður reynt að lialda lienni þar i vetur á meðaii minnst vatn er i lienni. Auk þessa hluta brúarinnar hefur verið lokið við varnar- garða. A hinn bóginn er teng- ing vegar og brúarhluta ófull- komin, og eru vegfarendur minntiráað viðhala lyllstu aðgát í akstri á þessum slóðum. Vegagerð rikisins lætur þess einnig gelið, að færð á vegum i Skaftal'ellssýslu er viða harla erfið um þessar mundir. Mýr- dalssandur er einungis fær stórum bifreiðum og jeppum og Breiðamerkursandur er ill- fær öllum bifreiðum Það verður þess vegna ekki fjölfarið að sinni um Skeiðar- ársand, þótt bráðabirgðaleið hafi verið opnuð. Nýtt verð á landbúnaðar- afurðum FKAMI-EIDSLUHAI) land- búnaðarins hefur auglýst nýtt verð á landbúnaðarvörum vegna hækkana á vinnslu- og dreifingar- koslnaði og verði til framlcið- enda, sem sexmannanefnd hefur nýlega ákveðið. Fullt samkomu- lag varð i sexmannanefnd um verðbrcytingarnar. Hækkun á fjármagnskostnaði er samkvæmt samkomulagi, sem gert var i sexmannanefnd i hausl, en var skipt i áfanga. Vinnu- launahækkunin er sú sama og launþegar fá vegna visitölu- hækkunar, og er hún ásamt öðrum hækkunarliðum reiknuð út samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Islands. Krónutala smásöluálagningar hækkar um 7,42W), vinnslu- og dreifingarkostnaður miólkurog Framhald á bls. 13 Virkjun við Kröflu ráðleg Byggðalína sennilega í gagnið fyrri hluta árs 1975 Orkumál Norður- lands i GÆK var haldinn á Akurcyri fundur um orkumál Norðurlands á vegum Fjórðungssambands Norðlendinga. Fundarmenn voru rösklega 40 talsins. Meðal fram- sögumanna voru þeir Magnús Kjartansson iðnaðarráðherra og Jakob Björnsson orkumálastjóri. Káðherra sagði m.a. i ræðu sinni, að svo væri að sjá sem einhver nærtækasta leiðin til þess að sjá fjórðungnum fyrir nægri orku i náinni framtið virtist vera sú, aö komið yröi á fót jarðgufuaflsstöð við Kröflu og sagði, að unnið væri aö undirbúningi að frumvarpi til laga um hcimild til þess að hefjast handa viö Kröfluvirkjun. Gera þarf frekari rannsóknir á svæðinu og er nú unnið aö þvi að afla fjár til borana næsta ár. Þá sagði ráðherra, að þess væri að vænta, að fljótlega yrði tekin ákvörðun um það, hvernig háttað yrði samtengingu Norðurlands og Suðurlands i eitt raforkukerfi og lét að þvi .tiggja að valin yrði byggðaleiðin s.k., og að linan yrði komin i gagnið fyrri hluta árs 1975. Orkumálastjóri skýrði fundar- mönnum frá greinargerð, sem Orkustofnun hefur gert um orku- mál á Norðurlandi. Dettifossvirkjun hagkvæm Rannsóknir benda eindregið til þess, að Dettifoss-virkjun geti verið mjög hagkvæm, sagði orku- málastjóri. Virkjunarstærð er á- ætlaðum 165 MW og árleg orku- vinnslugeta um 1200 GWh. Uppi eru hugmyndir um þjóðgarð við Jökulsárgljúfur, sem nái upp fyrir Selfoss og er talið að þjóð- garður og virkjun þurfi ekki að rekast á. Kröfluvirkjun álitleg Þá skýrði orkumálastjóri frá jarðhitarannsóknunum við Námafjall og Kröflu. Gerð hefur verið áætlun um jarðgufustöð við Kröflu og niðurstaða hennar var sú, að lang ódýrast er talið að koma upp 55MW stöð og er talið, að orkuverð frá slikri stöð geti verið sambærilegt við orkuverð frá hagkvæmustu vatnsafls- virkjunum, sem væru þrisvar sinnum stærri að afli. Orkumála- stjóri sagði, að þetta gæti bent til þess að auðveldara væri aö lella jarðgufuaflsstöðvar að vaxandi orkuþörf en vatnsaflsstöðvar, án þess að fórna neinu i orkuverði. Þá er þess að geta, að Náttúru- verndarráð telur. rétt aö undir- búningsrannsóknum verði fremur beint að Kröflu en Náma- fjalli. Ekki hagkvæmt aö virkja Skjálfandaf Ijót Orkustofnun hefur látið gera athugun á hugsanlegri virkjun Skjálfandafljóts. Niðurstöður Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.