Tíminn - 01.12.1973, Qupperneq 6

Tíminn - 01.12.1973, Qupperneq 6
6 TÍMINN Laugardagur 1. desember 1973. Q BÍLALEIGAN 51EYSIR CAR RENTAL *24460 í HVERJUM BÍL PIOIMEER ÚTVARP OG STEREO CA5ETTUTÆKI Jólasýning A.S.Í. 1 GÆR 30, nóvember, var opnuð ný sýning — jólasýning — i sýningarsölum iistasafns ASt að Laugavegi 31. t fremri salnum eru eingöngu uppstillingar eða samstillingar hluta eftir eftirtalda málara: Asgrim Jónsson, Gunnlaug Scheving, Snorra Arinbjarnar, Kristján Daviðsson, Þorvald Skúlason, Jóhannes Sveinsson Kjarval, Ninu Tryggvadóttur, Jón Stefánsson og Braga Ásgeirs- son. t innri salnum verða sýnd lista- verk af ýmsum gerðum og frá ýmsum timum eftir þessa lista- menn: Kristján Daviðsson, Ninu Tryggvadóttur, Einar G. Bald- vinsson, Karl Kvaran, Jóhann Briem, Asgrim Jónsson og Jón Stefánsson. Málverk Jóns Stefánssonar heitir Bóndinn og hefur sjaldan verið sýnt opinber- lega. Þá er ein grafikmynd eftir franska myndlistarmanninn Vincent Gayet á jólasýningunni. Nýlega er lokiö I safninu sýningu á grafikverkum Gayet. Hún hlaut mjög góðar undirtektir. Jóla- sýningin veröur opin kl. 15-18 alla daga nema laugardaga fram und- ir jól. BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 BÍLALEIGA Car rental 660 & 42902 Deila við dómarann — segir gatnamálastjóri A FORStÐU Timans I dag birtist grein undir fyrirsögninni „Iiver á stæðið”. Tilefni þessarar greinar er eftifarandi bréf undirritaðs til yfirsakadómara, Halldórs Þor- björnssonar: „Miklar kvartanir hafa borizt frá borgarstarfsmönnum, er starfa I Skúlatúni 2, um að bif - reiðastæðihússins sé nú orðið svo þéttsetið, að starfsfólk komist þar iðulega eigi að lengur meö bifreiðar sinar. Athuganir, sem gerðar hafa verið á vegum umferðardeildar sýna, að stæðið á að nægja fyrir bifreiðar starfs- fólks og þeirra, sem erindi eiga i húsið. Þá hefur einnig komið i 1 jós, að nokkur hluti stæðisins er notaður af starfsmönnum yðar. Það eru þvi vinsamleg tilmæli, að þér hlutist til um, að starfsmenn yrðar finni sér bifreiðastæði annars staðar, svo eigi þurfi að koma til sérstök takmörkun á aðgangi að stæðinu”. [ OPID: Virka daga kl. fi-10 e.h. Laugardaga kl. io-4e.h. ^ BILLINN BILASALA vA HVERFISGÖTU 14411 1 greininni er ranglega með farið, að sakadómur og rannsóknarlögreglan sé borgar- stofnun, þvi frá 1. janúar 1972 yfirtók rikið launagreiðslur til rannsóknarlögreglumanna og yfirsakadómari er rikisstarfs- maður- Bifreiöastæðið var tekið af lóð Vélamiöstöðvar og Ahaldahúss borgarinnar og kostaö af húseign- inni Skúlatún 2. Stæðið er ætlað fyrir það starfsfólk, sem vinnur i þessum stofnunum og þá, sem við þær eiga erindi. Eftir er að sjá, hvort yfirsakadómari lætur það viðgangast, að starfsmenn hans taki ekki þessum vinsamlegu tilæmlum. Ef ekki, verðum við borgarstarfsmenn og al- menningur, sem erindi á við nefndar þjónustustofnanir borgarinnar, að sætta okkur við þennan yfirgang og takmarka okkar aðgang að stæðinu, þvi ekki þýðir að deila við dómarann. Reykjavik, 29. nóvember 1973. Ingi 0. Magnússon. gatnamálastjóri. Sýning Maríu framlengd Lögtök í Selfosshreppi Með úrskurði sýslumanns Árnessýslu dagsettum 27. nóvember 1973, var gefin út lögtaksheimild fyrir eftirtöldum gjöldum til Selfosshrepps. Það er, útsvörum, kirkjugarðsgjöldum, aðstöðugjöldum, viðlagagjöldum og fast- eignagjöldum álögðum árið 1973. Að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar munu hefjast lögtök til inn- heimtu gjaldanna. Sveitarstjóri Selfosshrepps. MARÍA II. rtlafsdóttir listmálari hefur haldið málverkasýningu i Norræna húsinu undanfarna daga, og átti henni aö ljúka um helgina. Nú hefur Maria ákveðiö að framlengja sýningu sina þar til klukkan tiu á þriöjudagskvöldiö. — Ég hef selt nokkrar myndir, sagði Maria við blaðið, og eina hefur listasafn rikisins keypt. Og viijið þið svo geta þess, aö það er opið hjá mér frá klukkan 2-10 eftir hádegi? Almannatryggingar í Gullbringu- og Kjósarsýslu Útborgun bóta almannatrygginga fer fram sem hér segir: í Seltjarnarneshreppi mánud. 3. des. kl. 10-12 og 1.30-5. í Mosfellshreppi þriðjud. 4. des. kl. 1-3 í Kjalarneshreppi þriðjud. 4. des. kl. 4-5 í Kjósarhreppi þriðjud. 4. des. kl. 5.30-6.30. í Grindvikurhreppi miðvikud. 5. des. kl. 1-5 í Vatnsleysustrandarhreppi fimmtud. 6. des. kl. 11-12. í Njarðvikurhreppi fimmtud. 6. des. kl. 1-5 í Gerðahreppi föstud. 7. des. kl. 10-12. í Miðneshreppi föstud. 7. des. kl. 2-5 . 1 Hafnarfirði, Garða- og Bessastaðahreppi hefjast greiðslur á elli-, og örorkulifeyri mánudaginn 10. des. og greiðslur allra annarra bóta miðvikudaginn 12. des. Sýslumaðurinn i Gullbringu- og Kjósarsýslu Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Afgreiðslutími verzlana í des. KAUPMANNASAMTOK Islands, Verzlunarráð Islands, Vinnu- veitendasamband Islands, Kaupfélag Reykjavikur og nágrennis og Vinnumálasamband samvinnufélaganna annars vegar og Verzlunarmannafélag Reykjavikur hins vegar hafa gert eftir- farandi samkomulag um lokunartima sölubúða i Reykjavik og nágrenni i desember 1973. Mánudaga, þriöjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga er heim- ilt að halda sölubúðum opnum til kl. 18.00 e.h., á föstudögum er heimiltaöhalda sölubúðum opnum til kl. 22.00e.h. Laugardaga sem hér segir: laugardag 1. desember opið til kl. 12.00 á hádegi laugardag 8. desember opið til kl. 18.00 e.h. laugardag 15. desember opið til kl. 18.00 e.h. laugardag 22. desember opiö til kl. 23.00 e.h. laugardag 29. desember opiö til kl. 12.00 á hádegi A aðfangadag og gamlársdag er heimilt að halda sölubúðum opnum til kl. 12.00 á hádegi. I gær var unnið aö uppsetningu sýningarinnar í Gallerf SCM. Verkiö fremst á myndinni heitir „Leikur fyrir tvo stjórnmálamenn, annan örvhentan, hinn rétthentan” Þaö er eftir Jón Gunnar Arnason. 1 höndunum eru hnifar, á bak viö sjást plakötin i tilefni dagsins og stiginn er einnig hluti af listaverki eftir Sigurö Guömundsson. (Timamynd: Róbert). Pólitísk myndlistar- sýning í Gallerí SÚM — í tilefni fullveldisdagsins STÚDENTAR viö Háskóla ts- lands munu aö vanda halda bar- áttuhátiö sina i dag, fullveldis- daginn. Kl. 2 hefst i Háskólabíói fjöldafundur undir kjöroröunum: tsland úr Nato — herinn burt og verður fundinum útvarpaö. Þá verðuropnuð i Galleri Súm fyrsta pólitiska myndlistarsýningin á landinu og veröa þar til sýnis verk fjölda listamanna. Dagskrá fundarins i Háskóla- biói verður á þá leið, að Eyvindur Einarsson setur samkomuna og siðan verður samfelld dagskrá i mæltu máli, ljóðum og söng. Vésteinn Lúöviksson flytur þvi næst aðalræðu dagsins. Að vanda hefur erlendum gestum verið boðið á samkom- una, i þetta sinn þeim Lu Van Ky, sendifulltrúa Þjóðfrelsifylkingar Vietnam i Oslo og Rafael Carero forsvarsmanni stúdentasamtaka i Chile. Hann er nú landflótta i Tékkóslóvakiu. Gestirnir munu dvelja hér i nokkra daga og ræða við ráðamenn, auk þess sem þeir ávarpa fundinn i Háskólabiói. Þá flytur Dagur Þorleifsson tölu um Chile og fleira og flutt verður af plötu siðasta ávarp Allende forseta til þjóðar sinnar, en þvi var smyglað frá Chile. Þá verða lesin Ijóð eftir Pablo Neruda og að lokum verða um- ræður. Myndlistarsýningin i Súm verður opnuð i dag og verður hún opin i tvær vikur. Á sýningunni eru 43 pólitisk verk eftir 28 lista- menn. m.þ. Gylfa Gislason, Jón Gunnar Árnason, Hildi Hákonar- dóttur, Hring Jóhannesson, Magnús Tómasson og Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Mörg þessara verka eru gömul og hefur þeim verið safnað saman viða undan- farnar vikur. Sýningin er á vegum 1. des. nefndar stúdenta. A sýningunni er hægt að fá plaköt þau, sem gefin eru út i tilefni dagsins, þrjár gerðir. 1. des.-blað stúdenta er komið út og hefur verið dreift I Reykjavik, en verður einnig sent.út um land. — SB

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.