Tíminn - 01.12.1973, Qupperneq 19

Tíminn - 01.12.1973, Qupperneq 19
Laugardagur 1. desember 1973. TÍMINN 19 O Útlönd sem unnt væri að selja fyrir dollara að öðrum kosti. Ind- verskar vörur hafa oft borizt á vestrænan markað frá Sovét- rikjunum og öðrum Austur- Evrópurikjum — meira að segja á niðursettu verði. Þeg- ar kaupa verður rússneskar vörur, kemst kaupandinn stundum að raun um, að hann gæti fengið sömu vöru bæði betri og ódýrari frá Banda- rikjunum. Þegar betur er að gáð, bend- ir ýmislegt til þess, að heldur taki að draga úr samskiptum Indverja og Sovétmanna. Frú Gandhi er hætt að kenna CIA um allt illt, sem verður á vegi Indverja. Rutt hefir verið úr vegi ýmsum hindrunum, sem voru á leiðinni milli Delhi og Washington. Nú er verið að flytja striðsfangana frá Paki- stan heim, og þá sýnist ekkert þvi til fyrirstöðu framar að bæta sambúðina við Kinverja. Og nú um miðjan nóvember bárust freistandi boð um að- stoð bæði frá Frökkum og Vestur-Þjóðverjum. ÞAÐ, sem rakið er hér á undan, getur tæpast hert á Indiru Gandhi að undirrita þann öryggissáttmála Asiu, sem Brésjneff hefir verið að boða. Þar á ofan sýnast horfur á stefnubreytingu til hægri heima fyrir. Skortur á flestu, allt frá mat og upp i raforku, veldur þvi, að efnislegur árangur vegur þyngra en hug- sjónir, og ýmiss konar stór- rekstur hefir að undanförnu verið litinn hýrari auga en áð- ur. Ennfremur virðist nokkurs kulda gæta i sambúð Kon- gressflokksins og Kommúnist- flokks Indlands, en hann er á bandi Moskvumanna. Frú Gandhi er tekin að gefa forn- um óvinum slnum i stjórnar- andstöðunni undir fótinn. Hyggindi og hagkvæmni sýn- ast efst á baugi, eins og nú standa sakir. o Af erlendum Kina á sinar auðlindir, og má þar t.d. nefna oliuna. Aætlaðar oliubirgðir i jörðu i Kina eru 12,5 billjónir tunna. (i Bandarikjunum eru áætlaðar birgðir 36,3 billjónir tunna). Og Kinverjar hafa hug á oliuútflutningi. Þegar rætt er um utanrikis- verzlun Kina, hlýtur að verða staldrað við kaupskipaflota þess. Uppbygging flotans grundvallaratriði A fátt hefur verið lögð eins mik- il áherzla i fjármálastefnu Kina á siðari árum og uppbyggingu kaupskipafiotans. Hann virðist undralitill, eða samtals 265 skip árið 1971, samkvæmt skrá Lloyds- tryggingafélagsins brezka. Auk þess eru flest þessara skipa til- tölulega gömul: 119 þeirra eru eldri en 25 ára. Ekkert skipanna var talið stærra en 15.000 tonn. Eftir 1971 hafa þó verið byggð tvö skip í Shanghai, sem eru stærri en þetta, eða 20 og 25 þúsund tonn. Þetta er litill floti, en með vax- andi utanrikisverzlun hefur áhugi Kinverja vaknað fyrir að kaupa skip, bæði gömul og ný, frá Japan og Evrópulöndum. Það er nú stefna Kinverja að auka skipa- smiði i landinu. En þeim er ljóst, að það dugir ekki, fyrst um sinn, til aðhalda i við hina ört vaxandi utanrikisverzlun, en það er stefna þeirra að bæði út- og innflutning- ur fari fram með þeirra eigin skipum. Þvi hafa þeir brugöið á það ráð að leigja skip. Hafa þeir undanfarin ár leigt um 150 skip á ári, flest frá Noregi. Það er og stefna Kinverja, eðlilega, að stytta smiðatima skipanna eins og mögulegt er, og i Shanghai, þar sem eru fimm skipasmiða- stöðvar, hefur smfðatiminn verið styttur úr 18 mánuðum i 7 á þrem- ur árum! Af skipasmiðastöðvun- um i Shanghai smiðar aðeins ein þeirra stærri skip en 10 þúsund tonn. Álitið er þó, að á undanförn- um árum hafi i Kina verið smiðuð 10-15 skip árlega.stærri en 10 þús- und tonn. Áður var minnzt á oliuna.Nú.og áreiðanlega um ókomna framtíð, er olian nánast mál málanna hvað efnahagsmál og pólitik snertir. Kinverjar stefna að þvi að auka oliuútflutning sinn. Þeir eru t.d. nýfarnir að flytja út oliu til Japan. Það er þvi einnig lögð áherzla á smiði tankskipa. Þau eru byggð i Dairen i N-Kina, og hafa hingað til verið fremur litil, eða kringum 15 þúsund tonn. Hafnamál i ólestri Ekki verður litið framhjá hafnamálunum, eigi drift að komast i flotann og verzlunina. Flestar mikilvægar hafnir i Kina þarf að endurnýja meira eða minna, og það fljótt. Kinversku hafnirnar eru litlar og grunnar. Stækkun þeirra er þvi grund- vailaratriði. Geta má þess, að Shanghai-höfnin, sú stærsta i Kina, getur yfirleitt ekki tekið við stærri skipum en 30.000 tonn, við alhagstæðustu skilyrði upp i 50.000 tonn. Ætlunin mun að dýpka höfnina, svo hún geti tekið við skipum upp i 100.000 tonn. Ekki hefur skort ódýra vinnu- aflið, hvorki við hafnarvinnu né annað, en nú er stefnt að nýsköp- un. Lestunar- og afskipunarút- búnaðurinn i kinverskum höfnum er yfirleitt fremur ófullkominn og frumstæður. Hér þarf að gera stórt átak. Og nú biða japanskir og evrópskir sérfræðingar um hvaðeina, er lýtur að hafnamál- um og skipasmiði, i ofvæni eftir þvi að fá að taka þátt i hinni stór- felldu uppbyggingu. —Step o lceland Review um, sinum um allan heim, sendi- herrum, ræðismönnum o.fl. Mjög verulegur hluti af upplagi ritsins er þannig keyptur af is- lenzkum stofnunum og fyrirtækj- um, sem siðan gera mikið að þvi að senda ritið til erlendra við- skiptavina sinna. Með þessu móti geta viðskiptatengsl eflzt veru- lega, og visast þá til þess, er sagt hefur verið hér að framan um óbeina og beina kynningu ritsins á islenzkum viðskiptamálum og fleiru. Hin beina markaðsþjónusta ritsins á siðari árum hefur þegar borið mikinn árangur. Gegnum árin hefur Iceland Review auk fyrirspurna um almenn málefni, sem fyrr er getið borizt mikill fjöldi fyrirspurna viðskiptalegs eðlis, —frá öllum heimshornum. öllum fyrirspurnum og beiðnum um viðskipti hefur ritið visað til framleiðenda, þeim siðarnefndu algerlega að kostnaðarlausu. Erlendir áskrifendur blaðsins eru langflestir i N-Ameriku, ekki siztmeðal V-lslendinga iKanada. Ef við litum svo aftur á Norður- lönd, þá eru áskrifendur ekki ýkja margir þar. Ástæðu þess er ekki auðvelt að skýra en e.t.v. á hið enska lesmál sinn þátt i þvi. Iceland Review og ís- lenzk ferðamál Það er staðreynd, sem fæstir myndu neita, er eitthvaö þekkja til Iceland Review, að ritið hefur auk annars unnið islenzkum ferðamálum ómetanlegt gagn á þessum 10 árum, sem það hefur komiö út. Þess bera vitni umsagnir fólks, hinn mikli áhugi innlendra feröamálaaðila, svo sem flugfélaga, og að sjálfsögðu hin mörgu lesendabréf, þar sem algengt er að lesendur segi frá þvi, að þeir hafi þegar ákveðið að heimsækja landið, eftir að hafa kynnzt þvi i gegnum timaritið — og að sjálfsögðu lita margir þeirra inn þegar af heimsókninni verður. Islenzku flugfélögunum hefur ritið verið ómetanlegt, og náin samvinna hefur skapazt milli útgáfunnar og beggja flug- félaganna um þessa og aöra kynningarstarfsemi. Um kostnað útgáfunnar Á kápu siðasta eintaks Iceland Review er aðal inntakiö skip og tveir fiskar, tákn um helzta stór- mál islenzkt á liðandi stund. Sið- asta tölublað þar á undan var að miklu leyti helgað gosinu i Vest- mannaeyjum. Iceland Review er prentað á mjög vandaðan myndapappir. Blaðið er nú prentað i Hollandi, en byggist að öðru leyti eingöngu á starfi manna hér heima, hefur m.a. stundum verið sett hér. Hér er fyrst og fremst um að ræða samstarf útgefenda við Auglýs- ingastofu Gisla B. Björnssonar, sem sér um alla uppsetningu, og aðalljósmyndarana Gunnar Hannesson, Mats Wibe Lund o.fl. Myndirnar i blaðinu þykja frábærar frá listrænu sjónarmiði, og hafa þær vakið athygli viða um heim. Hafa ritinu og ljósmyndur- um borizt margar fyrirspurnir erlendis frá, fyrir utan sifelldar óskir blaða og timarita viða um heim um ljósmyndir frá Islandi almenns eðlis, ekki sizt þegar Is- land er i heimsfréttunum. Það liggur i augum uppi, að það hlýtur að kosta stórfé að gefa út svo geysivandað timarit, sem Atlantica- & Iceland Review er. Að sögn útgefenda er kostnaður- inn á tölublað nú kominn upp i um 2,6 milljónir. Virðist sannarlega ekki heiglum hent að láta islenzkt timarit standa undir slikum kostnaði, þegar tillit er tekið til allra aðstæðna. Við skulum aðeins lita á, hvernig blaðið verður til, þ.e.a.s. framleiðslutima þess. Allt efni, auglýsingar og annað, verður að liggja fyrir 6 mánuðum áður en ritið kemur út. Þetta gildir ekki um fylgiblaðið, fréttablaðið. Dregið er að ganga frá þvi fram á siðustu stundu, þar sem þvi er ætlað það hlutverk að flytja nýj- ustu fréttir, auk annarra frá út- komu siðasta tölublaðs. Fletti menn ritinu, sjá þeir, að i þvi er allmikið af auglýsing- um, innlendum og erlendum, flestum i fullum litum. Meðal er- lendra auglýsinga eru sumar frá stórum og öflugum fyrirtækjum. Nú mætti ætla i fljótu bragði áð auglýsingatekjur ritsins væru nokkuð miklar.. Þá er þess að geta, að auglýsingaverð er i samræmi við upplag ritsins. Samanburður á verði fyrir auglýsingu, er kemur i Iceíand Review annars vegar (upplag 11- 15 þúsund eintök) og t.d. News- week hins vegar (upplag vafalaust mörg hundruð þúsund eintök eða jafnvel miiljónir) er þvi nánast út i hött. Verð fyrir is- lenzkar auglýsingar i Iceland Review virðist undirrituðum vægt miðað við auglýsingaverð i öðrum islenzkum blöðum og timaritum. Eins og fyrr sagði nýtur Iceland Review einskis styrks eða ann- arrar fjárhagsaðstoðar, hvorki af hálfu hins opinbera eða annarra aðila. Ritið er alveg kostað af út- gefendum/ritstjórum, en þeir tóku það skýrt fram, að starfsemi þeirra hefði allt frá upphafi notið mikils velvilja og skilnings, jafnt af hálfu hins opinbera sem ann- arra aðila. Jafnhliða útgáfu tímaritsins hafa útgefendur gefið út nokkrar bækur i nafni ritsins, meðal ann- ars i þvi skyni að freista þess að styrkja og gera kleifa útgáfu rits- ins. Þessar bækur munu flestir kannast við, en þar er helzt að nefna bókina um gosiö i Vest- mannaeyjum, er út kom i vor s.l., bók um islenzku handritin (er út kom fyrir nokkrum árum) og bók um islenzka náttúru almennt (Iceland the unspoiled land). Og fyrir jólin er ætlunin að út komi á vegum Iceland Review bók um Reykjavik. Allar þessar bækur komu út i fullum litum og á ensku eða fleiri tungumálum. Stóraukið upplag nauð- synlegt Já, það er dýrt aö gefa út tima- rit sem Iceland Review. Að sögn útgefenda hefur eitt helzta vandamálið i mörg ár verið of mikill tilkostnaöur miðaö viö upplag, þ.e.a.s. allt of litlu upp- lagi er ætlað að bera uppi hinn mikla stofnkostnað vandaös timarits, eða aðeins 10-15 þúsund eintökum. Þegar komið er fram yfir fyrstu 10 þúsund eintökin, sem allur stofnkostnaður Iceland Review hefur til þessa hvilt á, fer einingarverö lækkandi. Þetta ætti aö liggja I augum uppi, a.m.k. þeim, er eitthvað þekkja til blaðaútgáfu. Þar sem miðað er við alþjóðlega útgáfu og ritið svo vandað, sem raun ber vitni, telja útgefendur, að ákjósanlegt og raunar nauðsynlegt væri að auka upplagið mjög verulega frá þvi, sem nú er, eða jafnvel allt að þrefalt. Og eins og málum er nú háttað, telja útgefendur að slik upplagsaukning sé I rauninni for- senda fyrir þvi að takast megi að halda þessari óvenjulegu útgáfu áfram. Verðbólgan heima og erlendis verður útgáfu ritsins (sem ann- arra) sifellt þyngri baggi, og þá ekki sizt gifurlegar hækkanir á pappirsverði. Útgefendur skýrðu frá þvi, að það myndi styrkja grundvöll út- gáfunnar verulega, ef auglýsingaöflun væri tryggari en nú er, og auglýsingasamningar lægju fyrir til lengri tima, en ver- iö hefur fram að þessu. Útgefendur hafa ýmsar hug- myndir varðandi stóraukið upp- lag ritsins, dreifingu þess o.fl., og yfirleitt varðandi það að styrkja útgáfuna meira, frá þvi sem nú er. Ekki verður skýrt frá þeim hér, enda eru þetta aðeins hug- myndir enn þá, en væntanlega eiga sumar þeirra a.m.k. senn eftir að komast i framkvæmd. Aður hefur verið greint frá þvi, að utanrikisráðuneytið hafi fjárlagaheimild til að kaupa ritið, sem það siðan dreifir til manna, sem tengdir eru ráðuneytinu um allan heim. Þessir menn, þ.e. einkum sendiherrar og ræðis- menn, hafa margsinnis látið I ljós mikla ánægju sina við útgefendur Iceland Review yfir þvi að fá þetta rit, vegna þeirrar ómetan- legu kynningar á Islandi og is- lenzkum málefnum, sem ritið ber með sér. Hafa þeir um leiö látið i Ijós ánægju sina yfir þvi, hve ritið er vandaðog landinu þvi til sóma. Þessir menn hafa siðan, hver á sinum stað, unnið að þvi að dreifa ritinu til ýmissa áhrifaaðila, svo sem æðstu manna innan Efna- hagsbandalagsins til utanrikis- ráðuneyta ýmissa landa, verzlunarráöa, og verzlunarfyrir tækja, bókasafna, erlendra út- varpsstöðva og blaða/timarita, til ýmissa sendiherra erlendra rikja i viðkomandi löndum, fasta- fulltrúa og margra helztu embættismanna alþjóðastofnana o.fl. Hafa margir þessara aðila orðið til að ljúka lofsorði á ritið, bæöi hvað snertir frágang og efni. Ljóst er, að það er tslandi geysimikils virði — að fá slika kynningu, sem Atlantica & Ice- land Review felur með sér á alþjóða gæðavisu, meðal áhrifa- manna, alþjóöastofnana og fyrir- tækja um heim allan. Slik kynn- ing verður seint metin né nóg- samlega efld. Hún ávaxtar sig hægt, en örugglega. Iceland Review hefur þegar, á aðeins 10 árum, náð verulegum árangri. En þaö er fullljóst að það er öruggur grundvöllur fyrir mun stærra upplagi en nú'er. Þetta verður ekki lengra hér. Vonandi hafa lesendur eitthvað fræðzt um hið merka fyrirbæri Atlantica & Iceland Review og skilja betur þýðingu þess fyrir Is- land. Útgefendunum, Heimi Hannessyni og Haraldi J. Hamar, óskum við til hamingju á þessum timamótum. Megi rit þeirra vaxa og eflast á næsta áratug útgáfu- starfsins. — Step. Kirkjudagur Langholtssafnaðar — kirkjumdlaráðherra flytur ávarp IIINN árlegi kirkjudagur Lang- hultssafnaðar i ltcykjavik vorður sunnudaginn 2. dosembor, scm or fyrsti sunnudagur i aðvonlu, en þá or uppliaf kirkjuársins. Um þessar inundir var Langholts- söfnuður stofnaður fyrir 21. ári. Þessaratimamóta verður minnzt með margvislegum hætti. Að venju verður barnaguðsþjónusta kl. 11.30, en kl. 14.00 eða kl. 2.00 siðdegis verður hátiðarmessa, sem báðir prestar safnaðarins flytja. Kl. 20.30 um kvöldið verður siöan hátiðarsamkoma i safn- aðarheimilinu við Sólheima, sem enn sem komið er, er notazt við sem kirkju. Þar mun formaður sóknarnefndar flytja ávarp, en siðan flytur Ólafur Jóhannesson, forsætis- og kirkjumálaráðherra ræðu. Þá mun séra Emil Björns- son lesa úr ljóðum Þorsteins skálds Valdimarssonar, cand theol. Milli atriða verður almennur söngur aðvenlusálma, og kirkju- kórinn mun flytja kirkjuleg tón- verk. Hátiðinni lýkur með stuttri helgistund. Eftir messuna kl. 14.00 mun kvenfélag safnaðarins annast kaffiveitingar og fram eflir deginum. Nú er halinn annar áfangi að smiði kirkjuhússins sjálfs, en grunnur þess var steyptur fyrir tveimurárum. Er mikill hugur i söfnuðinum að koma kirkjunni upp hið fyrsta, og gera bjart- sýnustu menn sér vonir um að hún geti orðið fokheld innan tveggja ára. Vona þeir, að söfn- uðurinn verði samhentur i þessu mikla átaki, enda mun verða al- mennt til hans leitað á næsta ári. Það er von safnaðarstjórnar- innar og bræðrafélagsins og kvenfélagsins, að ailar sam- komur sunnudagsins verði fjöl- sóttar. Jólabasar í Keflavík í SUMAIt stofnuðu eiginkonur fclaga björgunarsveitarinnar Stakks í Keflavik og Njarðvik með sér klúbb sem hefur það markmið að aðstoða með fjáröfl- un til starfscmi svcitarinnar. Björgunarsveitin, sem varð 5 ára á þessu ári, hefur komiö sér upp fullkomnum útbúnaði til björgunarstarfa, og vinnur nú að innréttingu húss, sem hún hefur keypt fyrir starfsemi sina, til alls þessa þarf mikið fé. Klúbbkonur hafa frá stofnun klúbbsins komið saman einu sinni i viku og búið til skemmtilega muni á jólabazar, sem haldinn verður i Tjarnar- lundi I Keflavik á sunnudaginn kemur klukkan 2. Auk muna, sem klúbbkonur hafa framleitt, verða á bazarnum nokkrir munir, sem aðrir uelunnarar hafa gefið. Stjórn kvennaklúbbs björgunar- sveitarinnar Stakks skipa: formaður Hulda Guðráðsdóttir, varaformaður Elin Guðnadóttir, ritari Hallfriöur Ingólfsdóttir, gjaldkeri Sólveig Þórðardóttir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.