Tíminn - 02.12.1973, Page 7

Tíminn - 02.12.1973, Page 7
Sunnudagur 2. desember 1973. TÍMINN 7 Guösteinn Þengilsson. Ljósm.: Róbert. sem ég þekki til, hefur faðirinn lýst yfir, að hann láti konuna ráða, jafnvel þótt hann sé i sum- um tilfellum andvigur aðgerð. Oftasthafa foreldrarnir rætt mál- ið og komið sér saman um sam- eiginlega ákvörðun. Ég þekki þó tilvik, þar sem fóstureyðing var framkvæmd i algjörri óþökk föð- ur. — Er nokkuð, sem þú vilt segja að iokum? — Ég tel illa farið, ef þessi til- laga um breytta fóstureyðinga- löggjöf verður samþykkt óbreytt. Ég tel, að við eigum að flýta okk- ur hægt i þessu efni og læra af þeim vandræðum, sem frjálsar fóstureyðingar hafa orsakað i öðrum löndum. Ég er sannfærður um, að pendullinn á eftir að sveiflast á næstu árum i hina átt- ina, og við höfum engu að tapa en allt að vinna með þvi að biöa á- tekta eftir lengri reynslu ná- grannaþjóða okkar af frjálsum fóstureyðingum. • — Guðsteinn, þú stundar mjög mikið almennar heimilislækning- ar. Mæðir fóstureyðingavanda- málið ekki mikið á ykkur, heimilislæknunum? — Jú, sannarlega gerir það það, enda erum við i sjálfri eldlinunni, og meira en það, þvi við erum á milli tveggja elda. Annars vegar er það konan, sem til okkar kem- ur og krefst þess að við gefum henni vottorð og skrifum fyrir hana beiðni um fóstureyðingu, en hins vegar er það stofnunin og ---------------V. 1300 sedan Ae luxe um Itr: 398.000.00 veí útilátinn bííi fyrír penínginn O Eins og aörar MAZDA bifreiðar er 1300 gerðin búin öllum þeim aukabúnaði, sem þér viljið hafa i bifreið. o Munið að MAZDA er eina japanska bifreiðategundin semflutt er inn beint og milliliðalaust frá framleiðanda. Það tryggir yður- lægsta mögulegt verð. Laugavegi 3 4.hæð sími 26540 A GRAFELDUR HE FYRIR VETURINN FRÁ GRÁFELDI HF Loðfóðraður skinnfatnaður Ath.góóir greiósluskilmálar NIu vikna fóstur

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.