Tíminn - 02.12.1973, Blaðsíða 23
Sunnudagur 2. desember 1973.
TÍMINN
23
sýna júgóslavneska gestrisni.
Þarna var einnig kominn vel-
gjörbarmaður okkar, blaða-
maðurinn Zeljko Takac, sem
jafnframt er norskur vara-ræðis-
maður f Zagreb. Hann er mikill
tslandsvinur og t.d. má geta þess,
að hann hefur haldið um 50 fyrir-
lestra um tsland á þremur árum i
Júgoslaviu. Takac samdi fyrir
okkur við háskólakórinn IVAN
GORAN KOVACIC um fram-
kvæmd hljómleika okkar kvöldið
eftir.
A mánudeginum var móttöku-
athöfn hjá borgarstjórn, en þar
var mættur meðal gesta aðal-
ræðismaður tslands i Belgrad,
svo og forystumenn háskóla-
kórsins.
Um kvöldið var svo síðasti
konsert okkar i söngferðinni og
það fyrir troðfullu húsi og þvi-
likum undirtektum, að sjaldan
hefur heyrzt annað eins á hljóm-
leikum hjá Karlakór Reykja-
vikur. Að vanda voru sungin
mörg aukalög og i lokin komu
fullrúar háskólakórsins upp á
sviðið með gjafir til söngstjórans
og blómakörfur. Útvarpað var frá
söngnum og sjónvarpað að hluta.
l>ar með var lokið samfelldri
sigurför, og þvilikar eindóma
blaðaumsagnir hefur kórinn
sjaldan fengið. Þá var kórsins og
vinssamlega getið i sjónvarpi, og
útvarpsstöðvarnar i Vin, Graz og
Zagreb höfðu sórstaka þætti með
kórnum á eftir og gátu hans mjög
lofsamlega.
Leiðir skildust i Zagreb og
hóidu 12 heim strax, fimrn til
Graz og 55 til Dubrövnik, sem er
syðst i Júgóslaviu, til hvildar og
hressingar, eftir erfiða en mjög
ánægjulcga söngför, þar sem
dvalizt þar i 10 daga, áður en
haldið var til Uondon með fjög-
urra daga viðdvöl I heimleiðinni.
Með okkur til Dubrovnik sendi
sjónvarpið i Zagreb sjónvarps-
upptiikumann,sem t(ik allmargar
myndigog var okkur gefin lilman
til sýningar hór heima, og hver
vcil nema hún komi einhvern
tima i islenzka sjónvarpinu.
1 frásögn þeesari, helur aðeins
verið stiklað á stóru, enda alltof
langt mál að fara út i aukaatriði,
sem þó væru langskemmtilegusl
afleslrar. l><i kemst óg ekki hjá
þvi að minnasl á lof það, sem
borið var á söngstjórann Pál
Pampichler. Ilann var bókstaf-
lega umselinn eftir hverja hljóm-
leika af framma'mönnum i músik,
sem lótu óspart I ljós hrifningu
sina á siing kórsins og þá ekki
hvað sizt tónverki Páls, sem
kórinn flutti, Uimrunum, við ljóð
Uorsteins Valdimarssonar.
l>á lengu einsöngvararnir
okkar, þeir Guðmundur Jónsson,
Sigurður Björnsson og Friðbjörn
G. Jónsson mikið klapp og lof svo
og pianóleikarinn, Guðrún A.
Kristinsdótlir.
S(>m sagt, ávöxtur erfiðis allra
okkar varð að ánægju og gleði
með velheppnaðri ferð.
Kummer-hjónin, systir og mágur
Páls Pampichlers Pálssonar.
Móttaka á vörusýningunni iGraz. Varaborgarstjórinn, Stöffel, ávarpar kórinn.
dagur, en fegurðin á leiðinni
stytti okkur stundir, þvi annað
eins höfðu fæstir augum litið.
GRAZ, heimaborg Páls
1 Graz var mikil vöursýning og
þvi erfitt um gistirými, en við
þurftum að búa nær 30 kilómetra
fyrir utan borgina. Eigi að siður
tókst okkur að halda áætlun og
siðdegis mætti kórinn i opinbera
móttöku á hinni frægu GRAZ-
sýningu, en varaborgarstjórinn,
Stöffler, tók á móti okkur með
ræðu og siðan söng kórinn nokkur
lög á sýningarsvæðinu, en þáði að
lókum veitingar i boði borgar-
stjórnar..
Það var Islandsvinurinn, dr.
Heinz Pammer, forseti borgar-
stjórnar GRAZ, sem stóð á bak
við þessa heimsókn á sýninguna,
en hann hafði einnig á hendi fyrir
okkur undirbúning að hljóm-
leikunum um kvöldið undir stjórn
ágæts manns, Arthurs Schmoll að
nafni, sem rekur auglysinga-
stofnun þar um slóðir, en hann,
ásamt Sigurði Björnssyni, óperu-
söngvara, áttu saman þátt i að
auglýsa kórinn upp og gera
aösóknina i hinum stórkostlega
fagra Minorittensal svo góöa, að
hann var troðfullur nokkru áður
en hljómleikarnir áttu aö hefjast.
Dr. Heinz Pammer bauð okkur
þar velkomna meö ræðu og notaði
um leið tækifærið til að lýsa fyrir
áheyrendum fegurð og töfrum
tslands, en kórinn söng strax i
byrjun lag honum til heiðurs, en
við höfðum fregnað, að hann ætti
afmæli þennan dag og þyrfti að
fara fyrir hlé á hljómleikunum
vegna ættingjaboðs heima fyrir.
En dr. Pammer sat nú samt út
alla hljómleikana og klappaði
manna mest i lokin ásamt áheyr-
endahópnum, sem bað um hvert
aukalagið á fætur öðru.
Eftir konsertinn var öllum
hópnum boðið til mikilllar veizlu
af systur söngstjórans okkar.Páls
Pampichler, og manni hennar,
hr. Kummer, en þau reka dans-
skóla I Graz. I hinum griðarstóru
húsakynnum þeirra höfðu þau
komið fyrir hlaðborðum með
úrvali kræsinga og ekki skorti á
drykkjarföngin( og var þetta
mikill fagnaður, semstóð’fram
eftir nóttu.
Samt sem áður var farið á
fætur kl. 6 morguninn eftir, þvi að
aka þurfti til Graz i móttöku-
athöfn hjá borgarráði, sem bauð
siðan i skoðunarferð um borgina.
Um kvöldið fór allur hópurinn á
sýningu i hinni fögru óperu Graz,
en Sigurður Björnsson hafði út-
vegað okkur aðgöngumiða með
góðum fyrirvara og á góðu verði,
enda á „heimaslóöum” og urðum
við margsinnis vör við það, hve
Sigurðurer þekktur og dáður þar
um slóðir.
t boði borgarstjórnarinnar I Zagreb: Fremst á myndinni til vinstri er formaður háskólakórsins, sem tók
á móti Karlakór Reykjavikur, þá ræöismaöur Noregs, aðstoðarborgarstjórinn f Zagreb, ræðismaður ts-
lands i Belgrad og framkvæmdastjóri háskólakórsins lengst til vinstri.
Hjá borgarstjórninni i Zagreb. Aðastoðarborgarstjóri afhendir formanni kórsins, Itagnari Ingólfssyni,
blóm og bækur frá borgarstjórninni, um leiöog hann býöur kórinn vclkominn til borgarinnar. Maðurinn
til hægri er Zeljko Takac, júgóslavneskur blaðamaður og vararæöismaöur Norömanna i borginni.
ZAGREB
Við kvöddum Graz i Austurriki
með söknuði og héldum til Zagreb
I Júgóslaviu eftir hádegi á sunnu-
dag 7. október. Um kvöldið
klukkan um hálf tiu komunst við
loks þangað, eftir að hafa lent i
umferðarteppu utan við borgina
og tefjast þar allverulega. En
seinkunin varð aðeins að undrun
og ánægju, þegar komið var i
anddyri hins stóra hótels,
LAGUNA, þar sem þjónustulið
beið með gullið vin i glösum og að
auki blóm handa konunum. Það
var vinur okkar og l'erðaskrif-
stofumaður, Thomas Saiz, sem
kom okkur þarna á óvart og vildi