Tíminn - 02.12.1973, Qupperneq 31

Tíminn - 02.12.1973, Qupperneq 31
Sunnudagur 2. desember 1973. TÍMINN 31 Olíubann Araba tvíeggjað — Á bannið eftir að vekja fólk í stórborgum til umhugsunar um olíumengun andrúmsloftsins, nú þegar bílar sjóst ekki ó ferð um helgar Dagana 21.-22. nóv. var haldin ráöstefna i Helsingfors á vegum Nordforsk. Sátu ráöstefnuna um 100 manns, auk fastafulltrúa frá Noröurlöndunum fimm, sem sáu um undirbúning ráöstefnunnar, Nordforsk er norrænt samstarf á sviöi rannsókna. Er starfseminni skipt niöur f deildir og hefur ein deildin sérstaklega meö heilnæmi andrúmsloftsins aö gera. Dr. Baldur Jóhnsen yfirlæknir viö Heilbrigöiseftirlit rfkisins er fastafulltrúi tslands hjá Nordforsk og sat hann ráöstefn- una, sem aöallega fjallaöi um loftmengun. Viö höföum tal af dr. Baldri Johnsen og spuröum hann um þaö, hverjir heföu setiö þessa ráöstefnu. — Auk fastafulltrúanna voru þarna aðallega sérfræðingar frá Norðurlöndum, sem sátu þessa ráðstefnu, flestir þó frá Finn- landi, þar sem ráðstefnan var haldin. Voru þetta sérfræðingar i verksmiðjurekstri, eðlisfræðing- ar, efnafræðingar o. fl. Einnig voru þarna stjórnendur stofnana á vegum rikis og bæjarfélaga, auk stjórnenda iðnfyrirtækja, sem vilja fylgjast með þróun þessara mála og fylgjast með hvaða kröfur verða gerðar til þeirra, sem hyggjast reisa verk- smiðjur i framtiðinni. Við nýjar lagasetningar og reglugerðir á öðrum Norðurlönd- um er iðnaðurinn yfirleitt hafður með i ráðum i sambandi viö breytingar á mengunarvörnum, annað gæti orði röthögg á iönaöinn. Hér á landi er iðnaður- inn svo veikbyggður, að hann er ekki nægilega mikið hafður með i ráðum. — Hvernig var fyrirkomulagið á þessari ráöstefnu? — Fastir fyrirlestrar voru haldnir á hinum ýmsu sviðum loftmengunarvarna, auk þess sem umræður fóru fram. Voru málin tekin fyrir frá tveim sjónarhornum, frá lagalegu hliöinni, eða þvi sem snýr að lögum og reglugerðum,og svo frá skipulagslegu hliöinni, hvar eigi að draga mörkin, hvað sé skað- legt og hvað ekki og hvað eigi að ganga langt i þessum vörnum. Reynt var að komast að sam- komulagi um stefnumótun um lágmarks mengunarleyfi. Var reynt að draga mörkin i þrjá meginþætti. I fyrsta lagi hið æskilega há- mark mengunar i andrúmsloft- inu. 1 öðru lagi, það hámark, sem sett verður eftir kringumstæðum á hverjum stað> og ræður þá veðurfar, landslag og aldur verk- smiðja,og með þessu er tekið til- lit til þess, hversu breytingar á hámarki yrðu afdrifarikar fyir rekstur verksmiðja, sem þegar eru fyrir hendi. 1 þriðja lagi er það toppurinn, hingað skuli fariö og ekki lengra. Það er Noregur, sem er meö beztu varnirnar gegn loftmengun. Þar er starfrækt gömul stofnun Rökskaderádet, sem hefur starfað að þvi i áratugi að bæta andrúmsloftið i Noregi og hefur náð miklum árangri. Nú hefur þetta ráð yfirumsjón með þessum málum, og þá sérstaklega hvað snertir loftmengun og hávaða- mælingar. Þó að við Islendingar höfum ekki nægilega mikla reynslu til aö geta miðlaö hinum Norðurlöndun um á sviði mengunarvarna,stönd- um við þeim fyllilega á sporöi, hvað lagalegu hliðina snertir. Höfum við þá sérstöðu, eitt Norðurlandanna, að hafa sér- stakt heilbrigðismálaráðuneyti, sem er eins konar samtengingar- aðili milli hinna ýmsu stofnana, sem hafa með mengunarmál að gera. — Hvaða athyglisverð mál voru tekin fyrir á þessari ráðstefnu? — Það má nefna þá kenningu, Fjölskylda yöar getur sparaö mikiö fé árlega, ef hún notar Jurta á brauö og kex. Ótrúlegt, en satt. Dæmiö er einfalt. Þér skuliö sjálf reikna. 500 gr Jurta kosta 77 krónur. En dýrasta feitmetið kostar 156 krónur 500 gr. Meira en helmings munur! Jurta-neyzla landsmanna vex meö hverjum deginum sem líður. Enda nota þúsundir íslendinga Jurta á brauö og kex. Viö fengum nýtt tæki inn í sjálfvirku samstæöuna okkar, sem beinlínis fram- leiöir betra smjörlíki. Jurta er fyllra og þéttara, en áöur. Þess vegna er auöveldara aö smyrja meö Jurta. Þannig nýtist Jurta betur og sparar enn meira. Jurta geymist betur. Öll fituefnin eru úr jurtaríkinu. Jurta er hollt og bragðgott. Ef reiknaö er meö aö neyzla á meðal heimili sé 6 kg. á hvern mann á ári, má til gamans athuga eftir- farandi dæmi: Fimm manna fjölskylda Jurta: 60 stk. (500 gr) X 77 kr. pr. stk. kr: 4.620.00 Dýrasta feitmetió: 60 - (500 gr) x 156 - - - - 9.360.00 SPARNAÐUR: kr: 4.740.00 Fjögurra manna fjölskylda Jurta: 48 stk. (500 gr) X 77 kr. pr. stk. kr: 3.696.00 Dýrasta feitmetiö: 48 - (500 gr) X 156 - - - - 7.488.00 SPARNAÐUR: kr: 3.792.00 Þriggja manna fjölskylda Jurta: 36 stk. (500 gr) x 77 kr. pr. stk. kr: 2.772.00 Dýrasta feitmetiö: 36 - (500 gr) X 156 - - - - 5.616.00 SPARNAÐUR: kr: 2.844.00 Ert þú hagsýn húsmóöir, sem tekur verð og gæði með í reikninginn? smjörlíki hf. gott veró/gott bragó sem fram kom i Danmörku, aö mjúkt vatn væri orsök aukinna hjartasjúkdóma, en vatn i Dan- mörku er yfirleitt hart. Hér á ís- landi er vatn aftur á móði aöal- lega yfirborðsvatn og vatn úr kalklausum jarðvegi, og þvi mjúkt. Voru þessar kenningar hraktar þarna á ráöstefnunni og talið fullvist, að hér væri um að ræöa erfðafræðilegt einkenni, sem kæmi fram vegna fámennis — Sama er að segja um hin tiðu hjartasjúkdómatiRelli i Norður- Finnlandi. Ekki alls fyrir löngu var einmitt haldið erindi um þetta I útvarpinu og sagt frá þvi, að orsökin fyrir hinum tiöu hjarta- sjúkdómum á þessu svæði væri talin vera rangt matarræði fólksins, sem byggi þarna. En nánari rannsóknir hafa leitt i ljós, aö hér er um erfðafræöilegt ein- kenni aö ræöa. Þessi stofn hefur þrengri æöar en annars staðar og er þvi viðkvæmari gagnvart hjartasjúkdómum. Sagði mér læknir frá Noregi, að i Finnmörk, sem liggur álika norðarlega og þetta svæði, væri fólk af sama BaldurJohnsen stórborgum sjást ekki bflar á göt- unum um helgar, og fólk getur allt I einu farið að anda að sér hreinu lofti. Sagði hann, að þetta yrði vonandi til þess að nýjar leiðir veröi reyndar i mengunar- málunum, þvi aö ofnotkun oliu sé eitt af okkar mestu mengunar- vandamálum, þó það hafi likleg- ast ekki verið tilgangur Araba með oliubanninu. kr-. kynstofni og hjá þeim fyndist einnig óvenju tið hjartatilfelli. Baldur var fundarstjóri ráö- stefnunnar siöari daginn og i lokaávarpi sinu til fundarins, vakti hann athygli á þvi, að oliu- bannið væri tvieggjaö. Þaö vekti fólk til umhugsunar um það, hvernig olian er að spilla fyrir okkur i andrúmsloftinu. Þetta gæti orðið til þessa að hjálpa okkur til aö skilja,hvar við stönd- um gagnvart menguninni, nú þegar þessar siðustu aðgerðir hafa oröið til þess, að i nokkrum gæöamunur svona mikill?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.