Tíminn - 21.12.1973, Qupperneq 4
4
TÍMINN
Föstudagur 21. desember 1973.
Evrópa að fara
úr tízku
Þaö virðist ekki lengur vera i
tizku meðal riks fólks i Banda-
rikjunum að eiga sitt annað
heimiii einhvers staðar i
Evrópu. Astæðan er sennilega
sú, að dýrara er nú að lifa i
flestum Evrópulöndum heldur
en i Bandarikjunum sjálfum,
eftir að dollarinn hefur fallið i
verði. Geta Bandarikjamenn
þviekki lifað þar eins og kóngar
og eytt samt ekki nema svipuð-
um peningaupphæðum og
fátækur bóndi þurfti að fram-
fleyta sér á i heimalandinu.
Standa nú fyrir dyrum Ijölda-
uppboð á húseignum Banda-
rlkjamenna i Sviss, Frakklandi
og London.
Arabarnir og oiían
Talið er, að um 2,7 milljónir
Palestinuaraba séu nú dreifðir
viðsvegar um heiminn. Um 1.51
milljón þessa fólks er skráð sem
flóttafólk i skjölum PUótta-
mannastofnunar Sameinuðu
þjóðanna, og þar af lifir um 40%
þess við sult og seyru i flótta-
mannabúðum, sem komiðhefur
verið upp i ýmsum Arabalönd-
um. Mikill peningaskortur háir
nú starfsemi F'lóttamannastofn-
unarinnar, og má þvibúast við,
að skera verði niður framlög til
þessa l'lóttafólks á næsta ári.
Verður það þá að gera sér að
góðu að verða af ýmsu þvi, sem
það fær frá Flóttamannastofn-
uninni nú, þar á meðal kennslu.
Það mun verða mikið áfall, ekki
sizt vegna þess að Palestinuar-
abar hafa gert sér grein fyrir
þvi, að menntunin er einmitt ein
af fáum undankomuleiðum til
betra lifs. Arabar hafa beitt
ýmsum aðferðum til þess að fá
framlög hinna ýmsu landa til
Flóttamannastofnunarinnar
hækkbö. Til dæmis hefur oliu-
sölubannið verið hugsað til þess
I og með. Hefur það orðið til
þess að Hollendingar, sem einna
verst hafa orðið úti vegna oliu-
skortsins i Evrópu, hafa nú
ákveðið að tvöfalda framlag sitt
á næsta ári.
Fótt er svo með öllu illt___
Italska lögreglan hefur skýrt
frá þvi, að fyrsta sunnudaginn,
sem einkabilaakstur var
bannaður á ttaliu, til að spara
bensin, þá hafi ekki aðeins
sparazt bensin og mannslif, —
þvi að slysin i umferðinni urðu
helzt um helgar —, heldur hafi
lika glæpir minnkað ótrúlega
mikið. 1 14 stærstu borgum
Italiu, þar sem glæpir skipta
hundruðum um helgar, þá
urðu aðeins 62 þjófnaðiren voru
169sunnudaginn þar áður. Þetta
segir lögreglan að sé auðskilið,
þvi að það er ekki auðvelt fyrir
glæpamenn að komast i burtu
með ránsfeng eða þýfi, þegar
engir bilar eru á ferð. Þeir hefðu
ekki komizt langt, þvi að lög-
reglan var með vegatálmanir
alls staðar, og stöðvaði alla bila
og létu bilstjóra gera grein fyrir
ferðum sinum.
00 ö Hamingjusöm að lokum
6g held við gætum yfirstigið
hvaða vanda sem væri, úr þvi
við ætlum að standa hvort við
annars hlið i framtiðinni, segir
May Britt Anderson, 38 ára
gömul. Við hlið hennar i öðrum
hjólastól situr kærastinn henn-
ar, hinn .þritugi Eiwe Hermans-
son. Bæði Eiwe og Maj Britt eru
mjög mikið bækluð, og hafa
verið það frá fæðingu. Þau
kynntust, þegar þau fóru að
ganga i skóla nú fyrir stuttu.
Skólinn heitir Furuboda Ung-
domsgard i Yngsjö i Sviþjóð og
er ætlaður fötluðu fólki. Lengi
framan af var Maj Britt höfð á
elliheimili með gömlu fólki, sem
algjörlega var búið að tapa sér,
en enginn annar staður var fyrir
hana. Hún var þó ekki vanheil
andlega. og fékk að lokum tæki-
færi til þess að komast i áður-
nefnda skóla, en þó ekki fyrr en
hún var komin hátt á fertugs-
aldurinn. Maj Britt fór fljótlega
að hjálpa Eiwe, eftir að hann
kom i sama skóla og hún var i,
en honum gekk ekki vel þar,
aðallega vegna þess að kennar-
arnir áttu erfitt með að skilja
hann, þegar hann talaði. Fyrst
var Eiwe aðeins þakklátur Maj
Britt, en svo kom að þvi dag
einn, að hann sagði við hana:
Við skulum fá okkur hring, við
skulum fá okkur hús. Þá fyrst
þorði Maj Britt að láta i ljós ást
sina á Eiwe, svo allir mættu sjá,
en undir niðri hafði hún elskað
hann miklu lengur. Svo kom að
þvi siðastliðið vor, að þau opin-
beruðu trúlofun sina, og eftir
það fengu þau að búa saman i
einni Ibúðinni I skólanum. tbúð-
in er sérstaklega ætluð fötluðu
fólki, og þar hjálpast nú Eiwe og
Maj Britt að við búskapinn. Það
einasta, sem skyggir á gleði
þeirra er, að þau vita ekki hvert
þau eiga að fara, þegar skóla-
vistinni lýkur, en hver veit
nema þeim takist að fá ein-
hverja litla ibúð, sem ætluð er
fólki eins og þeim, og þá trúa
þau þvi, að þau geti búið ham-
ingjusöm saman um alla fram-
tið.
— Eigum við svo að reyna
aftur...?
DENNI
DÆMALAUSI
Og gættu svo Snata og Betu og
allra hinna krakkanna góði guð.