Tíminn - 29.12.1973, Page 5

Tíminn - 29.12.1973, Page 5
Laugardagur 2». desember 1972. TÍMINN 5 Áramótaskemmtanir og aðrar skemmtanir í skólum borgarinnar Við höfðum fyrir nokkru sam- band við einn gagnfræðaskóla, Lindargötuskólann, til að kanna, hvernig þar væri háttað skemmt- anahaldi um jól og áramót. Skólastjórinn, Hafsteinn Stefáns- son, varð fyrir svörum : — f þetta sinn, eins og i fyrra, lauk nokkr- um prófum rétt fyrir jólin. Eink- unnir voru afhentar að kvöldi 20. des., og höfðum við þá um leið kvöldvöku með upplestri og flutn- ingi hugvekju. Siðan var farið i leiki og spjallað saman. Annars er oft fátt á þessari kvöldvöku, enda er húsrými ónógt i skólanum. Margir nemendanna eru lika utan af landi og eru farnir heim til sin um þetta leyti. Það er ekkert ball hjá okkur kringum jól og áramót. Nemendur Lindargötuskólans eru á aldrinum 17 til 30 ára, megnið kringum tvitugt. Enda þótt við höldum enga áramóta- gleði erum við þó með nokkra dansleiki á vetrinum. Þótt ég segi sjálfur frá, hefur reynslan af þessum dansleikjum verið alveg furðugóð. Þetta hefur farið mjög vel fram, sérstaklega miðað við aðra skóla sama eðlis, og við höf- um fengið mjög gott orð á okkur i þeim húsum, sem við höfum feng- ið leigð til dansleikjahalds. — Ég held, að enginn gagn- fræðaskólanna sé með dansleik um jól eða áramót, heldur kvöld- vökur. Hvernig þær eru sóttar, veit ég ekki, en þess ber að gæta, að margir nemendanna vinna i jólafriinu. Keniiaraháskólinn — Dr. Broddi Jóhannesson rektor: — Við höld- um yfirleitt smásamkomu siðasta kennsludaginn fyrir jól. Það er alveg innan skólans og skiptist svona að hálfu i veraldlega hluti og að hálfu i efni helgað jólahelg- inni. Enginn dansleikur eða annað slikt. Og við höfum ekki verið með neinar áramótaskemmtanir. Enda hafa nemendur ekki óskað þess. Þeir hafa vist á nóga aðra staði að sækja. Reynslan af dans- leikjum skólans hefur verið upp of ofan: stundum góð, og stundum ekki alveg eins góð. Memitaskólinn v/IIamrahlið. Að sögn rektors skólans, Guðmundar Arnlaugssonar. hefur M.H. aldrei verið með áramótadansleiki eða aðrar skemmtanir i skólanum kringum jólin. Skólinn var með skemmtun á þrettándanum fyrstu árin. en það hefur ekki ver- ið siðustu árin, enda erfitt að fá húsnæði fyrir þennan mikla nem- endafjölda. Um reynsluna af dansleikjum innan skólans sagði Guðmundur, að hún hefði stund- um verið nokkuð slæm vegna drykkjuskapar, en hefði þó ekki versnað siðustu árin. örfáum hefði verið vikið úr skóla vegna drykkjuskapar. Annars hefðu aðilar utan skólans oft valdið mestu vandræðum á dansleikjun- um, brotið rúður og gert annan usla, vegna þess að þeir komust ekki inn á dansleikinn. Nemendur fengu að halda dansleik i húsnæði skólans i haust, en rektor þótti reynslan af honum það slæm, að hann hefur ekki veitt nemendum leyfi til að fá húsnæði skólans til sliks aftur. það sem af er vetri. Hafa nemendur þess i stað haldið einn eða tvo dansleiki á dansstöð- um i bænum. sem þeir hafa leigt. Rektor kvað skólann ekki skipta sér af þvi, hvort nemendur hans sæktu vinveitingahús, enda væri erfitt að fylgjast með þvi. Stýrimannaskólinn — Jónas Sig- urðsson skólastjóri Nei, það hafa ekki verið neinar sérstakar skemmtanir hjá strák- unum kringum jól og nýár, enda fara þá margir þeirra i afleys- ingar á sjóinn eða heim til sin út á land. Hins vegar höfum við verið með árshátið okkar um mánaða- mótin janúar febrúar, og mér skilst á strákunum, að svo verði einnig i þetta sinn. Um þau mánaðamót er undirbúnings- deildin og deild fyrir skipstjóra varðskipa laus. Þessar hátiðar hafa farið hið bezta fram, eftir þvi sem ég bezt veit, og engir árekstrar hafa orðið. Vélskólinn — Bogi Arnar Finn- bogason, fulltrúi skólastjóra: —Skólafélagið hefur sérstaka skemmtinefnd. Að þvi er ég bezt veit hafa strákarnir ekki haldið neinar áramótaskemmtanir . Aðallega vegna þess, að Vél- stjórafélag tslands hefur venju- lega haldið sina árshátið i byrjun janúar og þar höfum við verið með, kennararnir, og skóla- félagið hefur einnig tekið þátt i þeirri skemmtun. Það hefur komið i staðinn fyrir sérstaka áramótaskemmtun, og ég reikna með, að þannig verði einnig núna, svo fremi að þjónaverkfall standi þá ekki enn. Menntaskóliiin við Tjörnina — Björn Bjarnason rektor: —Við höfum aldrei verið með neina skemmtun i jólafriinu, og það verður ekki frekar i ár. Þau hafa hins vegar verið með ball fyrir jólin, er prófum lýkur, en það er engin áramótaskemmtun eða slikt. Nei, nemendur hafa ekki farið fram á að halda árshátið. Menntaskólinn i Reykjavik —Guðni Guðmundsson rektor: —Jú, það hefur lengi verið jóla- gleði milli jóla og nýárs, en það hefur ekkert verið ákveðið um hana núna. Reynslan i fyrra? Hún var afleit, eins og á öllum skemmtunum núorðið. Jú, jú, okkur hefur oft dottið i hug að taka fyrir þessar skemmtanir. Það hefur bitnað mest á okkur, hve við höfum verið með stórt húsnæði (Laugardalshöllina), og i þetta hefur sótt alls konar lýður utan úr bæ. Það verður örugglega engin slik hátið i þetta sinn. Til greina gæti komið smáskemmtun eingöngu fyrir nemendur skólans, og þá i húsnæði hans. Iðnskölinii-Sveinn Sigurðsson að- stoðarskólastjóri: —Nei, við höfum ekki haldið áramóta- hátiðir. Það hefur verið haldinn dansleikur hjá okkur svo sem einu sinni á önn, en ekki sérstak- lega i sambandi við jólin. Að visu var haldin skemmtun á vegum skólafélagsins rétt fyrir jólin i fyrra. Hún gekk stórslysalaust fyrir sig, en alltaf er þó einhver drykkjuskapur, sem erfitt er að stemma stigu við. Við reynum að halda þessu sem mest niðri, en liklega verður maður að sigla milli skers og báru þarna, meðan ekki er tekið fyrir öll leyfi. Ekki hefur komið fram nein beiðni um skemmtanahald um þessi jól. Ég get ekki svarað þvi á þessu stigi, hvort slikri beiðni yrði neitað eða ekki. Háskóli islands — Að sögn Halldórs Arm. Sigurðssonar, formanns Stúdentaráðs, verður áramótaskemmtun stúdenta, öðru nafni „áttadagsgleðin” (áttunda dags gleðin), i Laugar- dalshöllinni á gamlárskvöld. Verður gleðin með svipuðu sniði og undanfarin ár, og það verða skrey tingar. Hljómsveitin Brimkló leikur fyrir dansi, þarna verða tiltölulega ódýrar vinveit- ingar, og eins og áður verður öllum frjáls aðgangur. En einnig verður fyrirframsala aðgöngu- miða, sem miðast einkum við stúdenta. Alls seldust 1900 af 2.500 miðum i fyrirframsölu i fyrra, en þeir eru ódýrari. Halldór kvað 80% þeirra, sem sótt hafa þessar áramótaskemmtanir stúdenta undanfarin ár, hafa verið náms- fólk úr hinum ýmsu skólum. En „alls konar fólk" hefur verið innan um. Vinveitingar hafa verið á þessum skemmtunum, og hélt llalldór, að aldurstakmarkið hefði verið það sama og á vin- veitingastöðum yfirleitt. Þessi fjölmennasti dansleikur ársins er algjörlega á vegum Stúdenta- ráðs, og sjá tveir menn innan ráðsins um hana. Meniitaskólinn i Kópavogi — l''ramhald á bls. 19 STÓR FLUGELDAMARKAÐUR VIRKNI í? Armula 24 — Reykjavík Símar 8-54-66 og 8-54-71 Opið í dag laugardag frá kl. 9—22 og sunnudag frá kl. 9—76 og á mánudag (gamlársdag) frá kl. 9—76 Stórkostlegt úrval Gengið inn í vesturendann Víkingur

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.