Tíminn - 25.01.1974, Side 9

Tíminn - 25.01.1974, Side 9
Föstudagur 25. janúar 1974. TÍMINN 9 Forsetahjónin fó veggskildi að gjöf FYRIR skömmu sat Þjóðhátiðar- nefnd 1974 sfðdegisboð forseta Is- Iands að Bessastöðum. Við það tækifærj færði formaður Þjóðhá- tiðarnefndar, Matthias Johannes- sen, ritstjóri, forsetahjónunum veggskildi Þjóðhátíðarnefndar að gjöf. Hér er um tvær raðir vegg- skjalda að ræða. Annars vegar veggskildi eftir frú Sigrúnu Guð- jónsdóttur, framleidda af Bing og Gröndahl. Hins vegar veggskildi Einars Hákonarsonar, list- málara, framleidda af Gler og postulin. Forseti íslands, herra Kristján Eldjárn, þakkaði gjafirnar, en formaður Þjóðhátiðarnefndar þakkaði ýmiss konar stuðning forsetans við undirbúning þjóðhá- tiðarinnar, skýrði frá þvi, hvað sá stuðningur væri nefndinni mikils virði og þakkaði forsetanum gott boð og alla velvild i garð nefndar- innar. Myndin er tekin, er formaður Þjóðhátiðarnefndar flutti ávarp sitt. Djúpivogur: Læknisþjónusta í molun DJÚPIVOGUR er einn þeirra staða á landinu,sem hvað verst eru settir varðandi læknis- þjónustu. Þar hefur iæknir ekki haft aðsetur siðan árið 1971. Siðan þá hefur héraðinu verið þjónað frá Egilsstöðum og iæknir komið hálfsmánaðariega. Þann 20. jan. s.l. var haldinn almennur fundur á Djúpavogi um heilbrigðismál og læknisþjónustu i héraðinu. Gerði fundurinn eftir- farandi ályktun: „Almennur fundur Djúpavogslæknishéraðs (sem nær yfir Geithellnahrepp, Búlandshrepp, Beruneshrepp og Breiðdalshrepp með samtals 950 ibúa) telur ástand i læknamálum héraðsins þannig, að algjöít neyðarástand riki i þeim málum. Sú læknisþjónusta, sem okkur er ætluð frá Egilsstöðum er algjör- lega ófullnægjandi, þrátt fyrir vilja lækna til þjónustu. Kom það bezt fram um jólin og áramótin, þegar veðrátta og ófærð hömluðu samgöngur, enda fjarlægð eftir vegum til Egilsstaða um200 km, þar sem Breiðdalsheiði er algjör- lega lokuð yfir veturinn.Skorar fundurinn þvi eindregið á landlækni og stjórn heilbrigðismála, svo og alþingis- menn kjördæmisins að gera allt, sem i þeirra valdi stendur til úrbóta á þessu hörmungarástandi hér i læknishéraðinu. Ennfremur skorar fundurinn á sömu aðila, að láta okkur vita ef málið er svo alvarlegt, að engra úrbóta sé von og vonlaust að fá lækni i héraðið. öryggisleysið i lækna- málum hefur lamandi áhrif á ibúana, sem alltaf hafa vonast til að úr rættist. Þá telur fundurinn að eðlilegt sé, að sérhvert læknis- hérað, sem ekki er skipað lækni, sé sifellt auglýst i fjölmiðlum”. Timinn hafði samband við Ólaf Ólafsson landlækni og spurðist fyrir, hvort ekkert væri að rætast úr læknamálum á Djúpavogi. Sagði landlæknir, að einna erfiðast hefði veriðaðfá lækni til Djúpavogslæknishéraðs af öllum læknishéruðum á landinu og stafaði það e.t.v. af legu héraðsins, þvi ekkert er undan aöstöðu að kvarta, hún er ekki siöri en þar sem bezt gerist. Læknisbústaðurinn er nýr, og góð aðstaða er til móttöku. Húsið er rúmgott og vel við haldið og mót- takan er allvel búin tækjum. Auk þess er héraðshjúkrunarkona á staðnum lækni til aðstoðar. Að visu er héraðið nokkuð afskekkt og byggð dreifð, en vegir eru yfir- leitt góðir yfirferðar. Einnig mun ástandið breytast til muna við opnun hringvegarins, þvi að i staðinn fyrir að áður tók 2 daga að komast til Reykjavikur, verður aðeins 10 klukkustunda akstur þangað. Landlæknir sagði, að nú fjölgaði útskrifuðum læknum og áhugi ungra lækna til að starfa i dreifbýli væri meiri en áður, svo von væri til að rættist úr vandanum á næstunni. Sjúkrahúslæknar hafa þjónað Djúpavogslæknishéraði tima og tima i einu. Nú i sumar hafa þrir sjúkrahúslæknar sótt um að gegna læknisstörfum á Djúpa- vogi. AFENGISNEYZLA ÝMISSA ÞJÓÐA SJ—Reykjavik— I frétt frá Afengisvarnaráði kemur fram að árið 1971 vorum við 30. landiö i röðinni hvað áfengisneyzlu snerti að þvi er niðurstaða könnunar, sem náði til ýmissa landa, leiddi I ljós. Miðað er við 100% áfengi á hvert mannsbarn i hinum ýmsu löndum. Og svona er drykkjuskapnum háttað hjá hinum ýmsu þjóðum: Lönd: Sterkir Létt Sterkt Neyzlan drykkir vin ÖI samtals i 100% 1: i 1: i 1: i 100% 1 1. Frakkland 2,2 108 42 16,7 2. Italia 1,7 111 12 13,4 3. Vestur-Þýzkaland 3,3 21 144 12,3 4. Portúgal 0,5 91 16 12,2 5. Spánn 2,8 60 39 12,0 6. Austurrfki 1,5 40 102 11,4 7. Lúxemborg 2,2 41 124 10,8 8. Sviss (1970) 1,9 42 78 10,6 9. Ungverjaland 3,0 38 60 9,5 10. Belgia 1,6 15 130 9,5 11. Tékkóslóvakia (70) 2,4 15 140 8,4 12. Ástralia 1,0 9 126 8,4 13. Júgóslavia (70) 2,9 27 27 7,5 14. Nýja-Sjáland 1,0 6 115 7,4 15. Danmörk 1,4 7 101 7,1 16. Kanada 2,5 5 78 7,0 17. Stóra Bretland 1,0 3 105 6,7 18. Austur-Þýzkaland 2,8 5 102 6,5 19. Bandarikin 2,9 6 72 6,3 20. Rúmenia (1970) 2,4 23 22 6,3 21. Holland 2,1 6 62 6,2 22. Pólland 3,5 6 34 5,9 23. Búlgaria 1,8 19 35 5,9 24. Sviþjóð 2,5 7 51 5,6 25. Irland 1,5 2 67 5,0 26. Finnland 2,1 4 44 4,8 27. Noregur 1,6 3 38 3,7 28. Kýpur 1,6 8 18 3,5 29. Suður-Afrfka 1,1 10 12 3,0 30. Island 2,4 2 2,7 31. Perú (1970) 1,4 1 18 2,5 32. Israel 1,1 4 11 2,1 33. Kúba 1,0 1 12 1,8 34.Tyrkland 0,3 1 1 0,5 (Can : Rapport73) Patreksf jöröur: Tveir bátar keypti S.J.—Patreksfirði. Tveir ný- keyptir bátar eru nú komnir til Patreksfjaröar. Annar þeirra er örvar, er keyptur frá Skaga- strönd og er um 240 lestir. Hrað- frystihúsið Skjöldur h.f. er eigandi bátsins. Báturinn verður gerður út á línu og fer til veiða næstu daga. Hinn báturinn, sem keyptur var til Patreksfjarðar, er Garðar RE 9 frá Reykjavik, 180 lestir. Eigandi hans er nýtt hlutafélag á Patreksfirði og aðaleigandinn er Jón Magnússon skipstjóri, sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum. Báturinn verður búinn til netaveiða og fer einhvern næstu daga. Með tilkomu þessara tveggja báta verða 7 bátar á vertið frá Patreksfirði. 5 bátar hafa verið gerðir út frá áramótum með linu, auk Helgu Guðmundsdóttur. sem r gerði út með net og sigldi með aflann til Þýzkalands. Er hún nú á heimleið þaðan og fer siðan á loðnuveiðar. Aðalveiðisvæði báta af sunnan- verðum Vestfjörðum hefur verið framan af vertið út á svokölluðum Vikurál. Veiði þar hefur verið góð undanfarin ár, en hefur nú verið léleg. Mikið hefur verið bæði af erlendum og innlendum togurum á þessu svæði og sjómenn ekki getað lagt iinu á þeim slóðum, sem þeir voru vanir. Eru þeir mjög óánægðir og una þessu ástandi illa. Tvö hraðfrystihús og söltunar- stöð eru starfrækt á Patreksfirði og atvinna er næg, hefur meira að segja vantað fólk til starfa. Ekki hefur þó komið mikið af aðkomu- fólki til staðarins. Bátarnir eru algjörlega mannaðir heima- mönnum. Stundum hrundu húsin undan ágangi hraunsins, stundum ók hraunið þeim á undan sér. Þessar og margar aðrar frábærar myndir eru i bók dr. Þorleifs Einarssonar. Ný Vestmannaeyjabók „Gosið á Heimaey" Út er komin enn ein bók um eld- gosið i Vestmannaeyjum og heitir hún „Gosið á Heimaey” og er eftir Þorleif Einarsson. Heims- kringla gefur út. I bókinni eru margar heilsiðumyndir, bæði i litum og svart/hvitar. Þá eru nokkur kort i bókinni. Lesmál er 54 blaðsiður og segir höfundur þar itarlega frá öllum hliðum mála i sambandi við gosið og einnig er rætt um eldsumbrot á tslandi frá upphafi og myndunar- sögu Vestmannaeyja. Bókin „Gosið i Heimaey” er 90 blaðsið- ur. Myndirnar eru prentaðar i Grafik, en Hólar hf. sá um prent- un texta og bókband. Dr. Þorleifur Einarsson jarð- fræðingur —gbk

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.