Tíminn - 07.02.1974, Qupperneq 2

Tíminn - 07.02.1974, Qupperneq 2
2 Fimmtudagur 7. febrúar 1974 Vatnsberin (20. jan.—18. febr.) Oft var þörf, en nú er nauðsyn. í dag skaltu vera sérstaklega varkár gagnvart þeim aðilum, sem þú átt afkomu þina undir, og þú skalt á allan hátt kappkosta að leysa verkefnin, sem þér eru falin, sem allra bezt af hendi. Fiskarnir (19. febr.—20. marz) Það verður vist ekki nógsamlega brýnt fyrir þér að fara sparlega með fé, en engu að siður litur út fyrir það i dag, að þú megir alls ekki láta skammsýni þina eða annarra koma i veg fyrir, að þú gerir góð kaup. Hrúturinn (21. marz—j-19. april) í dag skaltu kappkosta að umgangast þér yngra fólk. Það litur einna helzt út fyrir það, að þú haf- ir staðnað i einhverjum ákveðnum hópi og að þér hætti til þröngsýni, ef þú vikkar ekki sjón- deildarhring þinn með einhverju móti. Nautið (20. april—20. mai) Þú hefur verið að biða eftir einhverju undanfar- ið, og það er ekkert óliklegt, að þetta sé einmitt dagurinn. Ef þér finnst likindi til þess með morgninum, skaltu ganga að þvi með oddi og egg, að þessi mál nái fram að ganga. Tviburar (21. mai—20. júní) Þú skalt vera viðbúinn ýmsu i dag. Það er ekki vist, að ýkja margt fyrir utan venjuleg störf ger- ist um daginn sjálfan, en kvöldið skiptir þig geysimiklu máli, og þú skalt jafnvel búast við að þurfa að koma miklu i verk þá. Krabbinn (21. júni—22. júli) Það er verið að reyna að bendla þig við eitthvert mál, sem þú vilt ekki koma nálægt. Það litur út fyrir, aö hér séu vinir eða kunningjar eða jafn- vel ættingjar að verki. Þú hefur alveg rétt fyrir þér. Komdu ekki nærri þessu. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Það gerist eitthvað á vinnustaðnum i dag, sem þú skalt vera viðbúinn. Það er ekki gott að segja, hvers eðlis þetta er, en þú hafðir að minnsta kosti ekki búizt við þessum viðbrögðum úr þess- ari átt, og það er bara að standa sig! Jómfrúin (23. ágúst—22. sept.) Einhver, sem vill þér vel, kemur talsvert við sögu i dag. Það litur helzt út fyrir, að hér sé um að ræða einhver afskipti af persónulegum mál- efnum þinum, þvi að þér finnst hann ráðrikur, — en láttu samt allt kyrrt liggja. Vogin (23. sept.—22. okt.) ' Það litur út fyrir að þú skuldir einhverjum bréf, og þú ættir alls ekki að draga lengur að svara þvi. Þetta er enginn_stórtiðindadagur, én það lit- ur nú samt út fyrir, að einhver ósk þin rætist, sem þú hefur lengi þráð. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Það litur út fyrir, að einhver, sem er þér ná- skyldur eða tengdur, hverfi af sjónarsviðinu um stundarsakir, og þú saknar hans mikið. Það verður affarasælast fyrir þig að vera heima i kvöld og huga að heimavinnu eða föndri. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þú hefur verið trassafenginn upp á siðkastið, og .i dag skaltu snúa við blaðinu og reyna að kippa öllu sem allra fyrst og rækilegast i lag. Það litur út fyrir, að illur orðrómur verði til þess að koma vini þinum i klipu. Steingeitin (22. des.~rl9. jan.) Það er rétt eins og þú græðir ekkert á þvi, hvað þú ert kröfuharður, þvi að kröfur þinar virðast ekki allar vera sem sanngjarnastar. Ef þú færð boð i samkvæmi I kvöld, skaltu gæta allrar hóf- semi, þvi að það verður tekið eftir þér. Auglýsið í Tímanum n \m, 14444 * 25555 | innifí BÍLALEIGA IL/Uin CAR RENTAL i BORGARTUN 291 AliVHIMiX Fimmtudagur 7. febrúar 1974. Reglur um síldveiðar, loðnuveiðar og róðrartíma -hs-Rvik. Sjávar.útvegsráðu- neytið hefur i janúar s.l. sett reglur um takmarkanir sildveiða i Norðursjó, loðnuveiðar og róðrartima fiskibáta frá Faxa- flóahöfnum, Sandgerði og Grindavik, sem hér segir: Sildveiðar i Norðursjó „Auglýsingu, sem takmarkar sildveiðar i Norðursjó og Skagerak.á timabilinu 1. febrúar til 15. júni I974,við 2500 smálestir, sem heimilt er að veiða til manneldis. eða beitu. Veiðar á hinu undanþegna magni eru háðar leyfi sjávarútvegsráðu- neýtisins.” Sams konar reglur giltu um þessar veiðar á sama timabili i fyrra. Loðnuveiðar „Reglugerð, sem bannar loðnuveiðar fyrir Norður- og Austurlandi á timabilinu 1. marz til 15. mai 1974, frá linu réttvis- andi norður frá Horni að linu réttvisandi suðaustur frá Eystra-Horni, utan linu, sem dregin er 12 sjómilur utan við grunnlinu. Á timabilinu 15. mai til 15. ágúst eru allar loðnuveiðar bannaðar.” Svipaðar reglur giltu um þetta i fyrra, en þessar munu þó heldur viðtækari og eru settar samkvæmt tillögu Haf- rannsóknarstofnunarinnar. Róðrartími fiskibáta „Reglugerð um róðratima fiskibáta frá Naxaflóahöfnum, Sandgerði og Giindavik. t henni er landróðrabátum, sem róa með linu, á timabilinu 1. janúar til 31. mai, gert óheimilt að fara i róður frá klukkan 12.00 til þess tima, er tiltekinn er i reglugerðinni og er mismunandi eftir höfnum og breytilegur eftir timabilum. Enn fremur er i reglugerðinni ákvæði um ráspunkta og timamerki.” Samskonar reglur giltu i fyrra fyrir Faxaflóahafnirnar, en nú hefur Sandgerði og Grindavik verið bætt við en það var ekki framkvæmanlegt i fyrra skv. þá- gildandi lögum. Reglur þessar eru settar til að koma i veg fyrir, að algjört öng- þveiti skapistá miðunum, sem gifurlegur fjöldi báta stunda, en þeir hafa stundum ekki getað at- hafnað sig vegna hinna miklu þrengsla. 30.908 nöfn, segir Varið land A ÞRIÐJUDAGINN höfðu aðal- skrifstofu samtakanna Varins lands borizt undirskriftarlistar með 30.908 nöfnum, segir I frétta- tilkynningu frá samtökum þessum. Listar þessir eru bæði af Reykjavikursvæðinu og utan af landi. Enn fremur segir i frétta- tilkynningunni, að undirskrifta- söfnunin hafi verið „borin uppi af miklum fjölda áhugamanna, sem hafa gefið sig fram og starfað af fádæma dugnaði”. Söfnun undir- skrifta mun ekki ljúka fyrr en eftir tvær vikur”, og er stefnt að þvi, að undirskriftirnar verði afhentar forsætisráðherra og forseta Sameinaðs alþingis fyrir 1. márz”. Þess er og getið i frétta- tilkynningunni, að þátttaka sé „þegar orðin miklu meiri en nokkur dæmi eru um i undir- skriftasöfnun hérlendis” SAFNAST ÞEGAR SAMAN 0 SAMVINNUBANKINN Tilkynning Athygli innflytjenda skal hér með vakin á þvi, að samkvæmt auglýsingu viðskipta- ráðuneytisins, dags. 31. desember 1973, sem birtist i Stjórnartiðindum og 8. tbl. Lögbirtingablaðsins 1974, fer 1. úthlutun gjaldeyris- og/eða innflutningsleyfa árið 1974 fyrir þeim innflutningskvótum, sem taldir eru i auglýsingunni, fram i febrúar 1974. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borist Landsbanka íslands eða útvegs- banka íslands fyrir 20. febrúar 1974. Landsbanki islands Útvegsbanki íslands Auglýsing Tryggingaeftirlitið vekur hér með athygli á þvi, að samkvæmt lögum nr. 26/1973 um vátryggingarstarfsemi, sem tóku gildi 1. janúar s.l., ber öllum þeim, sem nú reka hvers konar vátryggingarstarfsemi að sækja um leyfi til slikrar starfsemi fyrir 1. marz 1974. Umsókn skulu fylgja gögn i samræmi við reglugerð nr. 396 frá 28. desember 1973 ,,um leyfi til vátryggingar- starfsemi og skráningu i vátryggingar- félagaskrá.” Nánari upplýsingar og leiðbeiningar veitir Tryggingaeftirlitið, Stórholti 1, simar 26757 Og 26746. TRYGGINGAEFTIRLITIÐ ________________________________________ Nýkomið Corcoleum pappi Alominíumfoil og Veggpappi með plastþynnu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.