Tíminn - 07.02.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.02.1974, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Fimmtudagur 7. febrúar 1974. Fimmtudagur 7. febrúar 1974. TÍMINN 9 DÝRIÐ SEAA VINNUR HYLLI ALLRA Hinn heimsfrægi Ming Ming (sem talað er um i greininni), en hann er fyrsti risaþvottabjörninn, sem fæðzt hefur i ófrelsi. Með honum er auðvitað móðir hans, Li Li. Þau eiga heima i dýragarðinum i Peking. Villtur risaþvottabjörn 1 hinu gamla Kinaveldi leyfðu stjórnvöldin grimmdarlegar veiðar og frelsisskerðingu viiltra dýra. Hn siðan 1949, að Kommúnistafiokkurinn komst til valda, hefur stjórnin gengizt fyrir rannsóknum og veiðum undir ströngu eftirliti. Arangurinn hef- ur orðið sá, að einstaklingum margra dýrategunda, sem voru orðnar sjaldgæfar, hefur fjölgað til muna. Sjaldgæfastur allra dýra er risa-þvottabjörninn, Ailuropoda melanoleuca. Fá verður leyfi frá viðkomandi yfirvöldum, áður en þvottabjörn er veiddur, hvort sem það er fyrir dýragarð, eða til rannsóknar. Dráp er stranglega bannað. Aldrei hafa jafn-margir risa þvottabirnir verið myndaðir saman eins og á þessari inynd! Myndin var tekin f klnverskum dýragaröi. Eftir miklar rannsóknir á tömdum þvottabjörnum hafa kin- verskir dýrafræðingar safnað saman dýrmætum upplýsingum varðandi umhirðu þeirra, sjúk- dóma, fæðu, vöxt og endurnýjun kynstofnsins. Dýragarðurinn i Peking fékk fyrsta þvottabjörn- inn árið 1956, og seinna fengu fleiri stórir dýragarðar i Kina einnig þvottabirni. 1 september 1963fæddist fyrsti þvottabjörninn i dýragarði, en það var atburður, sem vakti heimsathygli. For- eldrarnir Li Li og Pi Pi eignuðust unga, karldýr, sem var kallaður Ming Ming. Sfðan hafa nokkrir þvottabirnir fæðst i kinverskum dýragörðum. Ekki er vitað ná- kvæmlega hve margir þvotta- birnir eru i kinverskum dýra- görðum, en i Peking eru a.m.k. fjórir. Utan Kina er par i dýra- garðinum i Washington, annað i Ueno dýragarðinum i Tokyo svo og I Norður-Kóreu. Þó hægt sé að fræðast mikið um þvottabjörninn með þvi að rann- saka hann i dýragörðum, er einn- ig nauðsynlegt að rannsaka hann við eðlilegar kringumstæður i náttúrunni. Visindamenn frá kin- verskum rannsóknarstofnunum og náttúrufræðideildum háskól- anna hafa farið margar rann- sóknarferðir upp i háfjöll, þar sem dýrið lifir og notið fylgdar kunnugra manna. Fornleifa- fræðingar hafa gert umfangs- miklar rannsóknir og skrifað fjölda skýrslna um steingerðar likamsleifar risa-þvottabjarnar- ins og aðrir visindamenn hafa rannsakað liffæra fræði hans. Þótt risa-þvottabjörninn hafi lifað á jörðinni i 600.000 ár, var hann ekki „.uppgötvaður” visindalega fyrr en árið 1869. Fullorðið dýr vegur rúmlega 113 kg og lengd skrokksins er milli 1,5 og 2 m, rófan er aðeins um 20 sm. Þetta óvenjulega dýr er rólegt og skapgott og vinnur hugi allra. Risa-þvottabjörninn likist mik- ið björnunum, en hefur einnig einkenni minni þvottabjarna og eða rauða þvottabjarnarins. Til hvaða tegundar telst hann? Sum- ir vlsindamenn hallast á þá skoð- un að hann tilheyri bjarnar- tegundinni Ursidae, aðrir Procyonidae og ann aðrir, sem álita að þvottabjörninn tilheyri hvorugri þessara tegunda. Flestir visindamenn eru nú á þeirri skoð- un, að risa-þvottabjörninn og birnirnir séu náskyldir og eigi e.t.v. sameiginlegan forföður. Kinverskir náttúrufræðingar hallast hins vegar að þeirri skoð- un, að hann teljist til eigin tegundar. Ailuropodiae og rök- styðja þeir kenningu sina með að benda á tannstöðu hans, meltingarfæri o.fl. Risa-þvottabjörninn er sjald- gæfur á okkar tlmum, en eitt sinn var hann útbreiddur um stórt svæði. Steingervingar sýna, að fyrir u.þ.b. 600.000 árum, hélt hann til á mörgum stöðum i Suð- ur-Kina. Það hafa lika fundizt þar steingervingar af mörgum öðrum dýrum, sem sýna að eitt sinn hef- ur risa þvottabjörninn lifað I heit- ara loftslagi en nú. T.d. hafa fundist leifar af mannöpum, hý- enum, mauraætum og filum, sem hafa dáið út isöld og við tilkomu mannsins. Aðeins risa-þvotta- björninn lifði. Nú fyrirfinnst risa-þvottabjörn- inn aðeins I norður- og suður Sechwan, I fjöllum i Kansu-héraði og suðurhluta Shensi héraðs i Klna. Heimkynni risa-þvottabjarnar- ins eru i skógivöxnu fjalllendi i 10.000-14,500 feta hæð yfir sjávar- mál. Loftslagið er yfirleitt kalt og rakt: sumrin eru svöl og vetur mjög kaldir. Oft rignir og snjóar. Skógarnir eru svo þéttir, að mað- ur getur varla séð metra fram fyrir sig, en þeir eru skjólsælir og ákjósanlegt skýli og uppspretta fæðu fyrir þvottabjörninn. Eitt sinn var álitið að risa-þvotta- björninn væri grasæta, og nærðist eingöngu á bambustrjánum. En nú er vitað að þótt hann nærist aðallega á bambustrénu, þá étur hann lika stundum smærri dýr. Bein hafa fundizt i maga dauðs þvottabjarnar. Rannsóknir hafa leitt i ljós, að risa-þvottabjörninn leggst ekki i dvala yfir veturinn, aftur á móti flytja þeir sig milli staða eftir árstiðum. Karldýrið og kvendýrið lifa sitt I hvoru lagi. Um fengitimann heyrast lág, djúp ástarköll þeirra i skóglendinu. Þegar kvendýrið er að þvi komið að ala ungann (um haustið) leitar hún að holu tré eða helli, þar sem hún elur ungann og hlynnir að honum. Nýfæddur risaþvottabjörn er venjulega ekki stærri en fullvaxin rotta og vegur um 100 grömm. Hann hefur gisinn, hvitan loðfeld, og getur ekki skriðið fyrr en hann er orð- inn þriggja mánaða. Risa-þvottabjörninn er rólegt dýr og hægt að komast mjög ná- lægt honum, en ef dýrið skynjar hættu, klifrar það upp i hátt tré. Það getur einnig synt yfir ar. Helztu óvinir þvottabjarna, villtir hundar og hlébarðar, ógna á eng- an hátt tilveru þeirra. Ennþá er margt ólært og órann- sakað varðandi risaþvottabjörn- inn, en rannsóknum er stöðugt haldið áfram. (þýtt og endursagt — gbk) Tilbúinn undir tréverk Hann er þess virði að þú lítir á hann tvisvar, nýi Volvoinn. Nýjungar, eins og ”hrein grind” með völsuðum langböndum, rafkerfi tengt í einum aðgengilegum töflukassa, lofthemlakerfi í nylon- leiðslum, 50 gráöu snúningsgeta, þrátt fyrir aöeins 3,8 metra lengd milli hjóla, koma þér skemmtilega á óvart. Eins og allt annað í sambandi við Volvo N. Volvo N er langt á undan öðrum í tækni og útliti. Volvo N er vörubíll framtíðarinnar orðinn að raunveruleika. Volvo N nýtir hvern einasta mögu- leika til hins ýtrasta í þágu eigandans. Allar tækni- legar upplýsingar um Volvo N eru ávailt til reiðu í Volvosalnum við Suðurlandsbraut. Hafið samband við Jón Þ. Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.