Tíminn - 07.02.1974, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Fimmtudagur 7. febrúar 1974
Börnin eiga að njóta myndanna
Opnuð hefur verið nokkuð
óvenjuleg málverkasýning i
Karlsruhe Kunsthalle i Þýzka-
landi. Sýningin er sérstaklega
ætluð börnum, og hafa málverk-
in öll verið hengd það neðarlega
á veggi sýningarsalanna, að
börnin eiga auðvelt með áð
njóta þeirra. Þetta er sannar-
lega nokkuð, sem menn mættu
taka upp hér á landi. Það gæti
verið skemmtilegt fyrir börn að
koma til dæmis i Listasafnið og
geta horft þar á myndir i réttri
hæð, svo þau geti virt listaverk-
in almennilega fyrir sér. Hér
sjáið þið hóp barna standa fyrir
framan eitt málverkið i safninu
i Karlsruhe.
Höfrungastofninn þrefaldast
Höfrungarnir i Svartahafi hata
verið taldir. Tók það þrjá mán-
uði og var gert bæði úr flugvél-
um og_af skipum. Talningin
sýndi, að siðan 1965, er bannið
við höfrungaveiði var sett, hefur
höfrungastofninn þrefaldazt, og
er hann nú um 800 þúsund.
Höfrungarnir lifa flestir á
siglingaleiðum við Krimskaga,
en þar verður nú sett á fót rann-
sóknarstofnun með neðan-
sjávarrannsóknarstofum til
þess að gera athuganir á þess-
um fróðlegu dýrum.
Árið 1 973 færði
mér bæði gleði og
vonbrigði, sagði
Olga Korbut
Allir muna eftir henni Olgu litlu
Korbút, sem varð heimsfræg
eftir siðustu Olympiuleika
vegna leikni sinnar i fimleikum
og fyrir heillandi framkomu
þar og viðar annars staðar.
Þegar hún lítur yfir árið 1973 og
svarar spurningum sovézks
iþróttafréttaritara, A.
Losminsky að nafni, þá segir
hún, að árið 1973 hafi orðið sér
erfitt á ýmsan hátt. Þó að gleði-
stundir hefðu verið margar á
slðastliðnu ári, þá segist hún
hafa átt við óhöpp og meiðsli að
strlða á árinu. Hún tók þátt i
Iþróttamóti stúdenta i sinu
heimalandi með meðsli i fæti, og
fékk þar þó 5 gullverðlaun.
Samt var hún ekki ánægð með
frammistöðu sina, — fannst hún
ekki vera nógu örugg. Þetta var
rétt fyrir Evrópumeistara-
mótið, sem var haldið i London
og nú fannst henni, að hún yrði
að sýna eitthvað nýtt og
spennandi þar. Hún fór að æfa
ný stökk og nýjar æfingar, en
timinn var naumur og allur
þessi flýtir hafði I för með sér ný
meiðsli, sem ollu þvi að þátt-
taka hennar i Evrópumeistara-
mótinu i London varð ekki með
eins miklum glæsibrag og
aðdáendur hennar bjuggust við.
Hið fræga heljarstökk hennar
afturá bak á slá mistókst, og
varð hún að hætta keppni
vegna meiðslanna. Olga segir:
Nú er fyrirhugað heims-
meistaramót, og nú ætla ég að
æfa meir af forsjá og iðni en
áður. Fimleikar eru enginn
sirkus, þó að kapp sé gott i
keppni, þá verða æfingarnar að
athugast rólega fyrst og æfast
með nákvæmni, þvi að
dómararnir fyrirgefa engin
mistök. Flýtirinn og leiknin
koma svo smátt og smátt, en
meiðsli min hafa oftast orðið, af
þvi að ég æfði nýjar æfingar,
sem ég hafði ekki náð að fullu
tökum á, af of miklu kappi, —
og það sé ég nú að borgar sig
ekki. Ég vonast til, sagði Olga,
að á þessu nýja ári gangi mér
velaðæfa og ég geti tamið mér|
viljastyrk til að þjálfa mig
stöðugt og markvisst. — Við
skulum vona að Olgu gangi vel á
heimsmeistaramótinu, þvi að
öll erum við hrifin af henni, —
jafnvel hérna á Islandi, þar
sem við höfum þó aðeins séð
hana I sjónvarpi!
— Kannizt þé ekki við þessa
morgna, þegar maður fer öfugu
megin út úr rúminu, ungfrú?
— Við hittumst þá aftur, þegar
heimsóknartimanum er lokið
ungfrú?
DENNI
DÆMALAUSI
En hvað þú ert nteð sæta svuntu.
Nú er nóg komið.