Tíminn - 07.02.1974, Blaðsíða 16
fyrir góéan mat
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖO SAMBANDSINS
Japanska sendiráðið
í Kuwait hertekið
— vegna atburðanna í Singapore
NTB—Kuwait — Ilópur
japanskra og arabiskra hryftju-
verkamanna ruddist i gær inn i
japansku sendiráðið i Kuwait og
tóku ambassadorinn og aðra
starfsmenn sendiráðsins i gisl-
ingu. Mennirnir kröfðust þess, að
þeir, sem stóðu að baki mis-
heppnaðri sprenguárás á oliu-
hreinsunarstöð Shell i Singapore
nýlega, verði fluttir til Kuwait
með japanskri flugvél.
Yrði þetta ekki gert, hótuðu
mennirnir að myrða gislana.
Japönsk yfirvöld sendu þegar
flugvél til Singpore til að sækja
hryðjuverkamennina, sem siðan
árásin var gerð á oliustöðina,
hafa haldið til um borð i ferju i
höfninni, ásamt tveimur gislum.
t gærkvöldi tilkynntu yfirvöld i
Kuwait, að japönsku flugvélinni
yrði neitað um lendingarleyfi, ef
hún kcémi þangað. Hryðjuverka-
mönnunum i sendiráðinu var til-
kynnt það.
I tilkynningu stjórnar Kuwait
segir, að enn fari fram samninga-
viðræður við mennina, sem eru úr
frelsishreyfingu Palestinu og
japanska rauða hernum. Þeim
hefur verið lofað að fara frjálsum
úr landi, ef þeir sleppi gislunum i
sendiráðinu. Úr skrifstofum
sendiráðsins hafa hryðjuverka-
mennirnir beint fjarritasambandi
við rikisstjórnina i Japan.
Olíuhneykslismálið á Ítalíu:
VINNUKONAN FÉKK 110
MILLJ. KRÓNA ÁVÍSUN
NTB—Róm — italska stjórnin
hefur ákveðið að fresta fyrir-
hugaðri hækkun á bensini i
bráðina. Ástæðan er sú, að beðið
er niðurstaðna rannsóknar á
þeim staðbæfingum, að oliusalar
hafi mútað stjórnmálamönnum
og cmbættismönnum til að láta
lita svo út, að oliukreppan sé enn
alvarlegri, en hún er.
Fimm dómarar i Róm og
Genúa hafa fyrirskipað sima-
hleranir og að lagt verði hald á
skjöl og bókhald margra oliu-
félaga meðan verið er að rann-
saka málið.
Rannsakendur hafa fundið
sannanir fyrir þvi að ávisun
hljóðaði upp á 110 milljónir (isl.
kr.) hefur verið gefin út á nafn
vinnukonu stjórnmálamanns,
sem ekki er nafngreindur. Aðrar
ávisanir hafa verið gefnar út á
hin ótrúlegustu nöfn, meira að
segja ein á nafn frægs veð-
hlaupahests.
Dómarar þeir, sem stjórna
rannsókninni hafa ákveðið,að öll
þau skjöl, sem hald verður lagt
á, skuli vera i gæzlu vopnaðra
lögreglumanna allan sólar-
hringinn.
Stjórnarheimildir sögðu i gær,
að áætlað hefði verið að hækka
bensinverð upp i ca. 35 krónur
litrann og hefði það orðið þriðja
hækkunin á fimm mánuðum.
Skjöl, sem lagt hefur verið hald
á, sýna, að oliusalar gáfu rikis-
stjórninni rangar upplýsingar um
ástandið, þegar Arabar skrúfuðu
fyrir oliukranana. A grundvelli
þessara upplýsinga gerði stjórn-
in siðan ráðstafanir til
skömmtunar. Sérfræðingar vilja
meina, að þá hafi oliubirgðir
verið um 40% meiri, en oliu-
félögin vildu vera láta.
BORGARBOKASAFN HEFUR
ÞJÓNUSTU VIÐ BUNDA
S.P.—Reykjavik — Siðastliðin
þrjú ár eða svo hefur Borgar'-
bókarsafnið unnið að þvi að
koma sér upp segulbandasafni til
að þjóna blindum. Að sögn Eiriks
Hreins Finnbogasonar borgar-
bókavörðs er þetta nú komið á
góðan rekspöl, en vegna anna við
hina stórvaxandi starfsemi safns-
ins siðustu ár hefur litill timi
gefizt til þessa. Kvaðst Eirikur
vonast til þess, að hægt verði að
hefja þessa starfsemi safnsins af
fullum krafti mjög bráðlega eða
nú seinni partinn i vetur. Safnið
er búið að fá sér gott tæki til upp-
töku en miðað er við, að það hafi
minnst eitt hundrað spólur til út-
lána, er þetta nýja segulbandsafn
blindra verður auglýst og opnað.
Ung stúlka, Elva Björk
Gunnarsdóttir, mun veita þessari
deild Borgarbókasafnins for-
stöðu, en hún er menntuð i bóka-
safnsfræðum og hefur undanfariö
starfað i Sviþjóð við bókasafn,
sem nefnist „Bókin kemur”. Frá
þvi safni eru einmitt lánuð segul
bönd til blindra, en slik starfsemi
er mjög öflug i Svþiþjóð, og auk
þess léttir þetta safn undir hjá
fleira fólki, sem er hjálparþurfi,
með þvi að senda þvi heim bækur.
Borgarbókasafnið á núna um 50
upptökur af sögum, og hefur svo-
litið verið gert af þvi að lána þær i
blindraheimilin. Rikisútvarpið
hefur tekið upp á þessar spólur
fyrir safnið, fyrir ekki neitt —
sögur sem þar hafa nýlega verið
fluttar. — Mér hefur fundizt það
skaði, að upptökur útvarpsins á
bókum, i mörgum tilfellum mjög
góðum, skuli eyðilagðar að flutn-
ing loknum. Nú hlusta blindir á
útvarp, en þegar frá liður gætu
þeir haft geysimikið gagn af
þessu, sagði Eirikur.
En eins og áður greinir frá er
Borgarbókasafnið nú búið að fá
tæki til að taka sjálft upp efni.
Þegar starfsemin verður komin i
fullan gang, munu blindir geta
fengið spólurnar sendar heim eða
sótt þær niður á safn eftir vild.
Nýr liður i starfsemi Borgar-
bókasafnsins er einnig hljóm-
plötusafn, sem það hefur verið að
koma upp i útibúinu i Bústaða-
kirkju. Þar getur fólk fengið að
velja sér plötur til að hlýða á á
staðnum, en þær eru ekki lánaðar
út.
Enn syrtir í álinn fyrir Heath:
Nýjar kosningar
eina lausnin
NTB—London — Vangaveltur
um að Edward Hcath kynni að
rjúfa þing og efna til nýrra
kosninga jukust um allan
hclming i gær, þegar samband
námaverkamanna tiikynnti að
það myndi reyna að fá önnur
verkamannasamtök til að
stöðva allar sendingar kola og
oliu til orkuvcranna.
Leiðtogi neðri málstofu
brezka þingsins, James Prior,
sem er einn af nánustu ráð-
gjöfum Heaths, sagði i gær, að
rikisstjórnin hefði gengið eins
langt og hugsazt gæti til að
reyna að koma i veg fyrir
verkfall i kolanámunum.
Prior lét að þvi liggja, að þau
vandamál, sem stjórnin á nú
við að etja, sé aðeins hægt að
leysa með nýjum kosningum.
— Námamenn hafa haldið
sinar kosningar og við ættum
ef til vill að halda okkar, sagði
hann.
Meðal þingmanna neðri
málstofunnar er það útbreidd
skoðun, að Heath muni boða til
nýrra kosninga annaðhvort 28.
febrúar eða 7. marz. Ef fyrri
dagurinn verður fyrir valinu,
verður að rjúfa þing fyrir
föstudag i næstu viku.
Margir sérfræðingar eru
þeirrar skoðunar, að
aímenningsálitið muni snúast
námamönnum i óhag ef þeir
gera verkfall og er þvi búizt
við að Heath muni nota sér
það til að öðlast umboð
kjósenda á ný.
Ef kosningar verða til þess
að auka meirihluta ihaldsins i
neðri málstofunni, veitir það
Heath möguleika til að ganga
enn harðar að námaverka-
mönnum.
Ragnar í Smdra
sjötugur
1 TILEFNI sjötiu ára afmælis
Ragnars Jónssonar i Smára, sem
er i dag, hefur stjórn Listasafns
ASt og miðstjórn Alþýðusam-
bandsins ákveðið að stækka og
í dag
reisa mynd Sigurjóns ólafssonar,
Kriuna, i landi Mundakots á Eyr-
arbakka, en það er æskuheimili
Ragnars Jónssonar.
Mikil loðna, en
óvissa um móttöku
—hs—Rvik, — Mjög mikii loönu-
veiði hefur verið siðustu dagana
og var heildarloönuaflinn orðinn
tæplega 158 þús. lestir um kl. 10 i
gær. Nú er þróarrými viðast hvar
fullt, ncma hvað eitthvað hefur
losnað á Seyðisfirði og i Neskaup-
stað. Ennfremur er laust þróar-
rými á Vopnafirði og á Raufar-
liöfn, en þangaö hefur engin loöna
borizt ennþá. Allmörg skip voru i
gærdag á leið til Austf jarðahafna
til að landa.
Blaðið hafði i gær samband við
Gunnar Ólafsson, formann
Félags sildar- og fiskimjölsverk-
smiðja á suðvesturlandi, og sagði
hann, að fundur yrði haldinn i
félaginu á morgun, föstudag, þar
sem reynt yrði að komast að sam-
eiginlegri niðurstöðu um það,
hvort hætta bæri móttöku á loðnu,
vegna yfirvofandi verkfalls.Hann
sagði, að verksmiðurnar á þessu
svæði væru að meðaltali 10 daga
að bræða upp úr þrónum, en eins
og sagt vari blaðinu i gær, er
mjög slæmt ef hráefnið verður
gamalt áður en það er brætt,
vegna rotnunar og rýrnunar og
aukinna erfiðleika við vinnsluna.
Lýsið sem úr loðnunni fæst
verður súrara, eftir þvi sem loðn-
Framhald á bls. 13
Sonardóttur
blaðakóngs rænt
NTB—San Fransisco — Mikið lið
lögreglu leitaði i gær i San
Fransisco og nágrenni að tveimur
svertingjum og einni konu, sem i
fyrrakvöld rændu 19 ára gamalli
sonardóttur bandaríska blaða-
kóngsins William Hearst.
Ránið var afar tilþrifamikið.
Patricia Hearst var i heimsókn i
ibúð unnusta sins skammt frá
Berkeley-háskólanum, þegar
kona og tveir menn brutust
þangað inn.
Patricia, sem aðeins var hálf-
klædd, var umsvifalaust dregin út
úr húsinu og fleygt inn i bil, sem
siðan hvarf á brott á miklum
hraða.
Sjónarvottar, segja, að stúlkan
hafi stöðugt hrópað á hjálp.
Unnustinn og nágranni reyndu að
tala um fyrir ræningjunum, en
voru slegnir niður. Ræningjarnir
voru vopnaðir skammbyssu og
haglabyssu og skutu mörgum
skotum og sjónarvottum skelk i
bringu, en enginn varð fyrir
skoti úr byssunum.
Lögreglan sagði i gær, að
ræningjarnir hefðu ekkert sam-
band haft við blaðakónginn, eða
sett fram nokkrar kröfur um
lausnargjald. Hann sendi út til-
kynningu i fyrrakvöld, þar sem
hann bað ræningjana að hafa
þegar samband við sig. Jafn-
framt bað hann þá að gera ekki
stúlkunni mein á nokkurn hátt.
Lögregluvörður er nú við heimili
allra meðlima Hearst-fjÖl-
skyldunnar.