Tíminn - 07.02.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.02.1974, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 7. febrúar 1974. fólki, því að nú var komið fram undir kvöld, og auk þess var i bænum f jöldi fólks úr nálægum sveitum til þess að taka þátt i hátíðahöldunum, sem hæfust í garði Búdda- musterisins, þegar tunglið kæmi upp. Eiríkur lét berast með mannfjöldanum og horfði á verzlanirnar, þar sem seldar voru luktir á grafirnar, pappírsblóm og matvæli, sem lögð voru f ram sem fórnir til hinna dánu. Hann hafði verið að skoða verzlun, þar sem seld voru syngjandi skorkvikindi í litlum búrum, er hann sneri sér við og stóð andspænis konunum frá sjávarþorpinu. Þær komu gangandi í hóp gegnum mannþröngina, allar svo furðulega látlausar og allar tómhentar. Allir aðrir á götunum voru með luktir og þappirsblóm, sem þeir höfðu verið að kaupa, en þær voru ekki með neitt. En bronsdökkar, kraftalegar í vexti, mynduðu þær áhrifamikla mótsetningu við hinar konurnar, bliðlegar og þokkafullar í allri framkomu. Þær sáu Eirík, og hann fann, að þær þekktu hann aftur, en það varð ekki séð á þeim. Þær gengu bara rólega áfram og töluðu saman á lágum hljóðum. Unga stúlkan var i hópi þeirra,og honum fannst hún líta til hans undan löngum augnhárunum, um leið og hún gekk f ram- hjá, en um það gat hann ekki sagt með neinni vissu. Hann leit ekki um öxl fyrr en þær voru komnar spöl- korn í burtu, en þá voru þær ekki sjáanlegar lengur. Þær höfðu farið niður einhverja af hinum f jölmörgu hliðar- götum á milli húsanna. Hann gekkk sömu leið til baka, en hversu mikið sem hann skimaði umhverf is sig, gat hann hvergi komið auga á þær, og hann hélt aftur til sjúkra- hússins, meðan hann braut heilann Um, hvað þetta kven- fólk skyldi vera að tala og hugsa um hann. Unga stúlkan hafði ekki verið eins hrífandi i þessu umhverfi og hún hafði verið fyrsta daginn á ströndinni, en þó höfðu fyrri tilfinningar lifnað að nýju við að sjá hana. Aðvörun hins japanska vinar hans kom þessum nýja logatil að blossa enn heitar upp. Jafnvel kuldalegt viðmót þessa kvenfólks hafði næstum því jafnæsandi áhrif á hann og unga stúlkan sjálf. Læknirinn f rá Toyama kom ekki fyrr en eftir sólarlag. Þetta var miðaldra maður með gleraugu. Hann rann- sakaði slasaða manninn vandlega og lýsti því síðan yfir, að unnt myndi reynast að bjarga handleggnum. Nokkrar vikur myndu liða, unz unnt yrði að senda hann aftur til skipsins og þess vegna var ákveðið að hann skyldi fara til Osaka um leið og hann yrði ferðafær. Þess vegna kvöddu þeir Nielsen, sem orðinn var það deyfður af ópíum, að hann þekkti þá naumast. Síðan héldu þeir út að hlaupakerrunum. VIII. Bon Odori Það hafði orðið mikil breyting á bænum. Um leið og tók að dimma, hafði tunglið komið upp og I jómaði nú yf ir þeim hluta hafsins, sem sást frá bænum. Meðfram silf urblikandi sjónum af mörkuðu logandi bálin og blysin ströndina, og meðfram allri götunni, svo langt sem augað eygði, sáust við dyr húsanna logandi blys, sem buðu anda hinna framliðnu velkomna. Hvergi var nokkur manneskja á ferli, en það var einmitt þessi skortur á hvers konar lífi og hreyfingu, sem setti sinn sérkennilega, óhugnaplega svip á allt saman. — Það eru allir niðri í Musterisgarðinum við dansinn, sagði japanski læknirinn, sem fylgt hafði þeim til dyra. Haf ið þið aldrei séð þann atburð? Ef þið getið taf ið hálfa klukkustund enn, áður en þið haldið heimleiðis, skal ég fylgja ykkur þangað. Það er ekki langt. Hlaupararnir fylgdust líka með, og allur hópurinn hélt niður eftir götunni. Þegar þeir komu fyrir eitt hornið, fóru þeir í gegnum gríðarmikið timburhlið og stóðu nú á stóru, opnu, tunglskinslýstu svæði, sem var umkringt hreyf ingarlausum og svo til þöglum mannf jölda. Við og við rauf barnsrödd kyrrðina, en annars heyrðist aðeins strjált hvísl, sem var eins og skrjáf i laufi. Stór leður- blaka flaug fyrir mánann, og hér og þar sáust nætur- f iðrildi á f lögri, stór og hvít: annað virtist ekki hreyfast. Allt í einu kvað við gríðarstór klukka, og mannf jöldinn greip andann á lofti — hljóð, sem aldrei gleymist þeim, sem það hefur heryrt. Á næsta andartaki var eins og þoka ylti út um musterisdyrnar, það var allur skarinn, sem tók þátt í dansinum viö hátíðahöld hinna dauðu — allt úngar konur og allar eins og andar i tunglsljósinu í óhugnanlegri kyrrðinni. Þær hreyfðust án þess að lyfta fótunum, og þegar il- skór þeirra strukust eftir hellunum og blönduðust lófa- takinu, taktföstu og draugalegu, meðan þær sveigðu sig til hægri og vinstri og mynduðu loks gríðarstóran hring, og stóðu svo hreyf ingarlausar, fylltist loftið óhugnanleg- um þyt. Um leið og þær stönzuðu, varð algjör kyrrð. Ekkert herðist nema kliðurinn í fuglunum í greinum trjánna, sem glömpuðu í tunglskininu vestan hofsins. Eiríkur fann, að hjartað hamaðist í brjósti hans, ekki síður en daginn þegar festar skipsins voru ótraustar og þungir brotsjóir gengu yfir skipið. Svo kvað tromman við aftur, líf færðist aftur í dans- endurna, og á ný heyrðist þyturinn í ilskóm þeirra eins og andvörp. Þessi dans átti uppruna sinn í löngu gleymdum tímum m i i Fimmtudagur 7. febrúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8:45: Vilborg Dagbjarts- dóttir heldur áfram sögunni „Börn eru bezta fólk” eftir Stefán Jónsson (3). Morgunleikfimikl. 9.20. Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson sér um þáttinn. Morgun- popp kl. 10.40: The Alman Brothers Band syngur og leikur. Hljómplötusafniðkl. 11.00: (endurt. þáttur G.G.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Dyr standa opnar” eftir Jökul JakobssonHöfundur les (7). 15.00 Miðdegistónleikar: Zino Francescatti og Fil- harmoniusveitin i New York leika Serenötu fyrir fiðlu, strengjasveit, hörpu og ásláttarhljóðfæri eftir Leon- ard Bernstein, höfundur stj. Leonard Pennario og Sinfóniuhljómsveitin i Pitts- burg leika Pianókonsert i F dúr eftir George Gershwin, William Steinberg stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 16.45 Barnatimi: Agústa Björnsdóttir stjórnar Með henni lesa Knútur R. Magnússon og Sigriður Ámundadóttir efni úr bók- um i þýðingu Freysteins Gunnarssonar. 17.30 Framburöarkennsla i ensku. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.10 Bókaspjall og mynd- listarþátturinn i skimunni. Umsjónarmenn: Sigurður A. Magnússon og Gylfi Gislason. Þættirnir eru steyptir saman i eina heild að þessu sinni og fjalla um Ragnar Jónsson i Smára. 20.15 „Gullna hliðið”, tónlist eftir Pál isólfsson við sjón- leik Daviðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Sinfóniuhljóm- sveit islands leikur, Páll P. Pálsson stjórnar. 20.40 Leikrit: „Andlát móður frúarinnar” eftir Georges Feydeau. Þýðandi: Úlfur Hjörvar. Leikstjóri: Helgi • Skúlason. Persónur og leik- endur: Yvonne: Helga Bachmann. Lucien: Þor- steinn Gunnarsson. Anette: Þórunn Magnea Magnús- dóttir. Joseph: Árni Tryggvason. 21.40 Strengjakvartett i d-moll (K-421) eftir Mozart. Smetana kvartettinn leikur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Morðbréf Margeirs K. Laxdals, — sjötti hluti.Saga eftir Hrafn Gunnfaugsson i útvarpsgerð höfundar. Flytjendur: með höfundi: Rúrik Haraldsson, Örn Þorláksson og Lárus Óskarsson. 22.40 Manstu eftir þessu?Tón- listarþáttur i umsjá Guð- mundar Jónssonar pianó- leikara. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.