Tíminn - 07.02.1974, Síða 15
■ f M' 1 I i
Fimmtudagur 7. febrúar 1974.
TÍMINN
15
hittust strákarnir. Peir
höfðu þá étið miðdegis-
verð og farið i slarkföt.
,,Þetta fáum við borgað,
áður en langt liður.”
sagði Jón. ,,Hann hlýtur
að komast að þvi, að við
höfum hent gaman af
honum. Þó að ekki væri
annað, þá getur það
frétzt eftir hinum börn-
unum, að það vorum við,
sem þvældum kúna i
tjóðrinu.”
— Sú stund, sem er
góð, er ekki slæm, sagði
Pétur Kristján. — Og ef
við hefðum ekki gert
það, sem við gerðum, þá
hefðum við báðir verið
hýddir i dag. Auðvitað
launar hann okkur
lambið gráa, ekki er að
efa það, ef við högum
okkur ekki þannig, að
hann fái ekki færi á
okkur, sem varla kemur
til.
Jón stakk upp á, að
þeir skyldu lesa vel i
bibliusögum og kveri
undir morgundaginn.
Pétur Kristján
samþykkti það. Voru þó
báðir hálf daufir i dálk-
inn, þvi að sjálfsagt gat
kennarinn fundið upp
einhverja gildru til að
festa þá i.
Þeir lágu. úti i mat-
jurtagarði og voru að
róta þar i moldinni. Þá
fundu þeir músarholu.
Þeir grófu svo djúpt, að
þeir fundu músina og
náðu henni.
— Það gæti verið
gaman að ala hana,
þessa, sagði Jón.
— Eða gefa
kennaranum hana,
sagði Pétur Kristján.
Honum þykir svo gaman
að músum. Þeir ráku
upp hlátur, þvi að sann-
leikurinn var sá, að
kennarinn var hræddur
við mýs, eins og kven-
fólk getur frekast verið.
— Geymdu hana i
pennastokknum þinu.
Hver veit til hvers
0 Erum ekki...
auk mánaðarkaups og fæðis.
Kröfurnar hljóða upp á hækkun
kaupliða auk annarra atriða.
Farmanna- og fiskimanna-
sambandið hefur enn ekki ákveð-
ið að fara i verkfall, en yfirmenn
á bátaflotanum verða sjálfkrafa
að leggja niður vinnu, ef
undirmenn fara i verkfall. Sátta-
fundur verður með yfirmönnum
og útgerðarmönnum á morgun.
O Skóiafólk
lamandi áhrif á likamlegt þrek
æskumanna, nema jafnframt
bóknámi sé nokkrum tima varið
til iþrótta og útivistar. bess er og
gætt, þegar námsskrá er samin,
að ætla tima til þess og telst það
til skólastarfsins.
í frumvarpi um grunnskóla er
kveðið svo á:
,,Miðað við niu mánaða starfs-
tima grunnskóla og 6 daga skóla-
viku skulu starfsdagar skóla á
hverju skólaári teljast vera 210.
Af þeim skal 195 dögum hið fæsta
varið til kennslu og prófa, en allt
að 15 dögum til annarra þarfa
skólans, og er i þvi sambandi
heimilt að taka tillit til sérstakra
atvinnuhátta og aðstæðna i skóla-
hverfinu.”
,,Skólastjóri og kennararáð
ákvarða, hversu ráðstafa skulu
þeim starfsdögum skólans, 15eða
10, sem ekki er skylt að nota til
kennslu eða prófa.”
,,1 öllum skólum á grunn-
skólastigi skal nemendum gefinn
kostur á að taka þátt i tómstunda-
og félagsstarfi á vegum skólans
eftir þvi sem aðstæður leyfa.”
Frumvarp þetta kveöur svo á,
að heimilt skuli að vera að kveðja
til starfa við landgræðslu tvo
daga á hverju skólaári hvern
þann nemanda, sem orðinn er 12
ára eða eldri og stundar nám i
skóla, sem kostaður er af rikinu
aö einhverju eða öllu leyti, enda
sé namandinn hraustur og
ófatlaður. Landgræðslustörf i
þessu sambandi teljast græðsla
lands og hvers konar vinna vegna
gróðurverndar, gróðursetning
trjáplantna, grisjun skóga og
fegrun skóglendis, gróðursetning
skrúðjurta og endurbætur skrúð-
garða, lagfæring og fegrun
umhverfis skóla, gistihúsa,
sjúkrahúsa eða annarra opin-
berra menningar- og liknarstofn-
ana. Landgræðslustörf skólafólks
skulu undirbúin og skipulögð sem
bezt að tilhlutan Skógræktar rik-
isins, Landgræðslu rikisins eða
búnaðarsambands.
Samkvæmt yfirliti um fjölda
nemenda og kennara i skólum
skólaárið 1972-1973 — en það yfir-
lit er birt með grunnskólafrum-
varpinu — voru þá samtals um 25
þúsund nemendur i skólum þeim,
sem frumvarp þetta tekur til. Ef
frumvarpið verður lögfest og
ákvæði þess látin koma til fullra
framkvæmda, má ætla með visun
til nemendafjölda, að hægt verði
á þessum grundvelli að fá unnin á
einu ári um 50 þúsund dagsverk
við landgræðslu, þótt vinna hvers
einstaklings við þessi verkefni sé
aðeins tvö dagsverk á ári. Af
þessu má marka, að hér er um að
ræða verulegt framlag til gróður-
verndar og landgræðslu.
t frumvarpi þessu felst heimild
til að kveðja til landgræðslustarfa
nemendur i skólum, sem
kostaðir eru af rikinu að
einhverju eða öllu leyti. Ekki
verður skylt að láta þetta koma til
fullra framkvæmda þegar i stað.
Akvæði frumvarpsins, ef að lög-
um verða, má framkvæma i
áföngum, eftir þvi sem störfin
verða undirbúin og skipulögð
samkv. 3. gr. Kemur þá i ljós,
hvort hugmynd sú, sem hér er
reifuð, stenzt próf reynslunnar.
Með þessu frumvarpi er ekki
stefnt að þvi að koma á með lög-
gjöf þvingandi valdboði. Það er
borið fram með það fyrir augum
að glæða þann áhuga á þessu við-
fangsefni, sem komið hefur fram
hjá ungmennafélögum og ýrrlsum
öðrum, og að efla starfsemi
áhugamanna á þessu sviði.
Þjóðhátiðarárið 1974 á að verða
ár mikilla fyrirheita um að græða
landið, bæta það og fegra. Unga
kynslóðin, sem vissulega nýtur
góðra lifskjara i landinu, á að fá
tækifæri til að sýna með skipu-
legum átökum, að börn vorhug-
ans séu að verki, þar sem hún
gengur til starfa.
r
liii
Fundur um
stjórnmálaviðhorfið
Framsóknarfélögin i Reykjavik halda fund að
Hótel Esju i kvöld fimmtudagskvöld kl. 20:30.
Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra ræðir
stjórnmálaviðhorfið. Allt stuðningsfólk
Framsóknarflokksins velkomið á fundinn.
Félag framsóknarkvenna
Félagskonur munið fundinn að Hótel Esju i kvöld kl. 20:30, þar
sem Ölafur Jóhannesson, forsætisráðherra,talar um stjórnmála-
viðhorfin. Stjórnin._____________J
Þjóðhótíðarmerki Ásatrúarmanna:
SÓLKROSS ÚR SILFRI,
BUNDINN RÚNUM
0 Loðnan
hjá Fiskmatinu. Sagði hann að
þeir hefðu mjög lítinn mannskap
til að fylgjast með aflasamsetn-
ingu allra loðnufarmanna, sem
bærust á land. Þessa stundina
hefðu þeir nóg að gera við að
fylgjast með þvi, að loðna, sem
fara ætti til frystingar, væri
frystingarhæf, og við þær athug-
anir hefðu þeir rekizt á litið magn
af sild i aflanum.
Ef svo fer að loka verður
svæðinu frá Hrollaugseyjum að
Ingólfshöfða á nótinni, eins og
Jakob Jakobsson leggur til, ætti
það ekki að koma verulega að
sök, þvi að aðalveiðisvæðið hefur,
a.m.k. undanfarið, verið allmiklu
vestar.
o Víðivangur
verðhækkanir og svo Vest-
mannaeyjagosið, sem hafði
úkaflega mikil áhrif á a111 at-
vinnulif i landinu og jók verð-
bólguna til muna, þar sem
framkvæmdirnar eftir gosið
komu fyrst og fremst á þaö
svæði landsins, sem mest
áhrif hefur á verðþensluna,
Suðvesturlandið.4
Lifskjör almennings i land-
inu hafa verið góð á siðasta
ári, og betri en nokkru sinni
fyrr, þvi að kaupmáttur launa
hefur auki/.t þrátt fyrir allt.
Þar koma til kaupbreytingar,
er gerðar voru, þegar þessi
rikisstjórn tók við, og svo hin
mikla og góða atvinna um
land allt á sl. ári."
—TK
Auglýsið í Tímanum
ASATRÚAKFÉLAGIÐ hefur
látið gera táknmerki til minn-
ingar um ellefu hundruð ára
byggð i landinu, segir i fréttabréfi
frá þessum samtökum. Þetta cr
barmmcrki, sólkross bundinn
rúnum, gerður úr silfri á bláum
grunni. Þetta táknmerki verður
einnig á minnispeningi, sem
félagið liyggst gefa út.
Þá hefur félagið látið gera
silfurkringu sem táknar heims
mynd Ásatrúarinnar eins og lýst
er i Eddunum. I fréttabréfinu
er einnig skýrt frá þvi, að Asa-
trúarmenn hafi gert útvarps-
þætti bæði handa sænska og hol-
lenzka sjónvarpinu og i bigerð sé
þáttur vegna bandariskrar út-
varpsstöðvar. Sagt er og. að i
sumar sé von á Ásatrúarmönnum
frá Bandarikjunum og Þýzka-
landi á þjóðhátiðina.
Cavalier-hjólhýsin 1974
Okkur er ónægja að tilkynna að Cavalier-hjólhýsin
órgerð 1974 eru komin til landsins
Okkur er einnig dnægja að tilkynna að vegna sérstaklega hag-
stæðs gengis d sterlingspundinu hafa verðin síðustu vikurnar
lækkað um tugi þúsunda
Gjörið svo vel — húsin eru sýnd í sýningarsal okkar hér að
Klettagörðum 1 1 — Sundaborgum (d móti Laugarósbíói).
Einnig sýnum við hollenzku Casita-fellihýsin og þýzku
Knaus-hjólhýsin.
Gísli Jónsson & Co. h.f.
SUNDABORGUM — KLETTAGÖRÐUM — SÍMI 8-66-44