Tíminn - 16.02.1974, Side 3

Tíminn - 16.02.1974, Side 3
' Laugardagur 16. febrúar 1974. TÍMINN 3 k ■ í Disilstöð handa Bolvikingum sett um borð i Arvakur i Reykjavík I gær. Neyðarástand í Bolungavík: Snjóflóð féll á lón va ra raf stöðva ri n na r SJ-Reykjavik A fimmtudag féll mikið snjóflóð niður i lón Reið- hjallavirkjunar við Bolungarvik. Flóðið braut isinn, sem var á lón- inu, og olli svo mikilli flóðbylgju að lónið tæmdist yfir stifluna. Rafmagnslinan til Bolungavikur var biluð fyrir af völdum óveðursins fyrr i vikunni, og var Reiðhjallavirkjun notuð til vara. Undir venjulegum kringumstæð- um getur virkjunin framleitt um 400 kv og var þvi sæmilegt ástand á Bolungavik hvað raf- orku snerti. Eftir snjóflóðið hefur virkjunin aðeins hálfa afkastagetu eða um 200 kv. Algert neyðarástand varð á Bolungavik, að þvi er Valgarð Thoroddsen rafveitustjóri sagði i gær. Árvakur fór i gær áleiðis vestur á Bolungarvik með 500 kv díselvél, sem átti að fara austur á Djúpavog. Verður diselvélin þar til bráðabirgða meðan þetta ástand stendur, en full þörf er raunar fyrir hana á Djúpavogi. 1 gær var aðeins hægt að fá simasamband við Vestfirði norð- an Tálknafjarðar um neyðar- sima. Loðnan jökli undir — heildaraflinn ndlgast 250 þús. lestir -hs-Rvik. Loðnan mun nú vera komin vestur og norður undir Snæfellsnes, en þar urðu loðnu- Húsið, sem Faxasjóður hefur keypt f Eyjum. Málverkasýning til fjársöfnunar Vegna æskulýðsstarfs í Eyjum ED-Reykjavik. — Sl. laugardag var opnuð sýning i Bogasal Þjóðminjasafnsins. Fyrir sýning- unni stendur svokallaður Faxa- sjoður, cn hlutverk hans er að safna fé til skátastarfseminnar i Vestmannaeyjum, og hefur hann fest kaup á húsi þar. Þarna eru 22 verk eftir islenzka málara, en sérlegur gestur sýningarinnar er enski lista- maðurinn Keith Grant og eru verk hans 13 að tölu öll frá gosinu I Heimaey. Sýningin verður opin 16. til 24. febrúar, frá kl. 14 til 22 alla daga. Sýninguna opnaði séra Jóhann Hliðar, að viðstöddum verndara sýningarinnar, herra Kristjáni Eldjárn, forseta Islands. skip á siglingu til Siglufjarðar vör við lóöningar. Alls höfðu 11 skip tilkynnt um afla til Siglufjarðar um kl. 18 i gær, og var þá byrjað aðlandaþar úr Sigurði, sem var með 700 tonn. Annars fara loðnu- skipin aðallega til Austfjarða- hafna með aflann, en veiðisvæðið náði i gær frá Ingólfshöfða, vest- ur fyrir Reykjanes, aðallega um- hverfis Vestmannaeyjar. Heildaraflinn á vertiðinni var um kl. 6 e.h. i gær orðinn 245 þús.lestir, en eins og áður sagði fara skipin aðallega með aflann vesturleiðina til Siglufjarðar og til Austfjarða. Allt geymslurými er ennþá fullt á Vestfjörðum, en þar hefur bræðsla gengið mjög illa vegna tiðra rafmagns- truflana, sem orðið hafa vegna veöurs. Fráþvikl.18 I fyrradag og til miðnættis tilkynntu eftirtalin skip um afte: Húnaröst 160, Dagfari 260, Bjarnarey 50, Sigurbjörg 260, Björg NK 170, Albert 110, Bjarni Ólafsson, 200, Faxi 130, Viðir AK 115, Sigurbjörg GK 50, Sæunn 160, Asþór 100, Ljósfari 260, Friðþjófur 100, óttó Wathne 65, Sigurvon 70, Huginn II 110, Björg 140, Árni Kristjánsson 140, As- borg 60, Sæberg 240, Loftur Bald- vinsson 480, Gullberg 110, Arney 120, Höfrungur III 100, Þorbjörn II 120 og Hrafn Sveinbjarnarson 120. Frá miðnætti fram til kl. 18 i gær tilkynntu eftirtalin skip um afla: Heimaey 40, Surtsey 80, Is- leifur IV 100, Jón Garðar 150, Gunnar Jónsson 80, Ásver 45, Frh. á bls. 6 — Tímamynd: Róbert. HEIAAILD TILVERK- SVIPT- INGAR -hs-Rvik. Sáttafundur ASÍ og VSÍ stóð til kl. hálf þrjú i fyrrinótt, cn i gærmorgun hófust fundir i undir- nefndum. VSÍ boðaði félagsmenn sina til fundar kl. 14 i gær, en kl. 17 hófst sáttafundur að nýju. Á félagsfundinum, sem VSlhélt i gær, var veitt heimild til verk- sviptingar sem felur það ? sér, að viðkomandi atvinnurekendur laii ekki vinna i fyrirtækjum sinum. Sáttasemjari, Torfi Hjartarson, sagðisiðdegis igær, að ennþá væri veriðað ræða grundvallaratriðin, og búast mætti við fundi fram eftir kvöldi. Að öðru leyti væri ekkert unnt að segja. Eins og sagt var frá i blaðinu i gær, hefur náðst samkomulag um flokkaskipan almenna verka- fólksins, en á fundinum I gær, mun m.a. hafa verið reynt að tengja flokkaskipan iðnaðar- og verzlunarfólks við það, sem þegar hefur náðst samkomulag um, svo og aðrar sérkröfur. „Vér morðingjar" til Norðurlanda Dagana 6.-8. febrúar var haldinn hér i Reykjavik fundur leiklistardeildar sjónvarps- stöðvanna á Norðurlöndum, og sóttu hann 17 erlendir fulltrúar. Rædd voru ýmis mál varðandi samvinnu og samskipti stöðvanna á sviði leikrita- flutnings og skoðuð þau leikrit, sem fram eru boðin til skipta á næstu mánuðum. Af hálfu islenzka sjónvarpsins var boðið fram leikritið ,,Vér morðingjar” eftir Guðmund Kamban, og verður það tekið til flutnings i danska, norska og sænska sjónvarpinu á næstunni. Siðar mun verða tekin ákvörðun um, hvort það verður einnig sýnt i finnska sjónvarpinu. Leikritið „Vér morðingjar” var frumsýnt i islenzka sjónvarpinu á sl. jólum. Aðalhlutverkin léku Edda Þórarinsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson, leikstjóri var Er- lingur Gislason og stjórnandi upptöku Tage Ammendrup. Olíuhækkunin Ólafur Þ. Þórðarson, skóla- stjóri, 2. varaþingmaður Framsóknarflokksins i Vest- fjarðakjördæmi, ritar athyglisverða grein um orkumál i siðasta tölublað isfirðings, m á 1 g a g n Framsóknarmanna á Vest- fjörðum. Ólafur segir: „Fátt er nú frekar til umræðu en oliuskorturinn og orkuvandamál heimsins. Ekki er ætlunin að gera þeim málum nein skil i þessu greinarkorni en rétt að hugleiða stöðu Vestfjarða i ljósi oliuskortsins. Sú stað- reynd blasir við, að hann eykur muninn á þvi að búa úti á landi eða á Reykjavikur- svæðinu. Uppbitun luisa, samgöngur og atvinnurekstur allur á þessu svæði er háður oliunni. útgjaldalega séð fyrir einstaklingana verða gjöldin meiri en sem hækkuninni nemur, þar sem opinber gjöld heimta sina hlutdeild i þeim auknu tekjum, sem menn verða að hafa til þess að geta staðið undir þessu. A sviði samgöngumála og margvis- legs atvinnureksturs virðist bið á þvi, að nokkur orka leysi oliuna af hólmi. Þar hlýtur spurningin aö sinni fyrst og fremst að vera sú, hvort okkar framleiðsluvörur hækki ekki að sama skapi. Persónulega er ég bjartsýnn á aðsvoverði, þar sem oliuhækkunin hefur að sjálfsögðu áhrif á fram- leiðslu hliðstæðrar vöru, hvar sem er i heiminum. A sviði samgöngumála verðum við Vestfirðingar að halda vöku okkar og krefjast jöfnunar flutningskostnaðar. Virkjun sjdvarfalla Upphitun ibiiðarhúsnæðis virðist aftur á inótieinfaldast að leysa með innlendum orku- gjöfum, en þar til verður að sjálfsögðu að koma til niður- greiðslna á oliu. Hér á V'est- fjörðum hagar svo til að óviða er jarðbiti það mikill i nágrenni aðal byggðakjarn- anna, að með nýtingu lians megi koma á hitaveitum. Hér hlýtur þvi rafmagnsfram- leiðsla með virkjun vatnsfalia og sjávarfalla að vera það, sem vitlegast er að snúa sér að. Með þvi að nýta rafmagnið allan sólarhringinn er hægt að framleiða það með minni kostnaði. Notkun næturraf- magnsins til þess að hita vatn er notað yrði til upphitunar húsa allan sólarhringinn er þvi mjög álitleg lausn fyrir okkur Vestfirðinga. A sveita- bæjum yrði þetta að sjálf- sögðu að vera sjálfstætt kerfi fyrir hvern bæ en i þorpunum og á isafirði teldi ég sjáifsagt að koma upp hitaveitu fyrir hvert svæði. í öllum þeim húsum, þar sem oliukynding er fyrir þyrfti að sjá til þess að henni væri /haldið við til öryggis er rafmagnsskortur yrði. Þegar rætt er um virkjun sjávarfalla er gjarnan rætt um þann annmarka, að um straumaskiptin yrði ekki um rafmagnsframleiðslu að ræða. Með aukinni samtengingu raf- magnsframleiðsluvera kemur þetta að minni sök, en með notkun rafmagnsins til upp- hitunar, þ.e.a.s. ef fram- kvæmdin er sú, að það er látið liita vatn, er allt i lagi þó notað væri eingöngu rafmagn frá virkjun sjávarfalla. Með það i huga, aö mjög viða hagar þvi svo til, að auðvelt er með virkjun sjávarfalla hér á Vest- fjörðum, geri ég þetta að umræðuefni. Sumsstaðar hagar þvi svo til að slá mætti tvær flugur i einu höggi: reisa virkjun og byggja brú vfir fjörð til samgöngubóta. Þar Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.