Tíminn - 16.02.1974, Qupperneq 4

Tíminn - 16.02.1974, Qupperneq 4
4 TÍMINN Laugardagur 16. febrúar 1974 Olía, sem hefur lækningamátt Sovétlýð'veldið Azerbadsjan i Kúkasiu er gamalt oliuvinnslu- hérað. Ein oliutegundin. sem þar finnst er einstæð i sinni röð. Það er svonefnd naftalanolia, sem hefur lækningamátt. Þar i grennd er hæli, þar sem teknir eru til meðferðar gigtar- sjúkdómar, liðamóta- og hið- sjúkdómar. Nú þurfa menn ekki lengur að fara til Azerbadsjan til með- höndlunar. Lyfjaverksmiðjur i Baku eru teknar að framleiða naftalanáburð. Erhann notaður á mörgum sjúkrahúsum i Sovétrikjunum og fluttur út til Rúmeniu, Mongóliu, Alsir og Vestur-Þýzkalands. ★ Aftur fiskur í Moskvufljóti Fyrir einungis tiu árum gátu jafnvel ekki harðgerðustu fiskar lifað i Moskvufljóti. Og sama máli gilti um botngróðurinn, sem fiskarnir lifa á. Iðnfyrirtæki i Moskvu og ná- grenni hafa nú hreinsað mjög frárennslisvatn sitt. Samkvæmt sýnishornum af þvi, sem tekin hafa verið til rannsóknar hefur t.d. oliuúrgangur i fljótinu minnkað niður i 1 á móti 150 frá þvi sem áður var. Þung málmsölt eru einnig innan hættumarka. Sýrumagn vatns- ins er nægilega hátt til þess að fiskur geti þrifizt i þvi 1 Moskvufljóti finnast nú ýmsar fisktegundir m.a. murta og á 11. Fuglalif við fljóts- bakkana hefur einnig aukizt, en það er merki þess, að fiskur er i fljótinu. ★ 109 ára rithöfundur 109 ára gamall landbúnaðar- verkamaður, Naadan Sakanija, hefur gefið út bók, sem orðið hefur mjög vinsæl i heimabyggð hans, sovézka sjálfstjórnarlýð- veldinu Abtsjasien. Höfundurinn fjallar um lif Abtsjasarna og hvilikt yndi hann hefur af ljóðlist, dansi og reiðlist. t Sovétrikjunum búa nú 65 þúsund Abtsjazar. Þeir gefa út blöð á eigin tungumáli og hafa eigin útvarpsstöð. Abtsjasien nær yfir hluta mið- kákasiska hálendisins og ein- hverja fegurstu strandlengju við Svartahafið. Þar er loft- slagið mjög heilnæmt og stuðlar það m.a. að þvi, að ibúarnir þar verða oft mjög gamlir. Þannig á Maadan Sakanija nokkra jafn- aldra i sinni byggð Alice Babs selur húsið sitt og flytur til Spártar Fyrir áramótin auglýsti sænska söngkonan Alice Babs húsið sitt i Sviþjóð til sölu, og ætlaði sér að flytjast til Spánar og setjast þar að. Ekki sagðist Alice hætta að vera Svii af lifi og sál, þótt hún flyttist úr landi, það gerði hún einungis vegna þess að maður hennar, Nils-Ivan, hefði fengið ágætis starf á Spáni og hefði unnið þar i nokkurn tima. Alice á þrjú börn, Lilleba og Titti, sem báður eru giftar og svo soninn Lars, sem starfar er- lendis. Hér sjáið þið mynd af húsinu, sem Alice ætlar að selja. Það á að kosta 340 þúsund kr. sænskar, eða einar sjö milljónir Giftist „æsilegustu stúlku Bretlands' Hér sjáið þið sænskan kokk Ake Lindholm, sem er 29 ára gamall og gekk nýlega að eiga Venice nokkra Day i London. 1 flestum tilfellum er ekkert fréttnæmt þótt fólk gifti sig, en enska blaðinu News of the World þótti ástæða til að birta mynd af parinu vegna þess, að fyrir tveimur árum valdi blaðið Venice ,,æsilegustu stúlku i Bretlandi”. Fáir hafa sennilega fengið brúðarmyndina sina birta i jafnstóru upplagi og það á fyrstu siðu, þvi Newsofthe World kemur út i sjö milljón eintaka upplagi. Ake er kokkur á einhverri krá i London, en Venice er ljósmyndafyrirsæta. 1 frétt með myndinni segir, að brátt megi Sviar eiga von á að fá þetta huggulega par i islenzkar, sem er svo sem ekkert sérlegahátt verð, ef miðað er við verð á einbýlis- húsum hér á landi heimsókn, þvi Ake hyggst sýna konu sinni föðurland sitt við fyrsta tækifæri. Stærsti bíll í heimi Hér sjáið þið stærsta bil i heimi, eða að minnsta kosti einn þann. allra stærsta. Hann vegur 480 tonn og er 59 metra langur, og undir honum eru hvorki meira né minna en 96 hjól. Há markshraði bilsins, sé hann óhlaðinn, er 18 kilómetrar á klukkustund,og aðeins 6 km með flutning. Billinn er smiðaður i Frakklandi en i honum eru fjórar Volvo- aflvélar, 300 hestöfl. Billinn kostaði 6,4 milljónir sænskra króna, og i þungaskatt þurfa eigendurnir að greiða 492 þúsund kr. sænskar. Billinn er i eigu stórfyrirtækis i Sviþjóð

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.