Tíminn - 16.02.1974, Síða 8

Tíminn - 16.02.1974, Síða 8
TÍMINN Laugardagur 16. febrúar 1974. Laugardagur 16. febrúar 1974. Atli Freyr Guðmundsson skrifar frd Bretlandi: URSLIT KOSNINGANNA ERU AFAR TVfSÝN Jórvik 8.2. ’74. Harðvitugasta kosninga- barátta, sem háð hefur verið á Bretlandseyjum á bessari öld. hófst i gærdag er Ted Heath for sætisráðherra Breta ákvað að rjúfa þing og efna til kosninga hinn 28. febrúar n.k. Þessi tilkynning kom ekki á óvart. Allt frá þvi að rikisstjórn Ihaldsflokksins komst til valda eftir óvæntan kosningasigur árið 1970 hafa verið stöðugar deilur á vinnumarkaðnum, sem náðu hámarki, er kolanámamenn efndu til verkfalls árið 1971. Þetta verkfall varð hið harðvitugasta og lengsta slðan 1926,Kolanáma- menn hlutu með þessari baráttu nokkrar kjarabætur, en dýrt voru þær keyptar. Siðan hefur verðbólgan i Bret- landi verið meiri en áður þekk - ist. Meginstefna rikisstjórnar- innar varð þess valdandi, að bilið milli fátækra og rikra hefur stórvaxið, en hjálp hins opinbera, öldruðum og þurfandi til handa, hefur ekki verið i neinu samræmi við verðlagsþróunina i landinu. Sem dæmi um efnahagsþróun- ina má nefna að á siðasta ári var greiðslujöfnuður við útlönd óhag- stæður um 2000 milljónir punda. Litlar ráðstafanir virðist rikis- stjórnin hafa gert til að fylla þetta stórkostlega bil milli innflutnings og útflutnings, þvl eins og sakir standa eru allar horfur á, að 1 ár bætist aðrar tvö þúsund milljónir við reikninginn og I lok ársins verði staðan fjögur þúsund milljónir punda Bretum i óhag. Rétt erþó að hafa i huga, að hluti þessa er vegna oliustriðsins i heiminum. Verðbólgan hefur vaxið á „nýju meti” að undanförnu, 10% á ári að meðaltali. Það er nú ljóst, að hvaða rikis- stjórn, sem tekur við búinu hinn 1. marz n.k., mun hafa mjög litið svigrúm til athafna. Efnahags- mál Breta virðast aðeins verða leyst með stórkostlegri lifskjara- skerðingu almennings i landinu. í fyrsta skipti síðan heimsstyrjöld- inni siðari lauk, eru nú horfur á að heimsverzlunin muni ekki aukast á árinu. Sú pólitik, sem Harold Wilson rak á sinum tima að reisa stórlán og stórauka útflutning er ekki lengur fyrir hendi. ,,Rauðir undir rúmun- um” í ávarpi sinu til þjóðarinnar i gærkvöldi réðist forsætisráðherr- ann með offorsi á „þau öfl, sem vilja algjörlega umbylta hinum lýðræðislegu stjórnarháttum okk- ar”. Með þessu er hann enn á ný að ráðast á foringja verkalýðs- hreyfingarinnar, sem hann segir vinna að þvi i smáhópum að koll- varpa rikjandi þjóðskipulagi. Þá réðst Heath á foringja stjórnarandstöðunnar, Wilson, og kvað hann ábyrgan fyrir þvi, að sættir hefðu ekki tekizt á vinnu- markaðnum. Að lokum beindi forsætisráð- herra orðum sinum til kolanáma- manna og sagði: „Það eru erfiðir timar. Við erum öll á sama báti, og ef þið sökkvið okkur núna, munum við öll drukkna”. — „Og varla þú, bölvaður þú átt þó alltaf stórsnekkjuna „Morning Clbud” til að bjarga þér,” heyrði ég verkamann segja af þessu tilefni, en Ted Heath er siglari mikill sem kunnugt er. Meginefni ræðu Heath var sem sagt að segja þjóðinni það skýrt, að verkamenn og verkalýðsfor- ustan (sem hann hefur kallað „Reds under the beds” — RAUÐ- IR UNDIR RÚMUNUM) væru að sigla skútunni I strand, og að kommúnistar væru að biða sins færis. Sjálfsagt hrifur þessi áróð- ur íhaldsflokksins, þvi kommúnista óttast Bretar meira en pestina. AFTUR TIL STARFA MEÐ „LABOUR” Þegar þetta er skrifað hefur Harold Wilson, foringi stjórnar- andstöðunnar, ekki svarað for- sætisráðherra. Það mun hann gera siðar i dag I ávarpi til þjóðarinnar. Allir flokkarnir munu leggja fram kosningaávarp sitt um og eftir helgina. Frjálslyndi flokkurinn hefur verið tilbúinn með sitt plagg um nokkurn tima og vitað er að aðal kjörorð Verkalýðsflokksins verð- ur: „Back to work with Labour” — Aftur til starfa með Verka- mannaflokknum. Talið er að i ræðu sinni muni H. Wilson einkum leggja áherzlu á að Heath sé að fela efnahags- óstjórn á bak við verkamenn. ,,Sá svarti senuþjófur” Sá, sem stal senunni i gær var enn einu sinni hinn öfgasinnaði Ihaldsmaður Enoch Powell. Hann lýsti þvi yfir, að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs fyrir íhaldsflokkinn að svo stöddu. Enoch Powell, sm verið hefur ókrýndur konugnur hægrisinna meðal fhaldsmanna vakti fyrst stórathygli árið 1968, er hann var rekinn úr skuggaráðuneyti E. Heath fyrir ögfafulla ræðu, sem hann flutti i Birmingham um stöðu útlendinga I Bretlandi. Siðan 1970 hefur E. Heath legið undir stöðugum árásum þessa flokksbróður sins fyrir að hafa svikið þá stefnu, sem flokkurinn boðaði i kosningunum 1970. I yfirlýsingu sinni i gær sagði E. Powell m.a. að þessar kosningar munu verða háðar á fölskum for- sendum, og bætti við, að það væri ósæmilegt við brezk stjórnmál, og hættulegt fyrir þingið sjálft, þeg- Wilson Thorpe FF Ríkisstjórnin hefur boðað til þessara kosninga í örvæntingu" Harold Wilson gerði grein fyr- ir kosningaplaggi Verkamanna- flokksins sl. laugardag. í ræðu sinni endurtók hann það, sem hann áður hafði sagt i sjónvarpi kvöldið áður, að ástæðan fyrir ákvörðun Heath um að boða til kosninga nú væri, að forsætis- ráðherrann sæi nú eina mögu- leikann á að losa sig undan ábyrgð rangrar stjórnarstefnu, og reyndi að varpa þeirri ábyrgö á herðar námamanna og alþýöu. „Rikisstjórnin hefur boðað til þessara kosninga i örvæntingu. Hún er ófær um að stjórna, og hún þorir ekki að segja fólki sannleikann”, sagði H. Wilson. Og um Ted Heath sagði hann: Jleath hefur sýnt að hann er góður við að skapa vandamál. En hann hefur ekki sýnt, að hann sé að sama skapi góður við að leysa þau”. Kosningaávarp Verkamanna- flokksins var birt á sama tima og yfirlýsing kolanámamanna um að þeir muni halda við fyrri ákvörðun um verkfall. Avarpið er óbreytt frá þvi sem birt var hinn 11. janúar sl. Undir fyrirsögninni: „Vinnum saman, leið Verkamannaflokks- ins úr ógöngum”, er aðal- áherzla lögð á að bæta kjör al- mennings og minnka bilið milli rikra og fátækra. Verkamannaflokkurinn mun þegar i stað hefjast handa um gerð nýrra samninga við Efna- hagsbandalagið. Hann mun þjóðnýta oliulindirnar i Norður- sjó. Þá boðar flokkurinn róttæk- ar breytingar á löggjöf um al- mannatryggingar. Varðandi verkfall náma- manna segir i ávarpinu: „Rikisstjórn Verkamanna- flokksins mun sjá til þess að verkfallið verði leyst með samningum. Við munum koma á stofn verðlagseftirliti og ráð- ast gegn hvers kyns gróðab>-alli og við munum skapa það ásland að friður haldist á vinnu- markaðnum”. Á sama tima og þessi yfir- lýsing var birt tilkynntu kola- námamenn verkfall sitt, sem hófst á miðnætti sl. laugardags. Ekki hefur komið til neinna átaka milli verkfallsvarða og yfirvalda, enda mun Wilson leggja mikla áherzlu á það^ við námamenn, að þeir stofni ekki til neinna þeirra átaka, sem spillt geti fyrir sigri Verka- mannaflokksins. Ihaldsf lokkurinn birti kosningaávarp sitt i morgun. Meginefni þess er að rikisstjórn Ihaldsflokksins muni láta verkalýðsfélögin sjálf bera ábyrgð á verkfallsgreiðslum til félagsmanna sinna. Ef sjóðir verkalýðsfélaga ganga til þurrðar mun rikisstjórnin veita lán til skamms tima. Með þessu ætlar ihaldið sér auðsjáanlega að lama styrk verkalýðsfélaganna og gera þeim eins erfitt og frekast er unnt að öðlast kjarabætur. í öðru lagi er kveðið á um að endurskoðuð skuli tvisvar á ári lögin um eftirlaun (ellilaun). I þriðja lagi er boðaður sá möguleiki að hægt sé að kaupa „verkamannabústaði”. En eins og lög eru i dag eru slik hús ekki eign þeirra, sem i þeim búa. I fjórða lagi er svo boðað að Iögin um vinnudómstólinn (Industrial Relations Court) muni endurskoðuð. En I lokin kveður við annan tón i þessu ávarpi, sem ber fyrirsögnina „Ákveðnar að- gerðir fyrir sanngjarnt Bret- land”. Þá getur ihaldið ekki lengur á sér setið en ræðst með offorsi gegn Verkamannaflokknum. Þar segir m.a. „Verkamanna- flokkurinn hefur nú i fyrsta skipti I sögunni verið yfirtekinn af öfgafullum vinstrimönnum. Þetta hefur tekizt vegna yfir- drottnunar litils hóps valda- gráðugra verkalýðsforingja, sem hafa gert Verkamanna- flokkinn að þeirri óskapnaði sem hann nú er”. Þannig enda þeir plaggið, sem þeir sjálfir segja, að hafi verið samið af „skynsemi og hófsemi” (Reason and moderation). Harold Wilson sagði i sjón- varpsviðtali I morgun, að ávarp Ihaldsflokksins byði ekki upp á neitt nema sundrung. Hann kallaði ávarpið: „Akallið um sundrung”. Hann lagði enn áherzlu á það, að brezka þjóðin léti ekki ginn- ast af þeim áróðri Ihaldsflokks- ins, að kosið væri um það, hverjir ættu að stjórna landinu, verkalýðshreyfingin eða rikis- stjórnin. „Verðlagsmálin, jafn- rétti, og hja'lp hins opinbera við þurfandi eru aðalmálin”, sagði Wilson. Ennfremur lagði hann áherzlu á, að ef rikisstjórn Verkamannaflökksins kæmist að, myndi ekki liða meir en „ein vika eða tvær” þar til endur- skoðun samninga við EBE hæf- ist. Jeremy Thorpe réðst gegn ávarpi thaldsflokksins og sagði það fullt af öfgum. Raunar kvað hann þessar kosningar vera að meginefni um „öfgar til hægri eða vinstri”. Aðspurður sagði Jeremy Thorpe leiðtogi Frjálslynda flokksins, að ef hann kæmist i oddaaðstöðu að kosningum loknum, þá mundi hann reiðu- búinn að vinna með hverjum þeim, sem væri I raun tilbúinn til að leiða þjóðina úr þeim ógöngum, sem hún er nú i. „En”, sagði Thorpe, i slikri samsteypustjórn get ég ekki séð, að Wilson eða Heath geti verið leiðandi. Þeir geta ekki sameinað þjóðina”. Með þessu er Thorpe að gera þvi skóna, að Frjálslyndi flokkurinn verði kallaður til for- ystu i rikisstjórn Og vissulega má Thorpe vera vongóður, þvi þeirri skoðun eykst stöðugt fylgi, að Frjáls- lyndi flokkurinn muni vinna umtalsverðan sigur i kosning- unum. Að lokum má geta þess til gamans, að vegna kosninganna hefur timatakmörkunum, sem hafa gilt frá áramótum um út- sendingartima sjónvarps, verið aflétt. Og fjölmiðlar eru „upp- fullir” af kosningaumræðum. Næsta miðvikudag mun Frjálslyndi flokkurinn birta stefnuávarp sitt, og mun Timinn gera grein fyrir þvi siðar. Á meðan heldur kosninga- slagurinn áfram. Heath og Wil- son eru báðir á ferðalagi i norðurhluta Englands, en Thorpe hyggst eyða öllum sin- um tima i eigin kjörd?:mi, enda vann hann sæti sitt i siðustu kosningum með aðeirs 369 atkv. meirihluta, og þvi erfiður róður. A.F.G. TÍMINN 9 Heath ar „rikisstjórn reynir að stela sigri með þvi að telja almenningi trú um einn hlut fyrir kosningar og gera svo hið gagnstæða eftir kosningar”. Yfirlýsing Enoch Powells er mikilvæg og enginn veit, hver áhrif hún muni hafa, en eitt er vist, að „úlfurinn frá Wolver- hampton” mun verða Heath eins óþarfur og erfiður og frekast má. HARÐVÍTUGUSTU KOSNINGAR Á ÖLDINNI 1) Sá frestur sem gefinn er fyrir kosningarT.nú er einn sá styzti, sem um getur, og sá stytzti sið- an heimsstyrjöldinni siðari lauk, eða þrjár vikur. 2) Eitt siðasta verk brezka þings- ins nú var að framlengja lögin um „State of Emergency ” sem þýðir, að aðeins einu sinni áður á þessari öld hafa kosningar verið háðar á Bretlandi á „neyðartimum”. 3) Nú verður kjörið I fyrsta skipti eftir nýrri kjördæmaskipan, og verður fjölgun þingmanna fimm af þessum sökum. 4) Og eitt af þvi, sem sýnist mjög mikilvægt er að nú er kosið vegna deilna milli verkalýðs- hreyfingarog rikisstjórnar. Er mér ekki kunnugt um að það hafi áður verið gefin sem aðal- ástæða fyrir þingrofi og kosningum á Bretlandi. 5) Allar likur eru á að kola- námumenn verði i verkfalli, og er ekki gott að segja nema það muni hjálpa íhaldsflokknum. Hver vinnur? Gallupskoðanakönnunin sýndi I gær 3% sigur fyrir verkamanna- flokkinn. Þessar skoðanakannan- ir eru þó ekki áreiðanlegar. Menn skipta um skoðun daglega, ef svo má að orði kveða, allt til kjör- dags. Er þess að minnast, að i kosn- ingunum 1970 sýndu skoðana- kannanir sigur Verkamanna- flokksins til siðasta dags, en sigurinn varð fhaldsflokksins. Heath hefur skorað á verka- lýðsforustuna að beita sér fyrir þvi að ekki verði verkföll meðan á kosningabaráttunni stendur. Ihaldsflokkurinn hefur nú fimmtán sæta meirihluta i þing- inu. Frjálslyndi flokkurinn undir stjórn Jeremy Thorpe hafði jafnt og þétt saxað á meirihluta Ihalds- flokksins i aukakosningum. Hver staða hans verður er ómögulegt að segja. Rétt er þó að geta þess að Frjálslyndir hafa að jafnaði unnið i aukakosningum en tapað i aðalkosningum. Kjósendur fara þannig á „básinn sinn” þegar á herðir!! Enoch Powell gefur ekki kost á sér til kjörs. Enginn veit hvað fyrir honum vakir. En mér sýnist, að hann gæti átt það til að berjasl af alefli utanflokka i þessari baráttu til að lemja á Ted Heath og sýna forystu íhaldsflokksins hversu sterkur Enoch persónu- lega. Eitt er þó vist, að Enoch Powell er afar sterkur áróðurs- maður og hann hefur ekki sungið sitt siðasta i pólitik. Ég bað G. Moodie, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskólans i Jórvik að segja i stuttu máli, hver hans viðbrögð og spádómar væru á þessum fyrsta degi baráttunnar. Hann sagði: „Það er ómögulegt að svara ýmsum þeim spurningum, sem fyrir liggja. Ef námaverkamenn gefa ekki eftir, en fara i verkfall fyrir kosnignar, þá held ég, að Ihaldsflokkurinn sé öruggur um sigur. Þetta er aðalmálið. Ef fólk liður skort nú vegna verkfalla mun það hegna Verka- mannaflokknum. Ihaldsflokkur- inn hefur lagt að þvi grundvöll- inn, að hér sé kosið um það, hverjir eigi að stjórna, verkalýðs- félögin eða rikisstjórnin, en ekki um fjármálaerfiðleika rikisins. Ef verkföll verða ekki boðuð,þá er að sjá hvert verður aðalmál kosninganna. Verkamannaflokkurinn er afar veikur i þessari kosningabaráttu. Hann er klofinn innbyrðis. Staða Harolds Wilson er mun veikari en hún var 1964. Ted Heath er áberandi sterkari i sjónvarpi. Og það verður i gegn- um sjónvarp, sem meginúrslitin eru ráðin i stuttri og hatrammri kosningabaráttu sem þessari. Eg spái þvi, að Frjálslyndi flokkurinn og þjóðernissinnar i Skotlandi og Wales komi sterk ari út nú en oftast áður, þró unin virðist vera i þá átt. Ég segi ekki að það verði sam- steypustjórn eftir kosningar, en mér sýnist að það séu þó meiri möguleikar á slikri stöðu nú, en oftast áður. Enoch Powell er sterkur. Hann á eftir að koma i þingið aftur, sennilega i aukakosningunum siðar. Hvort honum tekst að breyta nokkru fyrir Ihaldsflokkn- um nú veit ég ekki, en hann mun berjast. En mundu, sagði prófessor Moodie að lokum, kosningaúrslit- in velta á þvi, hversu óvinsæla Ihaldsflokknum tekst að gera verkamenn i augum þjóðarinn- ar”. Þessi skoðun prófessors G. Moodie virðist vera algeng hér. Ég spurði nokkra kunningja mina hvernig á þvi stæði að Bret- ar létu bjóða sér slika verðbólgu og óstjórn, en ætluðusvo að kjósa ósköpin yfir sig á ný. Einn þeirra sagði: „Við erum Ihaldssamir að eðlisfari Bretar, og hræddir við breytingar „The Devil you know is better than the Devil you don’t know” — Djöfull- inn, sem þú þekkir, er skárri en sá, sem þú þekkir ekki. — Þetta virðist mér vera grunntónninn hjá fjöldanum núna. En við skulum biða eftir boðskap flokkanna nú um helg- ina. Hlaupið er hafið, og það þen- ur sig hver sem betur getur. Og úrslitin verða afar tvisýn. »

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.