Tíminn - 16.02.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.02.1974, Blaðsíða 15
Laugardagur I(>. febrúar 1974. TÍMINN 15 GULLLEITIN Norsk gamansaga eftir Frederik Kittelsen. Sigriður Ingimarsdóttir þýddi. ,,Já, það er ég viss um. Gull er sama og reiðufé”. — Þetta sam- tal fór milli þeirra Axels og Nielsar. Þeir voru nýbúnir að lesa ævintýri gullleitarmanna nokk- urra og hafði það vakið hjá þeim óstjórnlega löngun til þess að grafa eftir gulli. í bókinni var gefin ágæt visbending um það, hvernig finna ætti gullæðarnar og ná gullsandinum. Það var létt verk að vekja áhuga hinna strákanna. Verkfærum var safnað i snatri og nú hófst erfiðið. Fyrstu til- raunina gerðu þeir i fjallinu fyrir ofan Tröllahaug. Þeir fundu tvo bora i viðarskýlinu, hjá Þor- katli smið fengu þeir stóra sleggju að láni, og sjálfir áttu þeir hamra og meitla. Á steinunum voru nokkrar gular rendur sem hlutu að standa i sambandi við gullæðar. Æðarnar voru grannar efst, en þeir héldu að þær breikkuðu eftir þvi sem neðar drægi. Jens og Niels höfðu annan borinn en Axel og Jörgen hinn. Eirikur hellti vatni i skurðinn og tindi burt smásteina. ,,Við ættum að hafa púður, strákar”, sagði Jens upp úr þurru, ,,og sprengja okkur göng inn i fjallið!” ,,Púður! Hvar fáum við það? Eðvarð frændi gefur okkur það aldrei”. ,,Nei, það gerir hann vist ekki”. Jens vildi ekki fjölyrða meir um þetta. Ef yfirforinginn hefði verið frændi hans, Framsóknarmenn Kjördæmisþing Framsóknarmanna i Norðurlandskjördæmi eystra fer fram að Hótel Varðborg , Akureyri, laugardaginn 16. marz. Þingið hefst kl. 10 fyrir hádegi. Fulltrúar eru beðnir að mæta stundvislega. Stjórmn. Framsóknarvist ó Snæfelisnesi Framsóknarfélögin á Snæfellsnesi byrja hina árlegu spilakeppni sina að Breiðabliki laugardaginn 23. febrúar kl. 21.00. Aðalvinningur er Mallorcaferð fyrir tvo. Góðir vinningar öll kvöldin. Stjörnirnar Nýtt leikrit eftir Jökul SJ-Reykjavik. — Seint i mánuöin- um verður frumsvnt i Iðnó leikrit eftir Jökul Jakobsson, Kertalog, en fyrir það fékk hann verðlaun i samkeppni Leikfélags Reykja- vikur i tilefni 75 ára afmælis þess. Meðal leikenda eru tveir gestir úr Þjóðleikhúsinu, sem koma nú fram i Iðnó, Brynja Benedikts- dóttir og Anna Kristin Arngrims- dóttir. Á myndinni sjást höfundur og leikstjóri Stefán Baldursson ræða verkið við nokkra leikenda. Frá vinstri: JökuII Jakobsson, Guð- rún Stephensen, Anna Kristin, Karl Guðmundsson, Pétur Einarsson, Árni Biandon og Stef- án Baldursson. Hvergerðingar Skoðanakönnun um framboð íramsóknarmanna við næstu sveitarstjórnarkostningar fer fram n.k. laugardag og sunnudag 16 og 17 feb. kl. 14—17 báða dagana. Stuðningafólk Framsóknar- flokksins er eindregið hvatt til að fjölmenna. Kosning fer fram i kaffistofu Ullarþvottarstöðvarinnar. Simi á kjörstað 4211. Vin- samlegast hringið eftir upplýsingum eða aðstoð. Framboðs- nefnd. Eldi laxfiska í sjo — heppilegast við suður ströndina, einkum í Grindavík —hs—Rvik. Möguleikar á eldi laxa, 2-3 kg, liggja fyrst og fremst við suðurströnd landsins, og frumathuganir benda til þess, að yfirleitt verði að notast við dæl- ingu á sjö i þrær á landi. Mæling- ar benda til þess, að heppilegasti staður á landinu til laxaeldis sé Grindavík, en aðslæður til laxeld- is i sjó eru einkum öhagstæðar vegna mikils munar llóðs og fjöru og lágs sjávarliita á vetrum. Þetta kemur fram i nýútkom- inni skýrslu Veiðimálastofnunar- innar um eldi laxfiska i sjó, eftir Árna ísaksson. Kemur þar fram, að einkum hafa verið notaðar þrjár aðferðir við eldið, og er þá Noregur hafður til hliðsjónar. þ.e. i flotkvium og i afgirtum vikum og sundum, sem mun illfram- kvæmanlegt hér við land vegna öldugangs, og svo i þróm á landi, sem sjó er dælt i. t niðurstöðum skýrslunnar seg- ir svo: Eldi slikra laxa annars staðar á landinu (en við suðurströndina, innsk. blm.) væri framkvæman- legt með dælingu og upphitun sjá- var. Með aukinni hitaveitu úti á landsbyggðinni má búast við, að rr.öguleikar opnist til að hnýta af- rennsli hitaveitunnar til slikra þarfa. Ennfremur er ástæða til að athuga, h'vort ekki megi nýta beint eða óbeint þann sjó, sem notaður er til að k#la frystivélar i frystihúsum. Til pess að hægt sé að nota hann beint. verður að úti- loka alla möguleika á ammoniak- leka. Eldi i flotkvium getur verið hentugt til að ala lax eða bleikju timabundið upp i 300-500 g á tim.a- bilinu april-desember. Markaður fyrir slikan fisk, pakkaðan og frystan. gæti verið fyrir hendi viða erlendis. Samkvæmt þeim hitamælingum, sem fyrir liggja, er varasamt að treysta á eldi i flotkvium ýfir veturinn við Vesturland, og algjörlega útilok- að við Norður- og Austurland. Eðlilegt er. að farið sé.áf stað með tilraunaeldí. bæði i flotkvi- um, eins og þegar hefur verið byrjað á i Hvalfirði, svo og með dælingu sjávar á land. En hafa verður i huga þær takmarkanir, sem þessum aðferöum eru settar og hér hefur verið drepið á. Gæta skal þess, að aðstaða sé öll vel könnuð af sérfræöingum, áður en áætlanir um framkvæmdir eru gerðar. Rétt er að geta þess', að öll opinber fjárhagsleg aðstoð er háð þvi skilyrði. að teikningar og áætlanir af mannvirkjum hafi verið samþykktar al' veiðimála- stjóra, áður en hafizt er handa um framkvæmdir. Framsóknar vistin h’yrsta framsóknarvistin i þriggja kvölda spilakeppninni verður fimmtudaginn 21. febrúarog hefst klukkan 20:30 iSúlnasalnum á Hótel Sögu. Húsið opnað klukkan 20. Vinningar rausnarlegir eins og venjulega. Þórarinn Þórarinsson alþingismaður flytur stutt ávarp. Dansað til klukkan eitt. Vistarnefnd FR OP!Ð Virka daga Laugardaga kl. 6-10 e.h. kl. 10-4 e.h. ,Ó<BILLINN BÍLASALA V*4 HVERFISGÖTU 18-simi 14411 Æbílaleigan felEYSIR CARRENTAL V24460 í HVERJUM BÍL PIONEER ÚTVARP OG STEREO CASETTUTÆKI BILALEIGA CAR RENTAL ® 21190 21188 BiLALEIGA Car rental 41660 S 42902 o Víðivangur sem svo liagar til, tel ég tvi- mælalaust að kanna beri þaun möguleika öðrum fremur. R a n n s ó k n i r o g Iramkvæmdir á þessu sviði þola litla bið. Ilér er um stórmál fyrir Nestfirði að ræða." —TK llópur manna safnaðist að sendiráði Sové mælt, að Solsjenitsin var sviptur ríkisborgarar tii oc fólkið i gegnum gjallarhorn. > I Kvik. með spjöld, þar sent því var mút- durúrlandi. Einn forgöngumannanna ávarpar - Timamynd: GE.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.