Tíminn - 21.02.1974, Qupperneq 3

Tíminn - 21.02.1974, Qupperneq 3
Fimmtudagur 21. febrúar 1974. TÍMINN 3 Fimmtán loftskeyta- menn í Gufunesi sögðu upp í einu Klp—Reykjavík — Fimmtán loft- skeytamenn við fjarskiptastöðina i Gufunesi hafa sagt upp starfi vegna óánægju með einn lið í kjarasamningi BSRB og rikisins, sem gerður var f siðasta mánuði. Þarna er um að ræða hina svo- kölluðu ,,50 min. - reglu” sem snertir það starfsfólk Lands- simans er vinnur vaktarvinnu. Eru i þeim hópi m.a. loftskeyta- menn i Gufunesi og starfsstúlkur við talsambönd við útlönd, en nokkrar þeirra hafa þegar auglýst eftir annarri atvinnu, og ætla að segja upp störfum ein- hvern næstu daga. Þeir sem sagt hafa upp i Gufu- nesi, eru þeir starfsmenn, sem hófu að vinna þar eftir 1. janúar 1971 en i þessum samningi hefur þeim verið gert skylt að vinna 11 til 12 timum Jengur I hverjum mánuði en þeir, sem hófu þar störf fyrir 1. janúar 1971. Þykir mönnum þetta mikið óréttlæti, og þar sem ekki hafi verið látinn i ljós neinn áhugi fyrir þvi að leiðrétta þetta, sé ekki um annað að gera en að segja upp. I fjarskiptastöðinni i Gufunesi vinna um 60 loftskeytamenn. Búast má við að mikið ófremdar- ástand skapist þar eftir 1. mai n.k. en þá rennur uppsagnar- frestur fimmtánmenninganna út. Litið framboð er á loftskeyta- mönnum, og þeir sem eru á lausu hafa sagt, að þeir muni ekki ráða sig til starfa i Gufunesi nema upp á sömu launogsömu hlunnindi og þeir loftskeytamenn, sem þar séu fyrir. Iðnir við brotin -hjá Loftleiðum —hs—Rvik. — Á annað hundrað manns mætti i gærmorgun á skrifstofu VR, til að taka þátt i verkfalls vörzlu, eða nálægt helmingi fleiri en i fyrradag. Fremur litið hefur verið um verk- fallsbrot og þvi litiö að gera fyrir allt þetta lið. Að sögn Elisar Adolfssonar, voru þeir, sem komust upp með verkfallsbrot i fyrradag skráðir, og væri sú skrá nú tæmd. Flestir hefðu fallizt á sjónarmið verk- fallsnefndar. Einkum hefur það verið Loft- leiðir, sem verkfallsbrot hefur framið á mörgum vigstöðvum. M.a. hafði verkfallsnefnd rök- studdan grun um að Loft- leiðamenn ynnu við telex-tæki sin, en það hefur áður verið i höndum VR-fólks. Þeir lofuðu þvi hins vegar i gær, að þvi yrði hætt. Ennfremur var um brot að ræða hj afurðadeild SIS, en að sögn Elisar var þvi kippt i liðinn eftir „diplomatiskum ”-leiðum. Ekki eru nándar nærri öll verzl- unarmannafélög landsins i verk- falli. Eftirfarandi félög frestuðu: i Arnessýslu, Rangárvallasýslu, Skaftafellssýslum, á Egilsstöðum og Austfjörðum, Sauðárkróki, Blönduósi, Bolungarvik, ísafirði og Akranesi. Ekki var i gær vitað um félögin á Snæfellsnesi, en á Húsavik og Akureyri var verkfall og i Hafnarfirði og á Suðurnesjum auk Reykjavikur. Fjöldi félagsmanna i LtV er um 8000, en á Reykjavikursvæðinu einu eru um 5000 félagsmenn. Framsóknar- vistin er í kvöld að Hótel Sögu Eins og kunnugt er af fréttum urðu miklar skemmdir á raflinuin i óveðrinu á dögnuin, meðal annars á Grenivíkurlinunni og háspennulinunni vestur til Skagafjarðar, og ollu einkum snjóflóð tjóninu á báðum stöðunum. Viðbirtum hér tvær myndir aðnorðan. Sýnir efri myndin, hvernig staurar i Skagafjarðarlín- unni kvistuðust sundur eins og eldspýtur af völdum snjóflóðs, og voru það einir sjö eða átta staurar, er þannig fóru. Hin neðri er af mönnum við viðgerð á Grenivikurlínunni. Ljósmyndir: Eðvarð Sigurgeirsson. Margt er handtakið Ahrif verkfalls verzlunarmanna: KVIKMYNDAHÚSIN LOKUÐ Leikhúsin þurfa ekki að loka FB-Reykjavík. — Nokkur kvik- myndahúsanna I Reykjavik auglýstu i dagblöðunum i gær, að þau væru lokuð vegna verkfalls. Við nánari athugun kom i ljós, að húsin eiga öll að vera lokuð, og verða það á meðan á verkfalli Verzlunarmannafélagsins stendur, þar sem miðasölufólk og fleiri af starfsfólki húsanna er i Verzlunarmannafélaginu. Þjóðleikhúsið þarf ekki að loka af þessum sömu orsökum, þar sem starfstúlkur þær, sem selja þar aðgöngumiða eru rikisstarfs- menn. Hins vegar fengum við þær upplýsingar að félagskonur i Verkakvennafélaginu Framsókn vinni i fatageymslu og við ræstingu, og gæti komið til verkfalls hjá þeim. Miðasölukona hjá Leikfélagi Reykjavikur er ekki i VR, og þess vegna þarf ekki að koma til lokunar þar. Fannfergi — en samt aka þeir Það hcfur snjóað á Akureyri — það er svo sannarlega ekki nein skröksaga. En menn komast samt leiðar sinnar — ef þeir hafa belti á ökutæki sinu, svona viðlika og á skriðdreka. — Ljósmynd: A. A. fótó. Fá tillögurnar stuðning Alþýðuflokksins? i Alþýðublaðinu i gær birt- ast viðtöl við þrjá talsmenn stjórnarandstöðunnar. Eru þeir spurðir, hvort flokkar þeirra bafi tekið afstöðu til skattatillagna rikisstjórnar- innar. Þessi viðtöl Alþýðu- blaðsins fara hér á eftir: Bjarni Guðnason, formaður Frjálslynda flokksins: Ég hef ekki fengið nákvæm- ar frásagnir af þessum tillög- um, lieldur aðeins séð þetta i grófum dráttum. Söluskattshækkun felur i sér visst óréttlæti fyrir vissa hópa þjóðfélagsins, og ef ekki verð- ur komið til móts við þá hópa á amian hátt, þá sé ég mér ekki fært að styðja þcssar tillögur, þegar þær verða lagðar fram á Alþingi. Benedikt Gröndal, varafor- inaöur Álþýðuflokksins: Alþýðufiokkurinn hefur flutt á þingi tillögur i þá átt, að beinir skattar verði lækkaðir og þess I stað teknir upp óbein- ir skattar, þ.e. söluskattar. \ ið höfum lýst þvi yfir, að við séum reiðubúnir að greiða slikmn tillögum atkvæði, komi sannanlega til samsvarandi lækkunar á tekjuskatti — en ekki eyri þar framyfir. Geir'Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Sjálfstæðisflokknum ' hafa alls ekki verið kynntar þessar tillögur, og þvi getum við ekki tekið neina afstöðu til þeirra sem slfkra. fig hef aftur á móti i dag séð uppkast af þeim i ljósriti, og ef það er, sem mér virðist, aö þær séu til að auka heildarskattabyrðina i land- inu, þá nuinuni við beita okk- ur ákveðið gegn þeim. Fóheyrð bíræfni Eins og skýrt var frá í blöð- um i gær, heitir stjórn Meistarasambands bygginga- manna nú fáheyrðri biræfni til pólitískrar misnotkunar á þessum l'élagssa mtökum i þágu Sjálfstæðisflokksins i Rey kjavik. i bréfi til félagsmanna skýra formenn aðildarfélaga meistarasambandsins frá þvi. að „ákveðið liafi verið af sam- tökum meistarafélaga hér i Reykjavik að vinna að kjöri ákveðinna manna til borgar- stjórnar á vori komanda." Skýra þeir svo Irá, aö þeir liafi valiö tvo menn úr sinum röðum til prófkjörs i Sjálf- stæöisflokknum og segja: „Að viðveljum þennan flokk til prófkjörs er einungis vegna þess,að þar eru mestu mögu- leikar á árangri." Frestun réttlætanleg 1 viðtali við Þjóðviljann i gær um frestun verkfallanna segir Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, m.a.: „Eg tel að máluni liafi þok- að það áleiðis að undanförnu, að frestun hafi verið fullkom- lega réttlætanleg. Yið hiildum okkar stöðu i alla staði óskertri, og komi til verkfalls þrátt fyrir þennan frest, þá tel ég, að það eigi að geta orðið a.m.k. fjórum dögum styttra en ella, vegna þess sem ætla má,aö við þokumst nær niður- stöðu á þessum 4 dögum, sem fresturinn nær yfir. Ég reikna hins vegar með þv^að ef verk- lall hefði hafizt i nótt, þá hefði það aldrei staðið styttra en i viku. Þegar fresturinn rennur út á föstudagskvöld tel ég, að það eigi hins vegar aö liggja algerlega ljóst fyrir, hvort verkfall er óhjákvæmilegt eða ekki." — TK.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.