Tíminn - 21.02.1974, Page 4

Tíminn - 21.02.1974, Page 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 21. febrúar 19Í4. Krabbamein og tréiðnaðarmenn Helmingur allra þeirra Frakka, sem fá krabbamein i nefgöng, hafa starfað i tréiðnaði, að þvi er fram kemur i læknaskýrslum i Frakklandi. Læknar i Bret- landi hafa komizt að sömu niðurstöðu eftir athugun, sem þar hefur farið fram. Dr. Leroux-Robert, læknir við læknahásólann i Paris, segir að krabbamein i nefgöngum se at- vinnusjúkdómur, sem tre'smiðir og aðrir, sem starfi i tíeíðnaöi, eigi á hættu að fá. Hann segir ennfremur, að allir þeir, sem hann hafi rannsakað og þjáðst hafa af þessum sjúkdómi, hafi eytt frá 22 i 54 ár i sagryki. Ryk úr eik er hættulegast og veldur þremur fjórðu af öllum krabba- meinstilfellunum. Næst á eftir kemur svo furan og siðan val- hnota. Læknirinn segir , að mest hætta stafi af finu, þurru sagi, sem myndast, þegar vélsagir eru notaðar til þess að saga niður timbrið, og þvi þurrara sem það er, þvi hættulegra er það. Þá segir læknirinn, að lim, fúavarnarefni og lökk alls konar hafi verið útilokuö sem krabba- meinsvaldar. Læknirinn segir að lokum, að 70% þeirra, sem hafa fengið krabbamein i nef- göng, hafi fengið lækningu við uppskurð eða geislameðferð. Stærsta flugvél i notkun í Síberíu Stærsta flugvél heims, sovézka vélin Antej, hefur verið tekin i notkun i reglulegt flug á leiðinni milli Tjumen og Nisjnevartovsk i V-Siberiu. Flugvélin á að annast vöruflutninga á þessu svæði, þar sem fátt er um vegi. Þessa 1000 km. vegalengd annast flugvélin flutninga á dæl um, gröfum, rörlagningavélum og öðrum útbúnaði til oliu- vinnslu á stærsta oliulindasvæði Sovétrikjanna, Samotloi; Flytur flugvélin vélarnar beint á þá staði, þar sem þær verða notað- ar. 1 vetur mun flugvélin alls fara 70 ferðir með varning, samtals um 2500 tonn að þyngd. Áætlunarsigling ar fró Odessa til Bandaríkjanna I Odessa við Svartahaf hefur bandariskt fiutningaskip losað tækjabúnað til stórrar vörubila- verksmiðju. sem verið er að reisa i Nabersejnije Tjelni við Kama. Þetta er fyrsti farmurinn, sem fluttur er i áætlunarsigling'um frá höfnum a áusturströnd Bandarikjanna til Odessa. Samtimis hefur Svartaháfs- skipafélagið opnað áætlunar- siglingaleið til Bandarikjanna. Sovézk skip munu flytja stál marmara, o.fl. vörur til hafna við vötnin miklu. Siðar verða teknar upp áætlunarsiglingar til hafna á austurstönd Bandarikjanna. Hittir sjaldan starfsbræður sína Wilfried Lange i Hamborg þarf að fara langt til þess að hitta starfsbróður sinn, bvi s4 sem næst honum býr er ekki nær en i S-Afriku.’ Hvað skyldi það svo vera, sem Wilfried Sérkennilegt farartæki Þessi óvenjulegi bill var til sýnis i inni árlegu bilasýningu, sem haldin er i stuttgart i Þýzkalandi. Bilinn teiknaði Luigi Colani, sem er mjög þekktur teiknari. Ekki telja menn líklegt, að billinn eigi miklar framtið fyrir sér á vegum úti, en hann er alla vega skemmtilegur sýningargripur, enda vakti hann óskipta athygli allra þeirra, sem sýninguna sóttu. gerir? Hann gerir við brotnar og sundurbitnar pipur. Venjulega eru þetta engar smápipur þvi aðeins borgar sig að láta gera við þær allra dýrustu, i öðrum tilfellum kaupa menn sér bara nýja pipu, ef sú gamla brotnar eða eyðileggst. Ekki þarf þessi 45 ára gamli pipuviðgerðar- maður að kvarta undan þvi, að hann hafi litið að gera, þvi menn koma með pipur til hans hvaðanæva að úr Evrópu, og hann getur yfirleitt ekki komizt yfir að gera við meira en 30 pipur á dag. Tala pipureykinga manna komst upp i tvær og hálfa milljón i V-Þýzka- landi á siðasta ári, Fjórir fimmtu þessa hóps gripa þó annað slagið til sigaretta eða vindla. Af þeim 1.2 milljónum pipa, sem seldar eru i verzlun- um á ári hverju, eru 30% seld i Bretlandi, Danmörku, ttaliu og Frakklandi. Hann er svo ánægöur. leikskólinn fór i heimsókn i súkkulaðiverk- smiðju. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.