Tíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 7. marz 1974. Konu dæmdar skaðabætur vegna mistaka lækna 1 Haifa i tsrael var 36 ára gamalli konu nýlega dæmdar 25.000 dollarar (yfir 2 millj. Isl. krónur) i skaðabætur vegna þess, að árið 1970 sögðu læknar henni að hún væri með krabba- mein i brjósti og tóku af konunni brjóstið, en við rannsókn á æxlinu kom i ljós að það var ekki illkynjað, svo að þess vegna hafði verið óþarfi að fjarlægja brjóstið. Fyrir þetta var sjúkrahúsið og viðkomandi læknar gerðir skaðabótaskyldir við konuna, og ekki siður vegna þess, að þeir létu 15 mánuði liða — áður en þeir sögðu henni, að hún hún hefði ekki verið með krabbamein — og það þótti jafnvel verri yfirsjón heldur en mistökin með greiningu sjúkdómsins. Réttarhöldin vöktu mikla athygli og mörg vitni voru leidd fyrir réttinn, bæði læknar og rannsóknarfólk. Gleðilegar framfarir eða....? Stjórn trlands hefur lýst þvi yf- ir, að hún hyggist leggja fram lagafrumvarp, sem heimili sölu getnaðarvarna. Verði frum- varpið að lögum, getur hver sá, sem náð hefur átján ára aldri, keypt slikar nauðynjar i lyfja- búðum innan tiðar. A siðasta ári leyfðu irsk yfirvöld innflutning getnaðarvarna, en sala og aug- lýsing er enn stranglega bönn- uð! Þetta verður þó áreiðanlega þungur róður, og flestir efast stórlega um, að frumvarpið nái fram að ganga, þvi að kaþólikk- ar hafa þegar mótmælt þvi kröftuglega. í ársfangelsi fyrir að þvo buxurnar sinar I Fáeinar húsmæður sátu og biðu eftir þvottinum sinum. Þetta var i bænum Gosforth á Eng- landi, og frúrnar voru staddar i almenningsþvottahúsi, þar sem viðskiptavinirnir settu sjálfir þvöttinn i sjálfvirkar þvottavél- ar. Það er auðvitað ekkert merkilegt við svona þvottahús, sizt af öllu á Englandi, enda bjuggust blessaðar konurnar ekki við neinum stórviðburði. Sumar sátu meira að segja dott- andi og biðu þess eins, að vélarnar skiluðu þeim aftur þvottinum, svo þær gætu flýtt sér heim að hengja upp. Þær litu þvi varla upp.þegar átján ára unglingspiltur hélt innreið sina i þvottahúsið. Þetta var Douglas Hart, og hann var kominn til að þvo buxurnar sinar, þ.e.a.s. nærbuxurnar sinar „Ánægju- IL-J legt að karlmenn skuli nenna að þvo af sér sjálfir,” hugsuðu blessaðar frúrnar i grandaleysi og héldu áfram að dotta. En þá dundu ósköpin yfir. An minnstu svipbrigða klæddi pilturinn sig úr hverri einustu spjör, stakk nærbuxunum sinum rólega i þvottavélina og settist niður til að biða Konurnar trúðu ekki sinum eigin augum. Var drengurinn bandvitlaus, eða átti hann kannski ekki nærbuxur til skiptanna? Hvað áttu þær eigin- lega að taka til bragðs? Þær skutu á fundi og ræddu málið i ákafa, en Douglas Hart lét það ekkert á sig fá og lagði ekkert til málanna. Eftir japl og jaml og fuður komust fundarkonur að þeirri niðurstöðu, að þetta væri bara alls ekki normalt athæfi. Að visu væri sá möguleiki fyrir hendi, að pilturinn væri svo illa stæður, að hann ætti ekki til skiptanna, en þá hefði hann lika, að þeirra dómi, átt að sjá sóma sinn i þvi að senda einhvern annan með brókina. (Það skal tekið fram, blessuðum konun um til afsökunar, að þær höfðu auðvitað alls ekki orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá Klukkustrengi, og þvi fór sem fór.) Þær kölluðu sem sagt á lögregluna, sem fannst þetta at- hæfi drengsins alveg jafn ónor- malt og þeim, og Hart var dreg- inn fyrir dómara. Og næsta árið þarf hann alls ekki að hafa fyrir þvi að þvo nærbuxurnar sinar sjálfur, þvi að hann situr i fangelsi fyrir ósæmilegt athæfi á almannafæri. ★ ★ Með einkaspæj ara á hælunum Bæjarstjórnin i Cromer á Eng- landi er búin að fá sig fullsadda á hundaskit um götur og torg. Ekki alls fyrir löngu var ráðinn einkaspæjari á vegum bæjarins til þess að fylgjast með ferðum hundaeigenda. Og verði hann var við.að fólk brjóti þær reglur, sem bæjarstjórnin hefur sett, i þvi augnamiði að halda götun- um hreinum, ber honum að taka til sinna ráða. Að visu er ekki ætlunin,að hann reyni að koma i veg fyrir ósómann né stöðva hund i miðri athöfn, enda gæti slikt orðið harla erfitt viður- eignar. Nei, spæjarinn beitir einfaldlega ljósmyndavél til að koma upp um sökudólgana, og siðan verða þeir að greiða fjár- sektir. Okkur þykir liklegt, að þessi aðferð eigi eftir að gefa góða raun, þvi að hver kærir sig um að greiða offjár fyrir hunda- skit? ★ ★ Fjarlægðarmæl- ingar eftir Laser-kerfinu 1 landmælingadeild Fjöltækni- stofnunarinnar i Sovétlýð- veldinu Armeniu hefur verið hannað Lasertæki til fiar- lægðarmælinga. Það dregur 273 kilómetra og á nokkrum minút- um getur það frámkvæmt mæl- ingar, sem 12 menn gera á 3-4 klukkustundum. Fjöltækni- stofnunin i Armeniu hefur áður hannað tæki, sem hafa reynzt hentug á ýmsum sviðum t.d. við stifluframkvæmdir, uppsetn- ingu sjónvarpsloftneta og fl. ★ ★ i Glaðlegir bílasmiðir! 1 Kama-bifreiðaverksmiðjunum i Sovétrikjunum var nýlega haldin Tatara-hátið og þar var þessi mynd tekin. Allir virðast i góðu skapi, en hvaö hlægir fólkið svo mjög getum við þvi miður ekki sagt ykkur frá, þvi að myndaiextinn var á okkur óskiljanlegu máli, en hátiðin er greinilega vekheppnuð. DENNI DÆMALAUSI Kl' ég hef of liátt, öskrar hún á mig. Ef ég þegi.heldur hún, að ég sé veikur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.