Tíminn - 07.03.1974, Page 6

Tíminn - 07.03.1974, Page 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 7. marz 1974. Tungulax 5 ára A ÞESSU ári eru 5 ár liðin siðan hlutafélagið Tungulax var stofnað, en rúmur áratugur er siðan þeir félagar prófessor Snorri Hallgrimsson, Kristinn Guðbrandsson og Oddur ólafsson hófu tilraunir til fiskeldis og byggðu litla fiskiræktarstöð að Keldum. Þcir hófu og fiskirækt á Skaftársvæðinu og gerðu ræktunarsamning um Eldvatn i Meðallandi. A dögunum var vigð fiskeldisstöð sem félagið hefur komið upp að öxnalæk í ölfusi. Tungulax h/f hefur haldið áfram rekstri fiskiræktar- stöðvarinnar að Keldum og litils tilraunahúss á öxnalæk, sem þeir Snorri Hallgrimsson og Kristinn Guðbrandsson reistu vorið 1969. Þá hefur félagið haldið áfram ræktun i Tungulæk og Hæðarlæk i Landbroti, og ræktun Eldvatns i Meðallandi, sem er ein stærsta bergvatnsá landsins. Við Hæðarlæk hefur félagið reist 360 fermetra eldishús og eru þar gerðar tilraunir með lax og sjóbirting, sem m.a. er sleppt beint úr húsinu út i læk i von um endurheimtu, en sá fiskur sem til baka kemur, er fyrst og fremst notaður sem klakfiskur. 1 Eldvatn hafa nú verið sett nær 100 þús. gönguseiði, og er ræktunin þar byrjuð að bera árangur. 1971 veiddust þar 40 laxar, 1972 60 og á s.l. ári 100. Stærsta átak félagsins er bygging fiskiræktar- stöðvar á öxnalæk. Hér er um að ræða 900 fermetra hús, með fullkomnasta búnaði, sem völ er á, en eldiskerin eru 88 talsins. Siðan verða gerðar útitjarnir, og er hugmyndin að þar verði undir vatni allt að 7000 fermetrar. t stöð þessari er fyrst og fremst ætlunin að ala silung til manneldis, bæði bleikju og sjóbirting. Verða seiðin alin innandyra i u.þ.b. 10 sm stærð, en siðan flutt i útitjarnir, þar sem þau verða alin i u.þ.b. 200 gramma þyngd, en þá sett á markað, og er hver fiskur einn málsverður. Vonir standa til þess, að framleiðslan geti orðið um 50 tonn á ári, en jafnframt verður um að ræða eitthvert eldi á seiðum til sölu og til sleppingar i þær ár, sem félagið er að rækta. Segja má, að hér sé um að ræða fyrstu tilraunina á tslandi til eiginlegs fiskibúskapar. Veltur auðvitað á miklu, að sú tilraun takist eins og efni standa til. Aðstæður á öxnalæk eru allar hinar ákjósanlegustu og þá fyrst og fremst vatnið, sem er 12 stiga heitt lindarvatn, sem raunar má hita meira með iblöndun heitara vatns. t stjórn Tungulax h/f eru: Eyjólfur Konráð Jónsson, Krist- inn Guðbrandsson, og Þuriður Finnsdóttir. Framkvæmdastjóri er Guðmundur Hjaltason. Lögmannafélag íslands Almennur félagsfundur verður haldinn i Þingholti (Hótel Holt) föstudaginn8. marz kl. 17. Til umræðu: Gjaldskrármál o. fl. — Framsögumaður Gunnar Sæmundsson, formaður gjaldskrárnefndar LMFÍ. Stjórnin. Frá Styrktarfélagi vangefinna Aðalfundur félagsins verður haldinn i Bjarkarási sunnudaginn 10. marz og hefst kl. 14. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins. 3. Kosningar. 4. önnur mál. Stjórnin. Vörubílar — vagn og krani Scania L-76 1966, 10 hjóla, sturtur og 5 m pallur. Scania L-76 1967 6 hjóla, sturtur og 16,5 f. pallur. Ford D-800 1967 ekinn 65 þús. km., 17.5 f. paliur, sturtur. Flutningavagn, stólvagn, 2ja hásinga, 22 tonn, 12 m langur, dekk 100/20 Hiaf-krani, tvö og hálft tonn (miðjukrani). AÐAL BÍLASALAN Skúlagötu 40 — Simar 15014 og 19181. Séð yfir sal öxnalækjarstöðvarinnar. Kristinn Guðbrandsson ræðir við Halldór Sigurðsson, landbúnaðarráðherra, við opnunina. O INÚK veg og vanda af uppfærslu og gerð leikritsins, en það er sam- bland af látbragði, dansi og söngvum. Hér er um að ræöa mjög lofs- vert framtak til kynningar frúm- stæðum þjóðum, og því er þess að vænta að skólayfirvöld sýni leik- urunum stuðning i orði og i verki. Auk þessa spinnst inn i leikritið almenn fræðsla og kynning á Eskimóum. Leikararnir hafa sjálfir haft BókhaldsaðstoÖ með tékkafærslum PJbúnaðarbankinn VQ/ REYKJAVÍK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.