Tíminn - 07.03.1974, Síða 13

Tíminn - 07.03.1974, Síða 13
Fimmtudagur 7. marz 1974. TÍMINN 13 0 Strandferðir hnjaski, stundum bleytu. Seinast i janúar bárust mér fréttir frá Nes- kaupstað um blautar pappa- umbúðir og rafsuðuþráð, hvort tveggja ónýtt, ennfremur gólf- teppasendingu. Og það er óþolandi, sem ég og fleiri verða þrásinnis að heyra þegar fyrir- tæki i Reykjavik er beðið að senda minni háttar sendingar með Rikisskip. En þá eru svörin á þá leið alla tið, hvort ekki megi senda með bil eða flugvél, það sé svo stirt að koma vörunni á afgreiðslu skipanna. Þetta er nú utan við efni þeirrar tillögu, sem hér er til umræðu, enda eru úrbætur á aðstöðu Skipaútgerðar rikisins i Reykja- vik væntanlega komnar á það stig, að óþarft er að gera þær að sérstöku þingmáli, enn einu sinni. — En ég vil nota þetta tækifæri til að skora mjög alvarlega á Skipa- útgerðina og samgönguráðu- neytið i fyrsta lagi að hraða varanlegum úrbótum svo sem framast er unnt og i öðru lagi að gera þegar i stað einhverjar þær ráðstafanir til bráðabirgða, er bætt gætu aðstöðuna hér i Reykjavik og taka um leið til rækilegrar athugunar hvað hæft er i kvörtunum um óeðlilegar vöruskemmdir og bæta um ef réttar reynast. Um tillöguna sjálfa vil ég svo að lokum segja það, að ég tel mig hafa leitt veigamikil rök að þvi að bein þörf sé á þriðja vöru- flutningaskipinu á ströndina, til þess að auka tiðni ferða, til þess að anna flutningaþörfinni á anna- timunum og til öryggis þegar skip tefjast af einhverjum ástæðum. Flutningsmenn leggja áherzlu á báða þætti tillögunnar, heimild til að láta smiða eða kaupa skip og til bráðabirgða heimild til að taka skip á leigu. Vegna staðhátta og veðurfars er nægur skipakostur nauðsyn. Fyrst við þurfum að eiga skipin þá ber okkur að nýta þau vel. o Orkusala forráðamenn landsins sem komu fram i Norðurlandaráði, nota enn þessar tölur. En um þessi efni hefur m.a. formaður Landsvirkjunarstjórnarinnar Jóhannes Nordal sagt, að hann gerði ráð fyrir þvi að það yrði að lækka þessar tölur um þriðjung miðað við þau viðurkenndu sjónarmið i umhverfismálum, sem nú væru efst á baugi alls staðar og mundu verða hér eins og annars staðar. Þessi atriði eru til þess fallin að opna augu okkar fyrir þvi, að við verðum að endurskoða öll þessi mál frá rótum i ljósi þeirra nýju viðhorfa sem eru búin að vinna sér fylgi. Það verður að endur- skoða allar áætlanir um virkjan- legt vatnsafl á Islandi frá rótum og þar með aílar eldri fyrir- ætlanir um stóriðju og annað slikt i þvi sambandi. Og það er ekki sizt ástæða til að gera þetta, vegna þess að það verður bein- linis sótt á um að koma inn á okkur mengunariðnaði á næstunni, iðnaði, sem aðrir vilja vera lausir við. Iðnaðarráðherra Sviþjóöar hefur nýlega lýst þvi yfir, að hann áliti að búið sé að nota svona hér um bil allt það vatnsafl, er Sviar vilji nýta frá umhverfis- sjónarmiði séð. Norðmenn hafa endurskoðað allar sinar áætlanir i þessu tilliti frá sama sjónarmiði og lækkað áætlanir sinar um virkjanlegt vatnsafl. Það verður áreiðanlega enginn vandi að fá erlenda aðila til þess að koma hér upp iðnað á næstunni Við verð- um að vera vandlátir i þessum efnum og lita raunsætt á þessi mál og hafa þá ekki sizt þau sjónarmið i huga, að við ráðum sjálfir yfir okkar eigin atvinnu- rekstri. Það verða áreiðanlega ekki mikil vandkvæði fyrir okkur að fá fjármagn til þess að koma upp góðum iðnaðarfyrirtækjum á næstunni, án þess að þurfa að hafa þau i eigu erlendra aðila. Það er ekki um það að villast, að það verður engum erfiðleikum bundið, eins og þessi mál eru ao snúast og með jafngóða aðstöðu og við höfum i orkumálum, þótt við þurfum að endurskoða okkar eldri áætlanir. Þess vegna lit ég björtum augum á framtiðina. 0 Flatey vist er það að starfið hlýtur að vera guði þóknanlegt og að ekki hefðu sumarbúðir minna þroska- gildi, ef þær leiddu unglingana i snertingu við undirstöðuatvinnu- vegi þjóðarinnar. Ef þessir atvinnuvegir, eins og sjávarútvegur, landbúnaður og fiskverkun, afmannast og við þurfum e.t.v. að flytja inn fólk til þess að draga fyrir okkur fiskinn og vinna hann, þá er illa komið fyrir þjóðinni. Þvi miður óttast ég það veru- lega, að skóla- og menntakerfi okkar allt mennti alltof mikið af fólkinu frá atvinnuvegunum — og sliti það úr tengslum við þá. Við þurfum gott og vel menntað fólk i þessa atvinnuvegi. Mennta- kerfið verður að mennta fólkið til atvinnuveganna og fyrir þá — en ekki frá þeim. 0 Sement eiginleiki Pozzolan-sements og það dregur úr súlfat-þenslu, sem er efnabreyting, sem einnig getur valdið sprungumyndun. Pozzolan-sement harðnar jafnar og hægar en annað sement, þannig að spennur i stórum bygg- ingahlutum verða hægari og minni en annars er. — Auk þess að henta vel til allrar massasteypu er þetta nýja sement hentugt i mannvirki, sem eru i vatni. Við gerum okkur þess vegna m.a. vonir um að geta i framtiðinni selt pozzolan-sement tilhafnargerðar, brúa og annarra vatnamannvirkja, sagði Guðmundur. Sementsverksmiðjan hefur þegar framleitt 250 tonn af pozzolansementi til reynslu. Framleiðslu til Sigöldu verður svo háttað, að fyrsta árið verða framleidd 15 þús. tonn, hið næsta 20 þús. og ioks 5-10 þús. tonn árið 1976. Heildarframleiösla 1973 var um 135 þús tonn, en verður 150-160 þús. tonn á þessu ári, þegar pozzolan-sementið bætist við. Innan einnar eða tveggja vikna fáum við nýja sementskvörn, sagði Guðmundur, en hún er for- senda þess að við getum framleitt þetta magn. Til framkvæmda í Búrfelli var notað lág-alkolisement sem ekki hefur eins fjölþætta eiginleika og pozzolansementið og var auk þess innflutt vara frá Danmörku. Það er þvi mjög ánægjuleg þróun, að notað skuli íslenzkt sement i mannvirkin við Sigöldu. Hið nýja pozzólan-sement er ekki aðeins framleitt hérlendis heldur notuð innlend hráefni til fram- leiðslunnar. Pozzolan-sementið er framleitt þannig, að malað er saman lipari úr Hvalfirði og sementsgjall, en i gjallinu er skeljasandur blandinn lipariti. . MIKID SKAL TIL § SAMVINNUBANKINN Skyndisala Fermingarföt No. 36-37 Nokkur settverð frá kr. 3000.- Drengjajakkaföt frá kr. 2500.- Ilrengjajakkar molskinn No. 8-10 kr. 800.- Nýkomið enskt dúnléreft Æðardúnsængur Póstsendum Simi 13570 Vesturgötu 12. SAMVIRKI Barngóð kona búsett i nágrenni Há- skólans, óskast til að gæta 2ja mánaða gam- als drengs mánud. til föstud. á tímanum kl. 13-16. Æskilegt er, að aðstaða sé til þess að láta hann sofa úti þennan tíma. Upplýsingar veittar i sima 2-26-58 kl. 13-17 í dag. Við birtingu mynda úr þorrablóti þvi, sem SÍS bauð búnaðarþingsfulitrúum i ásamt fleiri mönnum, sem trúnaðarstörfum gegna i þágu landbúnaðarins, misritaðist nafn undir þessari mynd, og ieiðréttist það hér-í Fremst á myndinni er Lára Einarsdóttir, kona Sveins Einarssonar veiðistjóra. Samgönguleysið forðar frá flensunni og einu sinni i viku að undan- förnu. Bót i máli er, að skut- togarinn Framnes I hefur getað verið að og hann hefur nokkrum sinnum komið með góðan afla siðustu vikur. Ófært er fyrir Dýrafjörð vegna mikilla snjóflóða, sem féllu á veginn á Ófærum skammt utan við botn Dýrafjarðar að norðan fyrir hálfri annarri viku. Siðan hefur ekki viðrað til snjómoksturs. Undanfarna dagur hefur-hvass- viðri verið mikið hér vestra og rigningar, en ekki hafa orðið miklar skemmdir á vegum, svo að vitað sé, þvi að mikil svellalög hafa hlift þeim. Vel er fært frá Þingeyri um utanverðan Þingeyrarhrepp. Flug hefur verið mjög stopult vegna veðurs og liklega hefur samgönguleysið forðað mönnum hér frá inflúensunni, sem geisar syðra. Laust starf Starf fangavarðar við Hegningarhúsið i Reykjavik er laust til umsóknar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf, sendist skrifstofu sakadóms Reykjavikur, Borgartúni 7, fyrir 28. marz n.k. Yfirsakadómari. Lagermaður Maður óskast til lagerstarfa sem fyrst, framtiðaratvinna fyrir duglegan mann. Upplýsingar i skrifstofunni. 1. SKIPAUTGCRÐ RÍKISINS AKRANES Verkamenn vantar til starfa i Sementsverksmiðju rikisins. SE—Þingeyri — Sjaldan hefur gefið á sjó frá Þingeyri að undanförnu. Heita má að bátar hafi ekki komizt á sjó nema eins 0 Loðna kynntu 4 skip um afla, en það voru Óskar Magnússon, 200, Faxi 50, Talknfirðingur 250, Höfrungur II 80. Um kl. 18 i gær höfðu 24 skip til- kynnt um afla, sem fékkst á Breiðafirði. Þau voru Bjarni Ólafsson 280, Húnaröst 90, Járn- gerður 210, Hamravik 150, Höfrungur III 260, Svanur 300, Voniin 45, Helga 200, Steinunn 40, Arsæll Sigurðsson 180, Hinrik 90, Grimseyingur 200, Hafrún 70, Asborg 150, Baldur 100, Reykjaborg 420, Keflvikingur 220, Bergur 180, Sandafell 190, Sigfús Bergmann60, Þorbjörg II 100, Rauðsey 240, Þorsteinn 300, Ólafur Sigurðsson 180. AKRANES Vélvirkja vantar til starfa i Sementsverksmiðju rikisins. R53 Starfsmenn ^ óskast Sauðárkrókskaupstaður óskar eftir að ráða eftirtalda starfsmenn nú i vor eða fyrr eftir samkomulagi: 1. Vélvirkja. 2. Trésmið. 3. Verkstjóra. 4. Verkamenn. Umsóknir, er greini aldur og fyrri störf, sendist undirrituðum fyrir 15. marz n.k. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.