Tíminn - 07.03.1974, Qupperneq 15

Tíminn - 07.03.1974, Qupperneq 15
Fimmtudagur 7. marz 1974. TÍMINN 15 Skattar milljónir króna, auk upptöku á vangreiddum söluskatti. I viðtali, sem Timinn átti við Halldór E. Sigurðsson, fjármála- ráðherra, i gær, um efni frum- varpsins og undirbúning sagði hann m.a.: Frumvarpið ef árangur af samstarfi rikisstjórnarinnar og fulltrúa ASt frá þvi i haust. Þetta samstarf leiddi eins og kunnugt er til undirritunar samkomulags eftir samþykki 30 manna nefndar ASl við samkomulagi, sem vinnu- nefndir rikisstjórnarinnar og ASl höfðu gert og er liður i þeim heildarkjarasamningum, sem gerðirhafa verið. Þetta frumvarp er svo samið i samræmi við það samkomulag, en nokkrar tækni- legar breytingar gerðar i samráði við og með samþykki nefndar, er tilnefnd var af ASl, og skipuð var þeim Guðmundi J. Guðmunds- syni, Birni Þórhallssyni og Þórólfi Danielssyni. Meginbreytingarnar i þessu samkomulagi eru þær, að persónufrádráttur einstaklinga hækkar úr 223,300 i krónur 293 þúsund og hjóna úr 338.800 i 448 þúsund krónur og annarra skatt- þegna i samræmi við það. Þessi hækkun er hins vegar gerð með tvennu móti. Annars vegar með hækkun persónufrá- dráttar, eins og hann hefur verið i lögum og hins vegar með sér- stökum skattafslætti, sem veitist öllum skattþegnum. Er hann 11 þúsund krónur fyrir einstakling, 18,500 krónur fyrir hjón 3,300 krónur fyrir hvert barn, 17.500 krónur fyrir einstætt foreldri og 3,900 krónur fyrir hvert barn á framfæri einstæðs foreldris. Þessi skattafsláttur má þó aldrei nema hærri upphæð en nemur 6% af skattskyldum tekjum framteljanda. Verði skattafsláttur hins vegar hærri en nemur tekjuskatti hans og eins þegar tekjuskattur hans er enginn, skal rikissjóður leggja fram fjárhæð, sem þessum mun á tekjuskatti og skattafslætti nemur. Þessu fé skal fyrir hvern mann ráðstafað sem hér segir: 1. Til greiðslu þinggjalda, sem á manninn eru lögð á greiðslu- árinu. 2. Til greiðslu útsvars og annarra gjalda til sveitarsjóðs, sem á manninn eru lögð á greiðsluárinu, að undanskildum fasteignagjöldum. 3. Sé framlag rikissjóðs skv. 3. mgr. þessa liðar hærra en greiðslur skv. 1. og 2. hér að framan, skal þvi, sem umfram þær er, ráðstafað sem hér segir: a. Til jöfnunar á námskostnaði, sbr. lög nr. 69/1972, og til Lána- sjóðs islenskra námsmanna eða annarrar f járhagsaðstoðar rikisins við námsmenn, þegar i hlut eiga menn, sem njóta frádráttar vegna námskostnaðar á skattárinu. b. Til greiðslu ógoldinna þing- gjalda mannsins frá fyrri árum og siðan til greiðslu fasteigna- gjalda hans og ógoldinna gjalda til sveitarsjóðs frá fyrri árum, þegar i hlut eiga aðrir menn en um gat i a. hér að framan. 4. Sé fé enn óráðstafað að lokn- um greiðslum skv. 1. til3. hér að framan, skal hann greiddur viðkomandi manni. Ráðherra ákveður með sérstakri reglugerð alla meðferð skattafsláttar skv. þessum lið. Þar sem innheimta þinggjalda og gjalda til sveitarsjóðs er sam- eiginleg, er heimilt i reglugerð þessari að kveða svo á, að þing- gjöld og gjöld til sveitarsjóðs skuli vera samhliða i forgangs- röðinni. Þá eru ákvæði i frumvarpinu um sérstakar skattaivilnanir til handa ellilifeyrisþegum og öryrkjum. Þau hljóða þannig: A. Tekjuskatt, 10.000 kr. eða lægri hjá einstaklingum og 16.000 kr. eða lægri hjá hjónum, skal fella niður. B. Tekjuskatt einstaklinga á bilinu frá 10.000 tii 50.000 kr. skal lækka um fjárhæð, sem nemur 10.000 kr., að frádregnum fjórðungi þeirrar fjárhæðar, sem óskertur tekjuskattur er hærri en 10.000 kr. C. Tekjuskatt hjóna á bilinu frá 16.000 til 80.000 kr. skal lækka um fjárhæð, sem nemur 16.000 kr., að frádregnum fjórðungi þeirrar fjárhæðar, sem óskertur tekju- skattur er hærri en 16.000 kr. Með írumvarpinu er skatt- stigum og skattprósentum breytt, þannig: miðað við nettótekjur til skatts: 1. skattþrep: Af 0-100 þúsund krónum greiðast 20% i skatt. 1 gildandi lögum 0-77 þúsund — 25% 2. skattþrep: Af 100-200 þúsund krónum greiðast 30% i skatt. 1 gildandi lögum 77-115 þúsund — 35% 3. skattþrep: Af 200 þúsund og yfir greiðast 40% i skatt. 1 gildandi lögum 115 þúsund og yfir — 44% Miðað við áætlun fjárlaga felur frumvarpið i sér lækkun tekju- skatts i heild um 2.700 milljónir króna eða 42%. Til viðbótar kemur svo skattafslátturinn til þeirra, sem lágan eða engan tekjuskatt greiða og nemur það 550 milljón króna útgjöldum hjá rikissjóði, eða samtals 3.250 milljón króna tekjutapi rikis- sjóðs. 1 greinargerð með frumvarpinu segirsvoum tekjur rikissjóðs af 5 prósentustigum i söluskatti: ,,í fjárlögum ársins 1974 er innheimtur söluskattur i rikissjóð áætlaður 6.702 mkr. eða nær 610 mkr. fyrir hvert stig söluskatts. Áætlun þessi var miðuð við, að álagður söluskattur á árinu 1974 að meðtöldum hluta Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga nemi nær 7.400 mkr. eða um 670 mkr. fyrir hvert stig söluskatts. Af þessari upphæð koma um 616 mkr. i hluta rikissjóðs. Þar sem söluskattur er innheimtur mánaðarlega eftir á, kemur desemberálagning ársins ekki til innheimtu fyrr en i janúar á næsta ári, en i ár er hins vegar innheimt álagning i desember á siðasta ári. 1 fjárlagaáætlun var miðað við verðlag, eins og það var i desember s.l. óbreytt. 1 þjóðhagsspá hagrannsókna- deildarfyrir árið 1974, sem birtist i riti deildarinnar, Þjóðar- búskapurinn nr. 4., desember 1973, var sett fram mal á þjóð- hagshorfum ársins, byggt á ýmsum forsendum um helstu þjóðhagsstærðir, sem nánar er greint frá i skýrslunni. Meginfor- sendur um kauplag og verðlag á árinu 1974 voru þær, að kaup- máttaraukning yrði i hátt við aukningu þjóðarframleiðslu og þjóðartekna til lengri tima litið, og áætlun um hækkun verðlags og verðlagsbóta á laun var reist á mati á innlendum og erlendum verðhækkunartilefnum, eins og þau voru metin i lok árs 1973. 1 þjóðhagsspánni var hins vegar ekki gerð nein tilraun til þess að spá beinlinis niðurstöðum al- mennra kjarasamninga, sem þá stóðu yfir. Hækkun söluskatt- stofnsins var áætluð 9% meiri en lagt var til grundvallar tekju- áætlun fjárlaga, sem eins og áður sagði tók beint mið af verðlagi i desember 1973. Niðurstöður framangreindrar þjóðhagsspár lágu til grundvallar i viðræðum rikisstjórnarinnar við launþegasamtökin um breytingu á tekjuöfiun rikisins. Samkvæmt þessari áætlun nemur hvert stig i álagningu söluskatts nær 730 mkr. á öllu árinu 1974 að teknu tilliti til ráðgerðrar lækkunar tekjuskatts og þeirrar veltu- aukningar, sem henni fylgir. Miðað við álagningu frá 1. mars, (sem þó ekki næst, þar eð laga- setningunni er ekki lokið fyrir þann tima), nemur álagningin um 610-620 mkr. fyrir hvert stig á árinu 1974. Samkvæmt þessu nemur 5 stiga hækkun söluskatts frá 1. mars, sem öll renni i rikis- sjóð, um 3.050-3.100 mkr. i álagningu á árinu 1974. Af þessari upphæð innheimtist desember- álagning ekki fyrr en á næsta ári, þannig að af framangreindri f jár- hæð koma um 2.750-2.800 mkr. til innheimtu á árinu, og þar af greiðir rikissjóður sjálfur nær 100 mkr. vegna aukinna söluskattsút- gjalda. Nú er ljóst, að almenn veltu- breyting verður meiri i ár en gert var ráð fyrir i forsendum þjóðhagsspár frá des. s.l. Niður stöður nýrra kjarasamninga fela i sér mun meiri hækkun kauplags en þá var gert ráð fyrir, en afar erfitt er að spá um verðlagsáhrif samninganna og þar með um frekari kauphækkanir. Auk þess rikir óvissa um bæði innlendar og erlendar verðhækkanir af öðrum toga. Mjög lauslegar áætlanir benda til þess, að almenn veltu- breyting (án verðlagsáhrifa sölu- skattshækkunar) gæti numið 8- 10% umfram forsendur þjóðhags- spár. Miðað viö slika veltu- aukningu gæti hvert stig sölu- skatts numið nær 800 mkr. i álagningu á öllu árinu 1974 eða um 680 mkr. á timabilinu mars til desember. 1 þessum tölum hefur verið gert ráð fyrir veltuaukningu i kjölfar tekjuskattslækkunar skv. I. kafla þessa frumvarps. Hækkun söluskatts um 5% — stig næmi þannig um 3.400 mkr. á árinu 1974, og þar af kæmu rúm- lega 3.000 mkr. til innheimu á árinu. Af þeirri upphæð greiðir rikissjóður þó sjálfur nær 100 mkr. vegna aukins söluskatts af útgjöldum hans. Af þvi, sem hér hefur verið rakið, er ljóst, að sé miðað við áætlaða innheimtu á árinu 1974, er fyllilega þörf á 5% — stiga hækkun söluskatts til þess að vega á móti ráðgerðri lækkun tekjuskatts og þeim hliðarráð- stöfunum, sem skattafsláttar kerfið felur i sér hinum tekjulægri til hagsbóta. Þannig má sjá af tölunum hér að framan, að þótt gert sé ráð fyrir, að 5 söluskatts % — stig gefi á ársgrundvelli 4000 mkr., innheimtast ekki i rikissjóð nema um 3.000 mkr. á árinu 1974 (og raunar ekki nema 2900 mkr. nettó, þvi útgjaldaauki rikissjóðs, á árinu vegna söluskattaukans nemur 100 mkr) og er þá raunar miðað við, að söluskatturinn taki gildi 1. mars 1974. Með sama hætti eru nettótekjur rikissjóðs á álagningargrundvelli 1974, m. v. 10 mánuði (sem þó nást ekki að fullu) um 3.300 mkr., eða þvi sem næst sama tala og lækkun tekju- skattsálagningar og útgjaldaauki vegna skattafsláttar nemur. Ahrifin á afkomu rikissjóðs vegast þvi nokkurn veginn á, og er óhætt að fullyrða, að tæpara má dæmið ekki standa, þvi við rikjandi verðbólguástand væri full ástæða til að. styrkja stöðu rikissjóðs fremur en veikja ekki sist, þar sem verð- og launa- hækkanir valda rikissjóði fyrir- sjáanlega miklum útgjaldaauka. Á fylgisk jali 1 með frum- varpinu kemur fram, að á álagningargrundvelli 1974 felur skattkerfisbreytingin yfirleitt i sér 2 1/2-3% lækkun heildarskatt- byrðar einstaklinga miðað við brúttótekjur 1973. Astæðan tii þess, að áhrif skattkerfisbreyt- ingarinnar á hag rikissjóðs jafnast nokkurn veginn út, þótt einstaklingarnir hafi af henni ótviræðan hag, sbr. hér að framan — hvort tveggja metið á álagningargrundvelli — er að sjálfsögðu sú, að söluskattur leggst á ýmsar framleiðslunauð- synjar og fjárfestingarvörur annarra en heimilanna. A áðurnefndri yfirlýsingu um skattamál taka fulltrúar ASl fram, að með þvi að fallast á 5% — stiga hækkun söluskatts, sé tekið mið af skertri álagningu, þ.e. lOmánaða álagningu, á árinu 1974. Við skattákvarðanir á árinu 1975 verði þvi að taka tillit til þessa. 1 samráði við fulltrúa ASl við endanlega gerð frumvarpsins kom fram, að þeir telja fleiri aðferðir koma til greina til að jafna mun söluskattshækkunar og tekjuskattslækkunar (ásamt skattafslætti) á árinu 1975. . • 1 þeim kafla frumvarpsins, sem fjailar um söluskattaukann, eru ennfremur breytingar og nýmæli að þvi er varðar almenna fram- kvæmd söluskattsins, efttirlit með framtölum og um viðurlög við brotum gegn söluskatts- lögunum. Akvæði um viðuriög við brotum gegn söluskattslögum eru 15 ára gömul. Þegar ákvæði þessi voru sett var söluskatturinn 3%. Á undanförnum árum hefur hvað eftir annað komið i ljós, að núgildandi viðurlagaákvæði eru ófullkomin m.a. af þvi, að skil söluskattskýrslna eru nú með öðrum hætti en var, þegar lög nr. 10/1960 voru settg Þá var kveðið á um skil skýrslna til skattstjóra ársf jórðungslega, en skv. núgildandi réttarreglum fara skil fram mánaðarlega til innheimtu- manns rikissjóðs. Viðurlög við vanskilum eru hins vegar enn miðuð við þá skipan, sem á var komið 1960. Hefur þetta skapað erfiðleika og misræmi við fram- kvæmd innheimtu og jafnvel eigi talið fært að beita sumum viður- lagaákvæðunum. Með frumvarpi þessu er iagt til, að söluskattur og söluskattauki verði samtals 16%. Nýverið hefur Alþingi samþykkt iög um tvö önnur gjöld, er krefja skuli af söluskattstofni, 1% hvort gjald. Þannig er gert ráð fyrir, að gjöld af söiuskattstofni verði samtals 18%. . . 1 viðtalinu við HalljiéT” B* Sigurðsson, fjármálaráðherra, benti hann á, að hafa yrði i huga i sambandi við þessa breytingu úr beinum sköttum yfir tii 5% sölu- skattsauka, að auk greiðslnanna, sem færu til þeirra, sem verst væru settir, væru ýmsar nauðsynjar nú undanþegnar sölu- skatti og yrðu það áfram. Má þar t.d. nefna mjólk og mjólkurvörur, rafmagns- og hitaveitugjöld og fl. Tafia 1. Breyting skattbyrðar einstaklinga eftir fjölskyldustærð og tekjuhæð við lækkun tekjuskatts og hækkun söluskatts á árinu 1974, skv. frumvarpi til laga um skattkerfisbreytingu. Barnluus hjón Hjón með 2 börn Hjón með 4 böm Brúttótekjur 1973 = B Þús. kr. Lækkun tekjusk. eða kætur Kr. Lækkun hcildarskatta Lækkun tekjusk. cða bætur Kr. Lækkun heildarskatta Lækkun tckjusk. cða bætur Kr. Lækkun heildarskatta Fjðldi sðlusk. , Kr. Kr. 0/ /o af B Fjöldi sölusk. Kr. Kr. o/ /o af B Fjöldi sölusk. Kr. Kr. % uf B 200 147 12 000 5 600 6 400 3,2 19 12 000 4 200 7 800 3,9 3 12 000 2 000 9 100 4,6 250 248 15 000 7 500 7 500 3,0 28 15 000 6 000 9 000 3,6 2 15 000 5 100 9 900 4,0 300 649 18 000 9 200 8 800 2,9 39 18 000 7 800 10 200 3,4 9 18 000 6 600 11 400 3,8 350 542 18 500 10 700 7 800 2,2 60 21 000 9 600 11 400 3,3 10 21 000 8 100 12 900 3,7 400 546 18 500 12 100 6 400 1,6 103 24 000 11 600 12 400 3,1 24 24 000 10 300 13 700 3,4 450 597 21 600 13 900 7 700 1,7 144 25 100 13 000 12 100 2,7 32 27 000 12 200 14 800 3,3 500 699 25 200 15 400 9 800 2,0 196 25 100 14 500 10 600 2,1 52 30 000 14 000 16 000 3,2 550 820 29 800 16 900 12 900 2,3 282 25 100 16 000 9 100 1,7 61 31 700 15 700 16 000 2,9 600 837 35 500 18 800 16 700 2,8 391 32 200 18 000 14 200 2,4 98 31 700 17 200 14 500 2,4 650 847 40 400 20 600 19 800 3,0 513 35 500 19 500 16 000 2,5 120 31 700 18 700 13 000 2,0 700 934 44 500 22 200 22 300 3,2 577 41 000 21 500 19 500 2,8 139 38 600 21 000 17 600 2,5 750 852 46 900 23 500 23 400 3,1 691 47 200 23 200 24 000 3,2 167 41 700 22 400 19 300 2,6 800 1 076 48 400 24 700 23 700 3,0 975 51 500 25 000 26 500 3,3 275 46 600 24 200 22 400 2,8 900 1 201 50 800 27 200 23 600 2,6 1 331 57 400 27 800. 29 600 3,3 355 57 900 27 700 30 200 3,4 1000 2 049 53 700 29 600 24 100 2,4 2 493 60 200 30 200 30 000 3,0 730 66 400 31 000 35 400 3,5 1500 845 69 600 41 500 28 100 1,9 1 043 74 800 42 500 32 300 2,2 354 82 600 43 000 39 600 2,6 2000 198 89 700 52 200 37 500 1,9 211 52 100 54 000 38 100 1,9 65 100 900 54 300 46 600 2,3 Skýringar við töfiu 1 og 2. Fjöldatölur sýna fjölda fram- teljenda á 50 þús. kr. tekjubilum (upp að 800 þús. kr.). Það skal tekið fram, að töflurnar ná aðeins til þessara tilteknu hópa fram- teljenda, en þeir telja yfir 80% af heildarfjölda. Lækkun tekjuskatts sýnir mis- mun á álögðum tekjuskatti skv. gildandi lögum (skattvisitalan 154) og álagningu skv. I. kafla frumvarpsins að teknu tilliti til skattafsláttar, sem nýtist til greiðslu annarra opinberra gjalda en tekjuskatts, til námsað- stoðar eða útgreiðslu, eftir þvi sem við á. Tölurnar um tekjuskattsálagn- ingu, sem fram eru settar á þess- um blöðum, eru áætlaðar með reiknilikaná hagrannsóknadeild- ar. Likanið er þannig gert, að framtöl allra 101 þús. framtelj- enda til skatts 1973, eins og þau koma fram i skattskrá, eru dreg- in saman i 1100 meðaltöl eftir fjöl- skyldustærð og tekjuhæð. Tekjurnar eru síðan færðar fram til ársins 1973 sem nemur áætl- aðri meðalbreytingu tekna. Likanið gefur færi á að meta áhrif mismunandi persónufrá- dráttar frá tekjum, mismunandi skattstiga, afsláttar frá tekju- skatti, með eða án útborgunar o.s.frv. Inn i likanið er felld reikniaðferð til að meta áhrif breytingar á söluskatti til mót- vægis lækkunar á tekjuskatti á skattbyrði framteljenda eftir tekjuhæð og fjölskylduaðstæðum. Söluskattsbreytingar eru metn- ar á grundvelli áætlaðra ráðstöf- unartekna 1974 (ráðstöfunartekj- ur = brúttótekjur að frádregnum beinum sköttum, o.fi.) 1 töflunum er miðað við 5%-stiga hækkun, á söluskatti frá 1. marz 1974. Aætl- uðum útgjöldum er skipt i sölu- Tafla 2. Breyting skattbyrðar einstaklinga eftir fjölskyldustærð og tekjuhæð við lækkun tekjuskatts og hækkun söluskatts á árinu 1974, skv. frumvarpi til laga um skattkerfisbreytingu. Eiiihleypingar, barnlausir Ein9tœð foreldri með 1 bani Lækkun Lækkun Lækkun heildarskatta Lækkun heildarskatta Brúttótekjur 1973 = B Þús. kr. Fjöldi tekjusk. eða hætur Kr. llækkun sölusk. Kr. Kr. % af B Fjöldi tekjusk. eða bætur Kr. Hækkun sölusk. Kr. Kr. % af B 50 5 681 3 000 700 2 300 4,6 424 3 000 0 3 000 6,0 100 5 414 6 000 2 700 3 300 3,3 305 6 000 2 200 3 800 3,8 150 7 090 9 000 4 700 4 300 2,9 •397 9 000 4 100 4 900 3,3 200 6 545 11 000 6 300 4 700 2,4 394 12 000 6 000 6 000 3,0 250 4 473 11 000 7 600 3 400 1,4 385 15 000 7 800 7 200 2,9 300 4 096 15 900 9 200 6 700 2,2 368 18 000 9 700 8 300 2,8 350 3 898 18 500 10 700 7 800 2,2 392 21 000 11 300 9 700 2,8 400 3 624 25 100 12 500 12 600 3,2 360 21 400 12 700 8 700 2,2 450 3 279 30 800 14 100 16 700 3,7 263 28 200 14 800 13 400 3,0 500 2 619 37 400 16 100 21 300 4,3 212 30 000 16 200 13 800 2,8 550 2 109 39 200 17 300 21 900 4,0 136 35 900 18 200 17 700 3,2 600 1 723 40 900 18 600 22 300 3,7 118 41 500 20 000 21 500 3,6 650 1 331 42 600 19 700 22 900 3,5 75 49 500 21 800 27 700 4,3 700 900 44 000 21 000 23 000 3,3 64 52 500 23 300 29 200 4,2 750 667 46 000 22 200 23 800 3,2 34 54 100 24 600 29 500 3,9 800 719 47 500 23 500 24 000 3,0 38 56 900 25 600 31 300 3,9 900 562 51 100 25 800 25 300 2,8 19 59 700 28 100 31 600 3,5 1000 539 54 400 28 100 26 300 2,6 22 62 900 30 500 32 400 3,2 1500 152 71 700 39 800 31 900 2,1 7 78 700 42 200 36 500 2,4 2000 38 94 800 49 700 45 100 2,3 1 105 100 52 400 52 700 2,6 skattskyld og söluskattfrjáls útgjöld með hliðsjón af útgjalda- skiptingunni i grunni visitölu framfærslukostnaðar. Aðferðinni má lýsa þannig, að söluskattur sé hér reiknaður af ráðstöfunartekj- um að frádregnum 35.000 krónum fyrir hvern fullorðinn i fjölskyldu framteljenda og 17.500 krónum fyrirhvern barn, auk 23% af ráð- stöfunatekjum. T.d. er gert ráð fyrir, að hjón með tvö börn og 700.000 króna ráðstöfunartekjur greiði söluskatt af 434.000 króna stofni. Þessi áætlunaraðferð byggist þvi að öllu leyti á skatt- framtöldum tekjum. Áhrif sölu- skattsbreytingar á ráðstöfun tekjuskattfrjálsra tekna koma þannig ekki fram hér. Dæmum þessum er ætlað að gefa hugmynd um áhrif skatt- kerfisbreytingarinnar eftir tekju- hæð og f jölskylduaðstæðum. Nokkuð skortir á, að nægar upplýsingar séu til, til þess að meta söluskattsbyrði einstakl- inga til fullnustu, og er reyndar varasamt, að það verði nokkurn tima gert svo óyggjandi sé. I þessu sambandi er þó rétt að nefna, að með þessari aðferð eru söluskattsáhrifin án efa fremur of metin en vanmetin, vegna þess að hér er gert ráð fyrir, að sölu- skattsbreytingunni sé allri velt út i verðlagið, sem fræðilega séð er ekki sjálfsagður hlutur, heldur fer eftir markaðsaðstæðum. Loks skal á það bent, að þegar metið er gildi talnanna, sem sýna hækkun heildarskatta, þarf að hafa i huga, að hér er u;n tekju- skattfrjálsar hagsbætur að ræða.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.