Tíminn - 15.03.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.03.1974, Blaðsíða 13
Föstudagur 15. marz 1974. TÍMINN 13 Sníkjudýr í sauðfé kosta þjóðarbúið tugi eða jafnvel hundruð milljóna órlega Sigurftur Kichter dýrafræftingur. Snikjudýr i sauöfé kosta þjóðar- búið tugi eða jafnvel hundruð milljóna króna árlega, að þvi er talið er. 1 sauöfé hér á landi eru þekktar yfir 30 tegundir snikju- dýra, en viða erlendis er tegunda- fjöldinn enn meiri. Undanfarin tvö ár hefur ungur dýrafræðing- ur. nánar tiltekiö snikjudýrafræð- ingur, Sigurður Richter gert at- huganir á snikjudýrum i innyflum kinda og fylgzt með áhrifum ormalyfja á þau. Sigurður starfar á Tilraunastöð Háskólans i meinafræði aö Keldum, og brugð- um við okkur til hans fyrir skömmu og fengum hann til þess að segja okkur af starfi sinu. — Ég kom til tslands fyrir tveimur árum, að loknu námi er- lendis, og fór að vinna hér á Til- raunastöð Háskólans i meina- fræði, sem sérfræðingur i snikju- dýrum i húsdýrum og mönnum. Eitt helzta verkefni mitt hingað til hefur verið rannsóknir á snikjudýrum i sauðfé. — Er mikið um snikjudýr i sauðfé hér á landi? Hér eru þekktar yfir 30 teg- undir snikjudýra i sauðfé, en viða erlendis er tegundafjöldinn enn meiri. Hér er vitaö um 4 tegundir liðdýra (skordýr og áttfætlu- maurar) 16 tegundir þráðorma, 4 tegundir bandorma og liklega ná- Þessi bandormur kom hingaft tii lands meft útlendingi, sem hér dvaldist. Bandormurinn er lift- skiptur, og vcrður hans vart, cr liftirnir fara að ganga niftur af fólki. lægt 10 tegundum einfrumunga. — Mörg þessara snikjudýra sýkja kindur alvarlega og álitiö er. að þau kosti þjóöarbúiö tugi eða jafnvel hundruð milljóna ár- lega. Akaflega erfitl er að meta tjónið nákvæmlega i peningum. Sé sýkingin á háu stigi geta snikjudýrin jafnvel drepið kind- urnar, en i langflestum tilfellum er sýkingin á þaö lágu stigi, að hún dregur aðeins úr þrifum kindanna. Þær fóðrast verr. Þeim er hættara viö ýmsum öðrum sjúkdómum, og þær eru við- kvæmari fyrir t.d. vosbúð, og af- urðir þeirra verða rýrari. Alla þessa hluti er erfitt að meta. — Hversu mikið er tjóniö, metiö i peningum? — Einu tölurnar, sem maöur hefur i höndunum, er kostnaður við lyfjagjöf. Siðasta ár voru seld lyf gegn þráðormum fyrir um 15 milljónir króna. Siðan er mikil vinna við að gefa kindunum lyfin. Einnig er mikill kostnaður við sauðfjárbaðanir og fleira. — Ormalyfin gera litiö meira en að halda sýkingunni niðri og koma i veg fyrir meiri háttar skakkaföll af völdum ormanna, en það er langt frá, að þau komi i veg fyrir allt tjón af völdum orm- anna. Ef svo er haft i huga, að yfir veturinn er fjárstofninn um 800 þúsund kindur, og helmingi stærri á sumrin, þá er ljóst, að ekki þarf nema fárra króna tap á hverja kind að meðaltali, til þess að tug- milljónir fari i súginn, þegar litið er á landið i heild. — Hvað er um lyfjagjöfina að segja? — Ormalyfin eru dýr, og það þarf að gefa þau i réttu magni og á réttum tima til þess að fullur árangur náist. 1 dag gefa bændur ormalyfin á mjög mismunandi hátt. Sumir gefa öllu fénu einu sinni vetrar, ýmist þegar féð er tekið á gjöf, um miðjan vetur eða rétt fyrir burð. Aðrir gefa ásetn- ingslömbunum tvisvar á vetri. Þetta eru algengustu aðferðir, en annars er allur gangur á orma- lyfjagjöfinni. — Þar sem ormalyfin eru svo dýr og mikil verðmæti eru i húfi, þá er nauðsynlegt að gera athug- anir á þvi, hvenær og i hve miklu magni sé bezt að gefa ormalyfin. til þess að fullur árangur náist. Slikar athuganir hafa auðvitað veriðgerðar erlendis, en þaö er á- kaflega varasamt að yfirfæra þær niðurstöður gagnrýnilaust yfir á islenzkar aöstæður. Loftslag og búskaparhættir á Islandi eru mikið frábrugðnir þvi, sem tiðk- ast erlendis, og hvort tveggja hef- ur mikil áhrif á þróun og viðkomu snikjudýranna, og þar meö sýk- ingu af þeirra völdum. Það er þvi nauðsynlegt að gera rannsóknir á þessum kindum hér á landi. — Þú hefur verið að gera athug- anir á snikjudýrum á innyflum kinda og áhrifum ormalyf ja á þau hér að undanförnu. — Já, siðastliðin tvö ár hef ég gert þessar athuganir. Ég hef verið með tilraunahóp á bæ hér i nágrenni Reykjavikur i þessu skyni. Ég hef nú nýlega lokið við ritgerð um þessa athugun, og mun hún að likindum birtast i haust. — Hvað um niðurstöðurnar? — Niðurstöður atiiugunarinnar sýna, að ýmislegt i sambandi við snikjudýrasýkingu hér á landi er likt þvi, sem liðkast erlendis, en annað er aftur á móti talsvert ó- likt. Einnig hefur athugunin bent til að ormalyfjagjafir á sumum árstimum gefi betri árangur en ormalyfjagjafir á öðrum árstim- um. — Er hægt aö ráðleggja bænd- um eitthvaö sérstakt varðandi ormalyfjagjöfina? — Nei, þaö er ekki timabært á þessu stigi málsins, þvi þessi at- hugun min gildir strangt tekið að- eins um þennan eina bæ og þessi ákveðr.u ár. Enda þótt það sé trú min, að margt af þvi, sem komiö hefur i ljós i athuguninni, gildi i stórum dráttum viða á landinu, þá er vafasamt að byrja að ráð- leggja bændum ákveðna orma- lyfjagjöf út frá svo takmarkaðri rannsókn. Hér eru miklir’ fjár- munir i húfi, og nauðsynlegt er að endurtaka athugunina á fleiri stöðum og önnur ár, áður en rétt- lætanlegt er að fara aö gefa á- kveðnar ráðleggingar. Þvi miður kosta þessar rannsóknir tals- verða peninga, en það eru þó smámunir miðaö við þær upp- hæðir, sem i húfi eru. — 1 augnablikinu er ég að vinna úr könnun, sem ég gerði á siðasta ári á dreifingu ormalyfja um landið og notkun þeirra. Fylgzt var með sölu og dreifingu þeirra lyfja, sem seld eru frá Keldum, og auk þess var 200 bændum um allt land sendur spurningalisti með spurningum um notkun ormalyfja. Vil ég nota tækifærið og þakka góð svör. Úr þessari at- hugun býst ég við að fá gott yfirlit yfir hvernig og i hve miklum mæli hinar mismunandi tegundir ormalyfja eru notaðar á hinum ýmsu stöðum á landinu. Helztu niðurstöður þessarar athugunar verða liklega birtar einhvers staðar seina á þessu ári. — Enn önnur athugun, sem ég hef unnið að, er könnun á þvi, hvort það borgi sig fjárhagslega að gefa vorlömbum ormalyf, áður en þeim er sleppt á fjall. Ætti þessi ormalyfjagjöf að koma fram i auknum dilkþunga að hausti. Lauslega áætlað, þá þurfa lömbin aðeins að auka fallþunga sinn um 150 grömm, til þess að lyfjagjöfin svari kostnaöi. og þyngdaraukning þar fram yfir er hreinn gróði. Þar sem um 700 þúsund lömbum er slátraö á hverju hausti, þá er fárra króna gróði á hvert lamb fljótur að skipta milljónum, þegar litið er á landið i heild. — Hefur þú kannað snikjudýr viðar en i sauöfé? — Ég hef kikt nokkuð eftir snikjudýrum i vatnafiskum. Fiskeldi er hraðvaxandi þáttur i islenzku atvinnulifi og þar eru miklir fjármunir i veði. Margar tegundir snikjudýra geta orsakað sjúkdóma og jafnvel drepið fiska i eldisstöðvum og eru oft mikið vandamál. Ég hef enn, sem kom- ið er, aðeins unnið aö þvi að gera yfirlit yfir þær tegundir, sem finnast hér á landi. — Hafa fundizt hér margar teg- undir snikjudýra i og á vatnafisk- um? — Þegar hafa fundizt um 15teg- undir, og tegundafjöldinn á ugg- laust eftir að aukast taisvert með viðtækari rannsóknum. Sigurður vikur nú að öðrum málum, og sýnir okkur tvenns konar snikjudýr, sem finna má i mönnum. Hann sýnir okkur band- orm, sem fundizt hefur i útlend- ingi, sem hér dvaldist, og svo spóluorma, sem hann segir. að reyndar séu úr svinum, en einnig geti verið i mönnum. Hann segir: — Einn þáttur starfsins hér er at- hugun og greining snikjudýra i öörum húsdýrum en sauðfé, og i mönnum. Sýni eru send hingað t.d. af dýralæknum og læknum, og þau athuguð. Þá segir hann, að siðasta hálft áriö hafi verið séð um greiningu meindýra fyrir heilbrigðisyfir- völd og einstaklinga. Alltaf berst nokkuð af nýjum tegundum hing- að til lands með flutningi alls kon- ar. Af skordýrum eru til i heimin- um 800.000 tegundir, þótt sú tala geti verið röng um 100 þúsund til eða frá. Hér á landi eru skordýra- tegundirnar um 800, að þvi er tal- ið er. og fjölgar þeim heldur. Þó eiga skordýr fremur erfitt upp- dráttar hér, flytjist þau til lands- ins, þvi að veðráttan og aðstæöur eru ekki þannig. aö þeim henti yfirleitt. — Er eitthvað um aðrar snikju- dýrarannsóknir, en þær sem framkvæmdar eru hér að Keld- um? — Já. þar má til dæmis nefna snikjudýrarannsóknir á vegum Rannsóknarstofnunar fiskiðnað- arins, en hún hefur látið fara fram rannsóknir á þráöormum i þorski (hringorminum). Hring- ormar eru mikið vandamál i fisk- iðnaðinum. 1 frystihúsunum er tugum milljóna variö ár hvert i að tina þá úr fiskinum, en samt sem áður sleppur talsvert af hring- ormum ávallt i gegnum skoðun ina. Hringormarnir eru hættu- lausir mönnum, en heldur hvim- leiðir á matborðinu, og minnka sölumöguleika fisksins, einkum á Bandarikjamarkað. Að lokum segir Sigurður: — Verkefni i snikjudýrafræði eru mjög mörg i heiminum i dag. Margir af útbreiddustu og erfiö- ustu sjúkdómum mannkynsins eru af völdum snikjudýra, og snikjudýr i búfé, fiskum og á nytjaplöntum orsaka gifurlegt tjón. Enda þótt við Islendingar séum að mörgu leyti betur settir en margar aðrar þjóðir i þessu tilliti þó eru vandamál af völdum snikjudýra, einkum i landbúnaði. töluverð. —FB llér sjáum við spóluorm, sem komiun er úr svini. Ilann getur orftift mjög laugur. (Timamynd GK).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.