Tíminn - 15.03.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.03.1974, Blaðsíða 9
Föstudagur 15. marz 1974. TÍMINN 9 Alvarlegar horfur í sölu- málum lagmetisiðnaðarins —hs—Rvík. t fréttabréfi Sölustofnunar lagmetis frá 25. febrúar er grein eftir örn Er- lendsson, framkvæmdastjóra S.L., þar sem hann fer nokkrum orðum um erfiðleika lagmetis- iðnaðarins, sem einkum stafa af gifurlegum verðsveiflum, verð- hækkunum og óhagstæðri gengis- þróun Fer grein Arnar hér á eft- ir: Enda þótt allir timar séu sagðir vera hinir siðustu og verstu, er óhætt að fullyrða, að ytri aðstæð- ur hefðu vart getað verið óhag- stæðari þvi uppbyggingar- og markaðsstarfi, sem hafið er hjá Sölustofnun lagmetis. Erfiðleikar í alþjóðlegum viðskiptum Annars vegar er um að ræða ytri aðstæður, sem helzt minna á árin fyrir heimskreppuna miklu, og lýsa sér i geysilegum sveiflum i verðlagi, þannig að verðlisti, sem gefinn er út i dag, er ekki gildur að mánuði liðnum. Gifur- legar verðhækkanir á öllum rekstrarvörum iðnaðarins gera alla verðútreikninga óvissa og veikja grundvöll framleiðslunn- ar. Reynt er að mæta verð- hækkanaflóði á rekstrarvörum og hráefni, með þvi að hækka verð framleiðslunnar. Sú verðhækkun kemur þó ætið eftir á, og nær ekki til gamalla og óafgreiddra samn- inga. Hér stendur hinn smái höll- um fæti i samkeppninni, enda er þvi ekki að leyna, að S.L. hefur orðið að höggva upp fyrir sig i þeirri baráttu, sem hún háir i samkeppni á erlendum mörkuð- um. Vissulega mætti skrifa mikl- um mun itarlegar um þetta sér- staka ástand, sem einkennt hefur árið 1973 og það sem af er árinu 1974, en rétt er að geta þess, að is- lenzkir framleiðendur eru, hvað þetta snertir að meira eða minna leyti á sama báti og keppinautar þeirra erlendis. óhagstæð gengisþróun Annað er ekki siður alvarlegt fyrir stöðu og þróun lagmetis- iðnaðarins nú, en það eru gengis- málin og skráning islenzku krón- unnar. 1 desember 1972 var gengi islenzku krónunnar gagnvart Bandarikjadollar fellt, og varð staða hennar gagnvart dollar þá kr. 97.50. Þetta skref var stigið vegna vaxandi kostnaðar innan- lands til þess að bæta sam- keppnisaðstöðu islenzkra út- flutningsvara á erlendum mörk- uðum. Eftir þessa breytingu má segja, að samkeppnisaðstaða lag- metisiðnaðarins hafi verið viðun- andi. Á árinu 1973 gripu stjórn- völd til þess ráðs að hækka gengi islenzku krónunnar, og nam sú hækkun, miðað við ársbyrjun 1973, 12-14%. Engar breytingar höfðu orðið á framleiðslugrund- velli islenzkra útflutningsvara, sem réttlættu eða kölluðu á þessa gengishækkun. Það, sem gerzt hafði, var að verðlagsþróun var óvenju hagstæð á mörkuðum meginútflutningsafurða tslend- inga, þ.e.a.s. verðhækkanir urðu á helztu markaðssvæðum vegna aukinnar eftirspurnar á vörun- um, en ekki, að þessar verð- hækkanir væru knúnar fram vegna almennrar hækkunar framleiðslukostnaðar, eins og oft- ast er. Þessi aðgerð — gengis- hækkun —, sem gripið var til af hálfu fjármálavaldsins, var ugg- laust rökrétt og eðlileg, eins og málum var háttað. Henni var ætl- að að draga úr óeðlilega miklum hagnaði viðkomandi útflutnings- greina og jafnframt að lækka verðlag á innfluttum vörum, og draga þar með úr verðbólgunni. Forsenda gengishækkunar Forsenda gengishækkunarinn- ar var eins og áður segir mjög hagstæð viðskiptakjör, sem helztu útflutningsgreinar íslend- inga, þ.e. frystur fiskur, mjöl, lýsi og saltfiskur nutu. Þessar for- sendur voru þó ekki fyrir hendi hjá öllum útflutningsgreinum, þar á meðal ekki hjá lagmetis- iðnaðinum. Á alþjóðlegum mörkuðum hafa engar verð- hækkanir á lagmeti átt sér stað i likingu við það, sem hér var skýrt frá. Einhverjar verðhækkanir hafa orðið á timabilinu, en þær hafa einungis verið knúnar fram vegna almenns aukins framleiðslukostnaðar, og á það bæði við um framleiðslu hér á landi og erlendis. M.a. hækkaði hráefnisverð vegna gifurlegra hækkana á frosnum fiski og mjöli, og hafði það hér mikil áhrif. Engar breytingar hafa heldur orðið á rekstrarstöðu iðnaðarins, sem geri eðlilegt, að framleiðend- ur i lagmetisiðnaði fái 85 krónur fyrir seldan dollar i staðinn fyrir 97 krónur. Jafnframt þessari gengishækkun krónunnar gagn- vart dollar (12-14%) hafa átt sér stað lækkanir á gengi allra mikilvægustu gjaldmiðla, bæði i helztu markaðslöndum S.L. og i löndum keppinauta okkar. Frá þvi i júli 1973 hefur danska krónan lækkað um u.þ.b. 19%, franski frankinn u.þ.b. 21%, sterlings- pundið u.þ.b. 12% og yenið um 12%. Þarna er einnig um óbeina gengishækkun að ræða, sem er ekki siður alvarleg, en sú, sem áður var frá greint. Rétt er að benda á'i þessu sambandi, að i Evrópu og Japan eru helztu markaðir S.L. 1 umræddum lönd- um er einnig að finna helztu keppinauta hennar, en samkeppnisaðstaða þeirra batn- ar til muna við þessa þróun gengismála. Sökum þess, hve tekjur lagmetisiðnaðarins, hafa skerzt við þessar gengisbreyting- ar, þurfti söluverð framleiðslunn- ar að hækka verulega, svo að end- ar næðu saman hjá framleiðend- um. Þær hækkanir yrðu langt fram yfir það, sem markaðurinn gæti borið, og myndu dæma is- lenzka lagmetisiðnaðinn úr leik á öllum þeim mörkuðum, sem nokkru máli skipta. Á að fórna lagmetisiðnað- inum? Það er bersýnilegt, að þær forsendur, sem fyrir gengislækk- uninni lágu, m.a. hjá hraðfrysti- iðnaðinum og mjölframleiðend- um, voru ekki fyrir hendi, hvað lagmetisiðnaðinn snertir. Þá er spurningin: Á að fórna lagmetis- iðnaðinum á altari þess stjórnunartækis, sem gengis- hækkun er, eða ætla stjórnvöld að sýna sérstölu lagmetisiðnaðarins og annarra útflutningsgreina skilning og gera ráðstafanir sem nauðsynlegar eru. Eitt er ljóst: Lagmetisiðnaðurinn þolir ekki þá skráningu á gengi islenzku krón- unnar sem gildir nú enda er allt útlit fyrir, að stóru samningarnir séu nú komnir i strand vegna óhagstæðrar gengisskráningar. Ef ekkert verður að gert, veröur sá mikli söluárangur, sem náðst hefur og hið árangursrika uppbyggingarstarf, sem hófst á árinu 1973, að engu, og alvarleg vá og rekstrarstöðvun fyrir dyr- um hjá lagmetisiðnaðinum i land- inu. (Örn Erlendsson, fram- kvæmdastjóri S.L.). Eftirsóttasta dróttarvclin Zetor 4718—47 hö. .er sú vél sem mest selst. Zetor 4718 er millistærð sem sameinar kosti minni og stærri véla. Lipur og aflmikil dráttarvél með fullkomnum búnaði, s. s. loftþjöppu, vökvahemlum, lyftudráttarkróki og stillanlegu loftpúðasæti svo eitthvað sé nefnt. Kostar með öryggishúsi og miðstöð um kr. 320 þús. Zetor 5718—60 hö. og Zetor 6718—70 hö. Þær hafa meiri og betri tæknibúnað en flestar aðrar dráttarvélar, svo sem vökvastýri, tveggja hraða aflúrtak (vinnudrif), loftþjöppu og vökvalyftu dráttarkrók. Rúmgott, upphitað hús og stillanlegt loftpúðasæti. 5718 kostar um kr. 420 þús. 6718 kostar um kr. 445 þús. Zetor Crystal 85 hö. er stærsta, aflmesta og fjölhæfasta dráttarvélin frá Zetor. Ein tæknilega fullkomnasta vélin á markaðnum, með meiri og betri tæknibúnaði en aðrar dráttarvélar. Kostar um kr. 680 þús. í fyrstu keyptu bændur Zetor dráttarvélarnar vegna þess að þær voru mun ódýrari en sambærilegar vélar. Það eru þær enn. En nú er fengin reynsla af afköstum þeirra, endingu og rekstri. Þess vegna eykst eftirspurnin. I öllum dráttarvélunum er „Zetormatic“, fjölvirkt vökvakerfi, sem fullnýtir dráttarafl og er stillanlegt á mismunandi starfsrásir. Biðjið um mynda- og verðlista, með yfirliti um tæknilegan búnað. Leitið frekari upplýsinga sem fyrst. ISTEKKf Lágmúla 5 Sími 84525

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.