Tíminn - 15.03.1974, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Föstudagur 15. marz 1974.
SKATTAFRUMVARPIÐ AF-
GREITT TIL EFRI DEILDAR
Umræðum og atkvæðagreiðslu
um frumvarpið um skattkerfis-
breytingu lauk i neðri deild
Alþingis klukkan hálf tvö i fyrri
nótt, og var frumvarpið afgreitt
til efri deildar.
Við atkvæðagreiðslu eftir aðra
umræðu i gærkvöldi var fyrsti
kafli frumvarpsins um sjálfa
tekjuskattslækkunina samþykkt-
ur, og hlutu einstakar greinar
þess kafla frá tuttugu og fjórum
til þrjátiu atkvæði.
Sjöunda grein frumvarpsins,
sem fjallar um fimm stiga sölu-
skattshækkun, var hins vegar
felld á jöfnum atkvæðum, aö við-
höfðu nafnakalli, meö 20 atkvæð-
um gegn 20. Gegn þessu ákvæði
greiddu atkvæði allir þingmenn
stjórnarandstöðuflokkanna og
Bjarni Guðnason, en þingmenn
stjórnarflokkanna greiddu allir
atkvæði með fimm stiga sölu-
skattshækkuninni.
nefndar, og tillögur frá Karvel
Pálmasyni, Gils Guðmundssyni,
og Þórarni Þórarinssyni.
Við þriðju umræðu bar fjár-
málaráðherra fram breytingatil-
lögu til leiðréttingar á sambandi
viö fall sjöundu greinar frum-
varpsins, þar sem fjallað var um
fimm stiga söluskattshækkunina,
en f sömu grein voru ákvæðin um
gildandi ellefu prósent söluskatt,
og höfðu þau einnig fallið út við
atkvæðagreiðsluna um greinina,
og var þessi leiðrétting samþykkt
einróma.
önnur umræða um frumvarpið
hófst i neöri deild 'kukkan 14 i
fyrradag, en atkvæðagreiðslan
eftir aðra umræðu hófst upp úr
miðnætti og þriðju umræðu
var lokið fyrir klukkan hálf tvö i
fyrrinótt.
Halldór E. Sigurðsson
fjármálaráðherra mælti fyrir
frumvarpinu um skattkerfis-
breytingu i efri deild i gær, en
eins og skýrt er frá annars staðar,
voru ákvæðin um söluskatts-
hækkunina felld niður úr frum-
varpinu i neðri deild. Kvaðst
Halldór enn treysta þvi, að þetta
frumvarp myndi ná fram að
ganga, þrátt fyrir það, sem á und-
an væri gengið. Beindi hann þvi
til deildarinnar aö taka upp að
nýju* ákvæðin um hækkun sölu-
skattsins, þar sem hún væri alger
forsenda þess, að unnt væri að
lækka tekjuskatta einstaklinga
eins og samkomulagið við verka-
lýðshreyfinguna grundvallar á.
Einnig þyrfti að setja ákvæðið um
1.5% launaskatt inn að nýju.
Næstir töluðu þeir Geir
Hallgrimsson og Jón Armann
Héðinsson, og benti málflutning-
ur þeirra til þess, að afstaða
Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu-
flokksins til málsins væri óbreytt,
þ.e. að þeir stefndu að þvi að fella
frumvarpið. Var frumvarpinu
siðan visað til 2. umræðu.
Kaupstaðarréttindi til
handa Seltjarnarnesi
samþykkt
Frumvarpið um kaup-
staðarréttindi til handa Sel:
tjarnarneshreppi var til 2.
umræðu i neðri deild i gær.
Félagsmálanefnd tók til baka
tillögur sinar um að réttar-
farsmálefni Seltjarnarness
skyldu leggjast undir viðkom-
andi embætti i Reykjavik, en
lagði i þess stað til, að sýslu-
maður Kjósarsýslu og bæjar-
fógeti Hafnarfjarðar skuli
jafnframt verða bæjarfógeti
Seltjarnarnesskaupstaðar.
Tillögur félagsmálanefndar
voru samþykktar samhljóða
og frumvarpið afgreitt þannig
breytt til 3. umræðu. Formað-
ur félagsmálanefndar boðaði,
að þau önnur frumvörp, sem
fyrir þinginu liggja um kaup-
staöarréttindi, myndu einnig
fá jákvæða afgreiðslu.
íþróttafólk njóti slysatryggi
Þá var samþykkt breytingatil-
laga frá Sjálfstæðismönnum við
ákvæði til bráðabirgða, sem felur
i sér að fella niður eitt og hálft
prósent launaskatt, sem renni i
rikissjóð. Var þessi tillaga sam-
þykkt með 21 atkvæði gegn 19.
Auk stjórnarandstæðings greiddi
Björn Pálsson tillögunni atkvæði.
Loks var samþykkt tillaga
fyrsta minnihluta fjárhags- og
viðskiptanefndar, það er fulltrúa
Sjálfstæðisfiokksins, þeirra
Matthiasar Á. Mathiesen og Ás-
bergs Sigurðssonar, um heimild
til allt að 1500 milljón króna
niðurskurðar á rikisútgjöldum.
Var tillaga þessi samþykkt að
viðhöfðu nafnakaUi með 22
atkvæðum gegn 18, en auk
stjórnarandstæðinga greiddu til-
lögunni atkvæði þeir ólafur Jó-
hannesson forsætisráðherra og
Björn Pálsson. Forsætisráðherra
gerði þá grein fyrir atkvæði sinu,
að hann teldi, að i tillögunni fælist
slik traustsyfirlýsing á rikis-
stjórnina, að hann áliti rétt, að til-
lagan kæmi til athugunar i efri
deild. Allar aðrar tillögur minni-
hluta flokkanna voru felldar á
jöfnum atkvæðum, 20gegn 20, þar
á meðal tillaga þingmanna
Alþýðuflokksins, sem Gylfi Þ.
Glslason mælti fyrir i gær, um
þrjú og hálft prósent söluskatts-
hækkun.
Samþykkt breytingatillaga frá
sjávarútvegsráðherra um hækk-
un á tekjufrádrætti sjómanna frá
þvi, sem frumvarpið gerir ráð
fyrir, og ennfremur nokkrar
breytingatillögur frá Vilhjálmi
Hjálmarssyni, formanni meiri-
hluta fjárhags- og viðskipta-
Þeir Björn Pálsson, Pálmi
Jónsson, Pétur Pétursson og
Gunnar Gislason hafa lagt fram
frumvarp um breytingu á lögum
um heilbrigðisþjónustu þess efn-
is, að aftur verði sett f lög, að
Skagaströnd verði sérstakt
læknishérað.
1 greinargerö með frumvarpinu
segja flutningsmenn:
Þegar lög um heilbrigðisþjón-
ustu voru samþykkt á Alþingi
1973, var læknishérað á Skaga-
strönd lagt niður og sameinað
Blönduóshéraði. Við fluttum þá
breytingartillögu við frumvarpið,
en hún var felld meö eins atkvæö-
is mun i neðri deild. Búið var að
byggja læknisbústað á Skaga-
strönd, og ibúar Höfðakauptúns
kunna þvi illa að hafa eigi lækni
búsettan þar. Vegasamband við
Blönduós er sæmilegt, en veður
eru hörð norður á Skaganum.
Norðaustanhriðar geta geisað
dag eftir dag, þannig að illfært sé
Sex þingmenn hafa lagt fram á
alþingi frumvarp til laga um
breytingu á almannatrygginga-
lögum þess efnis, að iþróttafólk
njóti slysabóta úr almannatrygg-
ingakcrfinu. i greinargerð mcð
frumvarpinu segja flutnings-
mennirnir, sem eru þeir Ellert
Schram, Stefán Gunnlaugsson,
Jónas Arnason, Karvel Pálma-
son, Bjarni Guðnason og Jón
Skaftason:
I
Frumvörp um þetta sama efni
hafa oft áður verið flutt á Alþingi,
en þrátt fyrir góðar undirtektir
þingnefnda og áskoranir iþrótta-
samtakanna eigi náð fram að
ganga, og hefur þvi barátta fyrir
þessum sjálfsögðu réttindum
iþróttafólks staðið i marga ár-
tugi.
I
Þau rök, sem mæla með sam-
þykkt frumvarpsins, eru þessi:
Eins og flestum, er til þekkja,
er kunnugt, koma oft fyrir slys
við iþróttaæfingar og iþrótta-
keppni, án þess að um verði kennt
óaðgætni eða slæmum útbúnaði
iþróttatækja. Þeir, sem Iþróttir
stunda, eru oftast ungt fólk og i
flestum tilfellum félitið.
' I
Augljóst er, að erfitt er fyrir
þetta fólk að mæta skakkaföllum,
sem það verður fyrir, þegar þaö
verður lengri eð skemmri tima
frá verki vegna slysa við iþrótta-
iökanir.
I
Þennan vanda hefur Iþrótta-
hreyfingin sjálf reynt að leysa
á milli húsa. Fólkið finnur til
öryggisleysis að hafa eigi lækni
hjá sér i kauptúninu.
Atvinnuástand er gott i Höfða-
kauptúni og fólkinu fjölgar. Eigi
er óliklegt, að eftir nokkur ár
verði ibúatalan nær 1.000, þvi að
fólkið er bjartsýnt og duglegt.
Það á þvi skilið að njóta sæmilegs
öryggis I heilbrigðismálum. Viö-
urkenna ber, að litið er unniö við
að hafa sérstök læknishéruð, ef
eigi fást læknar til að starfa i
þeim. Nokkur breyting viröist
hafa orðið á i þvi efni, þannig að
auðveldara virðist að fá lækna til
aö starfa I dreifbýlinu en áöur
var. Læknum fjölgar ört, og
gróska er i atvinnulifi úti á lands-
byggöinni.
Eigi er þvi óliklegt, að læknir fá-
ist til að starfa i Höföakauptúni,
og er þvi tæpast rétt að haga lög-
gjöf þannig, að það hindri, að ibú-
ar Höfðakauptúns og vesturhluta
Skagans geti búið við viðunandi
öryggi i heilbrigðismálum.
með myndun eigin slysatrygg-
ingasjóða, sem þvi miður, eftir
meira en áratugs starfsemi, hafa
eigi getað fullnægt nema hluta af
tryggingaþörfinni.
Um raunhæfa lausn á þessu
máli er þvi ekki að ræða, aðra en
þá, að Iþróttaiðkendur njóti
ákvæða almannatryggingalag-
anna um slysabætur.
Um sanngirni sliks máls má
leiða fram mörg rök, en hér verð-
ur aðeins bent á þýðingu iþrótt-
anna fyrir uppeldi og hreysti æsk-
unnar og reyndar allra þeirra,
eldri sem yngri, er iðka iþróttir,
og þvi fráleitt, að iþróttafélag
njóti eigi ákvæða almannatrygg-
inga um siysabætur við iþrótta-
iðkanir.
Vilhjálmur Hjálmarsson mælti
I sameinuðu þingi fyrir skömmu
fyrir tillögu, er hann flytur ásamt
þeim Sverri Hermannssyni, Páli
Þorsteinssyni og Eysteini Jóns-
syni um verklega kennslu i sjó-
mennsku og fiskveiðum og um út-
gerð skólaskipa. Tillagan er svo-
hljóðandi:
„Alþingi ályktar að fela rikis-
stjórninni að láta undirbúa lög-
gjöf um verklega kennslu i sjó-
mennsku og fiskveiðum og um
rekstur skólaskipa. Skal að þvi
stefnt að gera út aö sumarlagi eitt
eða fleiri fiskiskip i hverjum
landsfjórðungi, þar sem ungu
fólki gæfist kostur á að læra al-
gengustu handtök við sjómennsku
og fiskveiðar. Jafnframt skal
stefnt að þvi að gefa ungmennum
kost á sams konar þjálfun á al-
mennum fiskiskipum, enda komi
til samþykki sjávarútvegsráðu-
neytisins hverju sinni. Fela skal
Fiskifélagi Islands að sjá um
framkvæmdir.
1 framsöguræöu sinni sagði
Vilhjálmur m.a.:
Ég vil láta það koma fram hér,
að hvatinn að þessum tillögu-
flutningi er austan af fjörðum,
frá Seyðisfirði, nánar tiltekið fra
Ólafi Ólafssyni útgerðarmanni,
sem er mikill áhugamaður um
allt sem aö útgerð lýtur.
Þessi hugmynd er ekki ný. Mér
er t.d. kunnugt um það, að henni
var hreyft i bæjarstjórn Seyðis-
fjarðar fyrir 10-15 árum. Bæjar-
stjórinn i Neskaupstað gerði
seinna tilraun til að koma á fót út-
gerð skólaskips þaðan. Og á
Patreksfirði hefur útgerð skóla
skips verið reynd með ágætum
árangri. Fyrir henni hefur staðið
Jón Magnússon skipstjóri þar.
Eins og fyrr segir, hafa Iþrótta-
samband Islands og Iþrótta-
bandalag Reykjavikur rekið
sjálfstæða slysatryggingasjóði,
sem þó hafa ekki haft bolmagn til
greiðslu fullnægjandi slysa- og
kostnaðarbóta og hafa verið fjár-
hagslegur baggi fyrir iþrótta-
hreyfinguna. Hafa þessir sjóðir
þó ekki staðið undir örorku- eða
dánarbótum, og verður að telja
það mikilvægasta nýmæli frum-
varpsins, að gert er ráð fyrir
greiðslu slikra bóta vegna slysa
iþróttafólks, sem leiða til örorku
eða dauða.
Það er með öllu ósæmandi, að
iþróttafólk á Islandi skuli ekki
búa við þær slysatryggingar, sem
i lögum um almannatryggingar
Ahugi hefur verið mikill, og
helztu erfiðleikarnir sagðir i þvi
fólgnir að losna við ungu
mennina, sem vildu halda áfram
á veiðum, eftir að æfingatima
þeirra lauk.
Þá hefur einnig verið reynt á
skipulegan hátt aö senda unga
menn til þjálfunar sem aukaskip-
verja á varpskipunum. Var það
gert i samræmi við ályktun sem
Alþingi gerði um það efni á sin-
um tíma.
Megintilgangurinn með þessum
tillöguflutningi er að greiða fyrir
þvi, að unnt verði að manna fisk-
veiðiflota íslendinga hverju
sinni. Það er og skoðun
flutningsmanna, að ungt fólk hafi
gott eitt af þvi að kynnast þess-
um þætti atvinnulifsins, fá beina
snertingu við hann á þann hátt,
sem verkleg kennsla getur gefið.
Slikt myndi glæða skilning unga
fólksins á gildi þessa undirstöðu-
atvinnuvegar íslendinga og
veröa til þess að þroska það á
margan hátt.
Aður fyrr fengu menn uppeldi
sitt i sjóþorpunum i nánum
tengslum við smábátaútgerðina.
NÚ er þetta viða gerbreytt.
Bæirnir hafa stækkað, og um leiö
hafa komið til fleiri starfsgrein-
ar, sem auðveldara er að komast
i tengsli við. Þannig fjarlægist
unga fólkið sjávarútveginn i vax-
andi mæli, miðað við það, sem
áður var. Hér kemur það lika til,
að nú er seta á skólabekk orðin
miklu lengri og almennari en hún
varfyrir nokkrum áratugum. Allt
þetta veidur þvi, að þörf fyrir
beina og skipulega kynningu á
sjómennskunni fer vaxandi.
Mér finnst lika vert að benda á,
það alveg sérstaklega, að beina
verklega kennslu i sjómanns-
nga
felast. Verður að telja eðlilegt, að
sá fjárhagsvandi verði I fyrstu
leystur sameiginlega af rikissjóði
og iþróttahreyfingunni, en
ágreiningur um iðgjaldagreiðslur
hefur torveldað framgang þessa
réttlætismáls.
1 þvi sambandi er hugsanlegt,
að iþróttahreyfingin leggi fram
höfuðstóla þeirra slysatrygginga-
sjóða, sem hún nú rekur, enda
verði þeir skoðaðir sem iðgjalda-
greiðslur af hálfu iþrótta-
hreyfingarinnar næstu árin. Með
þvi ætti að létta á kostnaði rikis-
sjóðs vegna þessarar laga-
breytingar.
Gert er ráð fyrir, að um þessi
atriði verði nánar kveðið á i
reglugerð.
störfum er raunar hvergi að finna
i hinu almenna skólakerfi lands-
manna. Og hún er einnig mjög
takmörkuð i sjálfum Sjomanna-
skólanum. — Þess er einnig að
gæta, aö sá skóli er aðeins fyrir
litinn hluta af sjómannastéttinni,
þ.e. fyrir yfirmennina.
Þaö er vissulega vandi að
undirbúa löggjöf um þetta efni.
Þess vegna leggjum við til að
skora á rikisstjórnina til að fá til
þess færa menn, sem eru i nánum
tengslum við sjávarútveginn t.d.
frá Fiskifélagi Islands, frá sam-
tökum skipstjórnarmanna og
öðrum samtökum sjómanna og
frá útvegsmönnum.
I tillögu þessari felast aðeins
þrjár efnislegar ábendingar.
Það er bent á útgerð skólaskipa
Við hugsum okkur, að skip yrðu
tekin á leigu yfir sumartimann.
Þau myndu flytja sig á milli ver-
stöðva og taka hópa til æfinga á
þessum og þessum staðnum.
Þetta yrðu eins konar hreyfan-
legar æfingabúðir. — 1 annan stað
bendum við á þann möguleika, að
veita tilsögn og þjálfun á al-
mennum fiskiskipum, og þá undir
leiðsögn valinna skipstjórnar-
manna. Mörg hinna nýju skipa
hafa Ibúöir fyrir fleiri en þá, sem
venjulega starfa um borð. Þessi
tilhögun hefur verið reynd á
varöskipunum, eins og ég gat um
áðan. Þar er auðvitað ekki um
neina æfingu i fiskveiðum að
ræða, heldur aðeins i sjó-
mennsku en á fiskiskipum kæmi
hvort tveggja til. — Þriðja
ábendingin, sem kemur fram i
þessari tillögu, er varðandi fram-
kvæmdina. Við leggjum það til,
að Fiskifélaginu sé falið að
annast hana. Það hefur þegar
Framhald á bls. 19
LÆKNIR KOMI Á
SKAGASTRÖND
VERKLEG KENNSLA í SJÓ-
MENNSKU OG FISKVEIDUM