Tíminn - 20.03.1974, Side 3
Mi&vikudagur 20. marz 1974.
TÍMINN
3
Ein orsök sfendurtekinna skemmda á rafmagns og símalínum er sú að
RAFMAGNS- OG SÍMALÍNUR LIGGJA
VÍÐS FJARRI ÞVÍ SEM SÝNT ER Á
VINNUTEIKNINGUNUM
Svona hlykkjast leiöslurnar víða, hver um aöra. Neöst er hitaveitu-
stokkur, þá vatnsleiðsla, og efst og utan um hringar sig simalínan.
(Timamyndir Róbcrt).
FB— Reykjavik — ósjaldan
berast fréttir af þvi að trassa-
fengnir verktakar hafi siitið
simastrengi eða rafstrengi og
fariö i vatnsleiðslur hér og þar i
borginni. Verktökum er borið á
brýn, að þeir afli sér ekki nægi-
legra teikninga, og grafi beint af
Gunnlaugur Pétursson verkstjóri
heldur I simastreng, sem er
aðeins 40 sm i jörðu niðri, en ætti
að vera 80 sm samkvæmt gildandi
reglum.
Jón Kristinsson verkstjóri með
simastrenginn, sem fór sundur á
mánudaginn. Engin merki um
þennan streng sáust á kortinu,
sem siminn hafði yfir strengi i
jörðu á þessum slóðum.
augum án þess að hugsa um,
livað þeir séu að gera. Ein slík
frétt barst okkur hér á Timanum
á mánudaginn, er frá þvi var
skýrt, að slitinn hefði verið sima-
strengur i Borgartúni. Það var
sannleikanum samkvæmt, að
strengur hafði slitnað, en hins
vegar ekki rétt, að ekki hefði
verið litið á teikningar, eða reynt
eftir fremsta megni að fara með
gát i kringum alla þá strengi, sem
þarna liggja i jörðu
Við brugðum okkur inn i
Borgartún og ræddum þar við tvo
verkstjóra hjá gatnagerð Reykja-
vikurborgar, en i Borgartúninu
er nú verið að leggja ræsi og
niðurföll, og hefur nokkrum
sinnum komið til vandræða þar,
vegna þess að sima- og raf-
strengir hafa farið i sundur.
Verkstjórarnir Gunnlaugur
Pétursson og Jón Kristinsson
sögðu okkur frá þvi, sem gerzt
hefur að undanförnu. Þeir voru
með i höndunum teikningu frá
Rafmagnsveitunni, sem átti að
sýna allt það, sem varast ber á
þessum slóðum, og einnig var
þarna teikning frá simanum, sem
menn reikna með að megi
treysta. Þó má geta þess, að Raf-
magnsveitan hefur þann fyrir-
vara á að i horn teikningarinnar
er stimplað, að ekki sé tekin
ábyrgð á nákvæmni teikningar-
innar.
Við nánari athugun kemur i
ljós, að það er ekki að ástæðu-
lausu. Sem dæmi um það má
nefna, að á laugardaginn lentu
starfsmenn gatnadeildarinnar á
rafstreng, og hann fór i sundur. Á
teikningunni átti strengurinn að
koma út úr einu horni spenni-
stöðvarinnar. sem þarna er, en
þar var hann ekki að finna,
heldur kom hann á allt öðrum
stað út úr húsinu, þar sem enginn
hafði búizt við honum.
Fyrir nokkru lentu mennirnir á
öðrum rafstreng. Hann hafði átt
að liggja beint, og var meira að
segja búið að hlusta hann, og
hafði fengizt staöfesting með
hlustuninni, að svo væri. Ekki
var það þó, þvi að strengurinn lá
þvers og kruss yfir skurðinn, sem
verið var að grafa. Var
strengurinn þarna i stóru essi, og
létu sumir sér detta i hug, að
þegar hann var lagður, hefði hann
fyrst verið sniðinn niður og
tengdur, en reynzt of langur,
þegar til kom, og til þess að koma
honum i jörðina hefðu menn
gripið til þess óyndisúrræðis, að
leggja hann i stóra sveiga út og
suður!
Um simastrengi þá, sem slitnað
hafa að undanförnu er það meðal
annars að segja, að þeir hafa i
upphafi legið i Höfðaborgarhúsin
númer 57 til 74, en þau eru nú öll
horfin. Á teikningunni endar
strengurinn við húsið nr. 69-74.
Eftir að þangað var komið héldu
starfsmenn borgarinnar, að nú
væru öll ljón horfin úr veginum,
en þar voru þeir illa sviknir. Á
mánudagsmorgun lentu þeir enn
á streng. Hann var aðeins 40
sentimetra i jörðu niðri, en mun
eiga að liggja eina 80 sm djúpt i
jörðu, ef rétt er aö farið, og það
sem meira var, eftir teikningunni
hefði hann átt að enda fyrir
nokkru. Strengurinn hafði þá
verið framlengdur úr Höfða-
borgarhúsinu og yfir að horni
Borgartúns og Nóatúns, en þar i
húsinu eru nú nokkur fyrirtæki til
húsa, m.a. bilasala, sem þarf
mjög á sima sinum að halda eins
og gefur að skilja. Fjarlægðin frá
þeim stað, sem strengurinn átti
að enda og þangað sem hann
liggur er um 80 metrar Hefði
kannski ekki verið ástæðulaust
að draga linu inn á simateikn-
ingarnar, þegar þessi strengur
var lagður, og þá hefði vand-
ræðunum verið afstýrt.
Teikningar sem þessar eru
ekkert einsdæmi, að sögn Gunn-
laugs Péturssonar. Hann sagði,
að eitt skelfilegasta dæmið, sem
hann hefði orðið fyrir, hefði verið
uppi i Breiðholti. Þar átti flokkur
hans að grafa skammt frá sþenni-
stöðvarhúsi. Á teikningunni stóð,
að kaplar lægju út úr húsinu. Nú
var miklum tima eytt i að grafa
og leita kaplanna.og lá við aö
grafa þyrfti með teskeiðum, svo
ekkert kæmi nú fyrir. Enginn
strengur fannst, og viti menn.
Það var ekki búið að ieggja
kaplana úr stöðinni, og var ekki
gert fyrr en einu ári seinna.
Þeim Gunnlaugi og Jóni kom
saman um. að það væri mjög
mikill kostnaðarauki við fram-
kvæmdir eins og þær, sem hér
um getur, að þurfa stöðugt að
vera að grafa af mikilli ná-
kvæmni eftir köplum, sem
kannski eru alls ekki þar sem
þeir eru sagðir vera. Verið væri
með sórvirkar vinnuvélar og
mikinn mannskap, og svo yrði að
fara löturhægt, til þess að
skemma ekkert, en svo kæmi i
ljós, að það sem leitað er að er á
allt öðrum stað, og þar lenda
Frh. á bls. 15
Þetta er teikning frá Rafmagnsveitunni. Ferningurinn, sem merktur er nr. 71 er spennistöð. Ot úr henni
er teiknaður rafstrengur, og má sjá örvar, sem benda á hann, og eru númeraöar 27 og 26. Þarna átti
strengurinn sem sagt að liggja, en örvarnar þrjár, sem við höfum teiknað inn á kortiö sýna, hvar hann
lá i reyndinni út úr spennistöðinni og beygði siðan til vinstri og kom i strenginn, eins og hann var upphaf-
lcga teiknaður. Á kortinu er einnig stimpillinn, sem segir, að RR ábyrgist ekki nákvæmni kortsins, —
sem greinilega er ekkiað ástæðulausu.
Þetta land
á ærinn'úuð
1 Þjóðólfi, málgagní
Framsóknarmanna á Suður-
landi, er rætt i forystugrein
um orkumálin og otiukrepp-
una. Þar segir:
„Þegar horft er fram á veg-
inn nú i byrjun ársins, þá
verður þvi ekki neitað, að
margur vandi blasir við, sein
þarf að leysa og sigrast á.
Árið, sem er nýliðið, var
okkur hér á islandi gott og
gjöfult, og þjóðin velti ntiklu fé
á milli handanna, liklega
aldrei eins miklu áður.
Það var mikið starfað og
mörg verk óbrotgjörn standa
eftir á flestum sviðum. Þess
vegna ætti lika að vera hægt
að standast betur erfiðleika, eí
þeir berja að dyrum.
Þvi verður ekki neitað, að
bliku hefur dregið á loft i
fjárhags- og viðskiptamálum.
Það tók snemma á s.l. ári að
verða vart vissra einkenna,
sem gátu bent til þess, að fjár •
hagskreppa væri i aösigi.
Gjaldntiðill hinna miklu
framleiðslu- og iðnaðarlanda
tók að hrapa. Reynt var a •
fresta og koma i veg fyrir
verðhrun og viðskiptakreppu
með því að hafa gjatdmiðla
flestra vestrænna þjóða fljót-
andi. Það er að segja gengi
pcninga var laust og látið laga
sig eftir hæðum og lægðum
hins umhleypingasama efna ■
hagsástands. Ofan á þetta
kom svo striðið milli Egypta
og israelsmanna i haust og
siðan framleiðslu- og sölu-
minnkun oliulandanna og hin
gifurlega verðhækkun oliunn
ar.
Vaknað af svefni
Við þetta vöknuöu
vclmegunarþjóðirnar af vær-
um svefni. Það var eins og fáir
hefðu gert sér grein fyrir, aft
olian er mcginundirstaða allr-
ar tækni og velmegunar á
jörðinni. Hér eftir verða menn
að gera sér grein fyrir þvi, að
þessi orkugjafi getur orðið
bæði torfenginn og dýr, og
' nýrra orkulinda verður nú að
leita af kappi. Telja má vist,að
maðurinn með aðstoð visind-
anna muni finna nýjar lausnir
i þessum vanda. Það tur
samt tekið alllangan tima, og
á meðan má gera ráð fyrir
nokkrum erfiðleikum.
Fyrir þá, sem lifað hafa
efnahagskreppur áður og
muna þá tima, er ekki ástæða
til svartsýni. Hófleg meðferö
fjármuna er öllum holl , og i
erfiðleikum þroskast menn.
Vandamálin eru til að sigrast
á þeim, og það gera þjóðir, ef
fólkið er samtaka.
V'ið islendingar eigum nú
mikið af nýjum og góðum
framleiðslutækjum, skipum,
vélum og framleiöslustöðvum,
og umfram allt annað er lanil
okkar auðugt af orku, jaröhita
og vatnsafli i fossum og
straumvötnum. Ef þjóðin fer
skynsamlcga að ráði sinu og
veröur samtaka, þá þarf hér
engu að kviða, þvi „þetta land
á ærinn auð ef menn kunna að
nota hann”.
Nýjar virkjanir
Nú er unnið að virkjun i
Tungnaá við Sigöldu. Ráðgerð
er allstór virkjun gufuafls við
Kröflu i Þingeyjarsýslu. Lögð
verður raflina norður um land
til að tengja raforkuver lands-
ins saman, og er það hið mesta
þarfaverk. En auk þessara
ráðstafana verður einnig lögð
mikil áherzla á að nota raf-
magnið.um leið og framleiðsla
þess eykst, til að hita upp
ibúðarhús, þar sem heitt vatn
úr jörðu er ekki til staðar. Þá
er nú mikill undirbúningur
hafinn að hitaveitufram-
Framhald á bls. 19
l