Tíminn - 20.03.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.03.1974, Blaðsíða 1
Auglýsingadeild TIMANS Aðalstræti 7 ____________/ Stúdentar ganga að kjörborðinu í dag Gsal-Reykjavik — I dag ganga stúdentar Háskóla Islands að kjörborðinu og kjósa um 13 menn, sem aðalfulltrúa istúdentaráði og einn sem sæti á bæði i háskóla- ráði og stúdentaráði. Að þessu sinni eru viðhafðar listakosningar og bárust tvö framboð, annað frá vinstri mönnum i H.í. og hitt frá Vöku, félagi lýðræðissinnaðrastúdenta. Framboðsfrestur rann út 13. marz og hefur frambjóðendum verið úthlutað bókstöfum til að- kenningar listum slnum. Það kom i hlut Vöku-manna að bera bókstafinn A, en vinstri menn hlutu bókstafinnn B. Kosningarétt hafa allir, sem skráðir eru til náms i háskólanum og kosningarnar eru leynilegar og skriflegar. A fundi stúdentaráðs 1. marz s.l. var samþykkt samhljóða að taka upp listakosningu til ráðsins. Aður var kosið um frambjóð- endur i hinum einstöku deildum og hafði hver deild sinn fulltrúa i ráðinu. Ennfremur er að þessu sinni bæði kosið til stúdentaráðs og til háskólaráðs, en kosning eins manns til háskólaráðs átti að fara fram 10. febrúar s.l., en var þá frestað og ákveðið að kjósa til beggja ráðanna samtímis. Nú er kosið um fulltrúa til tveggja ára, bæði til stúdentaráðs og háskólaráðs. Efstu menn á B-lista framboðs- lista vinstri manna eru: Sigurður Tómasson, Islenzkunemi, Arnlin óladóttir, læknanemi, Jón Sigur- jónsson, liffræðinemi, Gylfi Kristinsson, laganemi og Elisa- bet Berta Bjarnadóttir norsku og þýzkunemi. Til háskólaráðs: Erling Ólafsson, Islenzkunemi. Efstu menn á A-lista, fram- boðslista Vökumanna eru: Kjartan Gunnarsson, laganemi, Bogi Agústsson, sagnfræðinemi, Einar Brekkan, læknanemi, Arni Gúnnarsson, viðskiptafræðinemi, og Einar Stefánsson, læknanemi. Til háskólaráðs: Markús Möller, stærðfræðinemi. Frh. á bls. 15 Kanna sannleiks Þaðer ekki að þvi að spyrja, islendingar hafa löngum kunnað að meta gott veður, enda hefur það orðið lengi legið á, að við ættum við mislyndara veðurfar að búa en flestar aðrar þjóðir. En hvort sem sú trú á við rök að styðjast eða ekki, er hitt vist, islendingar hafa gefið veðrinu meiri gaum en margir aðrir, enda ekki langt um liðið siðan mikill meirihluti þjóðarinnar vann flest sin verk utan dyra. Við sjáum hér nemendur Fósturskólans nota góða veðrið, þegar sól skein i heiði og norðangjólan, sem ofofter fylgifiskur sólskinsins I Reykjavik, lét svo Htið að hafa hægt um sig. Timamynd Gunnar I gíldi Landnámu — með rannsókn á myndunartíma stendur i þessum gömlu bókum, en við Einar ætlum að reyna að styðja við bakið á Landnámu, með þvi að komast að þvi hvenær sandurinn hefur myndazt, sagði Sigurður Þórarinsson að lokum. Kolmunninn er gæðafæða tilraunir Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins hafa gefizt vel Skógasands —hs—Reykjavik. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, og Einar Einarsson bóndi á Skammadalshóíi, hafa undan- farin sumur reynt að komast að þvi, hvort frásagnir i Landnámu, um að Skógasandur hafi myndazt eftir landnám, séu réttar. Sigurður sagði i viðtali, að lik- lega yrði komizt til botns I þessu máli i sumar, en ásamt honum og Einari hafa nokkrir jarð- fræðingar unnið að þessum rann- sóknum yfir sumartimann. Sagði Sigurður, að alltaf væri verið að gagnrýna þessi fornu rit, og efast um sannleiksgildi frá- sagna þeirra, en reynt yrði að komast að þvi, m.a. með rann- sóknum á öskulögum úr Kötlu, hvort rétt sé að sandurinn hafi myndazt eftir landnám. — Þaðer kannski allt lygi, sem hs-Rvik — Ýmsar þjóðir kanna nú möguleika á þvi að veiða kolmunna i mjög stórum stíl, og má þar nefna Norðmenn og Breta. Ekki er ólíklegt, að Is- lendingar eigi eftir að stunda þessar veiðar á komandi árum og vinna úr kolmunnanum mjöl, en Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hefur gert tilraunir með kolmunna til manneldis, og þykir fiskurinn hin ágætasta fæða. Timinn snéri sér til dr. Björns Dagbjartssonar, sem unnið hefur að þessjúm tilraunum á vegum Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins, og bað hann að segja, hvernig þær hefðu gengið. Lítiö geymsluþol óslægöur — Sumarið 1973 voru gerðar nokkrar tilraunir með vinnslu marnings úr slægðum og hausuðum kolmunna, sagði Björn, — og var hráefnisins aflað i leiðangri með rannsóknaskipinu Arna Friðrikssyni. Fiskurinn var ýmist hausaður og slógdreginn og frystur strax eftir veiði, eða geymdur i is i tvo daga fyrir aðgerð, eins og verða mundi ef hann yrði fiuttur til lands af miðunum. Kolmunninn virtist geymast a.m.k. tvo daga óslægður, ef hann var vel isaður, en ekki mikið lengur. Vera má að hann geymist betur á öðrum árstimum, en þetta var gert i júni. Marningur Það var unninn marningur úr þessum slægða og hausaða kolmunna i marningsvél hér á stofnuninni, en slik vél mer fisk- holdið og skilur frá bein og roð. Heppilegast virtist að kljúfa fisk- inn að endilöngu, eða nánast fletja hann áður en hann var settur i marningsvélina. Það mætti hagsa sér, að fiskurinn yrði slægður með vélum um borð og jafnvel klofinn, en það þyrfti að hreinsa hann betur að innan, heldur en við gerðum, og er útbúnaður til sliks á sumum Frh. á bls. 15 A/largir hafa áhuga á Bernhöftstorfunni SJ—Reykjavik — Vmsir aðilar hafa áhuga á að fá inni i húsunum á Bcrnhoftstorfunni umdeildu. A.m.k. þrir aðilar hafa komið þcssari ósk formlega á framfæri við Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt, formann Torfusamtakanna. Guðrún mun koma máli þeirra á framfæri við fjármálaráðherra og rikisstjórnina, sem enn hefur enga ákvörðun tekið um framtið gömlu húsanna i Bernhöfts- torfunni, hvort þau skuli friðuð eða ckki, og ef þau fá að standa, hvaða starfsemi verði þar innan- dyra. Mörg önnur félög og ein- staklingar hafa látið i ljósi áhuga á að fá leigt I Torfunni. Áðurnefndir þrir aðilar eru Heimilisiðnaðarfélagið, en á vegum þess yrði i Bernhöftstorfu námskeiðahald og e.t.v. verzlun, veitingamenn, sem vilja reka þar litla kaffistofu, og fata- hönnuðir, sem hafa hug á að koma upp sauma- og teiknistofu meðsöluaðstöðu. Þessum aðilum er það öllum sameiginlegt.að þeir þurfa að fá leigusamning til langs tima. Ahugi er á, að Ferðaskrifstofa rikisins fái húsnæði i Bernhöfts- torfu t.d. fyrir fyrirlestrahald. auglýsingateiknarar vilja fá húsnæði þar og hárskeri einn hefur hug á að setja þar upp rakarastofu. Askipað er i allan norðurhluta húsasamstæðunnar, ef óskir þeirra, sem ákveðnastir eru að vilja fá inni i Bernhöftstorfunni, verða uppfylltar. Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur er alveg eftir að ræða um með hverjum hætti leigusamningar gætu orðið — Ég bið eftir að ná tali af fjármálaráðherra, sagði hún. Frumvarpið um skattkerfisbreytingu í neðri deild í dag: STJÓRNIN BÝÐUR 4% í STAÐ 5% SÖLUSKATTS TIL SAMKOMULAGS Enn ekki vitað, hvort stjórnarandstaðan þiggur tilboð ríkisstjórnarinnar TK—Reykjavik — Rikisstjórnin liefur lagt fyrir fulltrúa stjórnar- andstöðuflokkanna tilboð til sam- komulags i deilunni um frum- varpið til skattbreytingar þcss efnis að lækka söluskattsaukann úr 5 prósentustigum i 4 prósentu- stig isöluskatti. Mun rikisstjórnin flytja þessa breytingatillögu við frumvarpið i dag, er það kemur tii neðri deildar að nýju til einnr- ar umræðu eftir breytingar á frumvarpinu til upphaflegs forms i efri deild. Við þessa einu umræðu i neðri deild koma aöeins breytingatil- lögur til atkvæða og siðan frum- varpið i heild og veröa einstakar greinar frumvarpsins,eins og þaö kemur frá efri deild, ekki bornar upp. Vitað er. að stjórnarand- staðan vill fá fram fleiri breyt- ingar á frumvarpinu en lækkun söluskattsins um eitt prósentu- stig. Breytingatillögur þær. sem ágreiningur er um milli stjórnar- liðs og stjórnarandstöðu, munu þá falla á jöfnum atkvæðum, ef fylkingar riðlast ekki. Kemur siðan frumvarpið til atkvæða i heild. Reynir þá á, hvort stjórnarandstaðan metur þetta sa mkomulagstilboð rikis- stjórnarinnar um lækkun sölu- skattsaukans. Reiknað er með, að umræðan i neðri deild hefjist kl. 14 i dag, en frumvarpið verður að fara að nýju til efri deildar eftir afgreiðslu neðri deildar, ef gerðar verða breytingar á frumvarpinu þar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.