Tíminn - 20.03.1974, Qupperneq 8

Tíminn - 20.03.1974, Qupperneq 8
B TÍMINN Miðvikudagur 20. marz 1974. Sigurjón Rist: Laxó, Skjólfandafljót, línuleiðir og staurahæð — svar við opnu bréfi Sigfúsar Jónssonar ó Einarsstöðum Aldeyjarfoss I Skjálfandafljóti, fremst i Bár&ardal. Góði kunningi, Sigfús á Einarsstöðum. Þú spyrð mig i Timanum 9. þ.m., hvort það hafi verið gleymska eða hvort fljóðljós sjónvarpsvéla hafi villt svo um fyrir mér, að ég minntist ekki á virkjunarmöguleika Skjálfanda- íljóts við Ishólsvatn i sjónvarps- þættinum Landshorn nú fyrir skemmstu. Nei. Þar var hvorki flóðljósum né gleymsku um að kenna. Til þess að unnt hefði verið að minnast á Skjálfandafljót og gera þvi skil, svo að gagni mætti verða, hefði þátturinn þurft að vera ofurlitið lengri og málin i heild rædd itarlegar. Við lestur bréfs þins virðist mér, að ég þurfi að taka til með- íerðar fjögur atriði, svara spurningum þinum eða gera mál- um á annan hátt fyllri skil. Bregzt ég þá eigi vonum þfnum, en i nið- urlagi bréfsins segir þú: ,,og auð- vitað treysti ég þvi, að þú svarir mér.” Atriðin eru: 1) Laxá, frekari virkjun, stiflu- gerð 2) Skálfandafljót, virkjun við tshólsvatn 3) Lina um Sprengisand 4) Lina á lágum staurum Ég stend vel að vigi við að svara þér, þvi að dóttir min tók sjónvarpsviðtalið upp á segul- band, og nú hef ég hlýtt á það, svo að ekkert fer á milli mála. 1. Laxá t bréfi þinu i Timanum segir þú: „Nú ætla ég þér siðustum manna, að eytt sé dýrmætum tima, i raforkuskortinum, i að jagast um það, sem aldrei verður — frekari virkjun i Laxá —.” Rétt er það, ekki er vert að eyða frekari tima án raunhæfra að- gerða. Við árslok 1969 var um tvo kosti að velja til að setja deilumál niður þá strax: Fullvirkjun Lagarfoss þá, eins fljótt og unnt var, og leggja linu til Norður- lands. Hinn valkosturinn var orkulina norður yfir Sprengisand. Illu heilli var ekki raunhæft að ræða um hinn þriðja, virkjun i Skjálfandafljóti, og skal ég koma að þvi siðar. En snúum okkur nú rakleitt að Landshorninu hans Eiðs um daginn. Hann spurði mig úm viðhorf mitt til áframhald- andi virkjunar i Laxá. Svarið er orðrétt þannig: „Eins og málin standa nú, þá er það aðeins til að tefja timann. Það er alveg fráleitt að eiga við slfkt, vegna þess að nýbúið er að leysa hina miklu og erfiðu deilu og ekki vert að rifa hana upp. Það er á valdi þessara manna, landeigenda, að leyfa virkjun og samþykkja. Þeir gera sér grein fyrir þeim vanda, sem Norðlendingum er á höndum. Vilji þeir koma til móts til að leysa vandann, þá myndu þeir gera það. Ég tel alveg fráleitt að vera að eyða timanum.” „En er það ekki vatnsfræðilega mjög hagkvæmt, það hagkvæm- asta sem blasir við Norðlend um, að byggja stiflu?” spyr Eið- ur. Svar: „Já, það er mjög hag- kvæmt, t.d. að byggja 20 metra háa stiflu, eiginlega alveg nauð- synlegt til þess að virkjunin sé ekki bara krypplingur.” Jæja, Sigfús minn. Þetta eru blákaldar staðreyndir, og ég vona, að við séum alveg sammala og að jafnframt gerum við okkur ljóst, að núverandi orkuskortur á Norð- urlandi verður ekki leystur með stiflu i Laxá. En hér virðist mér, að leiðir okkar skilji, eða réttara sagt hugmyndir okkar og viðhorf. Mér skilst á bréfi þinu, að þú munir jafnvel ekki telja vanda ykkar Norðlendinga mikinn, þar sem þið eigið Skjálfandafljót með afbragðs virkjunaraðstöðu við Is- hólsvatn. En gerum nú tilraun til að athuga málið nánar, hleypi- dómalaust og af raunsæi. 2. Skjálfandafljót Ég sagði hér að framan, að þvi miður hefði valkosturinn „að virkja Skjálfandafljót”, og leysa Laxá þannig af hólmi strax við upphaf deilumála, ekki verið raunhæfur. Ástæðan var sú, að til þess voru málin of samtvinnuð: Þrætuejilið Suðurá sameiginlegt báðum virkjunarleiðunum, að nokkru sömu jarðeigendur og sami virkjunaraðilinn. Og fram- haldið talar sinu máli. Tvö ráð- gefandi verkfræðifyrirtæki, Virk- irh.f. og Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen, hafa hvort i sinu lagi gert virkjunaráætlanir við tshóls- vatn, og eru þær allólikar. Þú nefnir aðeins annað fyrirtækið i bréfi þinu. 3. Lína um Sprengisand Aðspurður taldi ég eðlilegast að leggja orkulinuna frá Búr- felli/Sigöldu um Sprengisand og stefna á aðalmannafjöldann við Eyjafjörð, 16 þúsund manns. Hér virðist þú, Sigfús minn, hafa brugðizt æfur við eða orðið fyrir einhverri annarri truflun, þvi að þú misstir af framhaldinu, sem var þannig: „Ég tel alveg nauð- synlegt að leggja veg inn Eyja- fjarðardal, en það hefur ekki verið gert, og til að hraða þessu máli væri ráðlegast aö fara leið um Bárðardal og þar niður. ”Ég sé, að þú hefur misst af þessu, þvi þú segir i bréfi þinu: „Hvi bentir þú ekki á linustæðið af Sprengi- sandi, sunnanvert við Kiðagil, of- an i Krókdal og norður hann- að austanverðu, sem virðist einboðin leið og sjálfsögð? „Þetta er ein- mitt „leiðin um Bárðardal”, sem var sýnd á sjónvarpsskerminum. t Ferðahandbókinni, útg. örn & örlygur, get ég þessar leiðar sem vænlegs framtiðarvegar milli landsfjórðunga, frá Galtalæk i Landssveit að Grænavatni i Mý- vatnssveit. Orkuflutningur um Bárðardalsleið hefur þann mein- bug, að Akureyri fær rafmagn aö- eins úr einni átt, en kostur hennar er, að hún tengir vel saman aðal- orkusvæði landsins. 4) Lina á lágum staurum Þú undrast, að ég skyldi i Landshorninu ræða um linustæði niður i/Eyjafjörð: „Um versta ill- viðra- og snjóabæli á hálendinu sunnan Eyjafjarðar. Enda reiknar þú ekki með nema tveggja metra hárri loftlinu...” Það er regin munur á átakinu á staurana i veðraham, hvort minnsta hæð undir vir er 9 m eða aðeins 2. Hugsum okkur tvær linur, að öllu öðru leyti eins, og gerum okkur grein fyrir, að vægið er háð kvaðrati hæðarinnar. Það munar um minna en 7 metra, og auk þess vex vindhraðinn, og þar með átak hans, allhratt með hæð frá jörðu. Á hæstu mishæðir i landslaginu (milli staura) kemur vart meira en hálfs metra djúpur snjór, og af þeim skefur. Auðvelt er að sveigja linu á lágum staur- um á hagfelldan hátt eftir lands- íaginu. Girðingar (aðvörunar- strengir) ættu að vera óþarfar á meginhluta miðhálendis, aðeins ér nálgast byggð og spölkorn meðfram linunni, þar sem vega- 4lóðir liggja undir hana. j í Finnlandi setjast sveitalinur líekki aðalorkulinur) á jörð, þegar þær eru lestaðar ísingu, og rétta sig svo við aftur. Mér býður i grun, að þú gerir þér grein fyrir yfirburðastyrk lágu llnunnar, þar eð þú segir: „Enda reiknaðir þú ekki með nema tveggja metra” o.s.frv. Siðan þú heyrðir Landshorns-þáttinn um lágu linurnar, hafa margir raf- linustaurar brotnað. Fjölmiðlar hafa t.d. flutt fregnir um^að aðal- stofnlinan frá Mjólkárvirkjun væri slitin á Bjarnardal og 15 staurar brotnir. Það reyndist rétt, að staurarnir væru brotnir, en virarnir, sem eru þrir, voru allir heilir. Orkulinan brotnaði og fauk, en isingu var ekki um að kenna. Til varnar á við lægri lina eða stögun. Norður á Langadals- strönd sá ég, hvernig virinn á nýrri eins strengs linu hreinsaði sig af staurunum, sleit fest- inguna,en hvorki slitnaði né braut staurana. Nokkru innar á strönd- inni voru virarnir aftur á móti tveir, og þar kurluðust staurarn- ir. tsingu og hliðarvindi var um að kenna. Lágreistir simastaurar stóðu keikir i næsta nágrenni. Það mun vera útbreidd skoðun , að fyrstslitni virinn, við það komi hnykkur á næsta staur, hann brotni og svo koll af kolli. Þannig mun æði oft bera til, en þó vart eins og oft og mál manna er. Ég fæ ekki betur séð, en staurarnir séu i raun hinn veiki hlekkur. Hjá Steinsstöðum I öxnadal lenti snjóflóð á tvistæðulinu og braut eina tvistæðu. Virinn féll i hlaupið og sveigið útaf og braut 7 tvistæðar til hliðar við hlaupið. Allt ber að sama brunni, vægið reynist staurunum um megri. Nú fyrir skemmstu sá ég, hvar snjóflóð hafði hlaupið úr brúnum Reynihliðarfjalls við norðan- verðan Arnarfj. og brotið staur i raflinunni frá Mjálká. Efri hluti staursins hékk og dinglaði á virunum i kvöldhúminu, rétt eins og þeir þar vestra hefðu hengt upp galdrakarl. Allt þetta, og ótal margt fleira, bendir til þess, að vlrarnir standi fyrir sinu. Sigfús! Ég tel mig hafa svarað spurningum þinum og gefið skýr- ingu á athugasemd þinni um Skjálfandafljót. Ef við litum al- mennt á vatnsvirkjunarmálin hér á landi nú, þá er viðhorfið áþekkt þvi það var á áratugnum 1960- 1970. Þá töldu fjölmargir ráða- menn, að kjarnorkan myndi inn- an örfárra ára gera vatnsföll verðlitil sem orkugjafa. Nú er sá draumur búinn, en jarðgufan er hafin i öndvegi. Fóstrur athugið! Tor-Albert Henni, formaður landsambands fatlaðra i Noregi, flytur erindi um foreldrafræðslu vegna fatlaðra og fjölfatlaðra barna. Fundurinn er haldinn á vegum Sjálfs- bjargar i ráðstefnusal Hótel Loftleiða sunnudaginn 24. marz kl. 16. Fóstrur eru hvattar til að sækja þennan fund. Stjórn Fóstrufélags íslands. Kjörskró Kjörskrá fyrir bæjarstjórnarkosningar i Kópavogskaupstað, semfram eiga að fara sunnudaginn 26. mai 1974, liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofunni i Kópavogi frá kl. 8,30-15 alla virka daga, nema laugardaga, frá og með 26. marz til og með 23. april 1974. Kærum út af kjörskrá skal skila til bæjarstjóra fyrir kl. 24 laugardaginn 4. mai 1974. Bæjarstjórinn i Kópavogi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.