Tíminn - 20.03.1974, Side 7

Tíminn - 20.03.1974, Side 7
Miðvikudagur 20. marz 1974. TÍMINN 7 NÝ ÚTGAFA AF FERÐABÓK EGGERTS OG BJARNA — henni munu fylgja HHJ—Rvik — Nú eru fundnar frummyndir þær, sem gerðar voru vegna ferðabókar Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, eins og Timinn hefur skýrt frá. l>ær fundust i vörzlu Danska visindafélagsins og eru nú komnar hingað til lands, þvi að i ráöi er, að bókaútgáfan Örn og Örlygur gefi ferðabókina út siðar á þessu ári. Mcðal þessara mynda eru margar litmyndir, sem ckki birtust i útgáfunni, svo að alls verða litmyndir i hinni fyrirhuguðu útgáfu um þriðjungi fleiri en áður hafa birzt, cða kunnugt verið um. Myndablöðin eru alls 26, en á sumum þeirra cru margar mynd- ir, þannig aö alls eru myndirnar nokkuö á annað hundrað. — Þetta er veigamesta verkefni útgáfunnar til þessa, sagði Orlyg- ur llálfdánarson bókaútgefandi þegar hann ræddi við blaðamenn um hina fyrirhuguðu útgáfu, Kostnaður mun án efa skipta mörgum milljónum, en i okkar augum er- þaö ekki aðalatriðið heldur hitt, að nú eignumst við nýja útgáfu af þessu merka riti og þar verða allar frummyndirnar með i fyrsta skipti. Auk islenzku útgáfunnar munum við gefa bók- ina út á ensku nokkuð stytta. Danska visindafélagið var svo vinsamlegt aö lána okkur þessar myndirhingað til lands vegna út- gáfunnar, en i ráði er að efna til allar frummyndirnar sýningar á þeim. þannig að almenningi gefist þess kostur að skoða þessa ómetanlegu dýrgripi. Bókin hefur áður komið út á islenzku i þýðingu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum, en sú útgáfa er löngu uppseld. — Ferðabókin var upphaflega gefin út á dönsku árið 1972 sagði Steindór Steindórsson, og siðar á þýzku og laust fyrir aldamótin 1800 kom hún út á frönsku og loks á ensku 1805. 1 dönsku frumútgáf- unni kom bókin út i 500 eintökum og áskriftarlistar sýna, að um 60 Islendingar keyptu hana. Flestir þeirra voru prestar, en þó voru þar á meðal 11 islenzkir stúdentar i Kaupmannahöfn. Meðal merkra nafna á listanum má nefna Finn biskup. Skúla fógeta, Jón Ólafs- son varalögmann, Magnús sýslumann Ketilsson og Boga Benediktsson á Staðarfelli. sem er eini bóndinn á listanum. Þegar Ferðabókin kom fyrst út kostaði hún hálfan fjórða rikisdal. sem var tölvert fé, þvi að þá mun ærverðið hafa verið þvi sem næst tveir rikisdalir, sagði Steindór. Teikningarnar, sem nú birtast eru sumpart gerðar eftir frum- myndum Eggerts og liklega Bjarna, þvi að ekki er órsennilegt að hann hafi verið maður drátt- hagur, þvi að listfengi var i ætt hans, og sumpart eftir náttúru- gripum. Meðal myndanna eru tvær litl- í litum ar myndir, sem Eggert hefur e.t.v. teiknað sjáifur, og er önnur frá Hornströndum, en hin er uppdráttur af Surtshelli. Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, sem fyrst var gefin út á dönsku 1772 er eitt hið ágætasta rit um ísland fyrr og siðar. Islenzk þýðing hennar gerð af Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum. kom úr 1943. Ferðabókin var prýdd með 51 myndablaði, voru það eirstungur af landslagi, búningum, steinum, fuglum, fisk- um, hvölum o.fl. dýrum. Eru fleiri en ein mynd á sumum blöð- unum. Hafa myndir þessar fylgt öllum útgáfum Ferðabókarinnar, nema hinni ensku, þær eru gerðar eftir frumteikningu Eggerts, flestar a.m.k. Þaö hefir lengi verið kunnugt, að i upphafi gerði Eggert fleiri myndir en þær, sem prentaðar voru. Segir Þorvaldur Thoroddsen i Landfræðisögu sinni ,,að útgefendur hafi valið úr hið helzta”. 1 ævisögu Eggerts segir Vilhjálmur Þ. Gislason, að hjá Visindafélaginu danska séu geymd 113 myndablöð, og séu flestar myndirnar litaðar. Annað var ekki kunnugt um myndir þessar hér á landi fyrr en dr. Egill Snorras., sem er yfir- lækni i Kaupmannahöfn og af islenzkum ættum flutti erindi um Ferðabókina og myndir, er henni heyrðu til, i Félagi áhugamanna Þórður Einarsson, blaðafulltrúi utanrikisráðuneytisins, og Steindór Steindórsson með litmyndapakkann á milli sin. Örlygur Hálfdanarson, Jónas Kristjánsson og Steindór Steindórsson virða fyrir sér einhverja athyglisverðustu myndina. Frá hádegisverðarfundi Sambands isl. samvinnufélaga. Jón Þór Jóhannsson framkvæmdastjóri Véla- deildar SIS er i ræðustóli. Timamynd: Róbert Hddegisverðarfundur um jarðvinnslutæki Gsal—Reykjavik— Nýverið bauö Samband fslenzkra samvinnu- félaga jarðræktarráðunautum til ráðstefnu og hádegisverðar að Hótel Sögu. Sóttu þennan fund margir ráöunautar viðs vegar að af landinu, auk búfræðikandidata frá bændaskólanum á Hvanneyri. Jón Þór Jóhannsson, fram* EFTIRTALDIR nemendur luku námi frá Hjúkrunarskóla tslands 6/3 1974: Ágústa Eiriksdóttir frá Þingvöll- um, Ásdis Jónsdóttir úr Kópa- vogi. Ásta Karlsdóttir úr Reykjavik.Berglind Freymóðs- dóttir úr Reykjavik, Björg Cortes úr Reykjavik, Bryndis Konráðs- dóttir úr Reykjavik, Edda ólafs- dóttir úr Reykjavik, Elinborg Angantýsdóttir úr Eyjafirði, Erla Friðriksdóttir úr Kópavogi, Guðriður Hulda Haraldsdóttir úr Reykjavik. Guðrún Gerður Sæmundsdóttir úr Hveragerði, Halldóra Andrésdóttir, úr Reykjavik. Helga Sigurjóna Helgadóttir frá Ólafsfiröi, Halla Hauksdóttir úr Reykjavik, Ingi- björg Jónsdóttir úr Stykkishólmi. Jóna Kristjánsdóttir úr Reykja- vík. Kristin Á. Claessen úr Kópa- vogi, Magnhildur Þórveig Sigurðardóttirfrá Hvammstanga, kvæmdastjóri Véladeildar SIS, bauð gesti velkomna, en Gunnar Gunnarsson deildar- stjóri flutti erindi um ný tæki jarðvinnslu. Skýrði hann frá þvi, að SIS væri að fá nýja og fullkomna dráttárvél frá hinum heimsþekktu Farmall Inter- national fyrirtæki til sölu. Enn- fremur ræddi hann um ýmis- Margrét Halldórsdóttir úr Kópa- vogi, Ásta Arnþórsdóttir úr Köldukinn, S.-Þing. Minerva Sveinsdóttir úr Reykjavik, Ólina S. Torfadóttir af Isafirði, Sigriður Agnarsdóttir úr Kópavogi, Sigriö- ur Harðardóttir af Akranesi, Steinunn Ingvarsdóttir frá Reykj- um á Skeiðum, Valgeröur Baldursdóttir úr Aðaldal, S-Þing. Þórey Hannesdóttir úr Reykja- EBE og USA NTB—London — Utanrikisráð- herra Bandarikjanna, Henry Kissinger, ætlar að ræða viðhinn brezka starfsbróður sinn.James Callaghan, að sögn starfsmanns við ameriska sendiráðiö i London. Kissinger kemur til London legan útbúnað fyrir þessar vélar, en þær eru 145 hestafla með 125 hestafla aflúttaki og á tvöföldum hjólbörðum að aftan. Er þessi vél búin öllum bezta útbúnaði, sem völ er á. Sambandið er að leita fyrir sér um stórvirk tæki, sem nota má við þessa dráttarvél, svo auka megi notagildi hennar fyrir jarðvinnslu. vik, Þórdis Kristinsdóttir úr Nes- kaupstað. Þcssir nemendur Ijúka námi á næstu vikum: Guðriður Kristjánsdóttir úr Hafnarfirði, Arndis Ósk Hauks- dóttir úr Reykjavik, Sveinbjörg Eyvindsdóttir úr Reykjavik, llallbera Friðriksdóttir úr Reykjavik. Ilulda Guðbjörnsdótt- ir úr Kópavogi. eftir fyrirhugaða heimsókn sina til Moskvu, þar sem hann ræðir við sovézka leiðtoga. Búizt er við, að Callaghan og Kissinger ræði aðallega um spennuna milli Bandarikjanna og Efnahagsbandalagslandanna. um sögu læknisfræðinnar, i Háskóla lslands 1970, en ekki var það kunnugt almenningi fyrr en i Arbók Fornleifafélagsins fyrir árið 1972, en dr. Egill hefir kannað þetta efni til hlitar. Varð hann mjög hrifinn af myndunum og kallar þaö ..oplevelse” að skoða margar þeirra. Fjórir teiknarar hafa endurteiknað frummyndir Eggerts, þeirra á meðal er Jón yngri frá Svefneyj- um, bróðir Eggerts. sem er höfundur steinamyndanna. Dr. Egill hefir kannað feril teiknar- anna og gerir grein fyrir þeim i erindi sinu. I nýútkomnu riti um Visindafélagiö danska hefir svo Asger Lomholt, arkivar gert grein fyrir myndasafninu og birt- ir hann þar nokkrar litmyndir af þeim. og eru sumar þeirra prent- aðar i Árbók Fornleifafélagsins. Eins og fyrr var getið þýddi Steindór Steindórsson ferðabók- ina á sinum tima. Þegar hann svo dvaldist i Höfn haustið 1972 skoð- aði hann myndasafnið, og fór honum likt og dr. Agli að hann hreifst mjög af þeim. enda er það mála sannast, að þær eru margar forkunnarvel gerðar. og sýna miklu meira en eirstungurnar, sem margar hverjar hafa heppnast miður vel. Varð honum þá ljóst, að ef einhverntima kæmi til nýrrar útgáfu af Ferðabókinni á Islandi yrði skilyröislaust að prenta hinar upphaflegu litmynd- ir i stað eirstungnanna, og auk þeirra hinar óprentuðu myndir. a.m.k. langflestar þeirra, þvi að margar þeirra standa prentuöu myndunum sizt að baki. Þegar svo Bokaútgáfan örn og Örlygur ákvað á siðastliðnu ári að gefa út að nýju islenzku og ensku þýðingarnar á F’eröabók Eggerts á þessu ári, töldu útgefendur sjálfsagt, að i hinni nýju útgáfu yrðu hinar lituðu frummyndir, ekki aðeins þær, sem eirstungur voru til af heldur einnig hinar, sem hvergi hafa birst. Annað væri naumast sæmandi minningu Eggerts. Fóru þeir örlygur Hálfdanarson og Steindór til Hafnar að kynna sér mynda- safnið betur og vinna að undir- búningi á prentun þeirra. Fyrir milligöngu Siguröar Bjarnasonar sendiherra i Kaup- ma.nnahöfn fékkst allt safnið léð hingað heim og sýndi Asger Lomholt arkivar sérstaka ljúfmennsku og greiðvikni i þvi sambandi. Voru myndirnar siðan fluttar hingaö heim á vegum islenzka utanrikisráðuneytisins og afhenti blaöafulltrúi þess. Þórður Einarsson, þeim Steindóri og Örlygi myndirnar hinn 4. október sl. Þann sama dag veitti forstöðumaður Árnasafns. dr. Jónas Kristjánsson. myndunum viðtöku, en meðan þær verða hér heima verða þær geymdar i Arnagarði og þar unnið að undir- búningi prentunar þeirra. Kann útgáfan öllum þessum aðilum þakkir fyrir ágæta fyrirgreiðslu. Og nú eru myndirnar komnar heim, þótt ekki sé nema um stundarsakir. En heimsókn þeirra verður til þess, að þær verða almenningi kunnar. og munu þær vissulega auka hróður þeirra Ferðabókahöfundanna Eggerts og Bjarna, auk þess sem margar þeirra eru sérstakt augnayndi, hverjum sem meta kann vel gert verk. Auk útgáfu bókarinnar á þessu ári er sem fyrr segir fyrirhugað að halda sýningu á myndunum. Hún verður i húsakynnum Þjóðminjasafnsins og hefir þjóðminjavöröur góðfúslega veitt leyfi sitt til þess, en eftir er að afla heimildar danska Visinda- félagsins. Það er ýkju- og öfgalaust mál. að myndir þessar eru i senn bæði stórfróðlegar. og yfirleitt prýði- lega gerðar. auk þess, sem þær kynna oss eina hlið á hinum fjölþættu hæfileikum Eggerts Ólafssonar. enda þótt hann hafi ekki frá þeim gengið til fulls. þær sýna bæði. hvaö honum var mest i mun að komiö væri á framfæri til skýringar texta bókarinnar. og einnig að hann hefir verið drátt- hagur. þvi að jafngóöar myndir hefðu naumast verið gerðar. ef ekki hefði notið viö sæmilegra frumteikninga. Það er þvi vel til fundið og maklegt. að myndir þessar verði almenningseign. ásamt nýjum útgáfum Feröabók- arinnar. sem veriö hafa ófáanleg- ar I fjölda ára, á hátiðarárinu 1974, en þá eru liöin 202 ár siðan Ferðabókin var fyrst prentuð i Sórev. Þess skal aö lokum getið að hin enska útgáfa Ferðabókarinnar. sem kom út árið 1805 i styttri útgáfu, hefir veriö endurskoðuö að nokkru og eins og fram hefir komið mun hún einnig prýdd áðurnefndum litmyndum. Hönnun bókanna og uppröðun mynda annast Hilmar Þ. Helga- son i samráði viö þýöanda og út- gefendur. Frumteikningar af búningamyndum eru ekki til. Hilmar hefur þvi litskreytt þær koparstungur. sem til eru af búningamyndunum og hefur þar stuðst við þjóðlifsmyndir úr Ferðabókinni og auk þess leitað fanga á Þjóðminjasafninu. Nýjar hjúkrunarkonur Ijúka prófi Ræða spennuna milli

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.