Tíminn - 09.07.1974, Side 4
4
TÍMINN
Þriðjudagur 9. júli 1974
Frumlegur fatnaður
Þessi mynd er tekin i Bremen i
Þýzkalandi. Þar keppast verzl-
anir um að bjöða viðskiptavin-
unum klæðnað, svipaðan þeim,
sem hér sést á myndinni. Hann
er gamaldags að dómi margra,
en framleiðendur og seljendur
segja hins vegar að þetta sé það
sem koma skal, og þetta sé ein-
mitt það, sem fólkið víll. Gam-
aldags kjólar eins og þessir eru
sagðir kvenlegir og skemmti-
legir. Þeir eru lika sagðir eggj-
andi fyrir karlkynið, sér i lagi
fjaðrirnar og fineriið. Um það
verða karlmenn sjálfir að
dæma, sem þessa mynd sjá.
Konurnar geta svo velt fyrir sér
hvort næsti kjóllinn þeirra eigi
að verða eitthvað i átt við það
sem þær sjá hér.
Þeir endurnýja kunningsskapinn?
Það slettist upp á vinskapinn
hjá Onassis og Rainier
þjóðhöfðingja i Monaco i marz
1967. Þá þröngvaði Reinier
fursti i Monte Carlo Onassis til
að selja sér hlutabréf sin i spila-
vitinu Société des Baines de
Mer. Kaupverðið var 9 milljónir
dollara. Rainer sagði að Onassis
væri allt of ihaldssamur og
gamaldags, og væri ómögulegt
að stjórna þessu bezta fjár-
öflunarfyrirtæki rikis sins, án
þess að gera einhverjar
breytingará rekstrinum, en það
gengi svo seint, þegar þyrfti að
semja við Onassis, að hann yfir-
*»
tók hans hluta i fyrirtækinu —
hvernig, sem hann fór nú að þvi,
þvi að hingað til hefur Onassis
verið frægur fyrir hörku i sinum
viðskiptum. Hann varð mjög
móðgaður yfir þessari meðferð,
og kom ekki i mörg ár til Monte
Carlo. Nú nýlega neyddist hann
samt til að fara þangað, þvi að
hann varð að fara og sækja lik
sonar sins, Alexanders, sm fórst
i flugslysi. Alexander hafði átt
heima i Monaco. Við þetta tæki-
færi hittust þeir aftur gömlu
vinirnir Rainier fursti og
Onassis, og sættust heilum sátt-
um. Rainer bauð Onassis og
Jackie konu hans að dvelja um
tima i Monaco, en sagt er að
Jackie sé ekki hrifin af þvi að
vera þar. Sumir segja, að
hún öfundi Grace furstafrú,
vegna glæsjleika hennar og
stöðu, en aðrir góðir kunningjar
þeirra beggja segja að svo sé
ekki, heldur þyki Jackie leiðin-
legt að dvelja i Monte Carlo,
vegna þess, að þar er svo
margt, sem minnir Onassis,
eiginmann hennar á gamla
daga, þegar Tina, fyrri kona
hans, var þarna mest áberandi
frúin á frönsku Rivierunni. Enn
þá ganga sögur af ævintýralegu
veizlunum, sem þau Onassis-
hjónin héldu þá i holl sinni
Chateau de la Croe. Siðar giftist
Tina öðrum griskum
i,,m i 11 j a r d a r a ” Stavrosí
Niarchos að nafni, og þau
dvöldust oft i þessari sömu höll,
svo það virðist sem hún hafi átt
gfiðar minningar þaðan. A
myndinni sjáum við þá Onassis
og Rainier fursta og frú Grace,
Konan i doppótta kjólnum er hin
fræga söngkona Maria Callas,
en þau Onassis voru lengi góðir
vinir, og var á tima bili talið að
þau ætluðu að ganga i hjóna-
band. Þess vegna kom það eins
og þruma úr heiðskiru lofti
þegar tilkynningin kom um
hjónaband Onassis og
Jacquiline Kennedy, eins og hún
hét þá.
— Hann gerir allt til að losna
við að slá garöinn...
DENNI
DÆMALAUSI
Jú, mig langar I súpu. Þú
minntist ekkert á að það væri
aspas í henni.