Tíminn - 09.07.1974, Side 7

Tíminn - 09.07.1974, Side 7
Þriöjudagur 9. júli 1974 TÍMINN 7 V. Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karisson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Blaðaprenth.f. Heilladrýgsta stefnan 1 forustugrein, sem birtist i Þjóðviljanum á siðastliðnum vetri, var vikið á athyglisverðan hátt að stjórnarháttum hjá risaveldunum.Bent var á hina miklu fátækt 20-25% ibúanna i Bandarikjunum, þrátt fyrir hina miklu auðlegð þar, og aðeins um 50% kjósenda tækju þátt i kosningunum vegna þekkingarskorts og áhugaleysis. í Sovétrikjunum væri hins vegar allri gagnrýni haldið vægðarlaust niðri og að- eins opinberar skoðanir fengu að koma fram um margvisleg veigamikil viðfangsefni. Af þessu má vissulega draga þá niðurstöðu, að það væri ekki eftirsóknarvert fyrir ís- lendinga að taka upp, hvort heldur væri banda- riska eða rússneska stjórnkerfið. Gallar þessara kerfa eru svo miklir, þótt þeir stafi af ólikum ástæðum. Þess vegna er furðulegt, að til skuli vera hér á landi forustumenn og flokk- ar, sem vilja ýmist koma á bandariskum kapitalisma eða marxistiskum sósialisma. Þannig kemur það nú stöðugt gleggra i ljós i stefnuboðun forustumanna Sjálfstæðisflokks- ins, að bandariski kapitalisminn er hin mikla fyrirmynd þeirra. Forustumenn Alþýðubanda- lagsins telja sig lika enn trúa á sósialisma, þótt þeir séu farnir að viðurkenna skoðanakúgun, sem hefur verið trúr fylgifiskur sósialismans i þeim löndum, þar sem hann hefur verið fram- kvæmdur. Hinn góði árangur, sem hefur náðst bér á landi og lýst er réttilega i áðurnefndri grein Þjóðviljans, rekur ekki sizt rætur til þess, að íslendingar hafa farið eins konar meðalveg milli hins bandariska stjórnkerfis og hins rúss- neska. Þeir hafa treyst einkaframtak og félagslegt framtak innan eðlilegra takmarka, en jafnframt aukið samneyzlu og samhjálp til að tryggja jöfnun lifskjara og bættan hag þeirra, sem annars hefðu orðið útundan. Þess vegna er hér fleira um efnalega og sjálfstæða einstakinga en yfirleitt mun dæmi um annars staðar, almenn fátækt minni og mikil einka- auðsöfnun lika minni. Þetta eru nú aðalsmerki hins islenzka þjóðfélags. Þegar litið er yfir sögu islenzkra stjórnmála siðan núverandi flokkaskipan kom til sögunn- ar, sést það ótvirætt, að það er stefna Framsóknarflokksins, sem mest hefur mótað stjórnmálaþróunina á þessum tima. Hér hefur ekki hafizt til valda sú ihaldsstefna, sem Sjálf- stæðisflokkurinn eða fyrirrennarar hans beittu sér fyrir og fólst i þvi að einkaframtakið ættí áð drottna og samneyzlan að vera sem minnst. Hér hefur ekki hafizt til yfirráða sú mikla þjóðnýtingarstefna, sem fyrst Alþýðuflokkur- inn og siðar Kommúnistaflokkurinn beittu sér fyrir. Hér hefur verið farið bil beggja, einka- framtakið fengið að njóta sin innan hóflegra marka, en samhjálp og samneyzla aukizt á mörgum sviðum, einkum til stuðnings þeim, sem minnst máttu sin. Jafnframt hefur verið haldið uppi margháttaðri starfsemi til að viðhalda landsbyggðinni, eins og Framsóknar- flokkurinn beitti sér einn fyrir i upphafi. Þannig hefur það verið stefna hans, sem haft hefur heilladrýgst áhrif á stjórnmálaþróunina. Þ.Þ. Forustugrein úr The Economist Mao leyfði vegg- spjaldastríðið í Kína Tilgangurinn er að gefa óánægðum útrás Mao Tse-tung UPPLIMING áróöurs- spjalda i Peking er allt annars eölis en andmælaganga á torgi i London eða jafnvel á Rauða- torginu i Moskvu. Orðbragð áróðursins á spjöldunum kann þó að vera alveg eins hvasst og orðbragð kröfugöngu- manna, og tilfinningarnar að baki verknaðinum alveg eins heitar. Höfundar og upplimendur áróðursspjaldanna eru að þvi leyti frábrugönir andmælend- um annars staðar i heiminum, að þeir fara ekki á stúfana nema þvi aðeins að ákveðið hafi verið á æðri stöðum, að það kæmi sér vel að þeir hæf- ust handa. Þeir kunna að mega teljast uppreisnarmenn gegn yfirvöldunum, en upp- reisn þeirra er viðurkennd sem eðlilegur liður i stjórn- málum rikisins. ÞEGAR Kinverjar fundu þessa stjórnskipulegu upp- reisn upp árið 1957 skirðu þeir hana „mikla blómgun og bar- áttu”. Kinversku flokkslögin tryggja alþýðumanninum rétt til að gagnrýna leiðtogana. Hins vegar kemur þetta sjald- an fram sem opinber gagnrýni á hátt setta embættismenn. Veggspjaldastriðið, sem nú geysar i Peking og fjölmörg- um borgum öðrum i landinu, er aðeins þriðja þess konar uppreisnin, sem gerð er siðan 1949 að kommúnistar tóku völdin. Hinar fyrri uppreisnir, bæði barátta „blómanna hundrað” 1957 og menningar- byltingin 1966-’69, gengu að lokum miklu lengra en hinir æðstu leiðtogar höfðu ætlazt til i upphafi. Gert er ráð fyrir, að opinber gagnrýni innan ákveðinna marka sé eðlisgróinn hluti rikjandi stjórnkerfis i Kina. Þessi gagnrýni er tiðast fram borin á þeim aragrúa stjórn- málafunda, sem Kinverjum ber að sækja, og er þá tiðast lítið annað en slagorð og upphrópanir. FLOKKSLEIÐTOGUM er að sjálfsögðu litið um það gef- ið, að skyssur þeirra séu út- málaðar á almannafæri. Af þessum sökum hefir „blómstrunin” tiðast notið vafasamrar viðurkenningar og löngum verið deiluefni milli blómstrandans” mesta, Mao Tse-tungs, og samstarfs- manna hans i flokksfor- ustunni, sem lita á það sem æöstu skyldu sina að varðveita siöferði flokksins. En þrátt fyrir alla formfestu veitir þessi gagnrýni og sjálfs gagnrýni kinverskum almenn ingi tækifæri til skoðanalegrar útrásar, sem almenningi i öðr um kommúnistarikjum gefst ekki kostur á. Þvi lægra sem upphafsþrep gagnrýninnar er i stjórnmálastiganum — t.d. verksmiðja, samstarfshópur eða götunefnd — þess senni- legra er, að kinversk stjórn- mál þróist samkvæmt kenn- ingum Maos um lýðræði vegna baráttu tveggja fylkinga á lægstu þrepunum. En þetta á sem sé aðeins við um hin lægstu þrepin. KERFIÐ, sem veitir verka- mönnum og bændum vissa að- ild að skipan slns daglega lifs — og vissulega er meira en gerist i Sovétrikjunum — hefir i raun þaggað alveg niður i kinverskum menntamönnum i heilan mannsaldur. I Kina eru engir kunnir andmælendur i hópi menntamanna á borð við þá Sakharov og Solzhenitsyn i Sovétrikjunum. Satt er að visu, að meðal kinverskra menntamanna rikir engan veginn sama and- mælahefð og hjá rússneskum menntamönnum. Kinversku mandarinarnir döfnuðu ein- mitt sem stoðir keisarastjórn- arinnar. En hvernig sem á málið er litiö hafa kinverskir mennta- menn verið ófrjóir og afar þögulir. Sár reynsla þeirra frá „baráttu blómanna hundrað” árið 1957 á sennilega sinn þátt i þessari þögn, en þá komust þeir að raun um, að uppreisn i kommúnistariki ^etur verið ákaflega áhættusöm enda gjörbreyttist stefnan á einni nóttu. Réttinum til gagnrýni á hvaöa þrepi sem er verður sennilega varla lifvænt nema þegar slikum mönnum er frjálst að draga saman kvart- anir hundrað lægra settra ein- staklinga. VIÐ venjulegar aðstæður kemur „blómstrunin” kin- versku rikisstjórninni vel sem eins konar öryggisventill. Það hlutverk var henni ætlað árið 1957, þegar Mao ákvað að leyfa menntamönnunum aö blása til þess að koma i veg fyrir, að örvænting þeirra syöi upp úr i blóðugri uppreisn eins og gerzt hafði I Póllandi og Ungver jalandi nokkrum mánuðum áður. En hreyfingin hafði jafn- framt annan tilgang eins og menningarbyltingin niu árum siöar. Hún átti að virkja ein- læga gremju alþýðu manna til þess að gefa embættismönn- um flokksins eins konar lost, en Mao þóttu þeir farnir að gerast um of fastheldnir og værukærir i skrifstofuvalds- háttum sinum. Þetta er enn eitt dæmið um, hvernig hvað eina i Kínaveldi þjónar Mao sjálfum. SVO er að sjá, sem sömu sjónarmið eigi sinn þátt i áróöursspjaldastriðinu, sem nú geysar. Allmörg spjöld báru þess ljósan vott fyrir skömmu, að veruleg óánægja hefir grafið um sig vegna þeirra hamla, sem stjórn- málastarfsemin verður að lúta. Ýmis blöð hafa hvatt til baráttu gegn ónefndum stétt- aróvinum, einkum þó blaðið, sem róttækir menn i Shanghai ráða yfir. Hin raunverulegu yfirvöld hafa samtimis lagt bann við upplfmingu áróðursspjalda og eins þeim aðferðum frá timum menningarbyltingarinnar, aö „skiptastá byltingarreynslu”. Þar er átt við för til Peking til þess að segja frá þvi, hvernig lögreglan þaggar niður i óánægjuröddum með fangels- unum. ÁTJÁNDA leiðbeiningarrit hinnar leyndu miðstjórnar kom áróðursspjaldastriðinu af stað i vor og virðist þvi hafa upphafið þessi tvö bönn og ef til vill fleiri bönn af svipuðum toga. En tilgangurinn með þessum útblæstri var ekki sá einn að lægja uppsafnaða spennu, heldur og að móta og hvetja hentugt stjórnmála- vopn. Heita má, að allir þeir, sem ráðist hefir verið á með nafni i áróðursspjaldaherferðinni til þessa, séu herforingjar, sem gegna jafnframt stjórnmála störfum i hinum ýmsu byggð- arlögum. Eðlilegt er þvi að lita á þessa baráttu sem aðra og öllu ómildari lotu i þeirri jöfnun um herinn, sem hófst i janúar i vetur með manna- skiptum I flestum foringj- astöðum úti á landsbyggðinni. FLESTIR flokksleiðtogar, hvort sem þeir eru róttækir eða hægfara, geta yfirleitt orðið á eitt sáttir um að senda hermenn heim til herbúðanna. Þetta kann að eiga sinn þátt i þvi, að hinir hófsamari leið- togar féllust á að hleypa af stað nýrri byltingaröldu. En byltingar eiga það til að sprengja af sér settar skorður og er ósennilegt, að unnt reyn- ist aö einskorða þessa byltingu við herinn. Höfuðsökin, sem herforingjunum er yfirleitt gefin, er að „kúga fjöldann”, en hún á greinilega ekki siður við borgaralega starfsmenn flokksins, og jafnvel einkum þó þá, sem hægfara eru. Það eru sýnilega hinir rót- tækari leiðtogar i Peking, sem koma til með að hagnast mest á þeirri baráttu, sem sviftir bæði hermenn og ihaldssama borgara valdastöðum i flokkn- um. Hinir róttæku, sem hafa barizt við hægfara menn með orðatiltækjum Konfúsiusar um eins árs skeið, hafa ekki meirihluta i flokksstjórninni enn sem komið er. En hið gif- urlega stjórnmálamikilvægi Mao Tse-tungs getur hafa komið þeim að haldi og hefir sennilega gert. Mao komst fyrir átta árum svo að orði, að bylting væri réttlætanleg. Hann trúir þvi sýnilega enn, að minnsta kosti af og til og ekki sizt ef það hentar honum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.