Tíminn - 09.07.1974, Page 9

Tíminn - 09.07.1974, Page 9
8 TÍMINN Þriöjudagur 9. júll 1974 ÞriOjudagur 9. júli 1974 TÍMINN 13 AAyndir °9 texti: Gunnar Salvarsson Stjórn Skógræktarfélags Reykjavfkur og aðrir áhugamenn um skógrækt sjást á þessari mynd, sem tekin er i Löngubrekkum, á þeim stað sem Þjóðhátiðarlundurinn kemur til með að vaxa upp. Skógræktarfélag Reykjavíkur Guðmundur Marteinsson, for Reynir Sveinsson, umsjónarmaður I Heiðmörk heldur hér á birkiplöntu, en um hundraö þúsund plöntur eru gróðursettar árlega á vegum maður Skógræktarfélags tslands. Skógræktarfélags Reykjavikur. Stofnar til þjóðhátíðarlunds í Heiðmörk Gsal—Reykjavik. — Stjórn Skóg- ræktarfélags Reykjavlkur bauð blaðamönnum nýverið í ferð á skógræktarsvæði féiagsins I Heið- mörk. Aðaltilgangur ferðarinnar var að kynna þjóðhátiðarlund, sem félagið hyggst græða upp i ár og á næstu árum. Lundinum hefur verið valinn staður i Löngubrekk- um i Heiðmörk. Með I þessari för voru auk stjórnar Skógræktarfélagsins, Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri, Snorri Sigurðsson, formað- ur Skógræktarfélags íslands, Reynir Sveinsson, umsjónarmað- ur Skógræktarfélags Reykjavikur i Heiðmörk, og nokkrir aðrir gest- ir. Lagt var af stað frá Austurvelli i yndislegu veðri og ekið sem leið liggur að Vlfilsstöðum og þeim megin farið inn i land félagsins i Heiðmörk. Guðmundur Marteins- son formaður félagsins var farar- stjóri i þessari ferð og þegar komið var i „anddyri” merkur- innar benti Guðmundur á skilti, sem félagið hefur komið þar upp, en á þvi er kort af svæði skóg- ræktarfélagsins. Skiltið er stórt og þvi auðvelt fyrir gesti, sem leggja leið sina i Heiðmörk að átta sig á staðháttum i þessu frið- aða og fallega landi. Stanzað var i Vifilsstaðahlið og okkur sýnd myndarleg tré, sem gróðursett voru þar fyrir atbeina vestfirzks skógræktarmanns árið 1958, en þessi maður gaf þá Skóg- ræktarfélaginu fimmtiu þúsund krónur til skógræktar i Vifils- staðahlið. Þarna I hliðinni komu gestir til móts við ferðalanga, en það voru tveir danskir strákar, sem hér ætla að dveljast i sumar við skóg- rækt. Strákarnir eru synir danska skógræktarst jórans. Sólin skein á okkur þessa stund, sem við stönzuðum i Vifilsstaða- hlfð, náttúran skartaði sinum feg- urstu djásnum og við vorum ófúsir að fara aftur inn i bilinn. Þegar við nálguðumst bilinn byrjuðu dropar að detta úr lofti, og óðar en við vorum setztir i sæti okkar var komin hellirigning. Þegar við stönzuðum næst, brá hins vegar svo við að sólin brauzt fram úr skýjunum og um leið hætti að rigna — enda vorum við nú komnir á sjálft hátiðarsvæðið, — staðinn, sem var tilefni ferðar- innar: Þjóðhátiðarlund Skóg- ræktarfélags Reykjavikur i Löngubrekkum, sem vinna á f f sumar og á næstu árum. Forsaga þessa lundar er sú, að á fundi, sem stjórn Skógræktar- félags Islands efndi til i Reykja- vik fyrstu daga marzmánaðar, þar sem mættir voru formenn héraðsskógræktarfélaga viðs vegar að af landinu, var rætt um, ' ., með hverjum hætti skógræktar- félögin gætu minnzt 1100 ára afmælis landnáms á Islandi, þannig að þess sæust merki á komandi árum. Þótti vel viðeigandi, að stofnað væri til Þjóðhátiðalunda á svæð- um hinna ýmsu félaga, þar sem þvi yrði með góðu móti við komið, og væri i þvi sambandi leitað til einstaklinga, stofnana og fyrir- tækja á hlutaðeigandi svæði um aðstoð við framkvæmd þessarar hugmyndar. Öviða mun betri aðstaða til þess að stofna til myndarlegs þjóðhátiðarlundar á þessu merkis ári en á skógræktarsvæði Skóg- ræktarfélags Reykjavikur, þ.e. i Heiðmörk. Þar er nóg landrými og mjög sæmileg vaxtarskilyrði fyrir trjágróður á friðuðu svæði. Akvegur um „þvera og endi- laga” Heiðmörk, þ.e. frá Elliða- vatni upp i Skógarkrika, og frá Silungapolli suður fyrir Vifils- staði, er mannvirki, sem Skóg- ræktarfélag Reykjavikur hefur annazt svo og viðhald þessara vega, en fjárframlög til þessara framkvæmda svo og annarra á Heiðmörk hafa verið veitt úr borgarsjóði. Vegir þessir voru aðeins gerðir fyrir sumarumferð. I um- helypingasamri vetrarveðráttu og þegar klaka leysir á vorin hafa vegir um Heiðmörk ekki þolað akstur bifreiða og Heiðmörkin þvi lokuð bifreiðum frá hausti til vors, — og stundum langt fram á vor. Nú hefur það gerzt, að vega- kerfi Heiðmerkur fellur beint undir borgarverkfræðing og gatnamálastjóra, og er nú nýlokið fyrsta áfanga þeirra fram- kvæmda, þ.e. endurbótum á veg- inum frá Elliðavatnshliðinu upp i Skógræktarkrika, svokölluðum Heiðarvegi, og á vegarspottanum frá Heiðarvegi norður að Hólms- hrauni, svokallaðri Hraunslóð. Við suðurenda Löngubrekku, þar sem Þjóðhátiðarlundurinn mun risa, standa klettar nokkrir fagrir ásýndum og kalla skóg- ræktarmenn þá Huldukletta. Um- hverfis klettana hefur verið plantað ýmislegum trjágróðri og er það einstaklingsafrek Sigur- jóns Ólafssonar, sem var lengi umsjónarmaður i Heiðmörk. Þá góðu stund, sem við stöldruðum við á þessum fagra stað i Löngubrekkum var veður eins gott og það bezt gerist, — en viti menn, um leið og við vorum setztir i sæti okkar i bilnum gerði úrhellisrigningu og siðan stuttu siöar haglél, svo jörð var hvit! Haföiþá einn blaðamannanna orð eftir útlendingi, sem staddur var á Islandi: Það er ekkert veður hérna, bara ótal sýnishorn af veðrum! Við héldum áfram og losuðum okkur við haglélið og rigninguna. Okkur var sagt, að innan skamms ættum við þess kost, að sjá yngri hluta kvenþjóðarinnar við skóg- ræktarstörf og það voru lika orð að sönnu. Stór og fallegur hópur af ungum stúlkum vinnur i sumar við skógræktarstörf i Heið- mörkinni, og svo hefur verið i mörg undanfarin ár. Reynir Sveinsson umsjónarmaður merkurinnar er verkstjóri stúlkn- anna og sagði hann okkur, að um hundrað þúsund plöntur væru ár- lega gróðursettar á vegum skóg- ræktarfélagsins. Við tókum myndir af stelpun- um meðan þær unnu kappsam- lega við sin störf, og hrópuðu til skiptis: — Fleiri plöntur! — meiri skit! Að ferðalokum þáðum við góð- gjörðir að heimili Reynis Sveins- sonar og konu hans, að Elliða- vatni, en bærinn er eign Skóg- ræktarfélags Reykjavikur. I lokin er vert að minna á, að á 1100 ára afmæli byggðar i land- inu, eru liðnir þrir aldarfjórðung- ar siðan fyrst var plantað til skógar á Islandi. Það er þvi vel við eigandi á þjóðhátiðarári að hefja nýtt landnám með aukinni skógrækt á íslandi, þvi landið er , enn að eyðast og svarið við þvi er: skjólbelti og skógar sem viðast. Eins og gefur að skilja, eru skógræktunarfélögin févana og hefur verið sleginn skógræktar- peningur til eflingar fjárþörf félaganna. Peningurinn er teiknaður af Hringi Jóhannessyni og er hann til sölu hjá bóka- verzlunum Lárusar Blöndal, hjá Skógræktarfélagi Reykjavikur Fossvogsbletti 1, og hjá skóg- ræktarfélögum um land allt. TÖKUM HöNDUM SAMAN: STÓRAUKUM TRJA- UG SKÓGRÆKT I ÖLLUM HÉRUÐ- UM LANDSINS. BÆTUM LAND- IÐ OG GERUM ÞAÐ BYGGI- LEGRA. ÞANNIG BOUM VIÐ I HAGINN FYRIR KOMANDI KYNSLÓÐIR. Unga og fallega stúlkan á þcssari mynd liggur ekki á liði sinu við að hefja nýtt landnám með aukinni skógrækt á islandi. Þessi myndarlegu tre' voru gróðursett I Vlðistaðahlið áriö 1958. Hér sést aöeins litill hluti af þeim stúlkum, sem vinna við skógrækt i sumar á vegum vinnuflokka borgarinnar. Sagt frá ferð um Heiðmörk í fylgd stjórnar félagsins og annarra gesta Litli drengurinn á myndinni stendur hér við Huldukletta, en þar gróðursetti fyrrverandi umsjónarmaður Heiðmerkur mikið af plönt-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.