Tíminn - 09.07.1974, Qupperneq 11

Tíminn - 09.07.1974, Qupperneq 11
Þriðjudagur 9. jdli 1974 ItMINN 15 Ljóðabókin O Landsýn. Er farmanni gaf, bar mig fley yfir haf, I fjúki og nöprum blæ. Eg sigldi leið er var björt og bneið f bjarmann norður i sæ. Min hönd var köld, þetta hljóða kvöld er hafgolan lög sin kvað. Þá sá ég mynd — einn svellhvitan tind. — Mitt sólkrýnda land var það. Og nakinn bar hátt i norðurátt hinn nafnkæra jökultind. Hann skein þar einn, svo skarpur og hreinn, sem skapfesta greypt i mynd. Er kvöldroðans glóð um háloftin hljóð á helfrerann gliti sló. Eins og silfur og gull við sólarlagsfull, hann sindraði i tign og ró. Mitt fjallaland, mitt fa barða land. Þér fagnar mitt hjartat ð. Þú ert svo fritt, svo frja og vitt og fönn þin sólarlagsrjóð. Þó allt sé valt og á seltu svalt, er söm þin fegurðargnótt. A heimleið er ég um hafölduveg, Til hafnar kem ég i nótt. Landið mitt. Landið góða. Landið mitt. Landið blárra fjalla. Landið bjarta. Landið mitt. Landið hvitra mjalla. Landið fagra. Landið mitt. Landið rauðra skýja. Landið besta. Landið mitt. Landið sumarhlýja. Landið fagra. Landið mitt. Landið pabba og mömmu. Landið bezta. Landið mitt. Landiö hennar ömmu. Landið bjarta. Landið mitt. Landið hvitra mjalla. Landið góða.Landið mitt. Landið blárra fjalla. Þetta ættjarðarljóð, sem er eins einfalt i sniðum og hægt er og þverbrýtur flestar hugmyndir manna um rimað ljóð býr yfir sérstæðum innileika og litum fán- ans sem raðast i réttri röð i ljóð- inu. En litum nú á hvernig skáldið hagar orðum i ljóðum um landið og tek ég hér tvö kvæði sem eru dæmigerð fyrir hann er hann litur fegurð áhrifarikra staða. Hornbjarg. Með hamra sem glottkaldi gnæfa hátt og gnapa og hallast fram, þú slútir og ygglist ögrunargrátt og ólögum breytir i löður smátt. Þig skelfir ei nistandi norðanátt eða náboðans heljarþramm. Um þina æsku og aldurstug á enginn minnsta grun. Þú virðir ei annað en dáð og dug — en daðri og hiki visar á bug. Og neðan við hamranna hengiflug er hafið með öldudun. Þú brosir er sólin um siðkvöld skin. á sillur og farmannsgröf, og kvöldfriður vefst eins og voðfellt lin i værðaryndi um brjóstin þin, — en starir þögult er dagur dvin, með dökknandi brún og nöf. Með ókúgað stálhörku stolt i brá þú stendur við yztu höf, og ómvana horfir i hljóðri þrá i heillandi roðann vesturfrá — er sólin hnigur i draumadá og deyr inn i skuggans gröf. Dettifoss; Auðn og sandur arma gráa teygir.. Ekkert nema grjót er sjónum mætir. Ekkert kvikt svo langt sem auga eygir. — Ekkert sem að þreyttan huga kætir. Dáið land i duldra vætta riki. Dettifoss er framundan i úða. Tilfinningum enginn óvart fliki. Ógnin býr i fossins kalda skrúða. Dimmur ómur dunar, bergið titrar. Dettifoss i gljúfurfaðminn hrynur. Yfir honum úðaskrúðinn glitrar, undir niðri flaumsins vættur stynur. Eins og skessuskolp úr tröllafötu, skitugt vatnið flygsast milli kletta —gruggugt eins og geðfljót hinnalötu, gerir ekkert nema, falla, detta. Falla, detta, frægð og dyggðir góðar. Flaumur timans mylur gamla stofna. Eftir verða eyðisandar hljóðir. Andlaust tóm, er dæmir menn að sofna. Ekkert frelsi finnst á tjóðurgrundum. Fossar gruggvatn einræðis af tungu. Dáið land með draumaborgum hrundum dunar undan falli reginþungu. Næstu ljóð eru lika sérkennileg fyrir skáldið, þau er hrjúf og lýsa næsta litilli tiltrú til manna yfir- leitt, ekki um annað að ræða en vera kaldur fyrir og standa af sér næðinginn. Syrgðu ekki. Syrgðu ekki sumarblómin. syrgðu ekki von sem dó. Táli lifs og tuddahætti taka skal með kaldri ró. Syrgðu ei — þvi sorgir þinar sízt fá gert hið kalda heitt. Gráttu ei — þvi tregatárin tapast fyrir ekki neitt. Syrgðu ekki. Syrgðu ekki. Sorg þin gleður óvin þinn. Gráttu ekki — gaddur lifsins gerir svala vota kinn. Syrgðu ekki sælu horfna. Syrgðu ekki draumaspjöll. Bittu á jaxl er vetrarveður vonzkast yfir lifsins fjöll. Hlæ þú. Hlæ þú. — Hlæ þú maður unz helja myrkvar brár. Hlæ hið ytra öðrum þó innra fellir tár. — Engan um það varðar þó einum blæði sár. Hlæ þú háðskt að öllu og hlæðu að sjálfum þér. — Það er ekki annað en æskan sem að fer. Kvöldið er að koma og koldimmt bráðum er. Hlæ unz hjartað springur og hugur þinn er nár. —Ekki hrellir heiminn þó hrynji nokkur tár. Leik þig gegn um lifið, þó leikurinn sé grár. Einn Þú ert einn við ástvinarleiði. Þú ert einn i gleði og sorg. Þú ert einn á islenzkri heiði. Þú ert einn i miljónaborg. Þú ert einn i óskum og draumi. Þú ert einn á tæpustu nöf. Þú ert einn i örlagastraumi. Þú ert einn I dauða og gröf. Þetta kvæði er eitt af ljóðperl- um bókarinnar og i ósviknum stil skáldsins er h'ann beitir sem fæstum orðum að miklu efni. Rétt er að geta þess hér að skáldið mun hafa lamast mikið af lömunarveiki ungur og ekki beðið þess bætur ævilangt, ekki er þó finnanlegt að hann hafi ort ljóð um þau áföll, heldur kosið að kaldhamra ýmislegt yrkisefni. Okkar ágætu framúrstefnuskáld myndu þurfa að fara I aukalopa- peysu, og láta sér vaxa ræktar- legra skegg til þess að geta ort ljóö, sem tækju þessum ljóðum fram. Þegar skáldið leikur á viðkvæmari streng sinn, verða til ljóð eins og þessi tvö: Von Vonin min litla vertu hjá mér, —haltu minu hjarta. I hendi þér. Gyðjan min góða með geislanna fjöld, láttu ljós þitt skina. og loga i kvöld. Ljómaðu. Ljómaðu, litla sólin min. Myrkur verðu r ekki á meðan þú skin. Þeir ýttu Þeir ýttu frá landi. Lognslétt var haf. Himininn heiður og haustvindur svaf. Þeir hurfu til djúpa 1 dagroðans átt. Og himininn minntist við hafdjúpið blátt. — Þeir komu ekki aftur til ástvina heim. öldurnar sorgarlag sungu yfir þeim. Helkalt og þögult hafdjúpið er. — Boðarnir risa og brotna við sker. Haust Skuggarnir stækka. Hafaldan hækkar, hrynjandi fellur við naust. Sólin lækkar. Söngvunum fækkar. Sumarið liðið og komið haust. Störf manna og lifsbarátta verður skáldinu oft að yrkisefni og gerir þeim viðfangsefnum sin sérstöku skil, sem ekki er vist að falli undir neina tegund þeirra ljóöa sem okkar góðu menningar- klikur hossa og rita margt og mikið um. Hamarshögg Hlusta ég enn á höggin. — Hamarinn mælir mál. Hugur minn skilur hreiminn hann hefir sina sál. Hnúaber sótug höndin hamrar hið stælta stál. Eldur snarkar á afli. Ymur við hjólsins hljóð. Fastara höggin falla, flytjandi orkuóð. — Roðin smiðjan i rökkri rauðri og glaðri glóð. Steðjinn kveinar og stálið stynur við hamarshögg. Bjarmar af eldsins blossum. Blikar á dáðadögg. — Sveittur er ég og svartur, svipmikill, gárin glögg. Verkið er góður vinur. Vinnan er lifsins lind. Skáldverk hefi ég skapað — skóp þau i málmsins mynd. Starfið gerði mig sterkan —styrkan i sorg og synd. Smiðjuna hefi ég smiðað. Smiðaði plóg og pál. Sveigði og barði saman. Söng undir steðjans stál. Hugur minn skildir höggin, — hamarinn mælti mál. Mælti hann málmsins röddu, meðan að stundi stál. — Undan skal aldrei látið, auðmýkt er þrjótum þjál. Buldu höggin og buldu, — bergmálið söng i sál. Hamrað hef ég og hamrað. Hamrað um æviár. Hamrað brott mina harma. Hamrað er sviðu sár. — Höggin minn gleðihlátur. Höggin min tregatár. Skáldið setur sig i spor járn- smiðsins og úr verður óður til vinnugleðinnar þar sem högg smiösins á steðjanum hljóma þrisvar I hverju erindi. Sú stétt sjómanna, árabáta- karlarnir, sem nú er að berja nestið, hefir fulla samúð skálds- ins I næsta ljóði sem hér fylgir hrjúft og samanþjappað. Bárður Einn á köldum viðavangi vaskur alla daga gekk. Blástrastinnur blær I fangi barði skurn á hljóðan rekk, Einn að starfi. Einn á snekkju andófsþéttan barning tók. Hvitar voðir ránarrekkju risti stafn er hlunna skók. Aleinn móti ævistraumi etja kapp, er þreytuverk. Hverfur glit af hverjum draumi Hvað má höndin sinasterk. Eftir dauða öldu hverrar, önnur ris og krefur tak. Undir kvöldið þróttur þverrar þeim, sem hefir lúið bak. Seglabilun sjötugsaldurs sigurvonum rænir mann. Brotaniður báruskvaldurs bitrust ögrun fyrir hann. Hrumleiksseta heima i nausti hugann spennir kaldri gjörð. Betri særinn tryggðatrausti trölli gröf — en hola i jörð. Sú var tiðin að útslitnir vinnu- þjarkar, sem eytt höfðu ævi sinni og orku i þjónustu misjafnra hús- bænda, voru upp á náð samsveit- unga komnir að loknum starfs- degi, um einn slikan öldung er ljóðið „Niðurseta”, Inni I lágu bóndbýli blindur karl á elli-skýli. Vafinn hélu ævi alla, ennþá lifir — kali nær. Yfir blásna hugarhjalla húmið teygir svartar klær. Það er hart. A elliárum, útslitinn með lúasárum — að vera eftir sveitarsiðum seldur fyrir lægsta boð. Eftir volk á mannlifsmiðum mega drekka náðarsoð. Sagt er napurt: Niðurseta náðarbrauð er frek að éta. Væri bezt að himnaherra hreppsómaga sækti fljótt. — Það er flestu vondu verra að verða að fæða slika drótt.'’ Fáir skilja gamla greppinn. Gott er sizt að fara á hreppinn. Verða sálarkaunum kalinn kuldahjallur — ýlustrá. Kanna I myrkri vonavalinn. Vera hrakinn til og frá. Fá orð i fullri meiningu og þvi miður sönn fram á siðustu ára- tugi. Nýlega var gefin út endurskoð- uð sálmabók fyrir islenzku þjóð- kirkjuna, ekki er þar að finna ljóð Sigurðar Gislasonar. er hann set- ur I þau hughrif sem hringing kirkjuklukkna valda i huga hans. Klukknahljóð Klukkurnar hringja með kæru hljóðin sin. Kalla út i myrkrið unz hljóðið dvin. Alltaf hið sama sælulag, syngja þær hvern einn helgidag: Komið til min. Komið til min. Klukkurnar hringja og kirkjan litla skin með kertunum sem loga og blika skært til þin Auðmúk fyrir Kristi krýpur þjóð. Klukkurnar hringja mildan óð: Komið til min — Komið til min. Klukkurnar hringja og kalla blitt til þin. Kalt er að vera úti, er geisli enginn skin. Loga inn I kórnum ljósin skær. Leitaðu i bjarmann og komdu nær. Komið til min. — Komið til min. Klukkurnar hringja. Kristur leitar þin. Krjúptu fyrir honum sem allramildast skin, — honum sem kallar kærleiksmjúkt, — kallar á fólkið hryggt og sjúkt. Komið til min. — Komið til min. Ekki get ég að þvi gert, að mér finnst meira ómengað guðsorð i þessu ljóöi, en i sumum endur- skoðuðu sálmunum. Skáldið virð- ist ekki mjög hrifið af borgarlifi, eftir þessum hluta af ljóðinu um borgina. Hér er borgin, bökuð af sól. Borg með grugguga tjörn. Hverfi af villum. Hverfi af hreysum. Hvar er rúm fyrir börn? Hvar eru grænar grundir, grasið lifandi og bjart? Allt er hér i ætt við grjót. Allt er steinrennt og hart. Ljóstu með lifsprota gteininn, ljósguð, sem heldur vörð. Láttu fram lindina streyma, lifga hinn dauða svörð. Vefðu i vorsólargeisla vonir barna og draum. Geföu þeim grænt og ryklaust gras við hjalandi straum. Seinna I ljóðinu segir hann við borgarbúa: Borgin er hérna. Borgin þin. Borgin ykkar og min. Rykið hennar er rykið þitt, rykið ykkar og mitt. Skarkali hennar er skarkali þinn, skarkali ykkar og minn. Draumur hennar er draumur þinn draumur ykkar og minn. Ég enda tilvitnanir i ljóðabók Sigurðar á siðasta kvæði bókar- innar ,,Þú eilifi —” eins og rit- dómarinn i Vesturheimsblaðinu gerði I sinum ritdómi. Þetta ljóð er engin mysa, orkt til að sýnast, heldur algildur sannleikur allra tima. Þú eilifi — Þú eilifi uppreisnarmaður, I ósátt við timans deýfð. — Þin orð, þin hugsun og andi er ekki af neinum leyfð. En þér ér einum að þakka aö þankans förg voru hreyfð. Frá örófi aldanna varstu I andstöðu harðstjórans, og varðir gegn rangsleitni og ráni hver rettindi siðaðs manns. — Og þú hlaust liftjón að launum og laufbleikan þyrnikrans. Þú krossfestur varst sem Kristur á kvalanna nakta tré. Og steiktur sem Bruno á báli við böðlanna hróp og spé. Og myrtur sem Mahatma Gandhi viö musteris heilög vé. Framhald á bls. 17

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.