Tíminn - 16.08.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.08.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 16. ágúst 1974, Sovézkir læknar í þróunariöndunum Um það bil 800 sovézkir læknar starfa i ýmsum löndum Asiu og Afriku, þar sem þeir meðhöndla sjúkdóma og aðstoða við skipu- lagningu heilbrigðisþjónustunn- ar og menntun læknastúdenta. Þeir hafa með sérfullkominn tækjaútbúnað og lyfja- og bólu- efnabirgðir. Sovézkir læknar hafa hjálpað mörgum milljón- um manna i Alsir, Eþiópiu, Ind- landi og Iran. Sovétrikin byggja nú heilsu- verndarstöðvar, sjúkrahús og fæðingarheimili i mörgum lönd- um Asiu og Afriku. T.d. hefur verið sett á stofn stór lyfjaverk- smiðja i Indlandi, og veittu So- vétrikin mikla aðstoð við bygg- ingu hennar. Jarðgas— mikilvæg útflutningsvara Hafinn hefur verið útflutningur á jarðgasi frá Sovétrikjunum til ttaliu. Enn einn áfangi gas- leiðslanna frá Sovétrikjunum til Vestur-Evrópu hefur verið tek- inn i notkun. Flutt er út gas til Austurrikis og Vestur-Þýzka- lands, svo og til ttaliu, sem i ár mun kaupa 800 milljónir rúm- metra af gasi. Salan til ttaliu verður smám saman aukin, þar til hún kemst upp i 6 milljarða rúmmetra á ári. Jarðgas er að verða mjög mikilvæg útflutningsvara. Arið 1968 voru fluttir út 1.5 milljarðar rúmmetra af gasi, en árið 1973 6.5 milljarðar. Danir ættu að tala ensku Danskir stjórnmálamenn ræða það nú i alvöru, hvort móður- málið skuli lagt niður og enska töluð I staðinn. Umræður um þetta hófust með grein i dag- blaðinu Politiken, þar sem þvi var haldið fram, að allir Danir ættu að læra ensku, en danskan skyldi notuð sem nokkurs konar almúgamál. Danir væru of fáir til að burðast með eigið mál i hinni sameinuðu Evrópu. t dönsku skólareglugerðinni séu þegar ákvæði um að öll skóla- börn byrji að læra ensku i fjórða bekk og eftir það. Ofurmenni slaghörpunnar —I huga fólks er ég þjóðsagna- persóna, en ég er samt lifandi enn, sagði pianistinn Vladimir Horowitz árið 1965, þegar hann kom aftur fram eftir 12 ára hlé. Auk þess að vera „ofurmenni slaghörpunnar” hefur hann safnað myndum eftir Picasso, gömlum húsgögnum og dýrindis neftóbaksdósum. Nú ætlar gamla hljómplötufyrirtækið hans að gefa út upptökurnar frá árunum 1928-1960. Fyrirhugað- ar eru 18 plötur með verkum eftir Beethoven, Chopin, Liszt, Rachmaninoff o.fl. Nú þegar eru komnar út fjórar plötur er flutningurinn sagður nálgast fullkomnum að minnsta kosti tæknilega séð. Lítið eitt um frægan mann Herbert von Karajan, hinn heimsfrægi hljómsveitarstjóri frá Salzburg, hefur bætt einum dýrgrip við ,,þotufólks”-leik- föngin sin. Hann er fristunda- siglari og úti fyrir Saint-Tropez, nálægt bústað hans ,,La Conou- biére”, liggur skútan „Heli- sara”. Sú var smiðuð i Kanada og metin á u.þ.b. 60 milljónir isl. króna. A skútunni er 5 manna áhöfn. Niður að höfninni fer hann á „Suzuki” drengmótor- hljóli. Þar að auki á meistarinn tveggja véla Dusenþotu, sem hann stjórnar sjálfur með sin- um viðkvæmu listamannshönd- um. Og svo mætti hefna nokkra bila, s.s. Royce, „Silver Cloud” og Porsche Carrera. DENNI DÆMALAUSI Ég get ekki verið pð hlaupa alla leið yfir til þin bara fyrir ispinna. En hvað heldurðu að sé tii i isskápnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.