Tíminn - 16.08.1974, Side 7
TÍMINN
7
Föstudagur 16. ágúst 1974.
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason, Tómas
Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason. Rit-
stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar
18300—18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, slmi 26500 — af-
greiöslusími 12323 — auglýsingaslmi 19523.
Verö I lausasölu kr. 35.00.
Askriftargjald kr. 600.00 á mánuöi.
Blaöaprent h.f.
Samrád við
stéttasamtökin
Sú afstaða Ólafs Jóhannessonar forsætisráð-
herra, að ekki sé hægt að hefja viðræður við aðila
vinnumarkaðarins I sambandi við stjórnar-
myndun, hlýtur að vera auðskilin hverjum þeim,
sem ihugar það mál. Stjórnskipunarlög rikisins
ætla Alþingi einu það vald að mynda rikisstjórn.
Ef ræða ætti við alla þá aðila utan þingsins sem
væntanlegir stjórnarsamningar geta varðað að
einhverju leyti, yrði stjórnarmyndun ekki aðeins
óhemju timafrekt verk, heldur mætti heita
næstum útilokað, að hægt yrði að ná nokkru sam-
komulagi. Yrði farið inn á þá braut, þá væri vitan-
lega ekki eðlilegt að ræða við Alþýðusambandið
eitt, heídur einnig samtök annarra stétta, ef
væntanlegir stjórnarsamningar skerða t.d. eitt-
hvað hag þeirra, þótt ekki sé nema i bili
Þvi hefur heldur aldrei verið hreyft áður að slik
formleg samráð yrðu höfð við stéttarsamtökin
meðan á stjórnarmyndunarviðræðum stæði.
Alþýðuflokkurinn hefur margsinnis unnið að
stjórnarmyndun, og aldrei minnzt á þetta fyrr en
nú, og þvi siður gert það að úrslitaskilyrði, Hver og
einn getur svo dæmt um, hvers vegna þetta er
fundið upp nú.
En þótt sá maður, sem vinnur að stjórnar-
myndun, geti ekki og eigi ekki að taka upp form-
legar viðræður við stéttarsamtökin, er hægur
vandi að hafa við þau nægileg samráð. Hver ein-
stakur flokkur, sem tekur þátt i viðræðum um
stjórnarmyndun, getur haft samband og samráð
við flokksmenn sina innan viðkomandi sam-
taka,og þó ekki sizt, þegar þeir skipa þar
trúnaðarstöður. Þetta hefur lika verið viðtekin
venja, þegar unnið hefur verið að stjórnar-
myndun. Flokkurinn verður siðan að vega það og
meta, hvernig hann metur álit þessara manna, ef
það fer ekki saman við mat og álit þingmanna
hans, sem eiga að hafa úrslitaorð um afstöðu
flokksins i sambandi við stjórnarmyndun. 1 við-
ræðunum um myndun vinstri stjórnar nú, var
margsinnis hvatt til þess, að viðkomandi flokkar
hefðu samráð við forustumenn verkalýðs-
hreyfingarinnar með þessum hætti
Á annan hátt er ekki eðlilegt að hafa samráð við
stéttarsamtökin, meðan unnið er að stjórnar-
myndun. Um hitt eru svo allir sammála, að sjálf-
sagt sé, að rikisstjórn hafi sem nánasta samvinnu
og samráð við stéttasamtökin. Ólafur Jóhannes-
son lýsti þvi hvað eftir annað yfir, að tækist honum
stjörnarmyndun, myndi hann gera sitt itrasta i
þessum efnum. Þvi til áréttingar lagði hann til, að
ýmis veigamikil atriði i efnahagstillögum hans,
sem einkum snertu hag láglaunafólks, yrðu
ákveðin svo rúmt i væntanlegri efnahagslöggjöf,
að hægt yrði að hafa mjög náin samráð við laun-
þegasamtökin um framkvæmd þeirra. Um þessi
atriði yrði hins vegar væntanleg rikisstjórn að
semja.
Sú deila, sem hér hefur risið, verður væntanlega
til þess, að ekki verður framvegis reynt að skerða
stjórnmyndunarvald Alþingis, með þvi að reyna
að færa það i hendur aðila utan þess. Enda er vafa-
samt, að það hafi verið tilgangurinn, heldur hafi
þetta frekar verið notað sem átylla til að sigla um-
ræddum viðræðum i strand.
Þ Þ.
Grein úr „Time"
Watergatemálið hefur
gert Rodino frægan
Hann reyndist íhugull, þrautseigur og heiðarlegur.
Þaö var vafalltiö hyggíleg
stjórn á störfum laganefndar
fulltrúadeildar Bandarlkja-
þings, sem átti mikinn þátt i
að upplýsa hlut Nixons i
Watergatemálinu. 1 eftir-
farandi grein, sem birtist ný-
lega i vikuritinu Time, er sagt
frá formanni nefndarinnar,
Peter Rodino, en hann réð
mestu um hin hyggilegu viö-
brögö nefndarinnar:
EKKI hrekkur til að vera
heiðarlegur, heldur verður allt
að lita heiðarlega út”, sagði
Peter Rodino, formaður laga-
nefndarinnar, sem var afar
þung i vöfum. Nefndarmenn
voru 38, starfið ákaflega
þreytandi, stóð marga mánuði
og sýndist oft og tiðum óvinn-
andi. Svo leið að lokum rann-
sóknarinnar, úrskurðurinn
nálgaðist, og úrslit hlutlausrar
atkvæðagreiöslu urðu þau, að
27 nefndarmenn greiddu at-
kvæði gegn forsetanum en 11
með. Lágmæltur, hvíthærður
formaðurinn fékk hrós fyrir
heiðarleika, bæði hjá John
Rhodes, leiðtoga Repu-
blikanaflokksins i fulltrúa-
deild þingsins, og Thomas P.
O’ Neill yngri, leiðtogi Demó-
krataflokksins. „Hann hefur
færzt ótrúlega i aukana með
erfiðleikunum”. sagði O’
Neill.
begar rannsókn hófst til
undirbúnings landráðaákæru
á hendur forsetanum, var
Rodino litt kunnur. Hann er
þingmaður Newark, dæmi-
gerður frjálslyndur stór-
borgarbúi. Hann hefur setið á
þingi i 25 ár. kynnzt náið öllum
störfum, þess, lært að koma
sér áfram með þvi að koma
sér vel, en á forustuhæfileika
hans hafði ekki reynt. „Hann
var eins og falinn eldur, þegar
til kom”, sagði O’ Neill.
RODINO er sonur italsks
verkamanns, sem fluttist
vestur um haf. Hann ólst upp i
litla, italska hverfinu i
Newark og svo róstusamt var i
nágrenninu, að hann sá menn
skiptast á skotúm á götum úti.
Rodino samdi skáldsögu um
uppvaxtarár sin. Hún hefur
ekki verið gefin út, en heitir
„Rekastræti”. Hann gerði sér
eitt sinn vonir um að verða
skáld, og hefur enn yndi af að
þylja ljóð eftir Shakespeare,
Byron, Shelley og Keats. Litið
varð þó úr skáldskapnum hjá
Rodino, en hann brauzt með
eljusemi gegnum lagaskólann
i Newark.
Rodino gegndi herþjónustu I
siðari heimsstyrjöldinni, og
varkjörinn á þing i fyrsta sinn
árið 1948. A þingi einbeitti
hann sér einkum að þeim
málum,sem snertu þjóðfræði.
Loks olli ósveigjanleg aldurs-
reglan þvi, að hann varö for-
maður laganefndarinnar, og
þá var hann kunnastur fyrir
að hafa komið þvi I kring, að
dagur Kólumbusar yrði
haldinn hátiðlegur.
LEIÐTOGAR Demókrata-
flokksins i fulltrúadeild þings-
ins þekktu Rodino og báru tak-
markað traust til hans, þegar
ákæran um landráð kom til
álita fyrir rúmu ár, sjö
mánuðum eftir að hann varð
formaður laganefndar. Carl
Albert, forseti fulltrúadeildar-
innar, lét ótvirætt I ljós, það
álit sitt við Rodino, að réttara
væri að fulltrúadeildin kysi
sérstaka nefnd til að kanna
málið, I stað þess að fela laga-
n'efndinni rannsóknina.
Rodino þverneitaði, og Albert
lét undan siga. (Albert varð
siðar ánægður með þá
ákvörðun. Republiknana-
flókkurinn heföi getað kosið i
nefndina tóma gallharða
stuðningsmenn Nixons, og
komið þannig i veg fyrir hlut-
lausan úrskurð.)
Rodino hlakkaði ekki til að
stjórna undirbúningsrannsókn
landráðaákærunnar. Hann
hafði árum saman átt fremur
vinsamleg samskipti við
Nixon. „Mér eru góðu hliðar-
nar á hverjum og einum kær-
ari”, segir hann. En hann hóf
undirbúning sinn og fól I kyrr-
þey Jerome Zeifman, skrif-
stofustjóra laganefndar, að
kynna sér allan gang málsins,
ásamt tveim aðstoðar-
mönnum. Arið 1973 hafði
Rodino hætt störfum sem lög-
fræðingur i Newark, en þau
höfðu áður takmarkað nokkuð
þann tima, sem hann eyddi i
Washington. Nú hóf hann að
kynna sér af gaumgæfni, hver
afstaða semjenda stjórnar-
skrárinnar heföi verið til land-
ráðaákæru
RODINO kynnti sér einnig
frumskrif átjándualdar
spekingsins ihaldssama,
Edmunds Burkes, en hann
hélt meðal annars fram, að
ákæra um landráð ætti „ekki
að byggjast á lögfræðilegum
smámunum, heldur á
traustum grunni siðalögmáls
rikisins”, Og Rodino las einnig
þrisvar bókina, sem sagn-
fræðingurinn Michael Les
Benedict gaf út 1973 um
ákæruna á hendur Andrew
Johnson. Hann játaði hrein-
skilningslega, að sér ægði
ábyrgðin. „Ég ligg andvaka á
nóttunni”, sagði hann einu
sinni. „Ég vona bara, að ég
reynist maður til að standa
undir ábyrgðinni”.
Carl Albert, forseti fulltrúa-
deildarinnar, hét Rodino að
horfa ekki i kostnaðinn við
rannsóknina, og hann fór þvl
að ráða sérstaka starfsmenn,
en þeir urðu alls 105, og ná-
lega helmingur þeirra lærðir
lögfræðingar. Hann fór einnig
að svipast um eftir aðalmála-
fræðslumanni.
Rodino vildi ekki láta bera
sér á brýn hlutdrægni. Þess
vegna vildi hann finna óvið-
komandi mann, sem væri I
Republikanaflokknum. Tvo
mánuði samfleytt ræddi hann
við rektora lagaskóla,
dómara, starfsmenn lög-
mannafélaga og mikils virta
málafærslumenn, en leiötogar
Demókrataflokksins báru sig
illa yfir drættinum. Loks varð
John Doar fyrir valinu, og þá
var komið fram i desember.
ÞETTA var skrýtið sam-
eyki: Tungumjúkur stjórn-
málamáðurinn frá Newark og
þegjandalegur lögfræðingur
frá Princton, en hann hafði
farið með mannréttindamál i
dómsmálaráðuneytinu á for-
Rodino
setaárum þeirra Eisenhowers
og Kennedys. En samvinna
þessara tveggja manna varð
náin, og þeir báru vaxandi
virðingu hvor fyrir öðrum.
Rodino var frá upphafi ljóst,
að rannsóknin hlyti að verða
til einskis, ef almenningur liti
á hana sem blóðhefnd Demó-
krataflokksins. Hann var
raunar sjálfur sakaður um
hlutdrægni i fyrstu, meðan
hann var að hamra i gegn, að
einn heföi stefnuréttinn. Siðar
afsalaði hann sér þeim rétti
og fékk hlustlausa samþykkt
átta úrskurða um skyldu for-
setans til að afhenda segul-
böndin frægu, en Nixon neitaði
að hlýða þeim öllum.
EN Rodino var stöðugt að
láta undan i ýmsum öðrum
efnum. Hann ákvað, þvert
ofan i tillögur Doars, aö leyfa
James St. Clair, verjanda for-
setans, að sitja fundi nefndar-
innar, meira aö segja að yfir-
heyra vitni og leiða þau sex
vitni, sem hann óskaði eftir.
Meðan á þessu stóð hélt for-
maður rannsóknarinnar
áfram að brýna fyrir mál-
pipum Demókrataflokksins að
hætta að heimta landráða-
kæru. „Ég sagði þeim, að
þjóðin kvæði upp lokaúr-
skurðinn, og þeim dómi yrði
frammistaða okkar einnig að
lúta”, segir Rodino. Og
nefndarmenn urðu að kröfum
hans, en undu þvi ekki ætið
sem bezt. John Conyers frá
Detroithvæsti einusinni: „Ég
vil fullvissa mig um, að hann
sé ekki alltof andskoti heiðar-
legur”.
Álagið á Rodino var gifur-
legt. Viku eftir viku hóf
nefndin lokaða fundi klukkan
hálf tiu alla þriöjudaga, mið-
vikudaga og fimmtudaga.
„Jæja, herra Doar”, var
Rodino vanur aö segja. „Þá
skulum við byrja”. Morgun-
fundunum lauk klukkan
fimmtán minútur yfir tólf, og
siðdegis var aftur setið á fundi
klukkan tvö til fimm. En þetta
voru bara hinir formlegu
fundir. Rodino settist við
skrifborð sitt klukkan átta að
morgni, sat þar oft fram yfir
miðnætti, og ráðgaöist
stundum við samstarfsmenn
sina fram til klukkan þrjú á
nóttunni.
ÞEGAR tækifæri gafst,
reyndi Rodino að hvila sig,
ýmist úti við eða við að hlusta
á óperusöng af plötum i ibúð
sinni i höfuðborginni, en Tosca
er uppáhalds ópera hans. Um
helgar dvaldi hann hjá
Mariönnu konu sinni i
Newark, en hún var vin-
stúlka hans á skólaárunum.
(Börnin eru tvö: Peternemur
Frh. á bls. 15