Tíminn - 16.08.1974, Page 8

Tíminn - 16.08.1974, Page 8
8 TÍMINN Föstudagur 16. ágúst 1974. ÍSLENZK ÞJÓÐLÖG Rætt við Troels Berndtsen um íslenzk þjóðlög og þjóðlagasöng Ný þjóðlagaplata ó þjóðarafmæli Troels Bendtsen þjóölagasöngvari. Hann hefur stundaft þjóftlagasöng og tónlistarflutning i tveim frægum trióum Savanna-trfó og Þrem á palli. Áhuga islenzku þjóð- arinnar á fornsögum þekkja allir. Mikið af tima fræðimanna og spekinga fer i að bera saman hauga og kuml við sögur og forseti ís- lands hefur m.a. bent á að sagan á Islandi verði að verða persónuleg, til þess að vera áhugaverð. Það verður að vita úr hverjum beinin eru, sem grafin eru upp, og helzt verða þau að vera úr frægum manni ef vel á að vera. — Ég veit að þú ert skáld, helvitið þitt, sagði Eirikur á Þingeyri, en ég skal mæta þér i Is- lendingasögunum hvenær sem er, og þannig miðast allt við bækur og við sögur á bókum, sem menn kunnu spjaldanna á milli. En fleira er saga en þeirra, sem koma við stjórnmál sögualdar og riða um héröð og skapa sögu með deigum sverð- Savannatrlóift á hinum „gömlu og góftu dögum”. Myndin er tekin I vor, þegar sjónvarplft lét gera dag- skrá um þetta merkilega trió og fékk söngvarana til aö vinna saman aft enn einni dagskrá. Þótt liftin séu nú um þaft bil nfu ár siftan Savannatrlóift kom slftast fram opinberlega, er „ný” plata frá þeim væntan- leg á markaftinn innan skamms. Þar er safnaft saman á plötu ýmsum gamanvisum og spaugsömum kvæftum, sem trlóiö flutti. Savannatrólift lagfti ekki minna upp úr frumlegum og góöum söngtextum, en sjálfum lögunum. A myndinni eru Troels, Þórir Baldursson og Björn Björnsson. um og þungum öxum. Alþýða manna hefur ekki komizt i sögur sem skyldi, þar til nú, að hin- um nafnlausa manni vex nokkur ásmegin i sög- unni. Fræðimenn og söngvarar sem fremur hafa asklok fyrir himin, en dramb og ættir þing- manna hafa komið þar til skjalanna og það er byrjað að syngja það i fjölmiðlum sem vinnu- konan söng yfir verki sinu, og það sem alþýð- an fór meðan dans var leyfður. Þrjú á palli Já, ný saga er komin fram i dagsljósiö, ný söguskoðun, sem ekkért á skylt við þingmennsku og vlg höfðingja né heldur við fræg skáld og rithöfunda fornald- ar. Fornfræðingar sigta gegnum vírnet og sópa saman nýrri nafn- lausri sögu og sönglistarmenn og hljóðfæraleikarar nema nýjan tón, ýmislegt af fornum bókum eða kerlingum uppi I sveit. Laglínur, sem varðveittar voru i aldir I hjartanu komast nú ekki einasta á blað, heldur hafa fengið nýja vængi, sem heitir útvarp, sjónvarp og hljóðritun. Ljóð og lög sem rauluð voru yfir börnum og i rökkrinu dimma hljóma nú um allt ísland i flutn- ingi farandsaungvaranna, sem nefnast nú þjóðlagasöngvarar. Nú fyrirskömmu kom merkileg þjóðlagaplata á markað hér, ICELANDIC FOLK SONGS, þar sem trióið Þrjú á palli syngja nokkur forn þjóðlög i raddsetn- ingu Jóns Sigurðssonar, bassa- leikara (i Sinfóniuhljómsveit- inni), en hann er kunnur fyrir útsetningar sinar og frumlega tónlistargáfu. Þeir, sem syngja og leika i trió- inu, eru þau Troels Bendtsen, Halldór Kristinsson og Edda Þórarinsdóttir, en allt eru þetta kunnir söngvarar i þessum nýja sið. Þekktastur þessara þriggja mun vera Troels Bendtsen, sem hefur lengi sungið, fyrst i hinu fræga Savanna-triói, — nafn hans er eins konar vörutrygging nú orðið, þegar þjóðlagasöngur og þjóðlagatónlist kemur til tals. Savanna-trióið klass- iskt! En þótt þjóðlög lifi lengi i hjarta þjóðarinnar án sérstakrar nær- ingar, þá lifa söngflokkar stutt. Þeir leysast upp i veraldarinnar volki, ný atvinna býðst, börn fæð- ast og skyldur kalla burtu frá söng og það gefur i öskjurnar hjá öðrum og þá verður sjálfhætt og Séra Bjarni Þorsteinsson prestur á Sigiufirði, sem getift er um I vifttalinu. Séra Bjarni var fæddur 14. okt. 1861 á Mel I Hraunhreppi, dáinn 2. ágúst 1938. Bjarni varft stúdent I Reykjavik 1883 og útskrifafiist frá prestaskólanum 24. ágúst 1888. Hann haffii mikinn áhuga á tónlist og kom auga á verfimæti islenzkra þjóðlaga og vikivaka. 1 jaiíúarmánuði árift 1904 sigidi séra Bjarni til Kaup- mannahafnar til rannsóknar- starfa á þjófiiögum. Bjarni gaf út fjölda rita og I þessar útgáfur hafa þjóftlaga- söngvarar sótt fjölda laga. Séra Bjarni var sæmdur prófessorsnafnbót fyrir störf sin árift 1930, og hann var heiöursborgari Siglufjarftar- kaupstaftar. Kona Séra Bjarna Þorsteinssonar var Sigríftur Lárusdóttir Blöndal, sýslumanns á Kornsá I Vatns- dal. Sigriftur var fædd árift 1866 og lézt áriö 1929.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.